Dagblaðið - 05.02.1976, Síða 6
6
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
FróCIA
Frú CIA, eiginkona George Bush, nýskipaðs yfirmanns bandarísku leyniþjón-
ustunnar, þiggur koss Fords Bandaríkjaforseta eftir að maður hennar hafði
svarið embættiseið sinn. í texta erlendis frá var nafns konunnar ekki getið.
S-Jemen hýsir fímnt
v-þýzka skœruliða
Stjórn Suður-Jemen hefur skýrt
vestur-þýzku stjórninni svo frá, að hún
treysti sér ekki til að framselja fimm
'dæmda skæruliða, sem látnir voru.
lausir fyrir ellefu mánuðum í skiptum
fyrir v-berlínska stjórnmálamanninn
Peter Lorenz, scm rænt var.
Frá þessu var skýrt af opinberri hálfu
í Bonn í gær.
Sendiherra Vestur-Þýzkalands í
Aden, höfuðborg S-Jemen, Giinther
Held, hafði hvað eftir annað farið fram
á skýr svör af háflu stjórnar S-Jemen,
en án árangurs, — þar til nú.
Embættismaður Jemenstjórnar
skýrði sendiherranum þá svo frá, að
hann gæti ekki staðfest hvort umræddir
fimm menn væru í landinu, en jafnvel
þótt svo væri, þá væri framsal útilok-
aður möguleiki.
Fyrir tíu dögum fór vestur-þýzka
stjórnin þess formlega á leit, að menn-
irnir yrðu framseldir. Þeir voru látnir
lausir úr vestur-þýzkum fangelsum og
flogið með þá til S-jemen þegar Lorenz
var rænt, eins og áður segir. Ræningjar
Lorenz eru sem stendur í gæzluvarð-
haldi og bíða réttarhalda.
Yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi telja sig
hafa komizt á snoðir um að fimmmenn-
ingarnir hafi í hyggju að snúa aftur til
heimalands síns og frelsa ræningja
Lorenz úr fangelsi.
Talið er víst, að einn fimmmenning-
anna, 22 ára gömul stúlka, Gabriele
Kroecher-Tiedemann, hafi tckið þátt í
jólaárásinni á OPEC-skrifstofurnar í
Vínarborg.
Shirley Black
sendiherra
USA hjá SÞ?
Sænska lögreglan handtók kvik-
myndagerðarmanninn Ingmar Berg-
man í Stokkhólmi á föstudaginn.
Hann var yfirheyrður í fimm
klukkustundir en síðan látinn laus.
Áður var honum sagt að hann væri
grunaður um að hafa dregið hálfa
mílljón sænskra króna (nær 20 millj.
ísl.) undan skatti.
Bergman var sviptur vegabréfi
sínu og bannað að fara úr bænum.
Um leið og Bergman var handtekinn
var gerð húsleit í íbúð hans og lög-
fræðings hans. Sænskr leikstjórinn,
sem nú er 57 ára gamall, er grunaður
um að hafa „falið” fimm hundruð
þúsund sænskar krónur árið 1971.
Hann er sagður hafa sett peningana í
svissneskan banka, eins og raunar
hefur komið fram áður.
Ingmar Bergman
handtekinn
Shirley Temple Black, sendiherra
Bandaríkjanna í Ghana, hefur ekkert
viljað segja um getgátur þess efnis að
hún taki við stöðu sendiherra lands síns
hjá Sameinuðu þjóðunum í stað
Daniels Moynihan.
,,Sjálf óska ég þess að fá að vera
•áfram í Ghana og halda starfi mínu
áfram,” sagði Shirley Temple Black í
viðtali við Ghana-fréttastofuna.
Moynihan sagði af sér á mánudaginn
en kvaðst myndu gegna embættinu
áfram þar til eftirmaður hans yrði val-
inn. Hann sagði að Ford forseti hefði
,,mjög virðulega manneskju” í huga, en
vildi ekki nefna nöfn.
Erlendar
fréttir
Flýtum framkvœmdum við Cyrarsundsgöngin
— segir samgöngumálaráðherra Dana
Ríkisstjórnir Svíþjóðar og
Danmerkur hafa komið sér saman
um breytingar á samgöngusamning-
um ríkjanna. Til þessa hafa báðar
stjórnirnar verið þeirrar skoðunar, að
rdtt væri að leggja járnbrautargöng
undir Eyrarsund á milli
Helsingborg og Helsingör.
Málið hefur lengi beðið endan-
legrar afgreiðslu Eyrarsunds-
nefndarinnar, sem einnig hefur með
höndum athugun á bættum sam-
göngum á milli Malmö og Kaup-
mannahafnar, auk Salthólmaflug-
hafnarinnar.
í ræðu á danska þinginu fyrir
skömmu sagði Niels Matthiasen,
samgönguráðherra Dana, að ráð-
herrarnir væru sammála um að
leggja bæri frekari áherzlu á af-
greiðslu HH-ganganna svokölluðu en
Malmö-Kaupmannahöfn og Salt-
hólmann.
AFTÖKUR
í PERÚ
Tveir Perúmenn, sem báðir voru
dæmdir fyrir morð á einum lögreglu-
þjóni, voru leiddir fyrir aftökusveit og
skotnir í dögun í gær. Dómstólar höfðu
í tvígang reynt að sanna hvor mann-
anna hefði hleypt af banaskotinu, en án
árangurs.
Mennirnir tveir voru 24 og 25 ára
gamlir. Þeir hófu skothríð á lögreglu, er
þeir rændu banka í nóvember sl. Tvisv-
ar var réttað yfir þeim, eins og áður
segir, en í hvorugt skiptið komust dóm-
ararnir að niðurstöðu.
Samkvæmt perúönskum lögum eru
því báðir mennirnir dæmdir til dauða.
báðir sekir.
Dauðarefsins liggur undantekningar-
laust við lögregluþjónadrápi í Perú.
Radio Free
Europe böimuð
í Innsbruck
Framkvæmdanefnd Ólympíuleik-
anna í Innsbruck hefur skipað starfs-
mönnum bandarísku áróðursútvarps-
stöðvarinnar Radio Free Europe
í Munchen að skila aftur fréttamanna-
skírteinum sínum. Skipunin kemur í
kjölfar mikilla mótmæla Austur-
Evrópulanda, að sögn talsmanns út-
varpsstöðvarinnar.
Talsmaðurinn sagði að fréttamenn-
irnir, tólf talsins, hefðu fengið boð um
það símleiðis frá framkvæmdanefnd
leikanna, að þeir yrðu að skila skírtein-
um sínum fyrir laugardag.
Opinberar fréttastofur í Austur-
Evrópu höfðu kvartað yfir því, að um-
sóknir Radio Free Europe-mannanna
hefðu ekki verið rétt útfærðar.
Talsmaður útvarpsstöðvarinnar
kvaðst ekki vita raunverulega ástæðu
þess, að skipun þessi hefði verið gefin
út, en taldi það hafa eitthvað að gera
með umsóknarfrestinn sjálfan.
Radio Free Europe útvarpar til allra
^ustur-Evrópulanda nema Sovétríkj-
anna. Það hlutverk hefur „systurstöð-
in,” Radio Liberty.
Sovétríkin og bandalagsríki þeirra
halda því fram að leyniþjónustan CIA
reki þessar útvarpsstöðvar.
KYNBOMBAN RITA
Koma kynstjörnu fimmta áratugs Hollywood-myndanna, Ritu Hayworth, til
London í síðustu viku vakti töluverða athygli. Þegar vélin lenti á Heathrow
neitaði Rita, sem nú er 57 ára, að fara frá borði. ,,Hún hrópaði og veifaði
handleggjunum,” sagði talsmaður flugfélagsins, „hún vildi alls ekki fara frá
borði.”
Umboðsmaður hennar sagði leikkonuna ekki hafa verið drukkna, aðeins
þreytta eftir flugið. Að auki hefði hún tekið nokkrar taugaróandi töflur. „Þess
vegna skartaði hún ekki beinlínis sínu fegursta,” sagði hann. Á myndinni eru
þau saman, Rita og Burton Moss umboðsmaður.