Dagblaðið - 23.12.1975, Síða 26

Dagblaðið - 23.12.1975, Síða 26
26 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975. Sjónvarp Utvarp „HVER HEFUR UMBOÐ FYRIR ALMÆTTIÐ?" „Að hafa umboð fyrir almættið er að vera prestur,” sagði Björn Vignir blaðamaður um þátt sinn og Árna bórarinssonar, ,,Að hafa umboð fyrir almættið”, sem er á dagskrá kl. 19.35 i kvöld. „Við töluðum við þrjá presta, þá Arna Pálsson, Grim Grimsson og Gunnar Benediktsson um prestskap frá „mannlegu sjónar- miði.” „Þeir Arni og Grimur komu seint inn i starf,” sagði Björn ennfremur. „Gunnar Benedikts- son hefur verið kallaður „rauði presturinn”. Hann lét af prests- skap eftir að hafa verið i þjónustu i 11 ár til þess að berjast fyrir málefnum öreiganna.” Auk hinna prestvigðu er rætt við Þórhildi ólafsdóttur, guð- fræðinema um prestskap og er hún, að sögn Björns fulltrúi kven- kynsins við boðskap fagnaðarer- indisins. Blaðamennirnir Arni Þórarins- son og Björn Vignir Sigurpálsson. Útvarpið laugard. kl. 20.50: „Það virðist vera dálitið ólikt jólahaldið eftir þvi um hvernig skip er að ræða,” segir Páll Heiðar Jónsson, sem ræðir viö nokkra sjómenn um jól á hafi úti i þætti er hann nefnir „Það er reynt að hafa jólalegra.” „Hugmyndin er að bregða upp mynd af jólahaldi til sjós og þá er höfð i huga þrenns konar sjómennska. 1 fyrsta lagi jól um borð i togara, i öðru lagi jól um borð i gæzluskipi og i þriðja lagi jól um borð i farskipi,” segir Páll Heiðar. Hann ræðir við fimm sjó- menn, sem leggja stund á þess- ar þrjár greinar sjómennsku. Af togara Guðbjörn Jensson, sem til skamms tima var skipstjóri á Snorra Sturlusyni og Sigurð Haildórsson háseta á sama skipi. Er Sigurður sennilega með elztu starfandi togara- mönnum á flotanum. Þá ræðir hann við Helga Hallvarðsson, skipherra á Þór. Helgi og skips- höfn hans verða við gæzlustörf um jólin. Svo er rætt við far- menn. Hrafn Sigurðsson, sem að visu er kominn i land núna og starfar hjá DAS, en var um margra ára skeið matsveinn og bryti hjá Eimskip. Hann upp- lýsir okkur um mataræði um Rœtt við sjómenn um jólin til sjós borð á jólunum. Siðast en ekki sizt er talað við Ragnar Ágústs- son skipstjóra á ms Brúarfoss en hann hefur verið til sjós siðan hann var 15 ára á alls konar skipum. EVI Tæknimaður Þórir Steingrims- son ásamt Páli Heiðari Jónssyni við að klippa og laga til viðtöl sem við heyrum i þætti hans. „Það er reynt að hafa jóla- lcgra..” DB-mynd Bj. Bj. „ÞAÐ ER REYNT AÐ HAFA JÓLALEGRA..." Sjónvarp laugardag 27. desember: Viðbótarfjórveiting veldur lœknunum óhyggjum Miklar vangaveltur skjóta upp kollinum hjá vinum okkar læknunum þegar taka á ákvörð- un um hvað gera skuli við við- bótar fjárveitingu fyrir setu- stofu þeirra. Læknarnir >eru á dagskrá sjónvarpsins kl. 20:30 laugardaginn 27. desember. Þýðandi er Stefán Jökulsson. Duncan vill ólmur skipta á svart-hvita sjónvarpstæki setu- stofunnar og fá litsjónvarp, en Bingham og kona hans vilja fá borðtennisborð. Borðið kemur og ekki verður skapraun Dun- cans minni þegar hann kemst að raun um að borðið kemst ekki fyrir inni í herberginu. Bingham neitar að láta senda það til baka og ákveðið er að Duncan og Paul leiki við Bing- ham og Dick og ákvarði þar með örlög borðsins. 1 fyrstu gengur Bingham vel og hann vinnur nokkur stig, en hann verður skelfingu lostinn þegar hann kemst að raun um að Dick er algjör byrjandi I borðtennis. Duncan og Paul vinna leikinn og i gleði sinni stekkur Duncan upp á borðið, sem þolir ekki þunga hans og brotnar i spað. 1 reiði- kasti ætlar Bingham að ráðast með spýtu á Duncan en missir marks, hæfir sjónvarpið, sem eyöileggst. Þá standa þeir uppi með tennisborðslausa setustofu og ekki einu sinni svart-hvitt sjón- varp. A.BJ. Duncan vildi fá litsjónvarp i setustofuna. Laugardagur 27.desember 1975 17.00 tþróttir. Umsjónar- maður Óraar Ragnarsson. Breskurmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 7. þáttur. Maðurinn með hvita andlit- ið. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veðuc 20.25 Dagskrá og auðglýs- ingar. 20.30 Læknir í vanda Breskur gamanamyndaflokkur. Kappleikurinn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Englar úr austri Böm frá Kóreu dansa þjóðdansa og syngja þjóðlög. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Rigoletto, Ópera eftir Giuseppe Verdi. 1 aðalhlut- verkum: Rigoletto/Usko Vritanen Gilda, dóttir hans/Pirkkoliisa Tikka Hertoginn af Mantua/Seppo Ruohonen Sparafucile, leigumoröingi/Martti Wallén Maddalena, systir hans/Aino Takala karlakór finnsku óperunnar og sinfóníuhljómsveit finnska Utvarpsins aöstoða. Stjóm- andi Okko Kamu. Leikstjóri Hannu Heikinheimo. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö) 23.20 Dagskrárlok Súnnudagur 28. desember 1975. 18.00 Stundin okkar Sýnd verður mynd um litla hest- inn Largo, austurrisk brúðumynd, og þá kemur siðasti þátturinn um Mússu og Hrossa. Þá er mynd um Misha, Baldvin Halldórsson segir sögur af álfum á ný- ársnótt og kór öldutúns- skólans syngur nokkur lög undirstjórn Egils Friðleifs- sonar. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigriður Margrét Guömundsdóttir Stjórn upp- töku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Brekkukotsannáll Kvikmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Fyrri hluti. Handrit og leikstjóm Rolf Hadrich, Textaleik- stjórn á islensku Sveinn Einarsson. Persónur og leikendur: Garðar Hólm/- Jón Laxdal Afinn/Þorsteinn ö. Stephensen Amman/- Regina Þórðardóttir Kristin frænka/Þóra Borg Guðmundsen kaupmaður/- Róbert Arnfinnsson Fröken Gúðmundsen/Sigriður B. Bragadóttir Alfgrimur/ Þorgils N Þorvarðsson Kona úr Landbroti/Briet Héðinsdóttir Séra Jóhann/Brynjólfur Jóhann- esson Eftirlitsmaðurinn/- Ami Tryggvason Kafteinn Hogensen/Sveinn Halldórs- son Madonna/Ingibjörg Jóhannsdóttir Móþjófur/- Helgi Skúlason Þórður skir- ari/Jón Aðils o.fl. Tónlist Leifur Þórarinsson. Mynd- taka W. P. Hassenstein. Myndin er gerði I samein- ingu af norður-þýska sjón- varpinu, islenska kjón- vapinu, danska sjónvarp- inu, norska sjónvarpinu og sænska sjónvarpinu. Siðari hluti kvikmyndarinnar verður sýndur mánudaginn 29. desember nk. Fyrri hluti myndarinnar var frum- sýndur 11. febrúar 1973. 21.35 Hver er þessi maður? Alan Price syngur nokkur lög um Jesú Krist og leikur undir á pianó. Einnig eru settir á svið nokkrir atburð- ir úr lifi Krists. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.05 Valtir veldisstólar Breskur leikritaflokkur. 8. þáttur. Illa þokkað embætti. 1 byrjun ársins 1905 dundi hvert reiðarslagið af öðru yfir Nikulás annan Rússa- keisara. Svili hans, Serge stórhertogi, sem gegnt hafði embætti lögreglustjóra, var myrtur, bændur efndu til uppþota, uppreisn var gerð i flota hans hátignar, og herir hans biðu endanlega ósigur i styrjöldinni við Japani. 1 þessum þætti er fylgst með Ratsjkvoski, nýja lögreglu- stjóranum, fyrstu mánuði hans i embætti. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.55 Að kvöldi dags. Séra Hreinn Hjartarson flytur hugvekju. 23. 05 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 27.desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15, 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Jónas Jónas- son byrjar lestur sögu sinn- ar „Húsálfurinn”. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjiiklingakl. 10.25: Kristitl Sveinbjöms- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15. tþróttir. Umfæður i út- varpssal. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning. Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar 16.40 Popp á laugardegi,- 17.30 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Að hafa umboð fvrir al- mættið. Fvrri þáttur. Umsjón: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpáls- son. 20.20 H I jóm p lötu ra bb . Þorsteins Hannessonar. 20.50 „Það er reynt að hafa jólalegra....” Páll Heiöar Jónsson ræðir viö nokkra sjómenn um jól á hafi úti. 21.20 Létt tónlist frá útvarpinu I Munchen. 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.