Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 23. desember 1975. Spurning dagsins Er einhver uggur í þér vegna yfirvofandi hættu á eldgosi hér við Húsavík? Ingvar Þórarinsson bóksali: ,,Nei, — siður en svo, og þannig held ég að þvi sé varið með okkur flest hér á Húsavik. Það er að visu óþægileg tilfinning, sem býr undir niðri, á meðan á þessu stendur en maður gleymir þessu öllu saman er frá liður.” Steingrímur Hallgrimsson bif- reiðarstjóri: ..Blessaður vertu — við erum fæddir með þessi ósköp yfir höfðum okkar og þvi orðnir vanir. Hins vegar er þvi ekki að neita að þetta kom manni á óvart. Og nú er talað um jarðskjálfta við Þeistareykjabungu svo búast má við að eitthvertframhald verði á þessu.” Kristin Magnúsdóttir afgreiðslu- stúlka: ,,Eg hef nú aldrei hugsað út i þetta þó ég hafi búið og alizt upp i nágrenni við þessa hættu. Hef aldrei fylgzt með eldgosum, nema ef vera skyldi þegar Askja gaus hér um árið.” Jón Svansson verkamaöur: ,,ÞaO er litill beygur i mér vegna þess- ara óláta. Ég tel enga hættu vera á ferðum... þó maður geti nú aldrei verið viss i sinni sök.” Grimur Snær Kárason 9 ára: Neihei —ég er ekkert hræddur við eldgos. Pabbi og mamma eru svolitið hrædd en ég held að það gerist ekkert hræöilegt.” Einar Olgeirsson hótelstjóri: ,,Nei, — ekki aldeilis, við höfum ekki orðið vör viö neitt gos hér og allt gengið snurðulaust. Kippirnir eru að visu margir hverjir snarpir en ég held að við getum öll verið róleg.” Somkvœmt gömlum siðvenjum: VIÐ BORÐUM TVÖ TONN AF SKOTU í DAG — Við erum búnir að selja 1100 kg af skötu f dag, sagði kaupmaðurinn i fiskverzluninni Sæbjörgu, Björgvin Jónsson, er Dagblaðið ræddi við hann um miðjan dag i gær. Það fer þvi ekki milli mála hvað verður á borðum fjöl- margra Reykvikinga i dag, á Þorláksmessu, kæst skata. — Við gerum ráð fyrir að vera búnir að selja um 2 tonn af skötu um hádegisbilið á morg- un, sagði Björgin. Þetta er svona álika mikið og vanalega. Við höfum á boðstól- um bæði saltaða og kæsta og einnig skötu sem er bæði kæst og þurrkuð, en ekki söltuð. Þannig vilja Vestfirðingar hafa sina skötu verkaða. — Hvaðan fáið þið alla þessa skötu? — Við fengum hana eiginlega alls st.aðar að af landinu, sagði Björgvin.Frá Hornafirði og aust- anaf fjörðum og einnig frá stöð- um vestan með landinu alla leið til Isafjarðar. — Hvað ertu lengi að kæsa? — Það tekur dálitið misjafn- lega langan tima, fer dálitið eftir veðri. En hún verður að vera a.m.k. þrjár vikur að jafn- aðiikæsingu. —A.Bj. Hér sveiflar Benni fisksali i Miðbæ glæsilegri skötu, sem væntan- lega verður horfin i einhverja svanga matþekkjara áður en Þorlák- ur er allur (DB-mynd Björgvin). Aldrei önnur eins sala í gómsœtum jólamatnum — Rjúpurnar gengnar til þurrðar Litlar sögur fóru af rjúpna- veiði á rjúpnavertiðinni siðustu og þar sem rjúpur eru orðnar fastur liður á jólaborði fjöl- margra Reykvikinga hringdum við I eina af stærstu kjötverzlun- um borgarinnar, SS i Glæsibæ og ræddum við Guðjón verzl- unarstjóra. — Það eru allar rjúpur upp- seldar, við erum búnir að selja einhver reiðinnar ósköp og hefð- um getað selt miklu meira, sagði Guðjón. — Kalkúnarnir eru einnig uppseldir en það er mjög litið magn sem kemur á markaðinn hér. Aðeins er einn framleiðandi og hann framleiðir um 150 stk. Þaö er nóg til af dilka- og svinakjöti. — Hefur verið mikið verzlað? — Þaö hefur verið fin verzl- un, byrjaði fyrir alvöru á föstu- dagirin, sagði Guðjón og var hinn hressasti yfir innkaupa- gleði viðskiptavinanna. Við hringdum einnig i Sild og fisk,sem aðallega hefursérhæft sig i sölu á svinakjöti. — Það hefur aldrei verið önn- ur eins eftirspurn eftir svina- kjöti og i ár, sagði verzlunar- stjórinn. Það er uppselt i augna- blikinu, en nýjar birgðir eru á leiðinni frá svinabúi okkar að Minni-Vatnsleysu. Við eigum hins vegarnóg af dilkakjöti. —A.Bj. GÓÐUM SKAMMTI GJALDEYRIS STOLIÐ 1 fyrradag kærði reykvisk stúlka stuld á veski sem i voru tugir þúsunda króna i erlendum og islenzkum peningum auk skilrikja. Stúlkan fór á skemmtistað á laugardag. 1 hliðartösku hennar var veski hennar með 300 dollur- um, 300 norskum krónum auk isl. peninga og skilrikja. Skildi hún töskuna eftir á borði er hún fór að dansa. Heim fór hún með hliðartöskuna. Um hádegi i gær er hún ætlaði að gripa til veskis sins var það ekki i hliðartösk- unni. Það var horfið með öllu innihaldi. Stúlkan er nýkomin heim eftir dvöl erlendis. Slika vörzlu fjármuna ber mjög að varast. ASt Vínkaupog smóhnupl Annriki varhjá lögreglunni i fyrradag. Umferð var þung um bæinn, biðraðir bila viða og fólk I vandræðum i hryðj- unum. Nokkuð bar á hnupli i verzl- unum og nokkuð var gert upp- tækt af vini sem fullorðnir voru að kaupa fyrir unglinga. Einn unglingur, 16 ára, kom á lögreglustöðina og sagði sin- ar farir ekki sléttar. Hafði hann beðið mann að kaupa fyrir sig flösku og fengið hon- um fé til erindisins. Siðan sá hann ekki meira til mannsins, hann var horfinn með pening- ana. Þótti þessum 16 ára pilti súrt i brotið að missa fé sitt og fá enga bokkuna. AST AFTANSÖNGUR Þegar hringt veröur til aftansöngs i kirkjum landsins annað kvöld munu þær vlst flestar fyllast prúðbúnu fólki i jólaskapi. Jólin er sá tiini ársins þegar mest er um að vera i kirkjunum og jafnvel kemur það fyrir að fólk verður að standa til að hlýða á boðskap prestsins. Þessi jólalega mynd var tekin af hinni sérkennileeu oe faliegu kirkju þeirra Húsvikinga. (DB-mynd R Th. Sig.).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.