Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976^
MMBÍABIÐ
írjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Pálsdóttir, Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Framtíðin blasir við
Dagblaðið er nú komið á tiltölulega
lygnan sjó eftir krappa siglingu fram hjá
ótal skerjum og boðum. Blaðið hefur
aflað sér varanlegrar aðstöðu í tækni-
búnaði með samningum við Steindórs-
prent hf., Hilmi hf. og Árvakur hf., auk
þess sem blaðið hefur sjálft keypt ýmis
tæki og prentrekstrarvörur. Þetta tölublað Dagblaðsins
er hið fyrsta í hinni nýju vinnslu.
Þannig hefur Dagblaðið skyndilega losnað úr tvö-
faldri úlfakreppu, sem fyrri prentsmiðjan, Blaðaprent
hf., hafði búið því að undirlagi Vísis. Dagblaðið getur
nú í fyrsta skipti á ævinni farið að koma út á réttum
tíma og óháð duttlungum hinna dagblaðanna í Blaða-
prenti.
Enn mikilvægara er, að hindruð hefur verið tilraunin
til stöðvunar útkomu Dagblaðsins. Vísir hafði sett það
skilyrði fyrir yfirtöku sinni á Alþýðublaðinu, að Dag-
blaðinu yrði sparkað úr Blaðaprenti strax um þessi
mánaðamót, í þeirri von, að það mundi stöðva útkomu
blaðsins.
Framkvæmdastjóri Tímans hafði forgöngu um
framkvæmd þessa áhugamáls Vísis og Alþýðublaðsins
og hafði Þjóðviljann með sér í eftirdragi. Allir þessir
aðilar höfðu mikinn áhuga á að losa stjórnmálaflokk-
ana við áhyggjur af dagblaði sem var óháð flokkunum.
Og hjá Tímanum bættist við gremjan vegna hins mikla
samdráttar í sölunni, sem tilkoma Dagblaðsins hafði
valdið.
Vísir tók á sig tugmilljóna skuldbindingar til þess að
tilræðið næði fram að ganga. Allt var þetta samt unnið
fyrir gýg og hafa allir aðstandendur tilræðisins í
Blaðaprenti ekkert haft fyrir nema skömmina.
Steindórsprent og Dagblaðið hafa í sameiningu sett
upp nýtízku smiðju til setningar og umbrots blaðsins.
Eru þau tæki öll hin fulfkomnustu og eru þar á meðal
tvær tölvur. Þá hefur Hilmir hf., sem gefur út Vikuna,
tekið að sér mynda- og plötugerð fyrir Dagblaðið.
Síðasta skrefið var svo samningur Dagblaðsins og
Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, um prent-
un Dagblaðsins í prentvél Árvakurs frá og með næsta
mánudegi. Dagblaðið mun greiða háar fjárhæðir fyrir
þessi afnot. Verðið er samt ekki ósanngjarnt, þegar
tekið er tillit til þess, að Dagblaðið sparar sér að sinni
kaup á prentvél og flutning hennar flugleiðis til
landsins.
Dagblaðið var fyrir viku komið á fremsta hlunn meó
að flytja flugleiðis til landsins notaða prentvél, sem lá í
pakkhúsi í nágrenni New York. Alltaf fylgir nokkur
áhætta slíkum kaupum, einkum þegar ekki er unnt að
skoða vélina í vinnslu. Enda var hætt við þessi kaup um
síðustu helgi, þegar ljóst varð, að samningar mundu
takast við Árvakur hf.
Velunnarar Dagblaðsins geta nú loksins verið ó-
kvíðnir um framtíðina. Stjórnmálamenn geta hætt að
reyna að hindra útkomu óháðs blaós. Og starfsmenn
blaðsins geta hér eftir einbeitt sér að uppbyggingu
blaðsins sem fjölmiðils fyrir allan almenning í land-
inu. Við munum halda áfram ótrauðir á þeirri braut,
sem við höfum markað okkur á síðustu fimm mánuð-
um.
Dagblaðið, það lifi.
KJARNORKUSTRIÐ STORVELDANNA:
„Síðan sprengjum
— segir fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
Morton Halperin
Árið 1944 voru engin kjarnorku-
vopn til. í dag eru þau þúsund á
þúsund ofan. Kjarnorkuvopnabúr
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
eru orðin svo stór, að engu tali tekur,
og útilokað er að nema lítill hluti
þeirra geti verið notaður í skyni
stjórnmála eða hernaðar.
Fyrir þrjátíu árum var aðeins hægt
að varpa kjarnorkusprengjum úr
stórum sprengjuflugvélum. í dag er
hægt að koma fyrir kjarnorku-
sprengju í nær hvaða drápsvél sem
er. Þeim er hægt að skjóta úr flugvél-
um, frá kafbátum, af landi, úr sjó, úr
lofti og í sprengjum og eldflaugum af
hinumólíklegustu tegunduni. Maður
fjarlægir eitt stykki, setur annað í, og
útkornan verður kjarnorkusprengja.
Framþróun kjarnorkuvopna held-
ur stöðugt áfram. Nú eru til dæmis
til kjarnorkueldflaugar, sem bera
með sér fjölda annarra, fjarstýrðra
kjarnorkuflauga (MIRV), sem
eru ótrúlega nákvæmar.. Áður en
langt um líður verður hægt að skjóta
kjarnorkusprengjum tíu kílómetra
leið án þess að þær lendi nema örfáa
metra frá skotmarkinu.
Árásarvopnin hafa vakið mesta at-
hygli og umtal en ekki má gleyma
því að auk mikils árásarafla ráða
bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn
yfir tugþúsundum staðbundinna
varnarvopna. í Evrópu einni eru
rúmlega sjö þúsund bandarísk vopn
af því tagi og 3500 sovézk. Banda-
rísku vopnin eru víða, í V-
Þýzkalandi, Hollandi, Belgíu, Ítalíu,.
íslandi, Spáni,Portúgal, Tyrklandi,
Grikklandi og Bretlandi. Að auki
hafa t.d. Bandaríkjamenn komið
fyrir nær tvö þúsund slíkum vopnum
í Asíu, aðallega í Kóreu og á Filips-
eyjum, en einnig í bandarískum
flugstöðvum eins og Guam og
Midway. Á hafi úti skipta kjarnorku-
vopnin einnig þúsundum. Bandaríski
flotinn er talinn bera um 2500 kjarn-
orkuvopn, ef til vill miklu fleiri, í'
skipum sínum á Atlantshafi og
Kyrrahafi. Síðan eru það öll vopnin
sem eru geymd heima fyrir. Talið er
að Bandaríkjamenn séu varðir með
um tíu þúsund staðbundnum
varnarvopnum í heimalandi sínu.
Bandaríkjamenn ráða þannig alls um
20 þúsund kjarnorkuvopnum. Sovét-
menn eru taldir eiga svipað magn en
það er ekki hægt að staðfesta því þeir
birta ekki slíkar tölur opinberlega.
Árásarvopnin valda mestri eyði-
leggingu. Ef öll árásárvopn, sem til
eru, væru notuð fyrirfyndist á eftir
ekki minnsti vottur um líf á allri
jörðinni.
í árásarvopnabúri Bandaríkja-
manna eru um fimm hundruð
árásarflugvélar, 41 kjarnorkúbátur
og 1054 langfleygar kjarnorkueld-
flaugar á landi. Sovétmenn eiga 140
sprengjuflugvélar, 42 kafbáta og
1540 langfleygar kjarnorkueldflaugar
á landi. Taki maður fjölda kjarna-
odda á einstökum eldflaugum með í
reikninginn þá lítur dæmið þannig
HVERNIG REIKNA
BANKAR VEXTIAF
ÁVÍSANAREIKNINGUM?
Margur mun hafa veitt því eftir- tekt, að vextir af innistæðum á 1. jan. 2. jan. Inneign Kl. 10.00. Lagt inn Kr. 100.000 2.000 102.000
ávísanareikningii reynast oft harla 2. jan. Kl. 11.00. Útgefin ávísun nr. 1 Kr. 50.000 52.000
litlir, enda þótt einatt standi talsverð 15. jan. Kl. 12.00 Lagt inn Kr. 20.000 72.000
upphæð inni á reikningnum. Skyldu 15. jan. Kl. 13.00 Lagt inn Kr. 60.000 12.000
reikningshafar almennt þekkja þær 25. jan. Kl. 10.30. Lagt inn Kr. 40.000 52.000
reglur, sem farið er eftir? 25. jan. Kl. 11.30. Útgefin ávísun nr. 3 Kr. 25.000 27.000
Samkvæmt upplýsingum, er ég hefi aflað mér, eru reglur þær, sem 31. jan. Inneign 27.000
farið er eftir við færslur og vaxtaút-
reikninga ávísanareiknings eftirfar-
andi:
Vextir eru reiknaðir á 10 daga
fresti og þá miðað við lægstu inn-
stæðu, sem er á reikningnum á tíma-
bilinu, en þau eru 1.-10., 11.—20. og
21.—30. hvers mánaðar. Sé 31 dagur
í mánuðinum, er miðað við
KJallarinn
Gerum nú ráð fyrir, að ávísanirnar hafi allar verið innleystar í bankanum
á útgáfudegi. Reikningsfærsla bankans verður þá þessi:
02.01 Inneign ÚT INN INNSTÆÐA 2.000
-02.01 Ávísun nr. 1 50.000 —48.000
02.01 Innlegg 100.000 52.000
1571 Ávísun nr. 2 60.000 8.000
15.01 Innlegg 20.000 12.000
25.01 Ávísun nr. 3 25.000 — 13.000
25.01 31.01 Innlegg Inneign 40.000 27.000 27.000
1.—10.
VAXTAÚTREIKNINGUR:
í .—10. Lægsta innstæða kr.—48.000
11.—20. Lægsta innstæða kr.— 8.000
21.—31. Lægsta innstæða kr. —13.000
VEXTIR
kr. —66,67
kr. —11,11
kr. —18,06
Kr. —95,84:
Gisli Jónsson
innistæðuna þann- 31., ef hún er
lægri en lægsta innistæða 21.—30.
Vextir eru 5% p.a.
Færslur eru framkvæmdar í lok
hvers dags og þannig, að fyrst eru
færðar allar úttektir, þ.e. innkomnar
ávísanir, og síðan innlegg. Þessi
háttur var tekinn upp í þeim banka,
sem ég skipti við, 1. des. 1974 og án
þess að mér væri um það tilkynnt.
Með þessu fyrirkomulagi er auðvelt
að koma innstæðum í algert lágmark
og í sumum tilfellum í mínus, enda
þótt næg innstæða hafi raunverulega
ávallt verið fyrir hendi.
Skal nú tekið dæmi.
Niðurstaðan verður sú, að
reikningshaFinn fær að greiða
bankanum kr. 96 í vexti fyrir þennan
mánuð, enda þótt hann hafi raun-
verulega átt inneign á reikningnum
allan mánuðinn. Hefðu innleggin
verið færð jöfnum höndum og þau
bárust, hefðu vaxtatekjur reiknings-
hafans orðið kr. 57. Tap hans vegna
þeirrar ákvörðunar bankans að færa
innlegg ávallt síðast er því
57+96= 153 kr.
Hefðu innlegg verið færð um leið
og þau bárust og reiknaðir dags-
vextir, sem væri mjög auðvelt fyrir
Reiknistofnun bankanna að gera,
mundu vaxtatekjur reikningshafans
hafa orðið kr. 130 í stað kr. —96 eins
og nú er reiknað. Tap reikningshaf-!
ans er því kr. 226 miðað við að hann
fengi raunverulega 5% ársvexti.
Það er nokkuð algengt, að t.d.
ríkisstarfsmenn fái laun sín færð
beint inn á ávísanareikning sinn.
Ríkissjóður upplýsir, að launin séu
ávallt komin inn á reikninginn þann
fyrsta hvers mánaðar, sem fær þó!
ekki alltaf staðizt. Bregðist það, er<
útséð með vexti fyrstu 10 daga
mánaðarins. Segjum nú samt svo, að
launin komi inn á reikninginn þann|
fyrsta en skömmu seinna sama dagi
komi inn í bankann ein
ávísun. Hún er þá bókuð fyrst og er
þá e.t.v. eftir á reikningnum kr.|
1.000. Síðan eru launin bókuð.i
Vextir 1.—10. reiknast því af kr.
1.000, enda þótt e.t.v. kr. 100.000:
standi inni á reikningnum fram yfir
þann 10. Hefði umrædd ávísun!
komið inn í bankann deginum áður
hefðu vextirnir reiknast af kr.
100.000.
Ég hefi einungis fjallað um ávís-
anareikninga en fróðlegt væri að
kanna einnig mál hlaupareiknings-
hafa. Þar er um mun hærri upphæðir
að ræða.
GÍSLIJÓNSSON
PRÓFESSOR