Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Þriðjudagur 3. febrúar 1976 — 28. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
* .
STJÓRNARSLIT?
„Ekki af mínum völdum", segir Ólofur Jóhannesson
„Ekki koma þau af mínum
völdum á næstunni,” sagði Ólafur
Jóhannesson. dómsmálaráðhcrra, er
hann var spurður að því hvort
stjórnarslita væri nú að vænta.
— Hvort vfirlýsing Cíunnars Thor-
oddsen hcfði komið honum á óvart?
— Ég veit að cnnþá cru í Sjálf-
stæðisflokknum ýmsir drengilegir
menn og þessi vfirlýsing var sérlega
drengileg. Henni mun ég seint
gleyma,” sagði Ólafur.
— Hvort hann óttaðist, að dagbl.
Vísir myndi höfða mál gegn honum?
„Nei, — mér væri nú nokkuð
sama,” sagði Ólafur. „Það færi þá
aldrei öðruvísi en að þeir hefðu af
mér einhverjar krónur og þær tek ég
ekki með mér hvort eð er og þeir ekki
heldur. —HP.
Þessi hlutafélög hafa rekið veit-
ingahúsið Klúbbinn, sem nú hefur
meðal annars blandazt inn í stór-
pólitískar umræður á Alþingi.
Bær hf var stofnað 30. júní með
kr. hlutafé. Tilgangur
félagsins, er m.a. talinn rekstur gisti-
og veitingahúss, skemmtanahahald,
rekstur fasteigna og lánastarfsemi.
Formaður stjórnarinnar og fram-
kvæmdastjori ineð prókúruumboði
er skráður Sigurbjörn Eiríksson,
Álfsnesi, Kjalarneshreppi. Aðrir
hluthafar eru skráðir: Gróa Bærings-
dóttir, Magnús Leópoldsson, sem
einnig var með prókúruumboð,
Björk Valsdóttir, Siggeir M. Eiríks-
son, Bjargarstíg 15, Guðný. Sigur-
björnsdóttir og Jón Ragnarsson,
Fífuhvammsvegi, ritari.
Lækjarmót hf. var stofnað hinn
5. september 1973. Tilgangur félag-
sins var sagður rekstur gisti- og
veitingahúss. og skemmtanahald.
Formaður stjórnar Guðjón Jóns-
son, Skálholtsstíg 2 a, aðrir í stjórn:
Magnús Leópoldsson, sem fór með
framkvæmdastjórastarf og prókúru-
umboð, og Magnús A. Magnússon,
Dalbæ, Blesugróf. Aðrir stofnendur
voru: Björk Valsdóttir, Skálholtsstíg
a, og Hallur Leópoldsson, Austur-
brún 2. Hlutafé var kr. 300.000.
—BS.
Hvers vegna birtast Vilmundur og Valdimar ekki i Kastljósi ?
Það hefur enginn kippt í spottann"
segir fréttastjóri sjónvarps - formaður útvarpsróðs telur Vilmund œsifréttamann
„Það hefur ekki verið kippt í spoti-
ann af neinum mönnum bak við
tj>öidin,”sagði Emil Björnsson frétta
stjóri sjónvarpsins, í morgun. Margir
virðast álíta að þcim Vilmundi
Gylfasyni og Valdimai' Jóhanncssyni
hafi verið varpað fyrir borð úr þætt-
inum Kastljósi, fréttaskýringaþætti
sjónvarpsins. Hafa þeir þótt skara
nokkuð fram úr fréttamönnum sjón-
varps hvað því viðvíkur að ganga
hreint og beint til verks í spurning-
um sínum.
Valdimar Jóhannesson sagði í
morgun að hann vissi ekki hvað gerzt
hefði. Þeir félagar hefðu haft sjón-
varpsviðtai vio Jóii Sólnes, formann
Kröflunefndar í nóvember síðastliðn-
um, en síðan hefði ekki verið óskað
eftir þeim Vilmundi í þáttum
þessum. í haust hefði þó verið látið í
það skína að þeir Vilmundur mundu
taka að sér þætti nokkuð reglulega.
„Varðandi Vilmund, þá skil ég
reyndar ekki hvernig sjónvarpið
getur haft efni á að sleppa svo góðum
krafti sem Vilmundur er,” sagði
Valdimar.
Emil Björnsson sagði í viðtalinu
við DB að fréttamenn sjónvarps, þeir
sem sjá um Kastljósþættina, vcldu
sér samstarfsmenn hverju sinni og
iicíöu hjúLai licudui í þeiin efnum.
Guðjón Einarsson vinnur nú að
gerð næsta Kastljóssþáttar ásamt
Baldri Öskarssyni. Guðjón sagði í
morgun að útvarpsráð hefði óskað
eftir því í haust að umsjónarmenn
reyndu að velja sem flest andlit með
sér í þættina í vetur, en engir fastir
menn hefðu verið ráðnir við þáttinn
eins og áður var. Vilmundur hefði þó
komið þrívegis í þættina í vetur.
Yrðu umsjónarmenn því vart sakaðir
um að hafa vanrækt hann í þessum
efnum.
Formaður útvarpsráðs er Þórarinn
Þórarinsson, ritstjóri Tímans. Hann
segir í leiðara í blaði sínu í morgun
m.a. álit sitt á Vilmundi og skrifum
hans: „Það hefur komið hvað eftir
annað í ljós, áð bæði hinum unga
Alþýðuflokksmanni (þ.e Vilmundi)
og þeim sjálfstæðismönnum sem
standa að Vísi, er mjög í nöp við
Ólaf Jóhannesson dómsmála-
ráðherra. Hvað eftir annað hafa
þessir samherjar reynt að koma höggi
á hann. Hingað til hefur þetta engan
árangur borið, og því hefur ekki þótt
seinna vænna að reiða til höggs”.
Kallar Þórarinn gagnrýnina á Ólaf
klámhögg og líkir skrifum Vísis við
ameríska æsifréttamennsku.
Hvað þarf að
bjóða þér til
að gonga
ÍKR?
Sja íþróttir
í opnu
Rdðherra berst
við Mafíu —
úrvalskaflar úr
Beinu línunni
- bls. 8-9
Pósthús vallarins:
Eiturefna
lekinn inn í
landið
— bls. 8
Vaxandi
stríðshœtta í
Sahara
Hanaat aftur ú
Englandi
- bls. 7