Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
VIÐ SKERUM SVAMPINN alveg eins og þér óskíó.
Stinnan svamp, mjúkan svamp, léttan svamp eóa þungan.
Víö klœóum hann lika, ef þér óskió -og þér sparíó stórfé.
LYSTADONVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SlMI 846 55 5
Konur!
Megrun!
Ný námskeið í okkar vinsælu megrunarleik-
fimi hefjast 3. og 4. febrúar.
Dagfímar — kvöldtímar — matseðill —
vigtun — mæling — gufa.
Ljós og kaffi.
Nuddkona á staðnum frá kl. 13 - 18.
Upplýsingar og innritun í síma 83295 alla
virka daga frá kl. 13 —22.
Júdódeild Ármanns,
Ármúla 32.
Ultinia
UTSALA
Karlmannaföt
Stakir jakkar
Stakar buxur
Mikið úrval
Stórlœkkað verð
KJÖRGARÐI
Greinorgerð
dómsmóla-
róðu-
neytisins
um upp-
lýsingor
Vilmundar:
Dómsmálaráðuneytið hefur í
greinargerð, sem fjölmiðlar hafa
fengið í hendur, alfarið mótmælt sem
algerlega tilhæfulausum fullyrðing-
um Vilmundar Gylfasonar um að
ráðuneytið hafi með aðgerðum
sínum stöðvað eða hindrað eðlilega
framkvæmd tveggja málsrannsókna.
Er hér átt við rannsókn sem saka-
dómur hafði með höndum vegna
ýmiss konar óreiðu í sambandi við
vínkaup veitingahússins Klúbbsins
árið 1972, annars vegar, hins vegar
við rannsókn á hvarfi Geirfinns
Einarssonar og hugsanlega tengdum
málum 1974—75.
í greinargerð ráðuneytisins er sagt
að fullyrðingar Vilmundar, sem birt-
ust í einu dagblaðanna í Reykjavík,
séu algerlega úr lausu lofti gripnar.
Séu þær tengdar svo alvarlegum
málum að nauðsynlegt sé að greina
mjög ítarlega frá málavöxtum og
birta bréfaskipti um þau.
Fyrst er vikið að bréfi ráðuneytisins
til bæjarfógetans í Keflavík sem Vil-
mundur vitnar til og telur að með
því hafi hömlur verið lagðar á rann-
sóknarmenn í Geirfinnsmálinu og
„spíramálinu” á Suðurnesjum, sem
svo hefur verið nefnt. Þar er greint
frá því að Sigurbjörn Eiríksson veit-
ingamaður og Magnús Léópoldsson,
framkvæmdastjóri Klúbbsins, hafi
borið sig upp við ráðuneytið vegna
lítt þolandi söguburðar og illmæla
sem þeir, fjölskyldur þeirra og fyrir-
tæki, geti ekki látið afskiptalaus.
Óskuðu þeir rannsóknar á sögu-
burðinum og hins, að af opinberri
hálfu yrðu gefnar skýlausar yfirlýs-
ingar, sem beini frá þeim söguburði
og grunsemdum þeim sem rætt var
um.
Bendir ráðuneytið á vandkvæði á
opinberri rannsókn og hæpinn til-
gang sem að gagni komi. Hins vegar
UR LAUSU
LOFTI
GRIPNAR
telur ráðuneytið skiljanlegt og eðli-
legt að aðilar, sem fyrir slíkri aðsókn
verði, uni ekki við svo búið án mót-
aðgerða. „Vill ráðuneytið athuga
frekar hverra úrlausna megi leita.”
Bréfþetta er dagsett 11. marz 1975.
Nærri því samhliða fara fram
bréfaskipti vegna skipunar sérstaks
setudómara í málinu. Með bréfi
dags. hinn 8. apríl er svo setudóm-
arinn skipaður. í bréfi, sem fylgdi
umboðsskrá dómarans, segir svo
m.a.: ,Jafnframt er yður sent til
upplýsingar ljósrit af bréfi ráðuneyt-
isins, dags. 11. f. mán., til bæjarfóget-
ans í Keflavík, sbr. bréf Sigurbjarnar
Eiríkssonar og Magnúsar Leópolds-
sonar, dags. 3. febr. sl., og bréf Inga
Ingimundarsonar hrl., dags. 18. s.m.,
varðandi umkvartanir vegna orðróms
og söguburðar um tengsl hinna fyrr-
nefndu, m.a. við umrætt smyglmál.”
Bréf Inga Ingimundarsonar, lög-
manns Sigurbjarnar og Magnúsar,
þykir of langt til birtingar í greinar-
gerð ráðuneytisins en efni þess sagt
aðallega frásagnir um tilgreindar
söguburð.
Þess er getið að það sé föst regla.
dómsmálaráðherra að " koma
umkvörtunum borgaranna á fram-
færi og að alltannaðsé enda óeðlilegt.
Rannsókn hófst í Sakadómi
Reykjavíkur hinn 14. okt. 1972 á
ólöglegri vínverzlun veitingáhússins
Klúbbsins og í framhaldi af henni
rannsókn á bókhaldi veitingahússins,
söluskattskilum og fleiru. Var
Klúbbnum lokað með ákvörðun lög-
reglustjórans í Reykjavík þann dag.
Hinn 18. okt. skaut veitingamaður-
inn þessari ákvörðun lögreglustjóra
til dómsmálaráðherra samkvæmt
heimild í 14. gr. áfengislaga. í með-
ferð þessa málskosts var kannaður
tilgangur nefndrargreinar áfengislag-
anna. Var talið að ákvæði hennar
vörðuðu fyrst og fremst öryggissjón-
armið vegna vínnautnar og fæli hún
því ékki í sér stoð til þess að byggja á
framhald á lokunarúrskurði lögreglu-
stjóra. í því sambandi kæmi til
greina að beita 12. gr. áfengislaga,
þegar niðurstaða rannsóknar lægi
fyrir, en hún fjallar um leyfissvipt-
ingu til að hafa með höndum sölu
áfengis.
Töldu ráðherra og ráðuneytisstjóri
að ekki væri stætt á áframhaldandi
lokun á veitingahúsinu á grundvelli
þeirrar greinar áfengislaganna sem
úrskurðurinn byggðist á. Var lög-
reglustjóra tjáð þetta sjónarmið.
Hann kvaðst ósáttur við að starfsemi
veitingahússins héldi áfram en felldi
þó niður ákvörðun sína um lokun er
hann vissi um afstöðu ráðherra.
Rannsóknardómarinn í málinu og
aðalfulltrúi saksóknara töldu báðir
algjörlega óviðeigandi að_ starfsemi
veitingahússins héldi áfram.
Varðandi ummæli sem Vilmundur
Gylfason hefur vitnað til, þess efnis að
ákvörðun dómsmálaráðherra gengý
gegn alm. .. réttarvörzluhagsmun-
um, segir í greinargerð ráðuneytisins
að þau séu ckki rétt höfð eftir Valdi-
mar Stefánssyni, saksóknara ríkisins.
Er á það bent að þau sé að finna í
umsögn Hallvarðs Einvarðssonar,
aðalfulltrúa saksóknara, og skýrslu
hans um málið sem Valdimar
Stefánsson saksóknari sendi dóms-
málaráðuneytinu til athugunar.
Þetta eru aðalatriði þeirrar
greinargerðar sem dómsmálaráðu-
neytið hefur látið frá sér fara um
þetta mál. Eins og greiht er frá í
annarri frétt hér í Dagblaðinu er þess
nú að vænta að málið verði tekið
fyrir utan dagskrár á Alþingi í dag.
ÁsakanirVil-
mundar Gylfa-
sonar rœddar ó Alþingi
„Mér er kunnugt um að málið
verður tekið fyrir utan cfegskrár á
Aþingi á morgun,” sagði Vilmundur
Gylfason í viðtali við Dagblaðið í
gær. Hann kvað alþingismenn hafa
komið að máli við sig og óskað eftir
því að hann léti þeim í té gögn og
aðrar upplýsingar sem hann hefði í
höndum um mál það sem sprottið
hefur út af skrifum hans og yfirlýs-
ingu frá dómsmálaráðuneytinu um
þau.
Vilmundur Gylfason ítrekar þá
staðhæfingu sína að dómsmálaráðu-
neytið hafi haft óeðlileg afskipti af
rannsókn sakamála. Með því hafi
það gerzt sekt um athæfi sem ekki
verði þolað í siðuðu réttarríki. Þá
segir hann og að því fari áreiðanlega
langt fjarri að öll kurl séu til grafar
komin í málum þeim sem átt er við.
Þau eru annars vegar rannsókn Geir-
finnsmálsins svonefnda og hins vegar
mál það sem árið 1972 reis út af
ólöglegum innkaupum og sölu
áfengis í veitingahúsinu Klúbbnum.
Segir Vilmundur að dómsmála-
ráðuneytið hafi fyrirskipað að veit-
ingahúsið yrði opnað eftir að því
hafði verið lokað vegna rannsóknar á
alvarlegu sakamáli. Hafi þessi fyrir-
skipun gengið gegn vilja lögreglu-
stjórans í Reykjavík, ríkissaksóknara
og þeirra rannsóknarlögreglumanna,
er að málinu unnu. Hafi embætti
ríkissaksóknara gagnrýnt þessi af-
skipti ráðuneytisins og talið þau
ganga gegn réttarvörzluhagsmunum
í landinu.
Þá telur Vilmundur að.vegna af-
skipta dómsmálaráðuneytisins hafi
verið hætt yfirheyrslum yfir manni
sem rannsóknarmenn hafi talið að
gæti varpað ljósi á hvarf Geirfinns
Einarssonar.
Dómsmálaráðuneytið hefur lýst því
yfir að þessar staðhæfingar um óeðli-
leg afskipti sín af þessum málum séu
tilhæfulausar með öllu, svo sem fram
kemur í annarri frétt hér í
blaðinu. -BS-