Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 6
6
Dagblaðið. Þriðjudagur 3. febrúar 1976.
Colby, yfirmaður CIA:
CIA notar
sjálfstœða
blaðamenn
erlendis
William Colby, yfirmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar CIA, sagði
á blaðamannafundi um helgina að
þjónustan myndi halda áfram að
nota sér lausráðna blaðamenn er-
lendis til skrifa í þágu CIA. Hann
sagði að þjónustan hefði enga fast-
raðna þessháttar menn heldur
notaði sér blaðamenn, sem vinna
sjálfstætt og selja blöðum fram-
leiðslu sína, eða aðra menn, sem
aðstöðu hafa til að koma efni á
framfæri í fjölmiðlum.
Aðspurður hvort CIA hygðist
halda þessu áfram, svaraði Colby að
það yrði gert nema hann fengi fyrir-
mæli um að hætta því, en engin slík
fyrirmæli hefðu borizt honum enn.
JARÐSKJÁLFTAR
OG SKIPULAGS-
YFIRVÖLD VINNA
EKKI Á HÚSINU
Þegar jarðskjálftinn mikli varð í
San Francisco árið 1906, sem varð
yfir 450 manns að bana og olli
gífurlegu eignatjóni, stóð hinn sjö
hæða hái Columbus-turn af sér öll
ósköpin. Hann sést til hægri á
myndinni. Hann hefur staðið af sér
fleiri jarðskjálfta, því skipulagsyfir-
völd hafa hvað eftir annað ákveðið
að hann eigi að víkja, en hingað til
hafa allir tilburðir í þá átt að rífa
hann dregizt á langinn. Til vinstri
sést nýr 50 hæða skýjakljúfur, sem á
að þola jarðskjálfta á borð við þann
sem kom 1906, en jarðvísindamenn
telja ekki ólíklegt að stutt sé í næsta
stórskjálfta í San Francisco.
Unnusti Patriciu Hearst
fyrstur fyrir réttinn
Steven Weed, sá sem var unnusti
Patriciu Hearst, þegar Symbonesiski
frelsisherinn rændi henni snemma í
hitteðfyrra, verður kallaður fyrst *
fyrir rétt um leið og kviðdómur
hefur verið kosinn. Hann var með
Patriciu þegar henni var rænt. Hann
hefur ekki hitt hana eftir að hún
fannst aftur, og að hans sögn hefur
honum verið meinað það.
Erlendar
fréttir
Pólverjar taka stór-
lán á Vesturlöndum
Pólverjar eru um þessar mundir að markaði, 125 milljónir sterlings-
taka stærsta lán á Vesturlöndum, punda hjá brezkum útflutnings-
sem þeir hafa tekið til þessa, eða lán lánasjóðurmLloyds mun sjá um að
upp á 400 milljónir dollara og er útvega afganginn hjá ýmsuni;
tilgangurinn að byggja upp plastiðn-, verzlunarbönkum, þar af einum
að landsins. 100 milljónir dollara bandarískum.
verða fengnar á alþjóðagjaldeyris- Plastverið, sem byggja á með
aðstoð þessa lánsfjár, á að rísa um
140 km suðvestur af Varsjá og er
reiknað með að framleiðsla plastefna
með tilkomu þess fari upp í 300
þúsund tonn á ári, miðað við 100
þúsund tonn nú. Erlendu lánin
munu standa straum af nálægt
helmingi stofnkostnaðar versins, sem
taka á í notkun 1979.
Fyrir skömmu tók önnur A-
Evrópuþjóð, Tékkóslóvakía, einnig
stórlán á Vesturlöndum til að byggja
upp iðnað sinn, sem aftur á að leiða
af sér aukin viðskipti við Vesturlönd.
Eiturlyf fyrir
200 millj. kr.
gerð upptœk
Bandaríska tollgæzlan sló öll fyrri
met sín í að hafa uppi á eiturlyfjum, er
hún gerði upptæk eiturlyf í síðasta
mánuði að söluverðmæti nærri 200
milljónir ísl. króna. 58 kg af kókaíni
voru gerð upptæk, 18 kg af heroíni, 20
kg af hassi og78,200 kg af marijuana.
Bandarísk tollyfirvöld telja sig stöð-
ugt ná í meira af eiturlyfjum, áður en
þau komast á markað, og í ágúst sl.,
sem var metmánuður til þessa, gerðu
þau upptæk eiturlyf fyrir 150 millj. ísl.
kr.
Erlendar
fréttir
GISSUR
SIGURÐSSON
REUTER
5 sprengjur
ó N-írlandi
Tvær ölkrár í eigu kaþólikka í
Londonderry á Norður-írlandi og þrjú
kaþólsk heimili voru sprengd í loft upp
í nótt, en aðeins einn maður særðist.
Tveir vopnaðir menn komu sprengjum
fyrir í ölkránum, sem eru í þorpinu
Graysteel,*en þeir skipuðu öllum við-
stöddum út áður en sprengjurnar
sprungu, og kom það í veg fyrir slys á
fólki. Hins vegar var bensínsprengjum
varpað inn á heimilin þrjú, og þar
slasaðist einn maður.
Óflugar varúðarróðstafanir
Skuggi hryðjuverkánna á
Olympíuleikunum í Múnchen mun
hvíla yfir leikunum í framtíðinni og
yfirvöld í Innsbruck eru þess fyllilega
meðvitandi að svipaður atburður
kunni að eiga sér stað aftur, en þar
eru vetrarolympíuleikarnir að hefjast
á morgun. Olympíuþorpið hefur
verið girt af með rafmagnsgirðingu
og hundruð vel vopnaðra hermanna
verða stöðugt á verði, með hunda sér
til aðstoðar. Einnig verður vopnaleit
framkvæmd gaumgæfilega á gestum.
Myndin er af einum varðanna og
aðstoðarhundi hans.
Það eru víðar snjóþyngsli en á íslandi
í vetur, eins og þessi mynd frá Noregi
ber með sér. Hún er tekin í Romsdal og
segir í texta með henni að unnið hafi
verið dag og nótt að undanförnu til að
halda þessum vegi opnum, sem nefnist
E-65 og er eina tengileið Romsdals við
héruðin fyrir austan.—
Viðskipta-
legar
svall-
veizlur?
Yfirmenn tveggja stærstu fyrirtækja í
viðskiptum við bandaríska herinn og
geimferðastofnunina, Northrop corp. og
Rockwell International, sögðu fyrir
rannsóknarnefnd í gær, að þeir hefðu
síður en svo verið að halda opinberum
starfsmönnum Bandaríkjastjórnar dýr-
indis veizlur um helgar í sumarbústöð-
um sínum, til þess að þeir beindu frekar
viðskiptum til þeirra en ella. Þeir sögðu
þvert á móti að þeir hafi haldið
veizlurnar til að koma á betri kynnum
milli sín og embættismannanna, enda
ættu þtir í viðskiptum.
Hver sem tilgangur veizlanna var,
hafa forstjórarnir báðir lofað upp á æru
og trú að hætta að bjóða embættis-
mönnum upp á helgarskemmtan í
framtíðinni.—
Fyrrverandi KGB yfirmaður:
10.000 KGB menn eru
f Vestur-Þýzkalandi
Fyrrverandi háttsettur maður leyni-
þjónustu Rússa, KGB, sagði í sjón-
varpsviðtali í Bonn í gær að um tíu
þúsund manns sldffaðu á vegum KGB í
Vestur-Þýzkalandi. Hann sagði að
mestur hluti þessa hóps væru vestur-
þýzkir borgarar og taldi að störf 500 til
1000 þeirra væru verulega árangursrík.
Jafnframt benti hann á sovézka
sendiráðsmenn í V-Þýzkalandi, sem
hann segir vera KGB menn. Þeir eru
sumir í æðstu stöðum í sendiráðunum
og eru lykilmenn fyrir áðurnefndan
hóp gagnvart Sovétríkjunum.
Þýzkur stjórnmálamaður kom fram í
sama viðtali og sagði hann að einn
mannanna sem fyrrnefndur maður
sagði veraKGB. mann, hafi reynt að fa
sig til að útvega þýðingarmikil leyni-
skjöl í þágu KGB.
KGB uppljóstrarinn sagði í viðtalinu
að flug British Airways nr. 402 á
laugardagsmorgnum frá Bonn til
Vestur-Berlínar væri alvanaleg leið V-
Þjóðverja til að komast í helgarþjálfun
hjá KGB. Sú þjálfun fer fram í eigin
húsakynnum KGB í Austur-Berlín og
fljúga nemendurnir aftur heim að
kvöldi sama dags, eða næsta dags.
Hann sagði að þetta gæfi KGB góða
raun, því hann benti á, að ekkert eftirlit
væri haft með Vestur Þjóðverjum, sem
skryppu yfir til Austur-Berlínar og gerði
það KGB auðvelt um vik.