Dagblaðið - 23.12.1975, Page 19

Dagblaðið - 23.12.1975, Page 19
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975. Spáin gildir fyrir mánudaginn 29. desember. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Það er mikið að gerast allt i kringum þig, svo að þú þarft á allri þinni orku að halda. Veltu hlutunum fyrir þér, áður en þú framkvæmir nokkuð — flas er ekki til fagnaðar. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Ef þú þarfnast ráðlegginga frá öðrum, vertu þá viss um að velja réttan ráðgjafa. Stjöm- urnar eru þér hagstæðar i dag, svo að þér ætti að vera öhætt að taka smá áhættu. Hrúturinn (21. marz—20. april): Fréttir, sem þú heyrir utan að þér, hjálpa þér i máli, sem rugl- ar þig þessa stundina. Nú virðist vera góður timi fyrir smá við- skipti, og þú ættir að bera þar eitthvað úr býtum. Nautið (21. april—21. mai): Allt, sem viðkemur sölu, ætti að blessast i dag. Einhver ættingi þinn minnir þig á verk, sem þú átt að vera búinn að fram- kvæma. Rifjaðu upp, hvort það er fleira, sem þú hefur gleymt. Tviburarnir (22. mai—21. júni): Það eru viss skyldustörf, sem þú verður að reikna með i dag, svo að það verður litill timi af- lögu fyrir sjálfan þig. Vertu hreinskilinn við aðra, þegar þú ræðir um áætlanir þinar. Krabbinn (22. júni—23. júli): Þetta er rétti dagurinn til að gera framtiðaráætlanirnar, sér- staklega þær, sem hafa áhrif á starfsferil þinn. Þú tekur ef til vill ákvörðun um að breyta til, en þú ættir að veita ráðlegging- um sérfræðinga áthygli. Ljónið (24. júli—23. ágúst): Taktu þvi rólega i smátima og láttu ekki utanaðkomandi pressu valda þér áhyggjum. Ró- legt kvöld með nánum vini ætti að vera ykkur báðum hag- kvæmt. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Það er óráðlegt að opinbera persónulegt leyndarmál, eins og sakir standa. Farðu varlega ef þú hefur peninga undir höndum — þeir eru leiðin til vissra vand- ræða. Vogin (24. sept.—23. okt.): Bak- tal viss manns eða konu virðist vera að valda þér vandræðum. Þú færð sennilega góða hug- mynd til að auka tekjur þinar, ef þú beitir heilafrumunum ræki- lega. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Smá hliðarspor frá stig vanans eykur áhuga þinn á starfinu. Ástarsamband virðist vera i dauðateygjunum, en það er aðeins léttir fyrir þig. Nýjan félaga ber liklega að garði á næstunni. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Þú missir af góðu tæki- færi til að eignast nýjan vin, nema þú sýnir meiri skilning. Snúðu þér fyrst og fremst að viðskiptamálunum. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Ef þú ferð i gegnum alla gömlu pappirana kemstu að þvi þér til mikillar undrunar að þú hefur skuldað smáupphæðum dálftinn tima. Borgaðu hana bara með brosi á vör og afsökunarbeiðni, — þá fer allt vel. Afmælisbarn dagsins: Einkalif- ið ætti að vera skemmtilegt strax og fyrstu mánuðir ársins eru liðnir. Gift fólk verður enn sáttara. Sumarfriið endar sennilega með góðu ævintýri. Vissara er að sýna vissa varúð i fjárfestingarmálunum. 19 Þórður Guðmundsson, skipstjóri, Vifilsgötu 21, lézt að Vifilsstöðum 18. desember. Hann verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni i dag kl. 13.30. — Þórður var fæddur að Gerði I Innri-Akraneshreppi 23. desember 1895 og hefði þvi orðið áttræður i dag, hefði hann lifað. Foréldrar hans voru hjónin Val- gerður Jónsdóttir og Guðmundur Brynjólfsson. Fimmtán ára að aldri hóf Þórður að stunda sjó- mennsku. Hann sigldi á ýmsum skipum frá Akranesi, Reykjavik og Hafnarfirði, unz hann gerðist hafsögumaður hjá Reykjavikur- höfn árið 1952. Við það starfaði hann til ársins 1955, er hann fór sem skipstjóri á Akraborgina. Á henni var hann, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Að launum fyrir frábært starf sitt sem skipstjórnarmaður var hann sæmdur heiðursmerki sjómanna- dagsins á Akranesi árið 1961 og riddarakrossi fálkaorðunnar ár- ið 1964. Þórður kvæntist árið 1921 Mariu Sigurjónsdóttur frá Bakkagerði i Reyðarfirði. Hún lézt árið 1958. Þau eignuðust tvo syni. Jón B. Iljálmarsson, prent- smiðjustjóri, Brúnavegi 12, lézt i Borgarspitalanum 18. desember. Otför hans fer fram frá Dóm- kirkjunni laugardaginn 27. des- ember kl. 10.30. Hjörtur E. Guðmundsson, for- stjóri, Hrisateigi 27, lézt i Land- spitalanum 18. desember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju i dag kl. 13.30. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Álfa- byggð 24, Akureyri, lézt 15. des- ember. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardag- inn 27. desember kl. 10.30. Guðrún Jónsdóttir, saumakona, Hrauntungu 33, Kópavogi lézt 19. desember. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Magnea Einarsdóttir frá Bræðra- tungu, Stokkseyri, lézt i Borgar- spitalanum 18. desember. Aðalsteinn Norberg, forstjóri, lézt i Landspitalanum 19. desem- ber. Sigriður Þóra Traustadóttir lézt af slysförum 19. desember. Jónfriður Eliasdóttir.frá Miðhús- um, Vatnsfjarðarsveit, andaðist 20. desember. Lúðvik Jónsson, meinatæknir, Hátúni 32, Keflavik, lézt 20. des- ember i Landspitalanum. Ólafur G. Jónssonlézt 21. desem- ber. Aðalfundur Islenzka mannfræðifélagsins verður haldinn mánudaginn 29. desember 1975 i' Norræna húsinu kl. 18. Formaður ræðir um mann- fræðilega starfsemi s.l. ár. Til- lögur um lagabreytingu. Arni Björnsson tónskáld er sjö- tugur i dag, 23. desember. Hann verður að heiman i dag. Afsagnir vixla Vixlar, sem falla 22. desember verða afsagðir þann 24. Vixlar, sem falla 23., 24., 25. og 26. desember verða afsagðir þann 29. Vixlar, sem falla 27. og 28. des. verða afsagðir þann 30. Vixlar sem falla 29. des. verða af- sagðir þann 31. Vixlar sem falla 30., 31., 1. og 2. verða afsagðir þann 5. Vixlar sem falla 3. og 4. janúar verða afsagðir 6. janúar. r X Sýning á Borgar- spitalanum Hringur Jóhannesson listmálari sýnir tólf myndir i anddyri Borgarspitalans nú um jólin. Það erstarfsmannaráðspitalans, sem gengst fyrir sýningunni. Vikan meðvölvuspá Siðasta tölublað Vikunnar á þessu ári er komið út. Það efni, sem eflaust vekur mesta forvitni, er völvuspáin fyrir 1976. Hin viðfræga völva Vikunnar reynir nú i fjórða sinn að sjá fyrir at- burði næsta árs, en alltaf hefur talsvert komið fram af spádóm- um hennar og er enn i minnum haft, hve furðúlega sannspá hún reyndist um atburði ársins 1973. Af öðru efni má nefna borðskreytingar þriggja karla og einnar konu, sem skreyttu hátiða- borð fyrir Vikuna, og þar má fá margar skemmtilegar hug- myndir. Sagt er frá pylsukappáti, sem Vikan efndi til, sem lauk með þvi, að sigur- vegarinn borðaði 29 pylsur — geri aðrir betur! Rætt er við Jón Jónsson klæðskera á Isafirði, sem hefur frá ýmsu að segja. Viðtöl eru við framkvæmdastjóra Tónabæjar, dyravörð og nokkra krakka i Tónabæ. S-/C — Þelta var bara þetta venjulega með Þingey- inga, Boggi minn. Það van stungið á, og ekkert koin nema ioft! fö Bridge 9 í bridgekeppni i New»York fyrir nokkrum dögum réð eftirfarandi spil — hið siðnsta i sveitakeppni — úrslitum. V KG96 ♦ D9 * AD10983 ♦ akdg V 10853 ♦ K1087 ♦ 2 10972 V 74 4k 8653 ♦ 6543 V AD2 ♦ AG2 *G64 *K75 Sagnir gengu þannig á öðru borðinu. Suður Vestur Norður Austur pass 1 lauf dobl pass 2lauf , -pass 3 lauf dobl pass 4lauf pass pass 4sp. pass pass pass Eftir að suður hafði passað i fyrstu hendi var hann ákveðinn að ná gamesögn og krafði þvi með tveimur laufum. Vestur spilaði út laufaás og meira laufi — góð vörn. Trompað var i blindum og tromp tvivegis tekið. Legan kom i ljós og suður spilaði nú tigli á ásinn og siðan tigulgosa. Drottning vesturs kom — og tiglar blinds voru teknir. A þann fjórða kastaðisuður siðasta laufi sinu. Svo virðist sem vörnin fái tvo slagi á hjarta og einná tromp - laufaásinn hefur þegar gefið slag— svo suður stefnir i tap. En hann fann ráð. Spilaði hjartatiu frá blindum og þegar austur gat ekki lagt á — lét suður tvistinn heima. Vestur átti slaginn. en var varnarlaus — hjarta i gaffal suðurs, en lauf i tvöfalda eyðu, tryggja sögnina. Sama lokasögn var á hinu borðinu — en tapaðist. Á Olympiuskákmótinu i Nizza 1974 kom þessi staða upp i skák Donelly, sem hafði hvitt og átti leik, gegn Harston. Hann fann ekki vinningsleiðina og Harston fékk þar mesta heppnissigur sinn i keppninni. Getur þú fundið hana? Hæfni 10 sek. stórmeistari. 20 sek. meistari, minúta sér- fræðingur, 3. min. 1. flokks skák- maður, 7. min. 2. flokks skák- maður. 12 min. sæmilegur. 20. min. byrjandi. T 1 é i ... ■■ 1 1 i i * •* © 1 * V; ■ II l 0 is i ::ý." r?-> -m & s .1 n t-.-) e? 1. Hxf7+ ! — Kg8 2. Bh6! — gxh6 3. Df3 — Rxe5 4. Df6 og vinnur. 1 skákinni lék Donelly i 2. leik. Hxb7? og tapaði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.