Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 8

Dagblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 8
8 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975. Lynette Fromme, 27 ára gömul, er leidd i klefann, þar sem hún á að dvelja um aldur og ævi fyrir að hafa ætlað að ráða Bandarikja- forseta af dögum. Tilraunir hennar við réttarhöldin til að vekja at- hygli á alvarlegum umhverfisvandamálum, m.a. eyðingu rauð- viðarskóganna i námunda San Francisco i Kaliforniu, mistókust. Hafa þó margir umhverfisverndarmenn staðið slælegri vörn um málstaðinn. Afsögn Agnews, fyrrum varaforseta USA Öl II gögi i á •1 borðii — segir dómarínn Frú June Greene alrikisdómari lyrirskipaði rikisstjórn Banda- rikjanna að afhenda sér öll sönn- unargögn, sem leiddu til afsagnar Spiro Agnews, fyrrum varafor- seta. Vill hún fá þau til lestrar áður en hún ákveður hvort þau megi birta opinberlega. Tveir stúdentar við háskólann i Washington höfðu beðið um skjöl- in á grundvelli laga um upplýs- ingarskyldu opinberra aðila i Bandarikjunum. Farið hafði verið fram á, að skjölum þessum yrði haldið leyndum til þess að vernda ,,sak- laust fólk”, eins og verjandi Agnews hafði komizt að orði. Agnew var sem kunnugt er sak- aður um skattsvik. Eftirmanni Agnews i embætti rikisstjóra, Marvin Mandel, var i siðasta mánuði stefnt fyrir spill- ingu. r Astralía: Ný stjórn dregur yfirlýsingar fyrri stjórnar til baka Ný hægrisinnuð rikisstjórn i Astraliu hefur fyrirskipað sendimönnum sinum i Moskvu að Astralia viðurkenni ekki lengur Eistland, Lettland og Litháen sem hluta af Sovét- rikjunum. Stjórn Verkamannaflokks- ins, sem féll i siðustu kosning- um, hafði látið fara frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún viðurkenndi yfirráðarétt Sovétrikjanna yfir þessum löndum. DANIR KÁTIR YFIR OECD-SKÝRSLUNNI Danir eru kátir að vonum: í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD segir að Danir muni á komandi ári búa við meiri hagvöxt en nær öll önnur vestræn riki. Framfarirnar birt- ast helzt i minnkandi atvinnuleysi, segir i skýrsl- unni. Þar segir einnig, að á næsta (5%), Japan og Kanada (4.25%) ári muni þjóðarframleiðslan munu gera betur en Danmörk. aukast um fjóra af hundraði. 1 i Sviþjóð, Sviss, Austurriki, ár hefur hún minnkað um hálfan Belgíu, Finnlandi og Englandi annan af hundraði frá þvi sem verður árið 1976 nær alveg eins áður var meðaltal. Aðeins og árið 1975, svo gott sem það nú Bandarikin (5.75%), Noregur var. FÆR BIANCAFRIIÐ? Hörð stéttarleg bar- átta geisaði i nóvember i hópi enskra leikara um hvor Bianca, eigin- kona rokksöngvarans Mick Jaggers, fengi aðalhlutverkið i kvik- myndinni „Trick and Treat”. Kvikmyndafyrirtækið vildi fá að nota Biöncu i kvikmyndina, enda nafn hennar talið gullin trygging. Leikarafélögin börðust gegn þessari ráðstöfun og vildu láta atvinnulausan leik- ara leika hlutverkið. Kvik- myndafélagið vann. Nú eru menn farnir að sjá eftir öllu saman. Bianca Jagger hefur orðið slik pina fyrir kvikmyndafélagið, að dæmi um annað eins munu ekki þekkt i heimi kvikmyndanna. „Hún er álika erfið og Marilyn Monroe og Judy Gar- land báðar,” skrifaði Lundúna- blaðið Daily Mail. Kvikmyndafyrirtækið ihugar nú að hefja kvikmyndunina á nýjan leik — með aðra aðalleik- konu, að sögn sænska Afton- bladet. Viröisaukaskattur er nokkuð niisjafn i Evrópu, þar sem hann er fyrir, eins og sjá má af meðfylgjandi korti. Upplýsingarnar eru frá bankayfirvöldum i Sviss. Hve mikill virðisauka- skattur? í prósentum

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.