Dagblaðið - 05.02.1976, Page 8

Dagblaðið - 05.02.1976, Page 8
8 Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. Vopna- fjörður: Einhverjir erfíðleikar virðast enn vera á því að atvinnulausir Vopn- firðingar fái greiddar atvinnuleysis- bætur á tilsettum tíma. Allmikið atvinnuleysi hefur verið á staðnum nú í haust og vetur og ENN TAFIR Á ÚTBORGUN ATVINNULEYSISBÓTA — sýslumoður lofar skjótri afgreiðslu kvarta þeir sem fyrir barðinu á því hafa orðið, mikið undan því að þurfa nú að fara að borga skatta af bótum sem þeir hafa ekki einu sinni fengið í hendurnar. Þannig hefur einn aðili á Vopna- firði, sem er með konu og barn á framfæri sínu, ekki fengið bætur síðan í lok nóvember og er að vonum orðinn langeygður eftir bótum sínum sem nú eru orðnar rúmlega níutíu þúsund krónur. Kenna menn sem fyrr um seinagangi á afgreiðslu hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði og hafði blaðið samband við Erlend Björnsson sýslumann þar. „Strax og rnér berast bótaskýrslur fer ég yfir þær og bæturnar eru síðan sendar til þeirra sem þær eiga að fá,” sagði Erlendur. „Ég kannast ekki við þetta einstaka dæmi sem nefnt er en það hefur ekki staðið á peningum til greiðslu bótanna.” Sagði Erlendur að ekki innheimtist nægilega mikið fé í sínu umdæmi til þess að greiða atvinnuleysisbæturnar og hefði Tryggingastofnunin því hlaupið undir bagga með sér. „Og það hefur ekki staðið á peningum frá henni. Ég reikna því með að bæturn- ar verði sendar út nú innan skamms.” —HP. STJORNUBLIK KVÖLDSTUND með Lise Ringheim og Henning Moritzen í Iðnó Hver var að tala um fásinni? Allt í einu snjóar tveimur dönskum leikur- um niður í geirfinnsmál og land- helgi: Lise Ringheim og Henning Moritzen sem þessa dagana hafa kvöldskemmtanir í Iðnó. Það verð ég að játa að ekki þekkti ég þau fyrir, en ósköp var notalegt að kynnast þeim í Iðnó á þriðjudagskvöld. Og margir hafa sýnilega átt sér góðs von af heimsókn þeirra: það seldist upp á þrjár sýningar þeirra á skammri stund. Þessvegna hefur verið ákveðin aukasýning þeirra í Austurbæjarbíó á föstudagskvöld, og rennur ágóðinn af henni í húsbyggingarsjóð Leik- félagsins. Það er að skilja að þau Ringheim og Moritzen' hafi til skamms tíma starfað við Kongunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, vinsælir og vel- metnir leikarar á þeim bæ. Þau hafa nú sagt skilið við leikhúsið, að minnsta kosti í bili, og starfa á eigin spýtur, og hafa þau í haust og vetur farið víða um Danmörku með dag- skrá þá sem nú gat að líta í Iðnó. Þetta er að mestu leyti kímilegt efni og létt í vöfum og höfðar væntanlega til vísrar hylli á meðal áhorfenda sem þekkja leikarana fyrir. Og vel má það vera að fyrri hlut- inn á dagskrá þeirra hljóti meiri merkingu meðal áhorfenda sem þekkja nokkuð fyrir til leikaranna, en okkar sem komum allsendis ókunnug þeim til sýningar. Þar fluttu þau nokkur leikatriði sem öll varða sam- skipti karls og konu í og utan hjóna- bands, en efnið var fellt í kátlega og kímilega umgerð sem Klaus Rifbjerg hefur samið. Fjögur þessi atriðj voru sótt til klassískra leikbókmennta, eft- ir Shakespeare, Moliére, Strindberg og Bernard Shaw — prófessor Higg- ings og Elísa úr Pygmalion. En hið fimmta var úr hinu vinsæla músíkali Ernst Bruun Olsens, Teenagerlove, sem á sínum tíma var líka sýnt hér á landi. Þetta var fyrir alla muni ásjálegt, leikandi lipurt með efnið farið, en einhvern veginn ekki nóg til að veita neina umtalsverða hugmynd um leikendurna, né þá efni leiks, — aðeins svipmyndir, stjörnublik af meðal voru ljóð og vísur eftir Halfdan Rasmussen og Benny Andersen, en Moritzen brá fyrir sig kostulegri eftirhermu eftir Maurice Chevalier, Lise Ringheim fór af leik- andi list með hringekjusöng cftir Jacques Brcl. Annars var það „dönsk kímni” og „dansk hygge” sem svip- inn sctti á þessa deild dagskrár- innar — þóíl hitt væri óþörf meinsemi að segja að hnyttið ljóð Benny Andersens om „det danske smil” hafi að sínu leyti lýst sýning- unni. En danska brosið er eftir kvæð- inu dálítið óþægilegt fyrir það að það fer ekki af eftir að það er eitt sinn orðið fast á andliti manns. En þetta var fyrir alla muni ánægjuleg kvöldskemmtun — þótt ---- li Tónlist L________4 hlutverkum. En ráða mátti af síðast- nefnda atriðinu að Henning Moritzen hafi á sínum tíma verið aldcilis bráð-magnaður Billy Jack í Teenagerlove. Það kemur heim við þetta að mér þótti meira gaman að seinni hluta dagskrárinnar þar sem þau leik-hjón fluttu Ijóð og söngva og revíubrot eftir vellátna danska höfunda við undirlcik Niels Rothenborgs. Þar á hitt hefði að vísu verið fróðlegt um mikilhæfa leikendur að sjá þau fást við veigameira /veigameiri viðfangs- efni. Ég finn að minnsta kosti að af heimsóknum danskra leikara hingað til lands á undanförnum árum, sem nokkrir hafa komið í Norræna húsið og annarsstaðar, hefur mér orðið langsamlega eftirrninnilegast upp- lestur Erik Mörks úr H.C.Andersen á listahátíð fyrir nokkrum árum. V Henning Moritzen og Lise Ringheim í nokkrum hlutverka sinna. / Bör Börsson fer austur fyrir f jall Leikfélag Kópavogs hefur nú sýnt söngleikinn Bör Börsson í alls þrjátíu skipti fyrir fullu húsi í Kópavoginum. Er sýningum á söngleiknum að ljúka og tvær síðustu sýningarnar verða að Flúðum núna um heigina, nánar til- tekið klukkan þrjú og hálftíu á Iaugar- dag. 45 manns taka þátt í þessari leikför leikfélagsins austur fyrir fjall og búast má við að fólk þar í sveitum noti tækifærið til þess að njóta þeirrar ágætu skemmtunar er af sýningunni má hafa. —HP. MIKLAR SVEIFLUR f ATVINNULÍFINU Atvinnuleysið var mjög árstíðabundið í fyrra. Hámarki náði það í maí þegar togaraverkfallið stóð, 1281 maðuráöllu’ landinu. Hins vegar voru ekki nema 274 á skrá í ágúst og 275 í september. Atvinnuleysingjar voru 1136 í desember síðastliðnum. YFirleitt þýðir það að fólk vantar í störf fremur en hitt þegar aðeins nokkur hundruð eru á atvinnuleysisskrá á landinu öllu. Þó getur verið tilFinnan- legt atvinnuleysi við slíkar aðstæður í cinstaka þorpúm eða bæjum eða í ein- stökum greinum. 936 voru atvinnulausir í janúar fyrir ári. Atvinnuleysingjar eru nú miklu fleiri, eins og Dagblaðið hefur skýrt frá. —HH. Þorskveiðar bannaðar með flotvörpu Þorskveiðar með flotvörpu eru bann- aðar á svæði sem takmarkast að austan af línu sem dregin er í réttvísandi austur frá Stokksnesi og að vestan af línu sem dregin.er réttvísandi vestur frá Látrabjargi. Gildir þetta bann að sjálf- sögðu um svæði það sem er innan íslenzkrar Fiskveiðilandhelgi. Þetta bann er lagt á með reglugerð sem sett hefur verið samkvæmt 6. gr. laga nr. 102 frá 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fisk- veiðilandhelginni, svo og samkvæmt 1. gr. laga nr. 44 frá 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Reglugerðin er sett samkv^mt tillögu fiskveiðilaganefndar að fenginni um- sögn Hafrannsóknastofnunarinnar. Veiðibannið samkvæmt reglugerðinni gildir frá 10. febrúar til 1. júní 1976. —BS Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Hjalti Rögnvaldsson leikari / Alan Strang i Equus — Pétur poppari Lorayne — Graham Hill í bílaþœtti — augað kemur upp um okkur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.