Dagblaðið - 23.12.1975, Side 28
Uppgjafarhljóð í Bretum
„Fá ekki vernd fyrir vestan/' segir BBC — „Aðferðir íslendinga hafa heppnazt"
„Aðferðir islenzku rikis-
stjómarinnar hafa heppnazt til
þessa,” sagði brezki fréttamað-
urinn McPhee, sem er um borð i
dráttarbátnum Lloydsman, i
viötali i brezka rikisútvarpinu
BBC i morgun. Hann gaf i skyn,
aðBretar væru að tapa striðinu,
ef svo héldi áfram.
McPhee kom fram i útvarps-
þætti klukkan tuttugu minútur
yfir fimm i morgun. „Herbragð
varðskipanna hefur heppnazt,”
sagði hann einnig. McPhee
sagði, aö brezku togaraskip-
stjórarnir viidu helzt fara til
veiða út af Vestfjörðum, en flot-
inn treysti sér ekki til að veita
vernd þar.
Hann sagði, að sennilega yrðu
siys á mönnum, áður en þessu
þorskastriði lyki. Hann gerði
mikið úr hættunni, sem klipp-
ingar sköpuðu, sagði, að klippti
virinn slengdist upp á þilfar og
væri hver i hættu, sem þar væri.
Landhelgisgæzlan hefur lýst því
yfir, að klippti virinn hringist
upp og sé engin hætta fyrir
menn.
McPhee sagði, að það væri
iðulega mest tilviljun undirorp-
iö, hvort árekstur yrði. Varð-
skipin sigidu fast upp að togur-
unum og 'óðrum brezkum skip-
um. Það ylti á sekúndubroti,
hvernig færi við slikar aðstæð-
ur. Varðskipsmenn væru mjög
„árásargjarnir”.
„Þorskastriðið heldur áfram
yfir jólin,” sagði brezki frétta-
maðurinn.
Brezku togararnir reyndust i
gær enn vera fyrir austan land,
á svæöinu frá Langanesi að
Glettinganesi. Þeir hafa þvi
ekki siglt norður eins og talið
hafði verið.
Togurunum hefur litillega
fjölgað siðustu daga. Þeir voru
24 i gær.
—HH
Viðskipti ASÍ við sjálft sig:
„Ekki kunnugt um nokkuð
saknœmt í viðskiptum
Landsýnar og Alþýðubankans
— segir Björn Jónsson, forseti ASÍ
##
Snjónum hefur kyngt niður um
land allt, en nú er ekki svo vist
að snjórinn verði jólasnjór.
Beituskúrinn er á Húsavík og
var myndin tekin i gærdag.
(DB-mynd Ragnar).
0
EKKI
JÓLA-
SNJÓR
Ekki litur glæsilega út með
jólasnjóinn, sem hefur kyngt nið-
ur nú að undanförnu. Að sögn
Veðurstofunnar má kallast gott ef
hann endist eitthvað fram á að-
fangadagskvöld.
Að sjálfsögðu er það ein af
þessum lægðum á Grænlandshafi,
sem eyðileggur hvitu jólin að
þessu sinni og veldur þvi' að áttin
hérna verður suðlæg. Sama veðr-
ið verður að öllum likindum á
jóladag.
Á annan i jólum eru tveir val-
kostir um veður. Annað hvort
helzt suðlæga áttin með rigningu
og ósköp rúmhelgu veðri eða að
vestanáttin tekur að blása á ný
með frosti og éljum.
—ÁT—
TAFIR Á
FLUGFRAGT
Nokkrar tafir hafa orðið á
vöruflutningum erlendis frá
með vélum Flugleiða. Aðal-
ástæðan fyrir þessu er sú, að
fólksflutningarnir hafa orðið
að ganga fyrir en þeir eru með
mesta móti nú fyrir jólin eins
og endranær. Helzt hefur borið
á töfum frá Bretlandi og Dan-
mörku.
Allir vöruflutningar til Is-
lands eru óbókaðir, þannig að,
fyrirfram er ekki vitað hve1
mikið magnið er. Flugleiðir
vonast til að allar tafir komist
ilagidag. —AT—
„Hér voru nokkrir snarpir
kippir i gær, eins og komiö hefur
fram i fréttum, og núna i morg-
un kom einn allsnarpur til við-
bótar. Siðan hefur allt verið með
kyrrum kjörum.” sagöi Björn
Guðmundsson, bóndi á Lóni i
Kelduhverfi i viötali við DB i
morgun. „Viö höfuin haldið
fundi og skipulagt almanna-
varnir á Kópaskeri og eins höf-
um við átt viðræður við Vega-
gerðina um að hún láti okkur i té
lausabrú, sem hún á, ef vegir
skyldu rofna hér,” sagði Björn.
Taldi hann aðaláhyggjuefni
manna einnig vera ótti við að
Tengsl Alþýðusambands ís-
lands við nokkur þeirra fyrir-
tækja semrikissaksóknari hefur
farið fram á að tekin verði til
rannsóknar vegna viðskipta
þeirra við Alþýðubankann, eru
töluverð.
Auk hlutdeildar sinnar við Al-
þýðubankann, er Alþýðusam-
band Islands helzti eigandi
Landsýnar — Alþýðuorlofs og
hefur sjálft átt i viðskiptum við
Breiðholt h.f., en bæði nefnd
fyrirtæki eru meðal þeirra, sem
tekin verða með i væntanlega
saka dóm sra nnsókn.
„Mér er ekki kunnugt um
nokkuð saknæmt i fjármálavið-
skiptum íandsýnar við Alþýðu-
bankann,” sagði Björn Jónsson,
forseti ASI i viðtali við DB. „Ég
rafmagnslinur kunni að slitna
og Kelduhverfi verði rafmagns-
laust. Rafmagnsveitur rikisins
höfðu ætlað að setja spenni á
linuna frá Kópaskeri i sumar,
enaf þvi varðekki. Þá hafa þeir
beðið um, að sett verðí aukaafl-
stöð á Kópasker.
„Að öðru leyti tekur fólk hér
lifinu með ró,” sagði Björn. „Ég
held, að það heyri til undantekn-
inga að ótti hafi gripið um sig
þrátt fyrirallan hamaganginn.”
Allt var rólegt á gosstöðvun-
um við Leirhnúk og likist gigur-
inn þar nú meira borholu, sem
blæs gufu til himins. HP.
hef heldur ekki heyrt neinn rök-
stuðning fyrir þeirri rannsókn,
sem nú hefur verið boðuð. Sjálf-
ur d ég sæti i stjórn Alþýðuor-
lofs og hef þess vegna ekki
fylgzt með gerðum Landsýnar-
manna.”
Breiðholt h.f., sem um þessar
mundir byggir þrjú stór hús á
homi Fellsmúla og Grensásveg-
ar, hefur selt alþýðusamtökun-
um i landinu eitt þeirra húsa,
eins og fram kom i viðtali DB
við Björn Jónsson:
„Við gengum inn i samning,
sem Alþýðubankinn hafði gert
við Breiðholt h.f. Þar segir, að
við getum fengið afhenta eina
hæðina fyrir ákveðið verð á á-
kveðnum tima,” sagði Björn.
„Þessa hæð fengum við á eðli-
Dagblaðið Visir og Alþýðu-
blaðið hafa ákveðið að ganga til
samstarfs um rekstur blaðanna.
Alþýðublaðið hefur átt i miklum
fjárhagsörðugleikum undanfar-
in ár og myndi að öllum likind-
um hafa þurft að leggja upp
laupana nú, ef Visir hefði ekki
sýnt samstarfinu áhuga.
„Viðræðum um málið er ekki
að fullu lokið, en ég get sagt að
þær hafi gengið vel og tel, að af
þessu verði nú um áramótin,”
sagði Benedikt Gröndal, for-
maður Alþýðuflokksins i viðtali
við DB; „Samstarfið verður að-
eins á rekstrarhliðinni, sameig-
legu verði, þ.e.a.s. við fengum
hana á markaðsverði, en þó
töluvert undir þvi.
Ekki vildi Björn gefa upp ná-
kvæmlega, á hvað Alþýðusarn-
bandið hefði keypt hæðina af Al-
þýðubankanum, sem bankinn
hafði keypt af Breiðholti h.f.
Dagblaðið hefur haft sam-
band við forsvársmenn nokk-
urra þeirra fyrirtækja, sem um
ræðir, en enginn þeirra hefur
viljað tjá sig um nokkurn skap-
aðan hlut, sem hafá má eftír
þeim.
Nokkrir hafa þó gefið i skyn,
að um verulegp umfangsmikið
mál geti verið að ræða og einn
gekk meira að segja svo langt
aðkalla það „Watergate”.
inleg dreifing og húsnæði, en rit-
stjórnir verða aðskildar. Fyrir
þess konar samstarfi er for-
dæmi vfða um heim og þar eð
við búum við þær aðstæður að
fimm ólik blöð eru prentuö á
sama stað og blaðamenn eru
ráðnir á blöðin án tillits til
stjórnmálaskoðana þeirra ætti
þetta að geta gengið”, sagði
Benedikt.
Dagblaðinu var boðið til svip-
aðs samstarfs, gegn þvi að
greiða um tuttugu miíljónir á
ári i rekstur Alþýðublaðsins, en
Benedikt vildi hvorki staðfesta,
né neita þeirri frétt. HP.
frjalst, úháð dagblað
Þriðjudagur 23. desember 1975.
Líkfundurinn
á Þórshöfn:
Flokkur
manna leitar
veskisins
Ekkert nýtt hefur komið
fram við rannsókn á dauða Al-
freðs Guðmundssonar fersk-
fiskmatsmanns, sem fannst
látinn i útjaðri þorpsins á
Þórshöfn á sunnudaginn.
Stefán Tryggvason lögreglu-
maður hefur rætt við fólk það
er Alfreð sat yfir glasi með um
nóttina. Þaðan hélt Alfreð kl.
1.30—2 um nóttina. Leiðin
heim til hans liggur um þann
stað er lik hans fannst.
Veski hans hefur ekki fund-
izt. I þvi voru 50—60 þús. kr.
auk rúml. hálfrar millj. kr.
ávisunar frá Húsnæðismála-
stjórn. 1 dag mun flokkur
manna leita eins vel og hægt
er að veskinu. Vel hefur viðrað
til slikrar leitar. Krufnings-
skýrsla liggur enn ekki fyrir.
A úrskurði hennar byggist á-
framhaldandi rannsókn máls-
ins. ASt.
Fœr ekki
bankafyrirgreiðslu:
BREIÐHOLT
SELUR
HLUTA AF
EIGNUM
SÍNUM
Breiðholti hf. hefur nú tekizt
að verða sér úti um nægilegt
fjármagn til þess að greiða
starfsfólki sinu vangoldin laun.
Hafa þeir greitt fyrir þann hálfa
mánuð, sem þeir skulduðu og
vikuna framundan, sem ekki
hefði þurft að greiða fyrr en á
annan i jólum.
„Við eigum töluverðar eignir,
eins og nærri má geta,” sagði
Sigurður Jónsson, forstjóri
Breiðholts h.f., í viðtali við DB i
morgun. „Þar eð við höfum ekki
fengið fyrirgreiðslur i bönkum
höfum við selt litinn hluta þess-
ara eigna og þannig getað staðið
i skilum við starfsfólk okkar,
sem sýnt hefur mikla þolinmæði
og sanngirni i þessu máli,”
sagði Sigurður.
,,Ég vil hins vegar taka það
fram núna og mun ræða það
nánar seinna, að öll ummæli
Eyjólfs K. Sigur^'.ssoncr I
þessu máli eru alröng,” sagði
Sigurður ennfremur. „Og með-
ferð hans á tölum er endurskoð-
anda litt til sóma.”
Breiðholt mun hafa selt
Kröfluvirkjun stóran krana á
um 15milljónir. Þeir samningar
hafa verið i gangi i nokkurn
tima, en Krafla hélt að sér
höndum nú um helgina vegna ó-
vissunnar um áframhald goss-
ins i Leirhnúki. HP.
ÓV/HP
Kelduhverfi:
„ÓTTUMST AÐALLEGA
RAFMAGNSLEYSI"
Vísir tekur við
rekstri Alþýðublaðsins