Dagblaðið - 23.12.1975, Page 11

Dagblaðið - 23.12.1975, Page 11
DagblaOiö. Þriðjudagur 23. desember 1975. 11 SOVETRIKIN GEFAST UPP í NEYZLUKAPPHLAUPINU Sovétrikin hafa gefizt upp við tilraunir til að komast i röð vel- ferðarrikja. Þar er nú slæm kreppa i efnahagsmálum. Lof- orð Krustjevs og siðan Bresnjevs og Kosygins um, að Sovétmenn „nái i skottið” á Bandarikjunum i framleiðslu lifsgæða á mann, er nú að gleymast. Svo langt eru Sovét- rikin á eftir, og þau, sem ætluðu að ná þessu marki árið 1975. Krustjev sagði á sinum tima, að barátta kommúnisma og kapitalisma yrði ekki háð með vopnum heldur i framleiðslu gæða. En Sovétstjórnin trúir enn sem fyrr, að fallbyssur séu mikilvægari en smjör. Á flokksþingi kommúnista- flokksins árið 1971 var loforð gefið um, að framleiðsla nauðsynja yrði stóraukin. Nú er þessi „velferðarkommúnismi” gleymdur. Sovétrikin ætluðu, svo sagði Kosygin árið 1971, að ná þvi árið 1975 að framleiða jafnmikið og Bandarikin af matvælum og iðnaðarvörum. Þetta átti að verða „mikilvægur áfangi” i framvindu kommúnismans. Nú er timinn útrunninn og Sovét- rikin þurfa með þeim hagvexti, sem verið hefur i ár, um það bil hálfa öld til að ná Bandarikjun- um. Yfirmenn i Moskvu kenna veðrinu um, hve illa gekk i ár. Sá brandari gengur þar i borg. að fernt gangi á móti sovézkum landbúnaði, það er að segja sumarið, veturinn, vorið og haustið. Næstneðst af austan- tjaldsrikjunum Sovétrikin eru næstneðst af austantjaldsrikjunum um lifs- kjör, — aðeins Rumenia stendur sig verr. Þriðjungur heimila i Sovétrikjunum hefur enn ekkert útvarpstæki, flestir Sovétmenn eiga ibúð, aðeins fjögur prósent eiga bifreið. Bilaeignin er til dæmis þrisvar sinnum meiri i er Ungverjalandi. Þannig er á- standið i Sovétrikjunum enn. Þar framleiða menn mestvopn. Stefnt er að þvi i áætlun að auka meðaltekjur Sovétborgara um rúmlega 30 þúsund krónur. Hærra er markið ekki sett. Þetta þýðir, að meðalborgari i Sovétrikjunum hefur til fram- færslu ekki nema um helming þess, sem atvinnuleysingi fær i styrk i Bandarikjunum. Þannig hefur borgari i auðvald.sþjóðfélaginu það tvöfalt betra en borgari i hinum kommúnistisku Sovétrikjum. Þingmenn á fundi æðsta ráðsins brutu fyrir nokkrum dögum gegn viðteknum venjum þeirrar hallelújasamkundu og létu i ljós óánægju. Orsökin var, að Baibakow, yfirmaður áætlanagerðar, hafði sagt þeim, að samdrátturinn i efnahagsmálum væri verra vandamál en áður. Vöxtur þjóðarframleiðslunnar var i ár ekki nema fjögur prósent, sem er hið minnsta, sem hann hefur verið á ári, siðan iðnvæðing Sovétrikjanna hófst fyrir alvöru fyrir 47 árum. Baibakow lét þess að sjálf- sögðu getið, að mörg vestræn riki stæðu verr. Hann ræddi um, að framleiðsla iðnaðarrikjanna hefði minnkað um 10 af Bresnjev breytir áætluninni. t stað þess, að stefnt skuli að þvi að borgararnir fái bila, skulu þeir fá reiöhjól. hundraði, og þar væru 15 milljónir atvinnuleysingja. Sovétrikin ætla að auka inn- flutning frá austantjaldslöndun- um, en þau eru nú illa stæð, siðan Sovétmenn tvöföiduðu oliuverðið, sem þau borga. Einnigá að auka innflutning frá nokkrum öðrum rikjum. Markmiðum fimm ára áætlunarinnar var ekki náð i ár. Á næsta ári á iðnaðarfram- leiðslan aðeins að vaxa um fjóra af hundraði, og það verður allt i þunga- og hergagnaiðnaði. Yfirmaður áætlunargerðar hrósaði samt sovézkum verka- mönnum. Þeir hefðu unnið eins og þeir hefðu getað. Uppskeran varð i ár hin minnsta, sem verið hefur um langt árabil. Þriðjungi minni uppskera Hún varð þriðjungi minni en gerthafði verið ráð fyrir. Bænd- ur voru varaðir við aö gripa til slátrunar kvikfjár til að bæta upp matvælaskortinn á öðrum sviðum. Iðnaðarframleiðslan er mjög háð matvælafram- leiðslunni. Þegar uppskera er góð i Sovétrikjunum, fer iðnaðarframleiðslan einnig vaxandi. Hætt er við, að sovézkir verkamenn vinni verr, þegar þeir verða að borða kál- súpu i stað kóteletta. Nærri þvi fjórði hver Sovét- maður vinnur við landbúnað og þó hafa Sovétmenn ekki nógan mat. Sovétrikin hafa orðið að kaupa 30 milljón tonn af korni frá Vesturlöndum. Þau eru nú skuldum vafin. Fólk fær ekki nógan mat Fyrir fimm árum, hafði Bresnjev viðurkennt, að mistök i skipulagningu réðu mikið um, að kjötframleiðslan i þessu mikla landbúnaðarriki var ekki nóg til þess að fullnægja eftirspurn. Æðstu menn viður- kenndu nú á fundi æðsta ráðsins, að viða skorti mikið á, að fólk fengi nógan mat. En Sovétrikin verja jafnmiklu og Bandarikin til vigbúnaðar. Þannig standa málin i megin- riki kommúnismans, þar sem hann varð rikjandi stefna árið 1917. Sovétborgarar eru beðnir að umbera með „byltingunni”, þótt lifskjör þeirra séu, þrátt fyrir mikla iðnvæðingu, langt- um verri en fólks vestan tjalds. Sovétborgarar vita litið hvernig málum er háttað fyrir vestan. Þeir fá ekki fréttir um það i sin- um fjölmiðlum. En kurr er kominn i marga. Þetta hafa valdhafarnir skilið, sem kom fram i loforðum þeirra um bættan hag. Við þau loforð hefur ekki verið staðið. RÆMUR um sýningu á vatnslitamyndum Eyjólfs Einarssonar að Bergstaðastrœti 15 Eyjólfur Einarsson listmálari nam á Akademiunni i Kaupin- höfn á árunum upp úr 1962, en hefur litið gefið sig að myndlist siðari árin. í honum er sjóari og þvi hefur hann eytt meiri tima i það að sigla inn með þorsk heldur en myndlist. Þau verk sem sést hafa eftir hann hafa verið af lif- rænum toga, og sterklega lituð og hefur Eyjólfur vart haft tima til að fjnna sér sjálfstæða leið i list sinni. Nú var það hinsvegar augljóst á þeim myndum hans sem héngu uppi á Haustsýningu FIM að hann var á góðri leið með að staðla myndir sinar, treysta innviði þeirra og beisla Myndlist litinn. Þessari viðleitni hefur Eyjólfur haldið áfram i vatns- litamyndum þeim sem nú hanga til sýnis i Innrömmun Guð- mundar Árnasonar að Berg- staðastræti 15. Þar sýnir hann 14nýlegar vatnslitamyndir sem allar eru gerðar með breiðum pensli. I þeim bestu þeirra stjórnar hann inntakinu með ákveðnum láréttum skipting- um, eins og um láð og lög væri að ræða, en vindur siðan upp á vissar litræmur og skapar and- stæður og andsvör við hinum sléttu og felldu sjónhringsræm- um. I stöku mynd tekst Eyjólfi þetta býsna vel, þótt i fleiri skeri einhver litur eða lina sig úr og raski samræminu óþægi- lega. Fái Eyjólfur hamið i sér sjómanninn og gefi sér góðan tima til að hugsa þessar myndir til enda er ekki að efa að þetta hlutfall á eftir að batna. Nú er ég kunnugust þessum málum hér i borginni, svo að við höldum okkur við Reykjavik. Hér er sá háttur hafður á, að innritun barna á Sumargjafarheimilunum er á einum stað i stað úrskurðar- valds forstöðukvenna áður. Höfð eru eftirfarandi atriði til hliðsjón- ar við innritun á skóladagheimili og dagheimili: 1. Einstæðir foreldrar. 2. Námsmenn Háskóla Islands. 3. Námsmenn (aðrir). 4. Erfiðar heimilisaðstæður. „Heimild: Skýrsla félagsráð- gjafa Sumargjafar 1974. Enginn deilir um þörf ein- stæðra foreldra, en hefur nóg- samlega verið athuguð þörf barn- margra fjölskyldna, til dæmis verkakvenna, fyrir dagheimilis- pláss? Verkamaður hefur 54.269,60 kr. á mánuði, frá 1. des. 1975, I dagvinnu samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar eftir eitt ár, barnabætur með fyrsta barni eru á ári 10.000 kr. Lesa mátti f einu sunnudagsblaði Timans i nóvem- ber, að einstæð móðir þriggja barna segist hafa haft 50 þús. kr. á mánuði, lægstu laun á Land- spitalanum, og áður hafði hún unniö i verzlun hálfan daginn fyr- ir 34 þúsund á mán. Hún segist hafa tæpar 38 þúsund krónur i meðlag, mæðralaun og barnabæt- ur. Ekki tel ég stúlkuna of sæla, — alls ekki —, og fjarri mér er að egna fólk hvert á móti öðru, en er ekki timi til að hlusta að minnsta kosti á vandkvæði almennra hjóna? Að hafa „fyrirvinnu” er ekki einhlit trygging fyrir vibun- andi fjárhag. Þvi að hjá láglauna- fólki hrökkva tekjur „fyrirvinn- unnar” oft alls ekki fyrir heimil- isútgjöldum eða afborgunum af skuldum ibúðarinnar (leiguhús- næði er varla til), og þegar allt er komið f eindaga verður konan beinlinis að vinna lika. En konu láglaunamannsins er þvi miður ekki gefinn neinnkostur. Það, að standa við hlið manns sins i öllum jirældómnum, kemur i veg fyrir, að hún fái dagheimilispláss. Heldur verður hún að leita til góð- viljaðrar nágrannakonu, sem lit- ur eftir börnunum, til ættingja eða hún verður að skilja bömin eftir ein. Fyrirvinnuhugtakið er i meira lagi óraunhæft. Yfirgnæf- andi meirihluti i stærstu verka- lýðsfélögunum nær alls ekki tekj- um fráskildu konunnar heldur hafa fyrir dagvinnu 52-58 þúsund krónur á mánuði. Þar með neyð- ast verkamenn til að vinna eftir- vinnu, sé hana að fá þannig eru kona og börn svipt samvistum við föðurinn. Ekki vil ég útiloka þá einstæðu en vil, að gefinn sé gaumur að fleiru en giftingar- vottorðinu. En það vottorð er ekki trygging fyrir góðri afkomu. 1 hinu mikla barnahverfi, Breiðholti, eru 2 dagheimili og 2leikskólar. Dagheimilin taka við nálægt 126 börnum fyrir for- gangshópa og nægja engan Veg- inn. Þá eru leikskólarnir tveir opnir fyrir alla eins og svo fagur- lega er sagt — þeir hafa 111 pláss, tviskipt. Einungis getur verið um hálfsdagsvistun að ræða (frá kl. 8-12eða 13-17). Skipting iatvinnu- stéttir forráðamanna barnanna i leikskólunum er skv. fyrrnefndri skýrslu: 1. Iðnaðarmenn 29,6%, 2. Verkamenn, sjómenn, bilstjórar (af hverju i einum hóp?) 18,6%. 2. Sérfræðingar með háskólapróf eða sambærilega menntun 14,6%, 4. Skrifstofufólk 12%. Þessa skýrslu leyfi ég mér að vefengja. Dugmikið ungt fólk er i miklum meirihluta ibúa Breiðholts, fólk , sem flest á börn á forskólaaldri. Þessu fólki hefur verið veitt lán, það kannski fengið lóðir eða þvi verið úthlutað ibúðum hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar. Oft dettur manni i hug, að þetta séu hefndarráðstafanir. Þetta fólk reiknar með tekjum beggja hjóna og það vill fá að vinna til að standa i skilum, svo að ekki sé minnztá mannsæmandi lif. Um atvinnuihverfinuer varla að ræða nema fyrir kennara við skólann, afgreiðslufólk i verzlun- um og litilsháttar þjónustustörf. Nær allir þurfa þvi að sækja vinnu i öðrum borgarhverfum. Margar konur vinna frá kl. 1-6, svo að varla geta þær notað leik- skólana,sem loka kl. 5-5:30. Hann er einkennilegur þessi löggilti lokunartimi, sem gengur þvert á þarfir og aðstæður fólks. Oft má sjá i smáauglýsingum dagblað- anna, að óskað er eftir ungri stúlku til að sækja barn i barna- heimili og hafa það til kl. 6:30. — Það er varla auglýst að ástæðu- lausu. Kaupmenn i miðbænum, sem ég hef haft tal af, segja mér, að erfitt sé að hafa konur i vinnu, sem eiga börn i leikskólanum. Þær verði órólegar um kl. 5. — Verður barnið mitt, sótt? Hafa þau munað að sækja drenginn? Og svo framvegis. Mörg höfum við og mætt stúlkum, hlöðnum pinklum á harðaspretti til að ná að sækja barnið á réttum tima. Oft er þvi haldið fram, að 4 klukkustunda dvöl i leikskóla i stórum barnahóp sé barninu hæfilegt. (Hvers eiga dagheimilin að gjalda?) En það vill gleymast, Elín Torfadóttir að ef til vill þarf þriðja aðilann til að sækja og annast barnið, þar til vinnu foreldra lýkur. Þetta skap- ar óvissu foreldra, og oft er jafn- vist, að eldri börn fari ein heim. Hér þarf vissulega endurskoðun. Fjarlægðir geta ráðið miklu. Dæmi um fjarlægðir milli heimil- is og vinnustaðar er, að akstur frá Frakkastig að Mariubakka á sunnudagsmorgni, þótt menn lendi á grænu ljósi alla leiö, tekur að minnsta kosti 15 minútur. Hvaðþá klukkan 5 á vírkum degi. Alltaf hefur leiðarljós fóstra - verið að sjá barnið fyrst og fremst sem einstakling og þroska það sem slikt. Það á að hjálpa þvi að finna sjálft sig sem sjálfstæða persónu, sem getur jafnframt að- lagazt öðrum einstaklingum. Ein- mitt þetta verðum við að hugsa um, og það gerum við, með þvi að barnið sé öruggt. Traustar dag- vistunarstofnanir fyrir sem flesta er það, sem keppa ætti að. Af mörgu er að taka i þessum málum og verður ekki afgreitt i einni smágrein, en rétt þykir mér að drepa á jafnréttið eftir vel- heppnan kvennafri. En svo vakn- ar spurningi, hvert verður fram- haldið? Nú skyldu menn ætla, að atvinnurekendur, feður, eigin- menn, synir og bræður skildu, að þátttaka kvennai störfum þjóðfé- lagsins er mikil og öflug. og von- andi ala mæður syni sina upp við jafnréttishugsjón ekki siður en dætur sinar. Hafa menn athugað. hvernig til dæmis er fyrir konu að komast i starf aftur eftir ianga fjarveru frá vinnumarkaðinum? Af hverju á að borga konum fyrir heimasetu, af hverju ekki eins feðrunum? Hefur móðir ekki leyfi til að velja? Hefur hún ekki leyfi til að vera manneskja lika fyrir utan heimilið, og er ekki kominn timi til að fjölga svo barnaheimil- isplássum, að jafnréttiskrafan verði gild á sem flestum sviðum? Stöndum öll saman og ræðum þessi mál opinskátt og án flokka- drátta. Þjóðfélagið er alltaf i mótun, og þvi er rik ástæða til i- hugunar og skoðanaskipta, með- an jarðvegurinn er frjór. Elin Torfadóttir, fóstra. V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.