Dagblaðið - 05.12.1975, Page 10

Dagblaðið - 05.12.1975, Page 10
10 Pagblaðið Föstudagur 5. desember 1975. BIABID frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfssnn Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Ilallur Simonarson Ilönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi 'Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunniaugsdóttir, Inga Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaidkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halidórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúia 12, simi 83322, augiýsingar, áskriftir og af-" grciðsla Þverholti 2, simi 27022. Enga svikasamninga Verkafólk verður að vera vel á verði til að hindra, að hinir lægst launuðu verði rétt einu sinni fórnar- dýrin i kjarasamningum. Þrátt fyrir að mörgu leyti viturlega ályktun kjaramálaráðstefnu Alþýðusam- bandsins bendir margt til þess, að uppmælingaaðallinn og aðrir hinir efnameiri innan samtakanna sjái sér mestan hag i nýrri verðbólgusprengingu. Þetta stafar af þvi, að svigrúm til launahækkana er nú mjög litið, eins og raunar má ráða af orðalagi ályktunar ASI um það efni. Það skal viðurkennt, að hinir lægst launuðu eiga rétt á kauphækkunum, en af þvi leiðir, að litið verður eftir handa hinum efna- meiri launþegum. Kjaramálaráðstefnan viðurkennir að nokkru leyti, hvilik hörmung kjarasamningarnir i febrúar 1974 voru. Þessir samningar hafa með réttu verið kallaðir svikasamningar. Fyrir tilstilli hinna efna- meiri innan alþýðusamtakanna var verðbólguleiðin valin. Þetta var gert á kostnað hinna lægst launuðu. Og hver varð afleiðingin? Meðal annars fyrir þessar sakir fór eins og segir i ályktuninni: ,,Frá þvi er kjarasamningar voru gerðir i febrúar 1974 og til 1. nóvember siðastliðins hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað úr 262 stigum i 491 stig eða um 87 prósent. Á sama tima hefur meðal- timakaupstaxti verkamanna aðeins hækkað um 46 prósent og almennur timakaupstaxti iðnaðarmanna um42 prósent,svo að dæmi séu nefnd. Kaupmáttar- rýrnunin hefur þvi orðið 22-24 prósent og þyrftu við- komandi laun þvi að hækka um 28—32 prósent til að jafna metin og vega upp kjaraskerðinguna, sem orðið hefur á þessu timabili.” í sámningunum 1974 var sá kostur tekinn, með samþykki þáverandi rikisstjórnar, að kasta ábyrgðinni yfir i verðlagið. Upp úr samningunum hófst strax voldug verðbólguskriða, sem enn hefur ekki endað. Launþegar guldu þessa samninga dýru verði, og þá auðvitað einkum hinir lægst launuðu, sem mikið var talað um að ættu að fá mestar kjarabætur. Orð og gerðir forystumanna Alþýðusambandsins voru ekki i samræmi. Þeir viðhöfðu stór orð um hag hinna lægst launuðu en fórnuðu þeim, þegar i hart fór. Forystumenn ASl lærðu nokkuð af þessu. í siðustu kjarasamningum var önnur leið valin, enda hefur hún meðal annars haft þau áhrif, að dregið hefur úr verðbólgunni siðustu mánuði. I samræmi við það lagði kjaramálaráðstefnan i þessari lotu aðaláherzlu á aðrar leiðir en beinar kauphækkanir. Sumar þessar leiðir eru þess eðlis, að þær ber að fara, svo sem niðurskurður rekstrar- útgjalda rikisins og skattalækkanir. Þetta er rétt stefna. Nú verður að hindra, að sagan frá 1974 endurtaki sig. Hættan er hins vegar sú, að annað verði upp á teningunum, þegar i hart fer. Hinir tekjuhærri i ASí hugsa sér til hreifings i þetta sinn, en atvinnuvegirnir og þjóðarbúið hefur mjög takmarkað þol. í þetta sinn ætti einkum að semja um kauphækk- un til hinna lægst launuðu, auk umbóta i skattamál- um og rikisfjármálum. Giscard: iét undan. Schmidt: samningalipurð. Wilson: lét undan. Að afloknum stormasömum róðherrafundi EBE Þegar brezka stjórnin fékkst endanlega til að falla frá kröf- um sinum um sérfulltrúa á orkuráðstefnunni i Paris i næsta mánuði var afstýrt mestu kreppu Efnahagsbandalags Evrópu i heilan áratug. Samstaða aðildarrikja Efna- hagsbandalagsins (EBE) er ekki mikil fyrir. Það hefði þvi haft geigvænleg áhrif á framtið bandalagsins ef ekki hefði fund- izt lausn á deilu Wilsons, for- sætisráðherra Breta, og evrópskra starfsbræðra hans. Stjórnmálalegar afleiðingar hefðu haft áhrif á fleira en sjálfa Parisarráðstefnuna — sem ósamkomulagiðhafði nærri gert að engu. Skömmu áður en Rómarfund- urinn hófst voru nær allir emb- ættismenn og diplómatar EBE úrkula vonar um að samkomu- lag næðist i deilunni. Þeir vör- uðu við þvi að opinber klofning- ur Bretlands og hinna átta aðildarrikjanna gæti lamað bandalagið á sama hátt og de Gaulle gerði 1965—66. Gamli hershöfðinginn neitaði að viðurkenna meirihlutaálykt- anir bandalagsins. Stjórn hans hætti að senda fulltrúa sina á ráðherrafundi bandalagsins — þar sem allar raunverulegar ákvarðanir eru teknar — i marga mánuði. Leiðarahöfundar dagblaða i Evrópu gerðu i siðustu viku samanburð á stefnu Wilsons nú og de Gaulles þá. Flestir komust að þeirri niðurstöðu að munur- inn þar á væri ekki mikill. Ýms- ir skopmyndateiknarar gengu lengra og sýndu Wilson sem vasaútgáfu af franska hershöfð- ingjanum. Wilson féll frá kröfu sinni á Rómarfundinum eftir að borin hafði verið fram klókindaleg málamiðlunartillaga. t henni er gert ráð fyrir að Wilson fái að halda ræðu á Parisarfundinum sem fulltrúi bandalagsins. Hann fékk einnig loforð frá hinum þjóðarleiðtogunum um að þeir myndu styðja brezka oliuverðið, þannig að hagnaður af Norður- sjávaroliunni væri tryggður. Athyglisvert er i ályktun kjara- málaráðstefnu Alþýðusambands- ins að menn virðast nú hafa uppgötvað það að óðaverðbólga er i landinu, sem ógnar tilveru fólks.Þarer nú lögð áhersla á það að i staðinn fyrir kauphækkunar- kröfur skuli gerðar ráðstafanir til að halda dýrtiðaraukningu i skefjum. Þeir setja þó ekki markið hærra en svo að það skuli halda þessari „dýrtiðaraukn- ingu” innan ákveðinna marka, „t.d. 10-15 prósentum á ári”. Þróun efnahagsmála siðustu ára sýnir svo ekki verður um villst að hefðbundin kröfupólitik verkalýðsfélaga hefur a.m.k. i bili runnið sitt skeið á enda. Þó fleira komi inn i er það staðreynd að geðveikislegu kauphækkanirn- ar, sem voru knúðar fram gagn- stætt öllum skynsamlegum rök- um eiga mesta sök á þeim hörm- ungum óðaverðbólgu og sjóð- þurrða sem yfir þjóðina hafa dunið. Þetta er nú aðalorsök þess að fjöldi alþýðufjölskyldna á um sárt að binda meðan verðbólgan hefur valdið slikri tilfærslu i þjóð- félaginu að ójafnrétti hefur farið sivaxandi. Hvarvetna blasir það nú við i þjóðfélaginu aö meöan sumir berjast i bökkum vegna óðaveröbólgunnar ber meira en nokkru sinni áður á sveiflandi óhófseyöslu og fjármálaumsvif- um aöila sem virðast vaða i verð- bólgugróða. Geðveikislegu verðbólgu- kauphækkanirnar, sem verka- lýðsfélögin knúðu fram fyrir þremur árum, eiga meginsök á þvi að sumir geta hrifsað giott- anditilsin tugmilljóna skattfrfan gróða til að sóa og svinga meðan þess eru dæmi að alþýöufólk lepur dauðann úr'skel. Af þessu er nú ljóst að kaup- kröfupólitik verkalýðsfélaganna er komin i strand. Hún bætir ekki kjör heldur leiðir til auk- ins ójafnaðar. Greinilegast kom þetta fram þegar visitölu- trygging var afnumin og ekki likur á að hún verði tekin upp i náinni framtið Skammt var siðan verkalýðshreyfingin taldi visitöluna heilaga kú og imynduðu menn sér að brjót- ast myndi út verkalýðsbylt- ing ef hróflað væri hið minnsta við þeim helgidómi. En svo var beljan bara skorin niöur og heyrðist hvorki hósti né stuna. Þá var efnahagsástandið i brjálæðislegri óðaverðbólgu orðið slikt að það var orðin fjarstæða að láta visitölukvörnina mala malt og salt þvi að þá myndi allt botn- sökkva. Út af allri þessari efnahags- röskun er kauphækkunarpólitik útilokuð nema sem hreint sjálfs- morð, og þannig hótar Alþýðu- sambandið að visu enn með henni. Ef allt annað þrýtur þá á að taka upp kauphækkunarkröfur til þess að fremja eins konar örvæntingarfullt þjóðar-sjálfs- morð. Hugsum okkur núef verka- lýöshreyfingin með öllu sinu afli þröngvaði fram svo sem 20 prósent kauphækkun, þá gefur auga leið að það myndi valda efnahagslegu hruni. Það myndi ýmist hafa i för með sér hrun at- ivinnufyrirtækja, sem standa nú mörg tæpt og aðþrengd, stöðvun byggingarstarfsemi, lokun frysti- húsa með vofu atvinnuleysis, — eöa það á hinn bóginn myndi þýða gereyðslu gjaldeyrissjóða, vöru- þurrðar og skömmtunar, áfram- haldandi brjálæðisverðbólgu þar sem peningarnir yrðu æ minni fyrir það að nauðsynjavörur fengjust ekki. Þannig hefur það komið i ljós að Alþýðusambandið verður eins og aðrar valdastofnanir þjóðfé- lagsins að bera ábyrgð. Það verð- ur að binda enda á þann ganta- skap, sem tiðkast hefur i verka- lýðsfélögum, að einhverjir sál- sýkislegir hatursmenn þjóðfé- lagsins geti haldið áfram æði sinu og glannaskap. Þjóðlifið er nú ekki aðeins bændaglima milli atvinnurekenda og verkalýös og allur hasar og læti að gera tillits- lausar kröfur verður að hörmu- legum hrunadansi. Alþýðusam- bandið verður, ef það vill halda valdi sinu og virðingu, að hætta götustrákaverkföllum og horfa i viðari sýn yfir vandamál efna- hagslifsins. Það er nú augljóst að Alþýöu- sapibandið hefur verið að missa áhrif og itök i hugum manna, sem kom m.a. greinilega fram i land- helgisfundinum sem það efndi til. Alþýðan var ekki reiðubúin að láta þessi samtök snúa sér i pólitlskum skripaleik um land- helgismálið á sama tima og sam- tökin stóðu ekki I stykkinu i al- mennum kjaramálum. Mikil gremja er meðal fólks vegna sirýmandi verðbólgu-lifs- kjara. Þessa gremju hyggst gamli róttæki skrumhópurinn áfram notfæra sér til að æsa til verkfalla og þröngva fram kaup- hækkunum. En á sama tima fer sivaxandi hópurinn sem gerir sér grein fyrir þvi að gamla kröfu- pólitikin er hreint brjálæði, sem aðeins gerir illt verra. I stað kröfupólitikur er nauðsynlegt að leita nýrra leiða. En i bili standa menn ráðþrota og KRÖFUPÓLITÍKIN í í

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.