Dagblaðið - 05.02.1976, Side 2
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
OFFITU-
HÁALOFTI
SIGURÐAR
SVARAÐ:
LJÓTT AÐ
AÐ FEITA
GERA GRIN
FÓLKINU
Hvers vegna eru upplýsingar
ekki gefnar í síma?
VIÐSKIPTAVINUR SPYR:
„Hvers vegna er ekki hægt að fá
upplýsingar í síma um hver innstæða
manns er á ávísanareikningum
(manns eigin, vitaskuld)?
Ég skipti við Múlaútibú Lands-
bankans og hringdi þangað um
daginn til þess að spyrja um inn-
stæðu mína. Ég fékk það svar að það
væru ekki gefnar upplýsingar um
þetta í síma. Ég yrði að koma þangað
til að fá þær.
Svo vildi til að ég hafði verið
þarna viku áður og bar þá upp þessa
spurningu. Það var rétt eftir ára-
mótin og stúlkan, sem fyrir svörum
varð. sagði að é.g fengi sent heim
reikningsyfirlit eftir fáeina daga. Þá
var ég á staðnum en fékk engu að
síður ekki um beðnar upplýsingar.
Yfirlitið kom ekki fyrr en nákvæm-
lega viku seinna og þegar ég hafði
lokið við að yfirfara reikninginn var
komið langt fram í mánuðinn og ég
vildi gjarnan hafa allt á hreinu og
hringdi því. En það var ekki hægt að
fá þessar upplýsingar símleiðis.
Ég skil ekki hvers vegna. Hvaða
not getur ókunnugur haft af því að
vita hver innstæða er á ávísana-
reikningi manns?
Ef einhver hefur stolið ávísana-
hefti, fer hann varla að skeyta um
hver innstæða á reikningnum er.
í leiðinni vil ég bæta því við að
mér finnst afgreiðsla í þessu útibúi
með afbrigðum sein — annaðhvort
þarf að bæta þarna við starfsfólki eða
þá að brýna fyrir því að vinna með
.örlítið meiri hraða. Afgreiðslufólkið
er mjög kurteist, það vantar ekki, og
ekkert yfir framkomu þess að
kvarta nema hvað það er dálítið
seinlátt.”
Nú verður
Óli Jó
oð slíto
samstorfinu
Allt virðist vera að fara í háaloft
vegna Háaloftanna í Dagblaðinu —
grínþáttanna hans Sigurðar
Hreiðars. Hér er eitt bréf frá
MARGRÉTI SÖLVADÓTTUR
vegna Háaloftsins síðasta laugardag.
„í grein í Dagblaðinu 31. janúar
1976, undir fyrirsögn.irT»i 1 .LTTIST
UM 15 KG — eftir Sigurð
Hreiðar Hrciðarsson, gerii hann lítið
úr þeim stofnunum sem hjálpa fólki
sem á við offitu að stríða.
Mig langar áðéins að fá hann til
að sjá málið frá annarri hlið, enda er
ég viss um að hér hefur aðcins verið
um vanhugsun að ræða hjá jafn
fróðum manni og Sigurði Hreiðari.
Þar sem málið snertir mig og starf
mitt veit ég, að ég get gefið honum
betri upplýsingar en hann hcfur
fengið um málið áður en hann tók
sér penna í hönd.
BEZTA SKEMMTUN
SIGURÐAR AÐ GERA GRÍN
AÐ FEITUM MÖNNUM?
Siguröur 'Hrciðar talar um vin
sinn í grein sinni og lýsir honum á
kostulegan hátt. Sjá má í gegnum
greinina að hann vill fyrir alla muni
ekki að þessi vinur hans grennist, svo
að Sigurður Hreiðar missi nú ekki af
þeirri skemmtun sem þessi vinur
hans færir honum með veiklun sinni.
Mér virðist koma fram hjá Sigurði að
feitt fólk ætti bara að vera áfram feitt
til að hann og aðrir geti haft
skemmtun af. Og auðvitað ætti slíkt
fólk ekki að fara á sólarstrendur því
að ætla má að Sigurður haldi að farið
sé þangað til að sýna spengilegan
vöxt en ekki til hressingar og heilsu-
bótar. Ef við höfum slíkt hugarfar
eigum við langt í land með að teljast
mannúðleg.
VINURINN FÆR ENGA
KANARÍFERÐ
Ég get glatt Sigurð Hreiðar með
því að engin hætta er á að vinur hans
hljóti Kanaríferð í verðlaun fyrir
frábæran árangur í megrun sinni, því
að svo er mál með vexti að stofnun
mín ('megrunarfabrikka, eins og Sig-
urður kallar það) er sú eina á íslandi
sem býður slík verðlaun, og hún er
aðeins fyrir konur.
Þá langar mig að leiðrétta Sigurð
er hann segir að fyrirsögn sú er hann
notar í grein sinni sé komin úr aug-
lýsingu. Rétt er að fyrirsögnin var á
frétt sem birtist í Dagblaðinu að
frumkvæði Dagblaðsins og skrifuð af
blaðamanni Dagblaðsins, þótt
Sigurður fari að vísu ekki rétt með
hana.
OFFITA ER EINS OG
ALKÓHÓLISMI
En nóg um það. Ég hef starfað í
nær fimm ár við að hjálpa þeim
konum scm eiga við það vandamál
að stríða að vera of feitar. Offita er
sjúkdómur sem á sínar orsakir
hvort sem er af líkamlegum eða sál-
arlegum orsökum. Við getum sagt
við alkóhólistann að hann ætti bara
ekki að drekka og eins við þá offeitu:
Þú átt ekki að borða svona mikið. En
erum við ekki orðin svolítið þroskaðri
og vitum að svona auðvelt er það
ekki? Þeir sem ekki vita hvaða sálar-
raun það er að neita sér um mat og
drykk, eins og hverjum og einum
finnst hann þurfa, ættu ekki að
dæma þær þjáningar að óreyndu.
Þeir sem eiga við offituvandamál
að stríða þurfa fyrst og fremst á
stuðningi að halda, að marki að
keppa og er þá ekki verra að verð-
laun séu að launum til að létta
hugann. Ég hvet eindregið þá karl-
menn sem vilja að konur þeirra
grenni sig til að heita þeim einhverj-
um verðlaunum, og einnig þær
konur sem vilja hjálpa mönnum
sínum til að grennast. Því megum
við, sem erum aðeins mannleg og
kunnum ennþá að hlakka til, ekki
hjálpa hvert öðru og styðja til betri
árangurs án þess að verða fyrir
hef talað við foreldra sem eiga of
feitar unglingsstúlkur sem ekki geta
umgengizt skólafélaga sína eðlilega
af ótta við að verða fyrir háði, og loka
þær sig því inni í sinni sálarþjáningu.
Ég þekki konur sem fara ekki á
almennar samkomur af ótta við að
verða að athlægi fólks sem skilur ekki
að offita er vandamál, en ekki til
komin svo að aðrir geti haft gaman
af.
Ég veit um hjónabönd sem hafa
batnað við að konan fór að hugsa um
útlit sitt. Það má vera að í augum
Sigurðar Hreiðars skipti það ekki
miklu máli hvernig við lítum út en
ég veit að sálfræðingar eru mér sam-
mála um að oft sé það lykillinn að
læstu sálarlífi.
Og þá skulum við taka heilsufars-
hliðina. Ég get sagt Sigurði Hreiðari
að læknar senda okkur oft konur til
meðferðar, ekki aðeins of feitar konur
heldur einnig þær sem haldnar eru
öðrum kvillum. Því má ætla að citt-
hvað gott sé gert á þeim stöðum sem ,
Sigurður kallar megrunarfabrikkur.
GLAÐNINGUR
TIL SIGURÐAR
Mig langar til að leiðrétta og um
leið gleðja Sigurð Hreiðar með því að
láta hann vita að skinnið á líkaman-
um getur líka gengið saman alveg
eins og það getur teygzt út, og þar af
leiðandi er öryggisnæla óþörf.
Mér fannst heldur óviðeigandi að
greinin hans Sigurðar skyldi merkt
HÁALOFTIÐ. Þar sem ráðizt er á
garðinn þar sem hann er lægstur. Ég
vona eindregið að í framtíðinni noti
SigurðurHreiðarkímnigáfu sína fólki
til skemmtunar en ekki til lítillækk-
unar.
Að lokum vil ég benda Sigurði á
að honum er velkomið að snúa sér til
mín ef offita skyldi hrjá hann með
aldrinum. Ég skal reyna að gefa
honum góð ráð.”
kaldhæðni þeirra sem eru svo
heppnir að vera grannir og vita því
lítið um það sálarstríð sem offita
getur orsakað?
MEGRUN GERIR
FITUBOLLUR AÐ
FALLEGUM STÚLKUM
Ég þekki ólál dæmi þess að hin
svokallaða megrunarfabrikka (svo ég
noti orð Sigurðar) hefur orðið mör-
um til góðs. Ég hef séð ungar stúlkur
breytast úr óframfærnum, klunnaleg-
um stúlkum í bráðfallegar, sjálf-
stæðar verur — og hefur það að
mörgu leyti gjörbreytt lífi þeirra. Ég
Úr Múlaútibúi Landsbankans. Þær eru stundum svolítið seinar til, blessaðar afgreiðslustúlkurnar.
HAFÞÓR HRINGDI:
„Eins og alþjóð nú þekkir mæta-
vel • hafa dómsmálaráðherra lands-
ins, Ólafi Jóhannessyni verið bornar
á brýn þungar — allt að því glæp-
samlegar — sakir. Hann hefur verið
sakaður um að hefta framgang rétt-
vísinnar með því að hafa látið opna
Klúbbinn á sínum tíma, svo og að
stöðva yfirheyrslur t Geirfinnsmál-
inu.
Ásakanir þessar eru lúalegar —
auvirðilegar. Sprottnar upp frá smá-
krötum og þar í ofanálag komnar frá
yfirboðurum þeirra í Sjálfstæðis-
flokknum. Þar virðast vissir menn
líta á Ólaf Jóhannesson sem sinn
helzta andstæðing og kemur þar til
:andstaða hans gegn svikasamrtingum
Geirs við Englendinga. Svo virðist
sem koma hafi átt höggi á Ólaf og
Lesendur,
Lesendum skal bent á að svar
Eiríks Ásgeirssonar forstjóra Strætis-
vagna Reykjavíkur við lesendabréfi í
þannig losna við einn helzta and-
stæðing samninga.
Þegar svo smákratinn, Sighvatur
Björgvinsson — fyrrum útibússtjóri
hjáleigu Vísis, hóf raust sína á Al-
þingi var eins og púsluspilið gengi
upp. Jú, auðvitað er þessi aðför
runnin undan rifjum Sjálfstæðis-
manna. Smákratar eins og Sighvatur
og Vilmundur eru aðeins verkfæri í
höndum meiri manna.
Ólafur svaraði fyrir sig í gær
(mánudag — innsk. hh) og mun sú
ræða verða lengi í minnum höfð.
Lítið varð úr verkfærinu þar sem
hann sat í stól sínum — og er nú
vonandi að Ólafur sjái að sér í þeirri
sæng er hann nú liggur með Geir.
Eftir þessa lúalegu aðför á — og
beinlínis — verður Ólafur Jóhannes-
son að slíta stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn — þar sem ljóst
er hvaðan þessi aðför er gerð.”
athugið
Dagblaðinu í gær barst áður en
strætisvagnafyrirspurnin á þriðju-
daginn barst.
I