Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Þriðjudagur 3. febrúar 197fi Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Olympíski fáninn við hún olympíuþorpinu í Innsbruck. Sunderland gegn Stoke Sunderland — liðið úr 2. deildinni ensku, sem sigraði í FA-bikarnum 1973 í frægum úrslitaleik við Leeds — lék við Hull City í gærkvöld í Sunderland í 4. umferð bikarsins — leik, sem tvívegis varð að fresta vegna veðurs. Sunderland sigraði í leiknum og tryggði sér þar með rétt til að leika við Stoke City í fimmtu umferð. Sá leikur verður í Stoke 14. febrúar. Eina mark leiksins í gækrkvöldi skoraði írinn með því fræga nafni, Tom Finnley, á áttundu mínútu Agóðaleikur fyrir Mick Leech, hinn kuma leikmann QPR. var haldinn í Lundúnum í gærkvöld. Lið Queens Park Rangers, lék þá við Rauðu stjörnuna frá Belgrad og sigraði með 4-0. Don Masson skoraði fyrsta markið á 31. mínt og fyrirliði Englands, Gerry Francis á 51. mín. Nokkrum mínútum síðar aftur og þá úr víta- spyrnu. Fjórða mark QPR skoraði Dave Thomas á 64. mín. — einnig vítaspyrna. Þau leika saman í fimmtu umferð Eftir leik Sunderland og Hull í gær- kvöld í bikarkeppninni ensku er nú vitað um hvaða lið leika saman í öllum leikjunum í fimmtu umferð keppninnar, sem háð verður 14 febrúar. Leikirnir eru: Derby-Southend Bolton-Newcastle Leicester-Manch. Utd. Norwich-Bradford City Chelsea-Crystal Palace Stoke-Sunderland WBA-Southampton Wolves-Charlton f Skíðapunktar fóru til ísaf jarðar og Akureyrar — Hafþór Júlíusson og Margrét Baldvinsdóttir sigurvegarar í svigkeppni í Skólafelli Fyrsta punktamót á skiðum í flokki fullorðinna á þessu ári var haldið í Skálafelli um helgina. ur voru frá A kureyri og Keppendur voru frá Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Fyrri keppnisdaginn — laugar- aag —• var keppt í stórsvigi. Þá fœ ' var slydda ogfæri þungt. Úrslit í karlaflokki. 1. Hafþórjúlluss., ísaf. 140.84 2. Gunnar B. Ólafs., ísaf. 140.89 3. Böðvar Bjarnas. Húsav., 141.05 4. Bjarni Sigurðss., Húsav. 142.53 5. Einar V. Kristjáns. ísaf. 143.80 Úrslit í kvennaflokki. 1. Margrét Baldvinsd., Akur. 135.89 2. Katrín Frímannsd., Akur. 141.63 3. Guðrún Frímannsd., Akur. 157.40 Á sunnudag var keppt í svigi. Veður var gott, en þó gekk á með þokusúld öðru hverju. Færi var mjög gott. Úrslit í karlaflokki. 1. Hafþór Júlíuss., ísaf. 107.44 2. Valur Jónatanss., ísaf. 108.66 3. Arnór Magnúss. ísaf. 109.56 Ólafur H. Jónsson Hafþór Júlíusson í brautinni í Skálafelli.Ljósmynd Sigurður Þorri Sigurðsson. Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Minden 26. janúar ’76 Eins og áður komu mörg úrslit í Bundeslígunni á óvart um fyrri helgi. Gummersbach heldur áfram sigur- göngu sinni í norðurdeild, en Rint- heim og Dietzenbach töpuðu sínum leikjum í suðurdeild. Halda þó áfram efstu sætum. NORÐURDEILD Eftir 20— 11 sigur gegn pólska lið- inu Slask Breslau vann Gummers- bach aðeins 39 klst. síðar sigur á Hamborg og treysti þar með enn betur stöðu sína í norðurdeild. Á sama tíma, sem liðin í 2. og 3. sæti töpuðu sínum leikjum, átti Gummersbach ekki í erfiðleikum með Hamborg. Áhorfendur voru 2900 og lokatölur leiksins 16-11. Helztu markaskorarar Gummers- bach voru Hansi Schmidt 4, Feldhofí 3, Deckarm 5/2. Þess má geta, að Einar Magnússon er ekki orðinn góð- ur í fingrinum og spilaði því ekki með. OSC RHEINHAUSEN — GWD 15-14. Eftir þetta tap GWD á útivelli hefur því verið slegið upp sem spurn- ingu, að GWD hefði einhverja komplexa að spila á útivelli? — Þessu verður ekki svarað með fáum orðum, en eitthvað er hér að, því GWD hefur ekki unnið leik á útivelli í Bundeslígunni það sem af er keppnistímabihnUj.; OSC Rhein- hausen var í einu áf neðstu sætunum og hafði ekki unnið sex leiki í röð. Þá var þjálfarinn rekinn og nýr ráðinn. Árangurinn varð sá, að nú hefur Rheinhausen unnið fjóra leiki í röð og nú síðast varð GWD að þola tap. Ekki er hægt að segja, að þetta hafi verið átaka- og slysalaust fyrir GWD. Eftir að hafa náð forustu 13-11 þá dundu ósköpin yfir. Fyrst var Jimmy Waltke hrint svo harkalega aftur á bak eftir uppstþkk að hann fékk heilahristing — og síðan fékk Beckei slæmt högg á hnéð. Buddenbohm snérist á ökkla og að síðustu lenti annar undirritaðra (Ól. H.J.) í sam- stuði við annan leikmann og varð að fara á sjúkrahús. Sauma varð se* spor í augabrún — og þegar 7—10 mín. voru eftir vantaði fjóra af þeim sex, sem alltaf byrja leikinn hjá GWD. Rheinhausen seig framúr á síðustu mínútunum og sigraði 15-14. Enn er óvíst hvort þessir leikmenn, sem slösuðust, verða með gegn Þerschlag. Leikur GWD var allur mjög óöruggur og fálmkenndur, sér- staklega í sókn. Rheinhausen barðist aftur á móti mjög vel og uppskar eftir því. Við þetta tap er útlitið ekki yott hjá GWD að komast í 2. sætið í lorðurdeild, en leikurinn við Derschlag (GWD sigraði, ath.) getur skipt sköpum. Áhorfendur í Rheinhausen voru um 3000 og þeir sem skoruðu voru: Axel 5/2, Busch 2, Waltke 2/1- Olatur l,Kramer2, Buddenbohn 2, Rheinhausen. Demirovic 8/5, Nagel 3, Herline 2. THW KIEL-PHONIX ESSEN 19-12 Phönix Essen, sem var í öðru sæti, átti aldrei möguleika eftir að staðan varð 10-9 á 44. mín. og 13-9 þremur mínútum síðar. Essen þoldi greini- lega ekki þá pressu, sem 6.500 áhorf- endur í Kielar Ostseehalle sköpuðu. Og þegar yfir lauk var staðan 19-12 fyrir Kiel. Þessi tvö lið ásamt GWD og Derschlag eru þau lið, sem berjast munu um annað sætið í norðurdeild. En ef áfram heldur eins og verið hefur geta neðstu liðin sett stórt strik Ólafur H. Jónsson af línunni og skorar. Dankersenbúnmgnum í þekktri stöðu. Svífur inn 4. Bjarni Sigurðss., Húsav. 110.42 5. Hans Kristjánss., Rvík 122.91 Fyrri brautin í sviginu var illa lögð og niður hana komust aðeins 7 af 41 keppanda í karlaflokki. Svig kvenna 1. Margrét Baldvinsd., Akur. 134.51 2. Kristín Úlfsd., ísaf., 141.02 3. Guðrún Frímannsd., Akur. 156.60 SÞS íþróttir RITSTJORN: HALLUR SlMONARSON (, Axel Axelsson \dr í reikninginn, því enn eru eftir átta umferðir og því langt í að línur skýrist um það hver úrslit verða, nema að Gummersbach verður nr. eitt í norðurdeild. DERSCHLAG — ALTENHOLZ 16-12 Derschlag átti í smáerfíðleikum með fallkandidatana frá Altenholz. En með frábærum leik Ufer, sem skoraði 10 mörk, hafðist sigur að lokum í leiknum. Hann var annars tilþrifalítill nema ef undan er skilið einstaklingsframtak Ufers. Derschlag (nýliðar) kemur til með að blanda sér í baráttuna um 2. sætið. önnur úrsht í norðurdeild voru. að Wellinghofen vann Bad Schwartau 15-10 á heimavelli fyrr- nefnda liðsins. SUÐURDEILD Pað sem mest kom á óvart var sigur Göppingen gegn Grosswallstadt á heimavelli þeirra síðarnefndu, 15- 13. Allir leikmenn Göppingen áttu góðan leik og virðast vera á uppleið eftir slaka byrjun. Göppingen hefur hlotið sex stig í síðustu fjórum leikj- unum. Gunnar Einarsson skoraði fjögur mörk úr vítum og eitt utan af velli — samtals fímm — en annars skiptist þetta jafnt á alla. Þá vakti það líka mikla athygli, að Rintheim tapaði á heimavelli sínum fyrir neðsta liðinu Neuhausen 13-16. Rintheim hafði fyrir leikinn ekki tap>- að á heimavelli í fímm ár — eða frá 1970. Og í þriðja lagi þá vakti það athygli að 3ja neðsta liðið. Leuters- h^usen, sigraði Dietzenbach sem er í fyrir neðstu liðin í suðurdeild. Nú er staðan þannig að 5-7 lið geta sigrað í deildinni. Ennþá eru eftir átta um- ferðir, þannig, að margt getur gerzt. Kveðja Ólafur og Axel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.