Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976. 9 BANKASTJORARNIR HAFA GOn BETUR — segir Korl Árnason og leiðréttir ummœli ritara bankaráðs Landsbankans í útvarpsþœtti Leiðréttinga á upplýsingum um bankastjóralaun er að vænta í þættinum um vinnumál sem fluttur verður næst- komandi miðvikud. í ríkisútvarpinu. I dagskrárkynningarþætti útvarpsins á laugardag kom það fram að Karl Árna- son, bankaráðsmaður Búnaðarbanka íslands, teldi að Baldvin Jónsson, bankaráðsmaður Landsbankans, hefði gefið ófullnægjandi og villandi upplýs- ingar um laun bankastjóra í útvarps- þættinum um vinnumál sem fluttur var 21. janúar sl. Af upplýsingum Baldvins Jónssonar má draga þá ályktun að laun banka- stjóra séu um kr. 233.000,00 á mánuði. Telur Karl að þetta sé ekki í samræmi við greiðslur til bankastjóra þess banka þar sem hann er bankaráðsmaður. Lætur nærri að þær séu um 110 þús. krónum hærri á mánuði þegar talin er risna, greiðsla fyrir fundarseíu með bankaráði og bifreiðakostnaður auk launa sem ákveðin eru af bankaráðum ríkisbankanna með samþykki bankaráð- herra og, hvað Búnaðarbankann varðar, landbúnaðarráðherra. í lögum um Búnaðarbanka íslands Fitumagn loðnunnar minnkar um eitt prðsent ó viku segir að bankastjórar hans skuli ekki hafa hærri laun en bankastjórar Lands- bankans. Sé eftir þessu ákvæði farið liggur beint við að álykta að laun og kjör Landsbankans geti ekki verið lakari en í Búnaðarbankanum. Laun og kjör starfsmanna ríkisins eru ekkert laun- ungarmál. Er því í alla staði eðlilegt og æskilegt að ekkert fari þar á milli mála, hvernig sem menn vilja túlka sundur- liðun á greiðslum til bankastjóra þess. Eftir síðustu hækkun á Íaunum bankastjóranna nema greiðslur til þeirra á fimmtu milljón árlega. Sé þeim skipt niður á 12 mánuði ársins nema þær um kr. 340.000,00 mánaðarlega. Samkvæmt kjarasamningum banka- starfsmanna eru launamánuðir taldir 13 árlega. Hér að framan er þrettándi mánuðurinn innifalinn og launum fyrir hann deilt niður á hina 12 mánuði ársins. —BS— „Samkvæmt þeim mælingum sem við gerðum í gær á sýnum veiddum 27. er fítumagnið nú um 10.3%,” sagði Emelía Marteinsdóttir efnafræðingur hjá Rannsóknadeild fiskiðnaðarins í viðtali við Dagblaðið. „Loðnan hrygnir sem kunnugt er í febrúar og leggur því jafnt og þétt af.” Sagði Emelía, að ef byggt væri á reynslu síðustu ára mætti búast við því að fitumagn loðnunnar minnkaði um eitt prósent á viku, nema ef einhverjar verulegar breytingar yrðu á. Hegðun þessarar loðnugöngu benti þó ekki til slíks. „Loðnan var veidd fram í marz í fyrra, eða þar til hún var komin niður í tvö og hálft prósent,,’; sagði Emelía ennfremur. „Eftir það fæst það lítið lýsi úr henni. að ekki er talið borga sig að halda áfram veiðum.” Frá miðnætti í nótt bárust 2.200 tonn á land. Fyrsta loðnan berst til Siglu- fjarðar með Sigurði RE 650 tonn og Gísli Árni RE siglir með fyrstu loðnuna til Hornafjarðar, 550 tonn. —HP Stykkishólmur: FÉLAGSHEIMILIÐ BYGGT í SJÁLFBOÐAVLNNU „Það hefur ekki skort sjálfboðaliða við vinnuna hér og við búumst nú við því að fyrsti hluti félagsheimilisins verði tekinn í notkun 28. febrúar,” sagði Sturla Þórðarson sveitarstjóri í Stykkis- . hólmi í viðtali við Dagblaðið. „Félagasamtökin í bænum eru aðilar að byggingunni og fá að greiða sinn hluta í kostnaðinum í vinnu. Þetta hefur allt saman gengið vel og því fáum við þarna sal sem tekur 350 manns í sæti við borð og leikaðstöðu, auk þess sem þarna verður í framtíðinni hótel með 26 tveggja manna herbergjum.” Sagði Sturla að húsið myndi kosta fullbúið um 170 milljónir króna og hefði verið unnið fyrir um 70 milljónir á síðasta ári. Á síðustu 10 til 12 árum hefur verið sívaxandi ferðamannastraumur til Stykkishólms og hefur gistiheimili verið rekið í gagnfræðaskólanum með ágætum árangri. Þótti þó rétt að».koma upp betri aðstöðu til gestamóttöku, en nú sem stendur er útlitið heldur svart í hótelrekstri og hefur því húsnæðis- vandamál Gagnfræðaskólans verið leyst til bráðabirgða, með því að innrétta sex kennslustofur í hótelrýminu. —HP. Bankaráðsformaðurinn: KARL FÉKK ALLAR UMBEÐNAR UPPLYSINGAR „Það er rétt að ég fékk þetta bréf frá Karli Árnasyni bankaráðsmanni sem dagsett er 17. desember sl„” sagði Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka íslands, í viðtali við Dagblaðið í gær. „Ég afhenti bankastjórunum bréfið,” sagði Stefán, „og á fundi sem hald- inn var fyrir jól svöruðu þeir ná- kvæmlega þeim spurningum sem fram voru bornar og þar á meðal þeim 10 liðum sem Karl bar fram. Stefán kvað allar upplýsingar liggja fyrir í hagdeild bankans og ættu bankaráðsmenn aðgang að þeim. „Hvað menn telja fullnægj- andi getur farið eftir ýmsu. Ég tel mig fá allar þær upplýsingar sem ég hefi óskað eftir,” sagði Stefán Val- geirsson. Hann kvað engar athugasemdir við starfsemi bankans hafa borizt frá Seðlabankanum. „Ef menn vilja vera í sviðsljósinu þá geta þeir gert það með ýmsu móti,” sagði Stefán að lokum. —BS— Dale Carnegie námskeiðið í ræðumennsku og mannlegum samskiptöm er að hefjast. Gerum ráð fyrir því að þú sért að hugsa um að taka þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. — Hverju geturðu tapað? ★ Nokkrum sjónvarpskvöldum, spilakvöldum eða saumaklúbbum. ★ Kvíða við það, að standa upp og segja nokkur orð. ★ Efa um hæfileika þína til að taka virkan þátt í lífsgæðakapphlaupi nútímans. Þú gætir einnig tapað ★ Vantrú þinni, að ná því markmiði, sem þú hefur sett þér. ★ Vana þínum, að bíða með ákvarðanir. ★ Áhyggjum og kvíða ★ Þú vilt áreiðanlega tapa ★ Möguleikanum að vera „múraður” inn í núverandi launaflokki. ★ Tækifærinu að vera viss um að hreyfast ekki í starfi um aldur og ævi. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma. 82411 Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson. UTSALA NÆSTU DAGA VEGGFÓÐUR 100 fermetrar á Verð á rúllu frú kr. 100 3 þúsund kr. TORKOSTLEG VERÐLÆKKUN 15% dfslattur iou*ra»$»ucm.j nl núlum uSrum f rtlifni PLASTMAtNINGU at nyjum vorum i tiletni a a4.inS kr. 3.000 útsölunnar VEGGFÓÐUR 50 /o veggstrigi afsmttur GÓLFDÚKUR á s"dolin málningu — Gripið tækifærið strax og sparið ykkur stórfé þ.e. 10 I fata á kr. 4.500 VIllKNI i Veggfóöur- og málningadeiid Ármúla 38 — Reykjavik Simar 8-54-66 og 8-54-71 Opið til 10 í kvöld og hádegis á morgun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.