Dagblaðið - 05.02.1976, Side 23

Dagblaðið - 05.02.1976, Side 23
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. I 23 Sjónvarp Útvarpið í dag kl. 16.40: - Barnatíminn - „Við 811" Við eigum meira sameiginlegt með þeim afbrigðilegu heldur en hitt „Hugrhyndin mcð þættinum er að fá fram að við eigum miklu meira sameiginlegt,” sagði Bergþóra Gísladóttir scrkcnnari. Átti hún við að því fólki scm er heiibrigt hætti til þess að líta á þá afbrigðilegu sem einhvers konar fyrirbrigði en gerði sér ckki grcin fyrir að við cigum einmitt miklu mcira sameiginlegt með þe'im cn hitt. Þátturinn ber heitið Við öll og tckur 50 mínútur. Sagði Bergþóra að miklum tíma hefði verið varið til undirbúnings og ckki alveg verið vitað hvernig bezt væri að haga honum. Svjo hefði mcðal annars verið ákveðið að velja kafla úr bókum um líf fatlaðra, sem hefði reynzt tafsamt því að efnið hefði þurft að höfða til barna og vera við þeirra hæfi. Ýmsir lögðu hönd á plóginn og meðal annars kom svo Skúli Halldórsson tónskáld niður í útvarp . Leikur hann lög eftir sig á milli atriða. Magnús Magnússon skólastjóri öskjuhlíðarskóla flytur erindi um börn með sérþarfir. Guðrún Helga- dóttir les úr síðari bók sinni um Jón Odd og Jón Bjarna. Margrét Sigurðardóttir flytur erindi um Guðrún Norðfjörð að kenna börnum með sérþarfir í Hlíðaskóla. Við hugsum of mikið um að einblína á það sem við eigum ekki sameiginlegt með afbrigðilegu fólki. DB-mynd Bjarnleifur. höfund blindraletursins, Louis Braiite. Bryndís Víglundsdóttir les kafla úr bók sem heitir Fingramál eftir Joanne Greenberg. Hún þýddi bókina sjálf. Bergþóra Gísladóttir ræðir um viðhorf til heilbrigðis og fötlunar. Hjörtur Pálsson les upp úr bókinni Góðar stundir. Les hann úr kaflanum Smíðað í myrkri, en það er viðtal sem Þorsteinn Jósepsson blaðamaður hafði við Þórð Jónsson á Mófellsstöðum í Skorradal. Hann var blindur alla ævi og segir hann frá sinni reynslu og hvernig hann vinnur. Þær Ragnhildur Helgadóttir og Kristín Unnsteinsdóttir hafa unnið þáttinn í samvinnu við sérkennarana Bergþóru Gísladóttur, Sylvíu Guð- mundsdóttur og Margréti Sigurðar- dóttur. —EVI Það er ekki leikrit eftir höfund af verra taginu, sem útvarpið flytur í kvöld. Hve gott og fagurt (Home and Beauty) heitir það og er eftir William Somerset Maugham í þýð- ingu Árna Guðnasonar. Þetta er gamanleikur, sem gerist í Lundúnum um það bil sem fyrri heimsstyrjöldinni lýkur, og fjallar í stórum dráttum um ýmiss konar flækjur í hjúskapar- og ástamálum. 'Somerset Maugham fæddist í París 1874. Faðir hans var lögfræðilegur ráðunautur sendiráðs Breta þar í borg. Maugham stundaði nám í heimspcki og bókmenntum við há- skólann í Heidelberg og læknis- fræðinám um skeið í St.Thomas’s Hospital í Lundúnum. Hann var læknir á vígstöðvunum í Frakklandi 1914. Var hann sæmdur orðu Heiðursfylkingarinnar 1929. Maugham skrifaði alls yfir 30 leik- rit, en auk þess margar skáldsögur og smásögur. Hefur sumum þeirra verið breytt í leikrit eða þær kvikmynd- aðar. Af leikritum hans, sem hér hafa verið sýnd á sviði, eru kannski þekkt- ust Hringurinn, Loginn helgi og Hve gott og fagurt, sem frumsýnt var í Playhouse í Lundúnum 1919. Útvarpið hefur flutt 18 leikrit eftir Maugham. Af kunnum skáldsögum Maughams mætti nefna Tunglið og tíeyringinn (um ævi málarans Gauguins) og í fjötrum, sem senni- lega er stórbrotnasta skáldsaga hans. Hún er öðrum þræði sjálfsævisaga. Somerset Maugham dvaldi í Bandaríkjunum á stríðsárunum en síðan aðallega í Frakklandi þar sem hann lézt árið 1965, rúmlega níræður. Hann hefur fágaðan og markviss- an stíl, stundum nokkuð kaldhæðnis- legan en alltaf má greina samúðina undir niðri. Hann sækir efni sitt til ýmissa heimshluta, enda maður víð- förull. Óhætt mun að fullyrða að hann sé cinn mest. lesni höfundur Breta. — EVI Leikararmr viroast skemmta sér vel við æfingu á Hve gott og fagurt eftir Maugham. Ævar Kvaran leikstjóri situr fyrir miðju, himr erurPóra Fnðriks- dóttir, Bjarni Steingrímsson, Klemenz Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Steindór Hjörleifsson og Gísli Alfreðsson. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Bríet Héðinsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir og Rósa Ingólfsdóttir eru ekki með á myndinni. DB-mynd Bjarnlcifur Útvarpið í kvöld kl. 20.00: Hve gott og fagurt — Flœkjur í hjúskapar- og óstamálum Gaman- leikritið: D FIMMTUDAGUR 5. febrúar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni. Mar- grét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.45 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Rússncsk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatími: Kristín Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. Við öll. Þátturinn fjallar um börn með sérþarfir. Efni m.a.: Magnús Magnússon flytur inngangsorð, Margrét Sigurðardóttir talar um höfund blindraletursins, Bryndís Víglundsdóttir Ies kafla úr þýðingu sinni á sögunni „Fingra- máli” eftir Joanne Greenberg og Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni „Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna”. 17.30 Framburðarkennsla í ensku. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Lesið í vikunni. Haraldur Ólafsson talar um bækur og við- burði líðandi stundar. 19.50 Samleikur í útvarpssal. 20.00 Leikrit: „Hve gott og fagurt” eftir William Somerset Maug- ham. Þýðandi: Árni Guðnason. Leik- stjóri: Ævar R. Kvaran. Persónur og leikendur: William ... Bjarni Steingrímsson, Frederik ... Steindór Hjörleifsson, Victoría Þóra Friðriksdóttir, Herra Leicester Paton ... Gísli Alfreðs- son, Herra A.B. Raham ... Klem- enz Jónsson, Frú Shuttleworth ... Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Aðrir leikendur : Bríet Héðinsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Rósa Ingólfsdóttir og Kristbjörg Kjeld. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „í verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guðmundsson les síðara bindi (15). 22.40 Létt músik á síðkvöldi. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.