Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 7
Pagblaftið Föstudagur 5. desember 1975.
7
Rœðismannsskrifstofo Indénesíu í Hollqndi hertekin af S.-Mólukkum:
Rœningjarnir eru aðeins
18 og 19 ára gamlir
Erlendar
fréttir
i
REUTER
i
Hollenzkar öryggissveitir hafa
hertmjög á gæzlu með járnbraut-
arlestinni, sem skæruliðar frá
S-Mólukkaeyjum hafa rænt
skammt utan við borgina Beilen.
Sex vopnaðir menn halda þar að
minnsta kosti 35 gislum og hafa
þegar myrt þrjá menn.
Sex hundruð menn úr sérþjálf-
uðum hersveitum með 45 bryn-
varða bila eru nú I nágrenni lest-
arinnar ásamt nokkur hundruð
lögreglu- og hermönnum, sem
fyrir voru. Mólukkueyingarnir
rændu lestinni á þriðjudaginn.
Ræningjarnir hafa nú krafizt
þess, að allir s-mólukkanskir
fangar i Hollandi verði látnir
lausir. Tilgangur aðgerða þeirra
er að vekja athygli alheimsins á
kröfum um sjálfstæði eyjanna —
fyrrum Hollenzku Austur-Indiur
— frá Indónesiu.
Að sögn eins starfsmanna lest-
arinnar, sem komst undan, eru
ræningjamir allir kornungir, i
mesta lagi 18—19 ára. Hollenzka
stjórnin hefur neitað að semja við
ræningjana — en þeir hafa hótað
að myrða alla gisla sina.
Þá hefur annar hópur öfga-
manna frá S-Mólukkaeyjum tekið
herskildi ræðismannsskrifstofu
Indónesiu I Amsterdam. Halda
þeir þar um 30 gislum — þeirra á
meðal 16 börnum. Hollenzk
stjórnvöld hafa einnig neitað að
eiga viðræður við þennan hóp,
Kissinger ábyrgur
fyrir stef nu
USA í Chile
Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, var helzti höfundur stefnu og baráttu leyni-
þjónustunnar CIA tii að vanvirða nafn Salvadores
Allendes fyrir og eftir að hann var kjörinn forseti
Chile. Svo segir i skýrslu rannsóknarnefndar öld-
ungadeildar Bandarikjaþings um leyniþjónustuna.
Skýrslan var sett saman eftir
átta mánaða rannsóknarstarf. í
henni er Kissinger lýst sem
aðalstjórnanda stefnu Banda-
rikjamanna i Chile.
Þar sem Kissinger var i ein-
stakri aðstöðu . sem formaður
fjörutiu sérnefnda, varð hann
fyrir stöðugum þrýstingi frá
Nixon þáverandi forseta til að
sýna árangur.
1 skýrslunni segir einnig, að
baráttan gegn Allende hafi m.a.
falizt i tilraun til að skipuleggja
valdarán hersins til að koma I
veg fyrir kosningu marxistans i
— og folli
Allendes,
segir í
skýrslu
bandarískror
þingnefndar
embætti forseta Chile. Aftur á
móti segir i skýrslunni, að engar
beinar sannanirséu fyrir þvi, að
Bandarikjamenn hafi veitt
beina aðstoð i valdaráninu 1973,
þegar Allende var settur af og
myrtur.
Þrir forsetar Bandarikjanna
— Kennedy, Johnson og Nixon
— ásamt helztu ráðgjöfum
þeirra hafa eftir öllum sólar-
merkjum að dæma verið svo
sannfærðir um hættuna, er staf-
aði af Allende, að þeir hafi sam-
þykkt nokkrar meiriháttar til-
raunir til að stöðva valdatöku
hans.
Bandarikjastjórn veitti and-
stæðingum Allendes i Chile
margháttaða aðstoð, þar á með-
al gifurlega fjárhagsaðstoð, um
margra ára skeið.
Menn „Tony Pro" myrtu
Jimmy Hoffa í Detroit
— segir FBI maður þar og segisf hafa vitni
James Hoffa, fyrrum formaður
sambands flutningaverkamanna
(Teamsters) i Bandarikjunum,
sem hvarf sporlaust i Detroit 30.
júli sl., var myrtur að sögn alrik-
islögreglumanna er rannsaka
málið.
Robert Ozer, yfirmaður lög-
reglunnar (FBl) i Detroit, skýrði
svo frá fyrir rétti þar i gær, að
hann.hefði vitni sem gætu bent á
þrjá menn er viðriðnir væru
morðið. Allir væru þeir félagar i
verkamannasambandsdeildinni i
New Jersey, þar sem mafian hef-
ur um áratuga skeið haft mjög
sterk itök.
Lögreglumaðurinn fór fram á
að vitni sin yrðu látin benda á
mennina i hópi annarra manna.
Dómarinn féllst á beiðnina og
verða mennirnir þrir leiddir fyrir
vitnin á morgun.
Ozer lögreglumaðursagftiekkert
um ástæðuna fyrir morðinu á
Hoffa. Lik hans hefur aldrei fund-
izt.
Um það leyti sem hann hvarf
var Hoffa að reyna að ná aftur
völdum i Teamsters-sambandinu,
sem er einna stærst og valdamest
bandariskra verkamannasam-
banda.
Hoffa var neyddur til að segja
af sér formennsku sambandsins
eftir að hafa hlotið fangelsisdóm
1967 fyrir fjárdrátt og póstsvik.
Mennirnir þrir, sem Ozer sagði
eiga hlut i morði Hoffa, voru allir
fyrirrétti vegna hvarfsins, þegar
lögreglumaðurinn skýrði frá upp-
götvun sinni.
Mennirnir eru allir af itölskum
ættum. Lögfræðingur þeirra kvað
vitni Ozers einfaldlega brjálæð-
inga sem ekki vissu neitt i sinn
haus.
Formaður New Jersey-deildar
verkamannasambandsins var ár-
um saman Anthony ,,Tony Pro’’
Provenzano, fyrrum varafor-
maður landssambandsins. Hann
var dæmdur til fangelsisvistar
fyrir fjárkúgun um svipað leyti og
. Hoffa.
I bók, sem Hoffa skrifaði i fang-
elsinu, sagði að komið hefði upp
ágreiningur milli þeirra Provenz-
anos meðan þeir voru þar saman.
Daginn sem Hoffa hvarf hafði
hann sagt vinum sinum að hann
ætlaði einmitt að hitta „Tony
Pro.”
fyrr en ellefu börnum hefur verið
sleppt. Einn maður varð fyrir
skoti I skrifstofunni er mennirnir
réðust þar inn I gær. Fimm
skjálfandi og skelfdum bömum
var sleppt i gærkvöld eftir að
mennirnir höföu fengið sjón-
varpstæki, ferðaútvarp og gjall-
arhorn. LÖgre|la óg hermérin
hafa umkringt bygginguna. For-
sætisráöherra Höllands, Joop den
Uyl hefur látiö i ljós svartsýni um
friðsamlega lausn mála bæði i
Amsterdam og Beilen.
Allstórum hópi gislanna i lestinni
nærri Beilen hefur tekizt að
koinast undan ræningjunum I
skjóli náttmyrkursins. Þessi
mynd var tekin i gærmorgun,
þegar einum gisianna, T. de
Groot, tókst að bjarga sér á
hiaupum.
Agee segir CIA undír-
í Porfugul
Fyrrum starfsmaður banda-
risku leyniþjónustunnar CIA,
Philip Agee.sagðii gærkvöldi að
CIA undirbyggi valdarán
afturhaldssinna i Portúgal,
Njósnarar CIA, sem tekið hafa
þátt i nýlegum valdaránum her-
foringja i S-Ameríku, undirbúa
valdaránið, sagði Agee.
Philip Agee hætti störfum hjá
CIA eftir 12 ára starf og skrifaði
bók um starfsemi þjónustunnar
I S-Ameriku og viðar. A fundi
'með stúdentum i London i gær-
kvöldi sagðist hann hafa getað
bent á tiu CIA-menn við banda-
riska sendiráðið i Portúgal er
hann var þar fyrr á þessu ári.
Aö sögn Agees beitir CIA nú
sömu aðferðum I Portúgal og
beitt var með góðum árangri i
Chile, Uruguay og Braziliu.
Mestan stuðning fær sósialista-
flokkur' dr. Mario Soares en
einnig ýmsar hreyfingar og
hópar i andstöðu við vinstrisinn-
uð stjórnvöld.
Brazilía:
Hroðalegar lýsingar ó
pyntingum pólitískra fanga
Pólitiskir fangar f Braziliu
hafa sakaö öryggislögreglu
landsins um að hafa pyntað að
minnsta kosti 55 fanga til dauða
siðan 1969.
1 langri skýrslu, sem smyglað
var út úr fangelsi i Braziliu og
dreift til Ernesto Geisel forseta
og annarra stjórnmálaleiðtoga,
segja 35 pólitiskir fangar i Sao
Paulo, aö þeir hafi sjálfir séö
og/ eða heyrt pyntingar sextán
fanga.
Þeir segja aðra fanga hafa
veriðskaðaða, svo þeir biði þess
aldrei bætur. Gera fangarnir
nákvæma grein fyrir rúmlega
20 pyntingaraðferöum, sem þeir
segjast sjálfir hafa þurft að
þola. í skýrslunni eru nöfn 233
meintra böðla, þeirra á meðal
er hershöfðingi i landhernuin og
fleiri háttsettir herforingjar.
Flestar ásakanirnar i plaggi
fanganna eru um atburði, sem
sagðir eru hafa gerzt á milli 1969
og 1972. Lýsingarnar eru hinar
nákvæmustu, Sem enn hafa
komið fram um meintar pynt-
íngar pólitiskra fanga á þessu
timabili.
Stjórnvöld i Braziliu harð-
neita öllum ásökunum um pynt-
ingar fanga.
Fangarnir þrjátiu og fimm
segjast sjálfir hafa verið m.a.
kvaldir með raflostum. Ein
pyntingaraðferöin er kölluð
„páfagauksgrein”, en þá er
fanginn lagður nakinn á hring-
snúandi planka og þar laminn
og pindur með rafmagni. „Is-
kistan” heitir önnur pyntingar-
aðferð, par sem fanginn er sett-
ur i litinn kassa, sem breytir um
hitastig sitt á hvaö, allt frá
gaddfrosti upp i óbærilegan
hita. Fangarnir segja einnig, aö
mönnum cé hálfdrekkt og mis-
þyrmt á kynfærum og enda-
þarmi.
Höfundar skýrslunnar segjast
sjálfir vera til vitnis um að ekki
færri en 16 menn hafi látið lifið
af völdum pyntinga. Nefna þeir
sem dæmi Edson Cabral
Sardina, sem handtekinn var
fyrir undirróðursstarfsemi, en
hann dó hálftima eftir að hann
var lagður á „páfagauksgrein-
ina”,
Joaquim Alencar de Seixas,
sem handtekinn var 1971, var
pyntaður meö raflostum t
margar klukkuslundir. Ailt
fangelsið ómaði af örvæntingar-
ópum hans. Hann var siðan
drepinn i augsýn 16 ára sonar
sins, segja fangarnir.
Nefnd eru nofn nitján póii-
tiskra fanga, sem hurfu á áruri-
um 1973 og 1974. Þeir eru einrúg
sagðir hafa verið myrtir.
Dóinsmálaráðuneyti Braziliu
hefur sagt þessa menn flesta
vera strokufanga, sem ekki sé
vitað um.