Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 17
Dagblaðið. Þriðjudagur 3. febrúar 1976 17 Veðrið Vestan gola eða kaldi og él. Hitinn verður um frostmark í dag. Síðan vaxandi sunnanátt og stinningskaldi með slyddu þegar líður á nóttina. t EGILL ÓLAFSSON, Hrafnistu, lézt 26. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30.— Egill var fæddur 19. marz 1892 í Ytri-Njarðvík. Foreldrar hans voru Elín Þorsteinsdóttir og Ólafur Jafetsson sjómaður. Egill fór snemma til sjós og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum árið 1917 — vélaprófi lauk hann nokkru síðar. Árin, sem hann var á sjó vann hann ýmist sem háseti eða yfirmaður, þangað til hann fór í land og gerðist verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Árið 1921 kvæntist Egill Ragnheiði R. S. Stefánsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn og tóku jafnframt tvö í fóstur. Konu sína missti Egill árið 1949. Síðustu árin bjó Egill á Hrafnistu og vann við netagerð og ýmislegt smádútl fram á síðasta dag. — Hann var einn af stofnendum Hásetafélags Reykjavíkur og síðar Sjómannafélags Reykjavíkur þar sem hann var heiðursfélagi. WALTER BOURANEL, 1801 Albany Avenue, Brooklyn, NY, andaðist 28. janúar síðastliðinn. RÍKHARÐUR REIMAR JÓ- HANNSSON, Sogavegi 152, lézt 1. febrúar. VALDIMAR ÞORVALDSSON, frá Suðureyri, Súgandafirði, lézt í Land- spítalanum 1. febrúar. STEFÁN INGIMUNDARSON kaupmaður, Vogagerði 8, Vogum verður jarðsunginn frá Kálfatjarnar- kirkju á morgun kl. 14. MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Fífuhvammsvegi 25, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. HÁSKOLAFYRIRLESTUR Dr. philos. Edvard Befring, prófessor í uppeldislegri sálarfræði í Árósum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands fimmtu- daginn 5. febrúar nk. kl. 17.00 í stofu 301, Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist Ungdom og ungdomsforskning i en vestnordisk sammenheng. ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANG- UR. 6 FERMETRA miðstöðvarketill frá Stálsmiðjunni ásamt brennara til sölu á tækifæris- verði. Upplýsingar í síma 35051 eða 85040. Kvöldsími 75215. OLÍUKYNDITÆKI í góðu lagi til sölu. Ketill 2V2 ferm, brennari og dæla, tveggja ára gömul. Upplýsingar í síma 43784. VEGNA FLUTNINGS er til sölu nýlegt 24” sjónvarp HMW með stálfæti, verð 70 þús. Einnig eru til sölu 3 hansatjöld, stærð 112x112, verð 6 þús., eldhúsborð og 4 stólar með baki, verð 25 þús. Til sýnis að Langholtsvegi 21, milli kl. 6 og 9. TILSÖLU ný vönduð útidyrahurð á kr. 35 þúsund, útsaumaður, kringlóttur antik- stóll á kr. 8 þús, sem ný slides sýningar- vél (Keystone) og tjald á kr. 25 þús. sjónvarp RCA 26” FM—AM stereó útvarp, hátalarar, fjarstýrt, allt í einu húsgagni, mjög vandað, verð 350 þús. Afborgunarskilmálar. Einnig er til sölu handunninn kertastjaki úr smíðajárni, spánskur, á 15 þús og nokkrar eftir- prentanir í fallegum römmum. Sími 73204. NORSKUR EVALET rafmagnshitadunkur til sölu. Uppl. í síma 41968 eftir kl. 17. Umrœður utan dagskrár á Alþingi í gœr: Krefst birtingar „sem flestra" bréfa ráðuneytisins um rannsókn málanna — Sighvatur Björgvinsson rœðir afskipti dómsmálaráðherra af rannsókn „Spíramálsins" og hvarfi Geirfinns Einarssonar í lok ræðu, sem Sighvatur Björgvinsson flutti í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær, varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort bréf dómsmálaráðuneytisins til bæjarfógetans í Keflavík frá 11. mars 1975 séu einu afskipti ráðuneytisins af þeim sakamálum, sem unnið er að rannsókn á. Sighvatur spurði hvort fógeta hefðu borizt einhver munnleg skilaboð frá ráðuneytinu, í því sím- tali sem fulltrúi ráðuneytisins átti við fógetaembættið til áréttingar bréfinu þann sama dag. Bréf þetta birtist í greinargerð dómsmálaráðuneytisins vegna ásakana Vilmundar Gylfason- ar á hendur ráðherra, Ólafi Jó- hannessyni, og dórnsmálaráðuneyt- inu, um að ráðherra hefði í tvígang stöðvað sakarannsóknir á málum veitingahússins Klúbbsins. Spurningar Sighvats til ráðherra Sighvatur spurði í ræðu sinni nokkurra beinna spurninga í sam- bandi við þessi mál og afskipti dóms- málaráðuneytisins af þeim. Spurn- ingar þingmannsins voru efnislega eftirfarandi: — Er rannsókn þess máls, er hófst með ólöglegum flutningi vínbirgða úr ríkisverslun í Klúbbinn haustið 1972 lokið og hefur ákæra verið gefin út? — Er rannsókn á meintum skatt- svikum Klúbbsins lokið og hefur ák- æra verið gefin út? — Er rannsókn á meintri bók- haldsóreiðu lokið og héfur sú rann- sókn leitt til ákæru? — Voru reglur og lög um hluta- félög haldin við stofnun hlutafélags- (ins Bæjar og hver var útkoman úr þeirri rannsókn? (Bær h.f. rak veit- ingahúsið Klúbbinn á þeim tíma.) — Hefur sú ósk komið fram síð- ustu daga frá þeim rannsóknarlög- reglumönnum, er að rannsókn þess- ara mála starfa um þessar mundir, að ný rannsókn verði gerð á starfsemi Klúbbsins, allt frá grunni? Sighvatur Björgvinsson kvaðst vilja leggja á það áherzlu, að við rannsókn þessara sakamála yrði „hvorki sparað fé né fyrirhöfn” og lagði hann til, að sérstakri rann- sóknarnefnd rannsóknarlögreglu- manna yrði falin rannsóknin. Þing- maðurinn hvatti einnig til birtingar „sem flestra” þeirra bréfa, er dóms- málaráðuneytið hefði undir höndum um rannsókn málanna tveggja, Spíramálsins og Geirfinnsmálsins. Liggur á upplýsingum Þingmaðurinn lét að því liggja í ræðu sinni, að hann hefði aðgang að ýmsum viðbótarupplýsingum um þátt ráðuneytisins í þessum málum. Með þeim upplýsingum væri hann nær um að hverju bæri að spyrja og sagði Sighvatur að svör við þeim spurningum gætu sagt til um þau áhrif, er afskipti ráðuneytisins kynnu að hafa — eða hafa haft. Sighvatur vitnaði í bréf Inga Ingi- mundarsonar, hrl., lögmanns þeirra Sigurbjörns Eiríkssonar og Magnúsar Leópoldssonar, þar sem talað er um „einhvers konar stórfelld mistök” við rannsókn þessara tveggja mála. Kvað þingmaðurinn sig ekki fá séðaf þeim gögnum er fyrir lægju, að ráðuneytið hefði leitað umsagnar rannsóknarlög- reglumannanna, sem um málið fjöll- uðu, um þau „stórfelldu mistök,” sem Ingi Ingimundarson vísaði til. „Látið að því liggja að ég hafi hylmað yfir morð” Sighvatur Björgvinsson sagði að lokum, að sér sýndust afskipti ráðu- neytisins af fyrra málinu „ósæmileg með öllu” og af báðum málunum „vægast sagt mjög óæskileg.” Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagði í svarræðu sinni, að sér þætti leitt til þess að vita að verið væri að „bera rógskrif Vísis inn í sali Alþingis.” Ráðherrann sagðist telja sig vera borinn þungum sökum, í fyrsta lagi að hafa að ástæðulausu fellt niður bann við starfsemi Klúbbsins á sínum tíma, og í öðru lagi væri dómsmálaráðherra sakaður um að hafa hylmað yfir mannshvarf. Það er látið að bví liggja á milli linanna, sagði Olatur Jóhannesson, að ráðuneytið hafi þannig hylmað yfir morð. Sakaði ráðherra Sighvat Björgvins- son um að „velta sér upp úr svaðinu” í þeim „óhróðri,” sem borinn hefði verið fram í grein Vilmundar Gylfa- sonar í Vísi. Ráðherra sagði hið svokallaða Klúbbmál liggja hjá embætti ríkis- saksóknara „og þar hefur það legið allt of lengi,” sagði hann. Dómsmála- ráðuneytið færi ekki með ákæru- valdið, það gerði ríkissaksóknari. Mestallan þann tíma, sem Klúbb- málið hefði verið hjá ríkissaksóknara, hefði það verið í höndum Hallvarðs Einvarðssonar, vararíkissaksóknara, sem var aðalfulltrúi embættisins er Klúbbmálið kom upp, og sem „hátt- virtur þingmaður gerði sér far um að nefna oft,” sagði ráðherrann. (Eíns og fram hefur komið var það Hallvarður Einvarðsson, sem samdi greinargerð embættis ríkissaksókn- ara, þá er mest hefur verið vitnað í, enda segir Hallvarður þar að „fyrr- greind niðurfelling dómsmálaráðu- neytisins hinn 20. þ.m. (okt. 1972) á umræddu banni lögreglustjóra frá 14. þ.m. þykir því af hálfu sak- sóknara hafa verið allsendis ótíma- bær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörslu- hagsmunum.” Dómsmálaráðherra sagði á þingi í gær, að hvað varðaði rannsókn á meintum bókhaldsbrotum og skatt- svikum, þá hefði staðið á því, að hæfur maður fengist til bókhalds- rannsóknar, en nú muni hafa verið úr því bætt. „Lögreglumennirnir misskildu bréfið” Ólafur Jóhannesson sagði að hann „leyfði sér” að halda því fram, að rannsóknarlögreglumennirnir í Keflavík hefðu misskilið fyrrgreint 'bréf ráðuneytisins til fógeta í Kefla- vík frá 11. mars 1972. Eins og fram hefur komið, m.a. í þingræðu Sighvats Björgvinssonar, hefur Haukur Guðmundsson, sem stjórn- aði rannsókninni á Geirfinnsmálinu á sínum tíma, lýst því yfir, að hann haFi skilið bréf ráðuneytisins svo, að hætta bæri yFirheyrslum og rann- sóknum á högum þeirra Sigurbjarnar Eiríkssonar og Magnúsar Leópolds- sonar. Haukur hefur þó tekið fram, m.a. í bréfi til Sighvats Björgvins- sonar, að mögulega hefði hann mis- skilið bréFið. ólafur Jóhannesson sagði í fram- haldi af þessu, að skýlaus lagabók- stafurinn gerði dómsmálaráðherra skylt að taka lokaákvörðun í málum, sem skotið væri til hans. „Dómsmála- ráðherra er ekki frjálst að láta það vera, að taka ákvörðun. Ríkissak- sóknari hefur ekkert um þetta að segja. Eitt stjórnvald getur ekki farið inn á valdsvið annars stjórnvalds.” Ráðherra sagði einnig, að það hefði ekki verið hann sjálfur eða dómsmálaráðuneytið, sem aflétti banninu við starfsemi Klúbbsins á sínum tíma, það hefði ekki verið beðið eftir sínum úrskurði. Það hefði því verið lögreglustjórinn í Reykja- vík, sem hefði aflétt banninu. Sighvatur Björgvinsson hafði í ræðu sinni lesið upp yfirlýsingu frá lögreglustjóra, þar sem hann sagði það hafa verið að fyrirlagi dóms- málaráðuneytisins, að banninu var aflétt, og kemur þetta raunar einnig fram í gréinargerð ráðuneytisins frá 31. janúar sl. Annar yfirheyrður einu sinni, hinn aldrei Um rannsókn og yfirheyrslur þeirra Magnúsar Leópoldssonar og Sigurbjarnar Eiríkssonar sagði dóms- málaráðherra, að Magnús hefði einu sinni verið kallaður fyrir, í lok janúar 1975, og þá spurður „um bifreiðar og þess háttar” en Sigurbjörn hefði al- drei verið kallaður fyrir. Afskipti ráðuneytisins hefðu haflst drjúgum tíma síðar, eða 11. mars það sama ár. Ráðherra sagði Rúnar Sigurðsson, rannsóknarlögreglumann, er hefði aðstoðað rannsóknarlögregluna í Keflavík við rannsóknina á hvafi Geirfinns Einarssonar, fullyrða að aldrei hafí verið ýjað að þyí við sig, að rannsóknin mætti ekki beinast að tveim áðurnefndum mönnum,þann- ig að Keflvíkingunum hefði ekki ver- ið það mjög ofarlega í huga. Ólafur Jóhannesson sagði að þeim Hauki Guðmundssyni og Jóni Eysteinssyni, bæjarfógeta í Keflavík, bæri saman um að síðasta athugun „á þeim Klúbbmönnum” hefði verið gerð 5. mars í fyrra. „Þannig tel ég mig hafa gert ljóst, að ég hef ekki torveldað rannsókn þessara mála á nokkurn hátt,” sagði dómsmálaráð- herra. —ÓV. BAÐKER með blöndunartækjum,. vaskur með krönum og klósett er til sölu (gamalt). Uppl. í síma 12711. TIL SÖLU HILLUR úr gaboni og spæni í búr og geymslur, einnig hringborð úr palisander og 2 stólar, útileguborð og 2 stólar, taurúlla, barnastóll í bíl, vanÖaður, barnakerra, 2 stk. flúrlampar í bílskúr. Allt á hálf- virði. Uppl. í síma 74269. I Óskast keypt 8 ÍÓSKA EFTIR að kaupa nouiö uókbandsáhöld. Upp- lýsingar í síma 5.1459 mitli kl. 5 og 7. LOGSUÐUKÚTAR áskast til kaups. Upplýsingar i Ttftra 56279. AFLÓGA ISSKÁPUR óskast (litill). Símar 92-1202 og 92-3176 Verzlun 8 BLÓM OG GJAFAVORUR við öll tækifæri. Opið til kl. 6 virka daga. Blómaskáli Michelsens, Hvera- gerði. KJARAKAUP Hjartacrepe og combicrepe nú kr. 176 pr. 50 gráður 196 pr. hnota. Nokkrir ljósir litir á aðeins 100 kr. hnotan. 10% aukaafsláttur af 1 kg. pökkum. Hoí Þingholtsstræti 1. Sími 16764. HEILDSALA á alls konar fatnaði. Gallabuxur og flauelsbuxur fyrir dömur og herra, drengja- og karlmannaskyrtur, blússur fyrir dömur í miklu úrvali. Nærfot fyrir drengi og margt fleira. Kaupfélög og verzlanir, komið og skoðið úrvalið. Allt mjög ódýrt. Sími 30220. Laugarnes- vegur 112. ÚTSALA — HANNYRÐIR. Hannyrðaverzlunin Lilja Glæsibæ býð- ur stórkostlega útsölu. Hannyrðapakk- ar, strammi, garn, stækkunargler, hann- yrðablöð, laus mynztur, heklugarnið okkar vinsæla í ýmsum litum, hann- yrðalistaverkin okkar, naglalistaverkin og gjafavara. Allt þetta og margt óupp- talið er á útsölu hjá okkur. Póstsendum. Einkunnarorð okkar eru: „Ekki eins og allir hinir.” Hannyrðaverzlunin Lilja, Glæsibæ. Sími 85979. 1 ÚTSALA — ÚTSALA " Mikill afsláttur af öllum vörum verzl- unarinnar. Barnafatnaður í miklu úr- vali. Gerið góð kaup. — Barnafataverzl- unin Rauðhetta, Hallveigarstíg 1. (Iðnaðarmannahúsinu). Fatnaður 8 SMÓKINGFÖT, lítið notuð, nr 42, til sölu. Uppl, í síma 35460 eftir kl. 19. BRÚÐARKJÓLL og buxnadragtir. Hvítur brúðarkjóll til sölu, stærð 38—40, einnig til sölu á sama stað 2 vandaðar enskar buxna- dragtir, stærðir 36. Uppl. í síma 41427. Heimilistæki IGNIS ÞVOTTAVÉL svo til ónotuð til sölu. Upplýsingar í síma 74644 milli kl. 4 og 6. ROWENTA grillofn til sölu á kr. 23.000. Sími 85609. l Fyrir ungbörn SILVER-CROSS barnavagn til sölu. Uppl. í síma 36032. TAN-Sad barnavagn er til sölu. Á sama stað óskast til kaups barnakerra og bílstóll. Aðeins viðurkenndur öryggisstóll kemur til greina. Uppl. í síma 53703 eftirö. HONDA CB 350 til sölu, árgerð 1975, lítið ekin, einnig Fidelity stereosamstæða (húsgagn). Uppl. í síma 52157 á milli kl. 18 og 20. VIL KAUPA mótorhjól, árgerð ’68—’74, alls minna en 350 kúbik. Uppl. í 92-7411. ekki síma Til bygginga MÓTATIMBUR. Öska eftir 2x4 tommu 1 undirslátt undir plötu. notað, 230 til 240 cm. Uppl. eftir kl. 17 í sima 27496. BARNAVAGGA OG BURÐARRUM TIL SÖLU. Upp- lýsingar í sima 35405. MOTATIMBUR TIL SÖLU, 1x4”, 1x6”, 2x4”. Upplýsingar í síma 20142.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.