Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Þriðjudagur. 3. febrúar 1976. LÆKKUM UTSVORIN FÆKKUM ÞEIM SEM LIFA A BÆNUM REIÐUR BORGARI skrifar: „Er ekki kominn tími til að reka svo sem eitt þúsund reykvíska ómaga út á gaddinn? Allur sá fjöldi, sem er á bænum án þess að þurfa þess með, er svo gífurlegur að venjulegur borg- ari, sem ekki hefur kynnt sér málin, trúir því tæpast. Vinnandi fólk borgar háar upp- hæðir árlega í útsvör. Af þeim fer stór hluti til að halda þessum aumingjum uppi. Og ekki nóg með það. Svo hlakkar í þessu fólki yfir því hvað það sé snjallt við að plata- kerfið og sleppa sem bezt með því að láta bæinn halda sér uppi. Ég legg til að rækilegt endurmat verði gert á því hverjir þurfa í raun og veru aðstoð frá bænum. Það yrði vafalaust álitlegur fjöldi sem missti styrkinn sinn. Peningunum, semv spöruðust við þetta, væri enginn vandi að koma fyrir. — Til dæmis verða gangandi vegfarendur að staul- ast um glerhálar gangstéttar um þessar mundir vegna þess að peninga vantar til að borga mönnum kaup við að hreinsa þær. Útsvörum vinnandi fólks væri áreiðanlega betur varið til þeirra þarfa en að halda einhverjum aumingjum uppi sem ekki nenna að vinna.” VEIT VESAUNGS FORMAÐURINN EKKIBETUR, EÐA HVAÐ? E.E. SÍMAR: „Ég rakst í gær á Dagblaðið frá í síðustu viku. Þar fann ég frétt sem mér þótti satt að segja að mætti ekki liggja óbætt hjá garði. Þar hafið þið Dagblaðsmenn eftir sjálfum Þórarni Þórarinssyni, form. utanríkismála- nefndar, Tímaritstjóra og formanni útvarpsráðs, að vegna tæknilegra á- galla sé ekki hægt að útvarpa eða taka upp efni í Háskólabíói. Vesalings maðurinn, veit hann ekki að í áravís hefur sinfóníutónleik- um verið útvarpað beint og eins niðursoðið af segulböndum? Mér finnst að blaðamenn láti ýmsa svo- kallaða toppa þjóðfélagsins sleppa of billega í viðtölum sem síðan eru birt á prenti. Það er engin ástæða til að láta menn komast upp með svona múður. Frá tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur. Vissi vesalings Þórarinn ekki að í áraraðir hefur tónleikum hljómsveitarinnar verið útvarpað — hvers vegna var ekki útvarpaðfrá skemmtun vondu skáldanna? DONA- SKAPUR í RÚTUBÍL SIGÞRÚÐUR SIGURÐAR- DÓTTIR HRINGDI: „Við vorum að koma heim frá Kanaríeyjum, ég og maðurinn minn, í gærkvöldi (fimmtudagskvöld). Það er erfitt ferðalag að fara þessa löngu leið þrátt fyrir þotur nútímans. Því er það að mínum dómi heldur hvim- leitt að þurfa að hlusta á ákúrur einhverra kvensnifta sem eiga að rukka farþegana um lokagreiðslu vel heppnaðs ferðalags, fargjaldið frá flugvelli til Reykjavíkur. Við vorum 90 farþegarnir sem lögðum upp frá hótelum okkar klukkan 11 um morguninn. Hálfan sólarhring lók það að komast til íslands með millilendingu í Glasgow. Þeir sem eru svo óheppnir að þurfa að fara með rútunni til Reykjavíkur verða jafnvel enn breyttari, enda meira umstang með farangurinn en hjá þeim sem komast með einkabíl- um. í rútunni kom í ljós að ekki áttu allir farþegar þessar 310 krónur sem ferðin kostar. Menn eru ekki allir viðbúnir að greiða þennan litla kostnað. Enda tók það kvenmanninn tuttugu mínútur að innheimta sinn skatt. Það sem mér fannst þó jafnvel öllu verra var það, að hún átti ekki til skiptimynt til að gefa til baka af þúsund krónum, sem ég hafði. Ég var orðin svo þreytt að ég vildi gjarnan losna við umstang, þótt ég tapaði einhverju fé. Hvaða máli skipti það úr því að ég hafði efni á að fara til Kanaríeyja? Ég bauð henni því að eiga afganginn. En hún brást þó ekki eins ljúfmannlega við og þjónar á Kanaríeyjum, sem ein- hverju lítilræði er vikið að. Hún næstum hvæsti á mig og sagði mér að ég ætti heldur að taka leigubíl í bæinn. Mér fannst lítið til um framkomu stúlkunnar, heldur klessu- legur endir á góða ferð.” DUGNAÐARMÖNNUM RCFSAÐ STURLA B. SKRIFAR: „Við komumst ekki langt með því að hegna aflamönnunum, eins og alltaf er verið að gera. Gæðingar ganga fyrir. Þeir fá bankalánin og styrki úr sjóðum hins opinbera. Méi cr til dæmis kunnugt um útvcgsmenn frá Snæfellsnesi sem eru einslaklega duglegir aflamenn en misstu nú bátinn sinn. Þennan bát höfðu þeir keypt og orðið að greiða meira en upphaflega haíði verið á- kveðið. Þeir gátu það með naumind- um, en þó gekk ekki betur en svo, þegar til kastanna kom, að þeir fengu ekki nægileg bankalán. Þess í stað voru mcnn, sem lítið hafa sýnt af dugnaði, austur á fjörðum látnir fá opinberan styrk til að kaupa bátinn. Þetta má ekki svona til ganga. Við vitum að fólk hér á landi gæti lifað miklu betra lífi ef farið væri eftir þeirri reglu að verðlauna þá sem sýna atorku og dugnað. Þetta höfum við ekki gert, og því ■ hefur farið sem farið hefur.” HÆTTIÐ AÐ TROÐA A GARÐI NÁGRANNANS 5103—5275 HAFÐI SAMBAND VIÐ BLAÐIÐ: „Nú, þegar snjór er yfir öllu, færist það að sjálfsögðu í vöxt að bæði börn og fullorðnir stytti sér leið og gangi að því er virðist hvar, sem hægt er að komast, bara ef það styttir leiðina svolítið. Garðar hins almenna borg- ara verða ekki síður fyrir barðinu á þessu fólki en aðrir staðir. Reyndar skemmist ekki gróður við þessa átroðslu að öðru leyti en því, að tré í görðunum vilja skemmast. Mig langar til að beina því til fólks, að það sýni svolitla tillitssemi og hætti að troða á görðum nágrannanna. Trén eru lifandi ekki síður en'dýr og menn, og ég er viss um að margir garðeigendur taka undir með mér, þegar ég beini því til fólks að láta þau í friði.” Leiðrétting vegna ións og séra Jóns Dæmið um þá félagana Jón og séra Jón, sem birtist á lesendasíðunni síðastliðinn fimmtudag, virðist hafa snúizt lítillega við í kolli blaða- manna. Þar segir að J.M. hafi farið fram á að greiða fyrir hálft fæði í staðinn fyrir fullt. Þetta er alrangt — J.M. fór fram á að fá hálft fæði í staðinn fyrir EKKERT. Ferðir Flug- leiða eru sem sagt seldar án nokkurs matarbita. Hins 'vegar var ekkert í veginum fyrir að fá hálft fæði í hópferð Framsóknarflokksins, eins og kom fram. * —ÁT— DÆMIÐ UM JÓN 0G SÉRA JÓN J.M. skrlfar: ,,£g er einn af þelm sem ætluöu til Kanarleyja meö konuna meö Flugleiöum. t>ar sem gjaldeyrisskammturinn er mjög lltill eöa aöeins 8.000 pesetar fór ég íram á aö þurfa ekki aö borga nema hálft fæöi á hótelinu sem gista átti á. Þessi beiöni var tekin til athugunar en nokkruseinna fékk ég neikvætt svar á þeim forsendum aö gjaldeyrisyfirvöldin leyföu ekki sllkt. En blöum viö: Um þessar mundir býöur Framsóknar- flokkurinn upp á 24 daga ferö til Kanarleyja. Þar er gjaldeyris- skammturinn 8.500 pesetar og ekkert þvl til fyrirstööu aö greiöa aöeins hálft fæöi. Hver er skýring gjaldeyris- yfirvalda á því aö Flugleiöir og feröaskrifstofurnar fái ekki leyfutil aö selja feröir, þar sem feröalangar greiöi aöeins hálft fæöt, en hins vegar sé aUt svo- leiöis I lagi I hópferö á vegum Framsóknarflokkains?" Spurning dagsins Ferðu oft í bíó? BÁRA ÞÓRARINSDÓTTIR af- greiðslustúlka: Ég fer mjög sjaldan. Ég fór að sjá Jaws í Laugarásbíó fyrir stuttu og þá var liðið ár síðan ég fór siðast á sýningu. MAGNÞÓRA M AGNÚ SDÓTTIR afgreiðslustúlka: Mjög sjaldan, það eru mörg ár siðan ég fór síðast. Mér finnst bíómyndir svo óraunverulegar og efni þeirra á engan hátt þroskandi. Ég eyði þá frekar tím- anum í lestur góðra bóka. ÞÓREY VALDEMARSDÓTTIR af- greiðslustúlka: Já, einu sinni og upp í þrisvar I viku. Ég reyni að sjá sem flestar myndir, en þær eru nú ekki allar jafngóðar. ÞÓRDÍS M. JÓNSDÓTTIR, 10 ára : Já, næstum alltaf á sunnudögum kl. 3 eða 5. Síðasta sunnudag sá ég Stríðs- vagninn í Laugarásbíó, mér fannst hún svolítið skemmtileg. GUÐRÚN ÖSKARSDÓTTIR, at- vinnulaus: Frekar oft. Ég hef notað tómstundir mínar mikið til þess. Ég sá Drakúla í Hafnarbíó síðast. Hún er ágæt, ekkert hræðileg. " ÞÓR ÞÓRÐARSON vélstjóri: Mjög sjaldan, ég hef ekki tíma til þess, ég er á sjó. Þegar ég fer á bíó þá reyni ég að velja góðar kvikmyndir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.