Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 16
16 Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ss Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir föstudaginn 6. febrúar. Vatnsberinn (21.jan.-19. febr.): Þú getur gert ýmislegt til að bæta fjárhag þinn. Þú verður mjög ákveðinn í framkomu gagnvart manneskju af hinu kyninu. Eitt bréfa þinna mun innihalda mjög góðar fréttir. Fiskarnir (20. febr.- 20. marz): Treystu á eigin dómgreind frekar en spvrja að áliti annarra. Það virðist ætla að bætast á þig aukavinna núna. Reyndu að hagræða stundatöflunni þannig að þú hafir einhvern tíma fvrir sjálfan þig. Hrúturinn (21. marz- 20. apríl): Ákveðið persónulegt vandamál virðist fylla huga þinn núna. Trúðu áreiðanlegum vini fyrir þessu og mun þér þá strax fara að líða bétur. Athugaðu hvort þú ert nokkuð að dragast aftur úr með skyldur þínar. Nautið (21. apríl-21. maí): Vertu ekki að eyða tíma í að vorkenna sjálfum þér vegna óáreiðan- legs ástarsambands. Farðu út á meðal fólks og muntu þá brátt eignast nýja vini. Eldri manneskja myndi þiggja meira af félagsskap þínum. Tvíburarnir (22.maí-21. júní): Þú uppgötvar að þú og nýr maður í vinahóp þínum eigið margt sameiginlegt. Einhver maður í erfiðri aðstöðu leitar nú til þín um hjálp. Vertu ósínkur á hana en farðu um leið varlega. Krabbinn (22. júní-23. júlí): Reyndu að komast hjá að vera gerður þátttakandi í leyndarmálum annarra núna. Það gæti komið til 'dálítillar spennu manna í millum í kvöld. Það virðist stafa af of miklum fjölda gesta. Fjármálahorfur færast þér nú í hag. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Það er mjög auðvelt að særa tilfinningar annarra núna svo þú verður að fara varlega í umgengni við yngri manneskju. Vandamál annars manns gætu lagzt á þig nema þú krefjist þess að ákvörðun verði tekin sem fyrst. Meyjan (24. ágúst-,23. sept.): Ferðistu um í bíl í dag skaltu ganga úr skugga um að hann sé í góðu lagi því annars gætirðu vel orðið fyrir töfum. Heppnin er það mikil mcð þér í ástamálum að þú getur jafnvel lcvft þér að taka áhættu. Vogin (24. seþt.-23. okt.): Þú nærð góðum árangri við allt semþú tekur þér fyrir hendur utan heimilisins. Aftur á móti gæti vel komið til deilna og spennu milli heimilisfólks. Farðu nú að halda reikning yfir eyðslu þína. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Vinur þinn kynni að setja þig alveg út af laginu með því að stinga upp á fcrðalagi. Hinkraðu við og athugaðu hvort þetta sé þér hcillavænlegt. Þetta eru heilla- tímar fyrir þá sem eru að leita sér að nýrri vinnu. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.):Þú ættir ekki að taka upp á neinu nýstárlcgu heldur leita þagnar og friðar í kvöld. Það yrði þér fyrir beztu að eyða tímanum í rólegheitum ásamt gömlum vinum. Þú færð nú fréttir af batnandi heilsu eldri manneskju. Steingeitin (21. des.-20. jan.): Vinur þinn kynni að reyna að grafast fyrir um mál sem væri bezt látið kyrrt liggja. Ymislegt skemmtilegt virðist ætla að fara að gerast í félagslífi þínu. Kunningja þinn langar til að kynnast þér nánar. .Afmælisbarn dagsins: Þú ættir að fá stórgott tækifæri til að fá þínum hjartans málum fram- gengt þetta árið. Láttu ekki tækifærið þér úr greipum ganga því óhklegt er að það bjóðist aftur. Miklar líkur eru á að þú flytjir úr núver- andi húsnæði og einnig að þú farir í þó nokkur ferðalög. Ástalífið verður ánægjulegt en án framtíðarskuldbindinga. ,,Það er ekkert að minni geðheilsu þótt það kunni að vekja efasemdir að hafa búið allan þennan tima með þessum manni.” fl.ú CD 'wí œ ,,Ég vildi að við hefðum aldrei fengið þennan innanhússima. Hann gerir ekki annað en að kalla á kaldan bjór eða meiri klaka.” REYKJAVÍK: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. KÓPAVOGUR: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. HAFNARFJÖRÐUR: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Kvöld-, nætur- og helgidagavarzla apó- tekanna vikuna 30. janúar til 5. febrúar er í Laugarnesapóteki og Ingólfsapó- teki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzluna á sunnudögum helgidög- um og almennum frídögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almenn- um frídögum. HAFNARFJÖRÐUR — GARÐA- BÆR NÆTUR- OG HELGIDAGA- VARZLA, upplýsingar á slökkvistöð- inni í síma 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna. og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Sjúkrahós BORGARSPÍTALINN: Mánud. - föstud. kl. 18.30 - 19.30. Laugard. - sunnud. kl. 13.30 - 14.30 og 18.30 - 19. HEILSUVERNDARSTÖÐIN: Kl. 15 - 16 og kl. 18.30- 19.30. FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og 19.30- 20. FÆÐINGARHEIMILI REYKJAVÍKUR: Alla daga kl. 15.30 - 16.30. KLEPPSSPÍTALINN: Alla daga kl. 15 - 16 og 18.30- 19.30. FLÖKADEILD: Alla daga kl. 15.30 - 17. LANDAKOT: Kl. 18.30-19.30 ■ mánud.-föstud., laugard. og sunnud. kl. 15-16. Barnadeild alla daga kl. 15-16. GRENSASDEILD: Kl. 18.30 - 19.30 alla daga og kl. 13 - 17 á laugard. og sunnud. HVÍTABANDIÐ: Mánud. - föstud. kl. 19 - 19,30, laugard. og sunnud. á sama tíma og kl. 15 - 16. KÓPAVOGSHÆLIÐ: Eftir umtali og kl. 15 - 17 á helgum dögum. SÖLVANGUR HAFNARFIRÐI: Mánud. - laugard. kl. 15 - 16 og kl. 19.30 - 20. Sunnudaga og aðra helgi- daga kl. 15 - 16.30. LANDSPÍTALINN: Alla daga kl. 15 - 16 og 19- 19.30. FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og 19.30- 20. BARNASPÍTALI HRINGSINS: Kl. 15-16 alla daga. SJÚKRABIFREIÐ: Reykjavík og Kópavogur sími 11100, Hafnarfjörður sími 51100. TANNLÆKNAVAKT er í Heilsu- verndars töðinni við Barónsstígalla laug- ardaga og sunnudaga kl. 17 - 18. Sími 22411. REYKJAVÍK — KÓPAVOGUR DAGVAKT: Kl. 8-17. Mánud. - föstud., ef ekki næst í heimilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17 - 08 mánud. — fimmtud. sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en Iæknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. RAFMAGN: í Reykjavík og Kópavogi sími 18230. í Hafnarfirði í síma 51336. HITAVEITUBILANIR: Sími 25524. VATNSVEITUBILANIR: Sími 85477. SÍMABILANIR: Sími 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Á brezka meistaramótinu tvímenningskeppni fyrir nokkrum árum kom eftirfarandi spil fyrir. £ Á8 V.43 ♦ Á962 £ K10943 y D1065 + 104 * 96 ' ÁKDG3 V ♦ * 76 ÁKG98 KDG73 4 DG52 72 85 108752 Sigurvegararnir í keppninni, Terence Reese og Boris Schapiro, voru ekki „gráðugir” og spiluðu sjö tígla á spil norðurs-suðurs. Sá samningur var aUðvitað mjög auðveldur í útspili. Þeir voru eina parið í sjö tíglum — nokkrir fóru í sjö grönd. Aðeins einn vann þá sögn — John Collings sem spilaði spilið í norður. Hann minntist aldrei á lauflit sinn í sögnunum. Austur spilaði út hjarta — drepið á kóng — og þegar Collings tók alla tíglana gætti austur ekki að sér og kastaði laufi. Kannski skiljanlegt í ósögðum lit. Ýmsum kann að virðast að hægt sé að vinna sjö grönd — ef hjarta kemur ekki út — með tvöfaldri kastþröng. Tólf háslagir eru beint, en austur getur varið spaðann og laufið og vestur hjartað.. Einfalt er að komast að raun um þetta með því að fara vel yfir spilið. sf Skák Friðrik tefldi glæsilega í síðustu um- ferðinni á skákmótinu í Hollandi á dögunum — eins og reyndar allt mótið. Þá mætti hann Hollendingnum Sosonko — fyrrum Sovétmanni. Þessi staða kom upp í skák þcirra. Friðrik hafði hvítt og átti leik. 1 wá ■■ ÉP SK *jiii pi * 'Wjá * NN ■'Æk m . . fm jjjjf iif m ifif WM'tidi gjg mk gMji jj p|pp ■ 23. Rf6 H----gxf6 24. Dxf4 — f5 25. Dh4 og svartur gafst upp. Hann á aðeins 25. — — Da6 til að koma í veg fyrir Df6. Þá kemur 26. Dh6 — f6. 27. h4 og svarta staðan er vonlaus. Það verður að tefla rétt jafnvel í unnum stöðum. Lítum á ef hvítur hefði leikið 24. Dxf6? — Hxel + 25. Hxel — Re2+ og það er svartur sem vinnur skákina. — Heyrðu, hvað heitir það aftur sjónvarpsprógrammið með honum Óla Jó? — Veiztu það ekki, maður! Það heitir Valtir veldisstól-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.