Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 15
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
I
Iþróttir
Iþróttir
15
Iþróttir
Iþróttir
ÍRfór
létt
með
ÍS
— en KR átti fullt í
fangi með Val
Stúdentar voru ÍR engin
hindrun þesar liðin mœttust i 1.
deild körfuboltans á laugar-
daginn i iþróttahúsi Kennarahá-
s/cóla íslands — 98—78 urðu
lokatölur leiksins — sem var
afspyrnu illa leikinn og að sama
skapi leiðinlegur á að horfa.
Virtist lengst af að leikmenn
vœru að innleiða einhvern nýjan
bollaleik i landið — eða að
minnsta kosti átti leikurinn litið
skyll við körfubolta.
En hættum öllu nöldri og snúum
okkur að leiknum. ÍR tók þegar forystu
— og virti.st sem stúdentar færu aldrei
verulega í gang. Staðan í hálfleik var
45-33 og í síðari hálfleik hélt munurinn
áfram að aukast — þegar 5 mínútur
voru af leik var staðan 59-37 og eftir 10
mínútur 72-48. En eftir það fóru ÍR-
ingar að slaka á — sendu varamenn inn
á og stúdentar drógu aðeins á — án
þess nokkurn tíma að ógna ÍR —
öruggur sigur ÍR 98-78.
Sem endranær var Bjarni Gunnar
stigahæstur stúdenta — skoraði 25 stig.
Jón Héðinsson skoraði 23 stig — aðrir
léku undir getu.
Kolbeinn Kristinsson og Kristinn
Jörundsson voru stigahæstir ÍR-inga
með 19 stig — Jón Jörundsson skoraði
17 stig.
Vestur í Hagaskóla áttust við KR og
Valur. Flestir áttu von á öruggum sigri
KR — en svo átti ekki að verða.
Valsmenn gáfu ekkert eftir og það var
ekki fyrr en á tveimur síðustu mínútum
leiksins sem KR tryggði sigurinn, 88-83.
Staðan í hálfleik var 43-33 en
fljótlega í síðari hálfleik tóku Valsmenn
að saxa á forskotið — eftir 7 mínútur
var staðan 53 -49 og þegar aðeins tvær
mínútur voru eftir var staðan 8Q-77.
A.llt gat þvi gerzt — en Kolbeinn
Pálsson var á öðru máli. Hann skoraði
næstu þrjár körfur — hans einu í leikn-
um — og Trukkurinn bætti þeirri
fjórðu við og KR-sigur í höfn.
Sem fyrr bar Trukkurinn höfuð og
herðar yfir aðra í * liði KR —- hann
skoraði 35 stig. Gunnar Jóakimsson
skoraði 12, Árni Guðmundsson og
Bjarni Jóhannsson skoruðu 10 stig
hvor.
Þórir Magnússon var drýgstur
Vaísmanna með 25 stig • og Torfí
Magnússon skoraði 19 stig.
Dregið í bikar-
keppni HSÍ
FH má gera sér að góðu að fara
norður til Akureyrar og hefja vörn
titils síns þar gegn Þór í 1. umferð
bikarkeppni HSÍ. Sjálfsagt verður
róðurinn FH erfiður — þó Þór sé
neðarlega í 2. deild vita allir að liðið
er erfítt heim að sækja og mun meira
býr í liðinu en staða þess í 2. deild
gefur til kynna.
Annars varð drátturinn svo:
. KR — ÍR
ÍA — Grótta
Afturelding — Víkingur
Þór — FH
Þróttur — Haukar
Fylkir — Leiknir.
10 lið sitja yfir í 1. umferð —
Víðir, UBK, Stjarnan, Týr, ÍBK,
Fram, Ármann, Valur, KA, KR.
Mikill hringlandaháttur hefur ein-
kennt bikarkeppnina — til að mynda
hafa leikdagar ekki enn verið
ákveðnir. h. halls.
ín er enn að — kappinn Gunnlaugur Hjálmarsson. Þarna hefur hann tundið smugu í vöm KA og hvar hafnaði boltinn annars staðar en í netinu?
DB-mynd Bjamleifur.
Þrátt fyrir jafnteflið
blasir 1. deildin við ÍR
— Jafntefli efstu liðanna í 2. deild, IR og KA, í Laugardalshöll ó laugardag
Það fór ekki eins og margir
spáðu fyrir leik ÍR og KA — að
i þeim leik tryggði annað hvort
lioið sœli sitt í 1. deild. Leiknum
lauk með iafntefli. 16-16. og
máttu iR-ingar vel við una —þvi
KA var lengst aj yju og átti
sigur skilið. En hvað um pað —
ÍR þokaðist skrefi ncer 1. deild
við jafnteflið. Liðið hefur nú
tapað tveimur stigum — KA
þremur. Það cetlar þvi að verða
KA dýrkeyptur ósigurinn fyrir
norðan þegar ÍR sigraði KA t
fyrsta leik 2. deildar.
En hvað um það — leikurinn á
laugardaginn var alls ekki vel leikinn —
bæði lið léku undir getu. Sjálfsagt hefur
mikilvægi leiksins haft neikvæð áhrif á
getu liðanna og svo annað — við missi
síns bezta manns — Ágústs Svavars-
sonar -— er ÍR aðeins svipur hjá sjón,
það er engum vafa undirorpið. Ágúst
hefur verið í góðri æflngu í vetur og
verið mikill ógnvaldur vörnum 2. deild-
ar liðanna.
KA hafði lengst af frum-
kvæðið í leiknum — staðan í
hálflcik var 8-8. Strax í byrjun síðari
hálfleiks náði KA eins marks forystu —
en alltaf jafnaði ÍR. Þannig hélzt leik-
urinn í jafnvægi. — Mikil barátta
einkenndi liðin öðru fremur og klaufa-
legar villur sáust. Sérstaklega gerðu
ÍR-ingar sig seka um slæmar villur —
furðulegt af jafnleikreyndu liði.
Þegar aðeins 5 mínútur voru til leiks-
loka komust ÍR-ingar yflr, 15-14, og þá
hélt maður að sigurinn væri þeirra þar
sem þeir höfðu reynsluna með sér — en
svo átti ekki að verða. KA skoraði
næstu tvö mörk og síðan ÍR eitt mark
— þannig endaði leikurinn 16-16 þrátt
fyrir að báðum liðum byðist tækifæri í
lokin til að skora. — í lokin fögnuðu
ÍR-ingar sem sigurvegarar — ef til vill
má segja að svo hafi verið, liðið hefur
tapað fæstum stigum í deildinni. En ÍR
verður að halda vel á spilunum það sem
eftir er — og leika mun betur á laugar-
daginn.
Markahæstur leikmanna.’var Halldór
Rafnsson með 8 mörk — en Brynjólfur
Markússon og Guðjón Marteinsson
voru markahæstir ÍR-inga með 4 mörk
hvor.
Á undan leik ÍR og KA lék KR —
helzti keppinautur ÍR og KA um 1.
deildarsætið — þó möguleiki KR sé
frekar fræðilegur en raunverulegur. KR
lék við Þór og sigraði KR — 28-23.
h. halls.
Baðfatatízkan
1976!
Myndin sýnir bikini nr. B66, til í
sörtu og hvítu, stærðir 38-40-42-44
— stuttir frottéstrandkjólar í stíl
við.
10—20% afsláttur á eldri gerðum.
Póstsendum
Kerið
Laugavegi sími 12650 66