Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 13

Dagblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 13
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1S75. I Iþróttir Iþróttir 13 Iþróttir þróttir I ■■ ■■ ■■ ■■ ■ ■■-■-: ■ Vfkingurinn fyrrverandi Jón Hjaltalin gerði marga skemmtilega hluti íleiknum. Hér hefur hann opnað fyrir sér — og hvar skyldi boltinn hafa lent annars staðar en i.markinu af stönginni. Þrumuskot svo undir tók i Höiiinni og það kunnu áhorfendur að meta. Júgóslavarnir horfa dolfallnir á. DB-mynd Bjarnleifur Áhorfendur kunnu að meta þrumuskot Jóns Hjaltalín — en það var ekki nóg og júgóslavnesku Olympíumeistararnir fóru ósigraðir heim. Sigruðu pressuliðið 24-21 í gœrkvöld í Laugardalshöll „Það er liðin tið að ætlast til þess af islenzku landsliði, að það vinni beztu landslið heims. Til þess er aðstöðumunurinn of mik- ill,” sagði áhorfandi eftir leik pressuliðsins og júgósiavneska landsliðsins i gærkvöld. Rétt einu sinni unnu Slavarnir, i þetta sinn 24—21. Er það þá borin von að sigra beztu landslið heims? Geysimikið fé hefur verið lagt i handknatt- leik, sér i lagi i austantjaldslönd- unum. Æfingaaðstaða er öll eins og bezt verður á kosið. Vinna er ekkert vandamál. Það sem skipt- ir máli fyrir leikmenn er hand- bolti og aftur handbolti. Sjálfsagt er ekki hægt að ætlast til við óbreyttar aðstæður að krefjast sigurs landans — ekki á meðan veittur er jafn litill stuðn- ingur til handbolta og raun ber vitni. En snúum okkur að leiknum. Þrátt fyrir enn eitt tapið voru þó ljósir punktar i leiknum. Jón Hjaltalin yljaði áhorfendum með frábærum mörkum i byrjun — en þreyttist fljótt vegna lasleika. Björgvin Björgvinsson var mjög góður á linunni — skoraði 4 mörk — fiskaði 4 viti auk þess sem hann átti tvö skot i stöng. Geysilegur ógnvaldur. Þriðji jákvæði punkturinn var markvarzla unga ÍR markvarð- arins —Jens Einarssonar. Dálitið villtur en varði oft mjög vel. Júgóslavarnir skoruðu fyrsta mark leiksins en Jón Hjaltalin jafnaði með þrumuskoti og það kunnu áhorfendur að meta. Aftur komust Slavarnir yfir og aftur jafnaði Jón — þetta sinn úr viti. Jón skoraði siðar fjórða mark leiksins — þrumuskot i stöngina og inn og undir tók i húsinu. Já, islenzkir áhorfendur kunna að meta stórskyttur sinar og hinir 1200 áhorfendur voru með á nót- unum. I lok hálfleiksins varð leikurinn hrein leikleysa — mótstaðan fór greinilega i taugarnar á Slövun- um og þremur þeirra var visað af velli á sama tima fyrir ljót brot. Þrátt fyrir það voru Slavarnir yfir i hálfleik 13—12. 1 siðari hálf- leik settu Júgóslavarnir sitt bezta lið inn á — og þá fór ekkert á milli mála hvort liðið var sterkara — og brátt breyttist staðan i 16—12. En með seiglu tókst pressunni að minnka muninn þó aldrei tækist að ógna forskoti Slavanna. Mest- ur varð munurinn 19—24 — en Björgvin tókst að minnka muninn i 20—24 og siðan fiskaði hann viti, sem Agúst Svavarsson skoraði úr eftir að leiktima lauk. Markahæstur islenzku leik- mannanna var auðvitað Jón Hjaltalin með 5 mörk — 3 viti. Greinilegt var að nokkuð dró af honum þegar á leið leikinn — og varð hann iðulega að hvila sig. Það var hins vegar greinilegt að þegar hann var inn á óttuðust Júgóslavarnir hann mjög og gættu hans vel. Ekki vanþörf á — slikur ógnvaldur sem Jón er. Björgvin Björgvinsson skoraði 4 mörk og fiskaði 4 viti. Félagi hans i Viking, Páll Björgvinsson, var iðinn við að senda á hann — og einnig átti Jón Hjaltalin skemmtilegar linusendingar til hans. Páll Björgvinsson gerði marga skemmtilega hluti — skoraði 2 mörk en hann átti lika sinar vill- ur. Einkum varaðist hann illa að senda á Slavana — þrisvar og þeir brunuðu upp og þá ekki að sökum að spyrja. Stefán Gunnarsson, Ágúst Svavarsson, Jón Karlsson og Þórarinn Ragnarsson skoruðu 2 mörk hver. Gaman að sjá Stefán skora með hörkuskoti utan af velli — ekki beinlinis þekktur fyr- ir það. Sigurbergur Sigsteinsson og Steindór Gunnarsson skoruðu sitt markið hvor — og kom Stein- dór vel frá leiknum. Leikinn dæmdu Óli ólsen og Björn Kristjánsson — eða Bjössi bolla eins og áhorfendur kyrjuðu er þeir voru ekki á sama máli og hann. Svo virtist sem dómar- arnir skiptu leiknum i kafla — eina stundina voru þeir á bandi islenzka liðsins — þá næstu á; bandi Slavanna og virtist koma nokkuð jafnt niður þegar á heild- ina var litið — þó fleiri Júgóslav- ar hafi verið reknir af velli. h.halls. ^skaut.... hlýðir skipunum minum Hver ‘ Ekkert, allt i skorðum. Þú ’xr. Þá það. Ég get ekki hætt lifi farþega minna. Hvað á ég aö gera?^^s^^á '^FÍjúga til Sao Paulo. Segðu þeim á flug-"! vellinum þar aö hafa litla flugvél tilbúna^ nP 9.RO nnn Hnllara í cm ó cnMnm •

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.