Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. " Fróbœrt listaverk Kvik myndir ÞORSTEINN ULFAR BJÖRNSSON Riten + + + + + 73 mín. sænsk, gerð 1969, svart/hvít. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Þrír leikarar eru staddir fyrir framan áfrýjunardómara þar sem þeir hafa verið kærðir fyrir sóðalegt orðbragð eða klám. Þetta eru hjón og svo annar maður til. Það virðist vera þarna á ferðinni þríhyrningur er svo nefnist, eða m.ö.o að báðir karlmenn- irnir noti sömu konuna kynferðis- lega. Þau hafa um þetta full samráð sín á milli og þetta virðist ekki valda neinum vandræðum á yfirborðinu. Að lokum sýna þau dómaranum atriðið sem klúrt þótti og dómarinn deyr úr hjartaslagi. Þau borga sína sekt og hverfa úr landi. Riten er mjög sterk mynd. Hún mun upphaflega hafa verið gerð fyrir sjónvarp enda ber hún þess glöggt vitni. í myndinni ber mikið á nær- myndum og aldrei er klippt í víða mynd að nauðsynjalausu. Einnig er mikið ummjöglangar tökur og mynd- inni gjarnan haldið á ýmsum smá- atriðum sem engu máli virðast skipta fyrr en maður hefur séð myndina í heild. Þá kemur í ljós að fyrir heildar- myndina er þetta nauðsynlegt. Að mínum dómi hefur Bergman yfirleitt fjallað um fólk í myndum sínum sem virkar algjörlega tilgangslaust. Það er eins og fólkið hafi engan tilgang í lífinu eins og það birtist í myndinni, það er ekki endilega þar með sagt að það þjóni ekki tilgangi í myndinni. Það er einmitt það sem það gerir. Bergman notar fólk í myndum sínum eingöngu sem meðal til að koma Úr Riten, Ingrid Thulin og Anders Ek. efninu til skila. í myndinni Riten fjallar hann um stöðu listamannsins í efnislegu þjóðfélagi og stöðu hans með sjálfum sér. Hann varpar fram ýmsum áleitnum spurningum um ritskoðun og lætur áhorfandanum það eftir að dæma. Að sjálfsögðu fjallar hann einnig um ímynd lista- mannsins útávið. Þetta margum- rædda frelsi sem listamaðurinn á að hafa til að gera það sem hann langar til. En listamaðurinn er ekki frjáls. Hann er bundinn af venjum þjóðfélagsins og þá ekki hvað síst verðmætamati þess. Myndin er vel leikin og hvet ég kvikmyndaunnend- ur til að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara. MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA F.impen ★ ★ ★ 81 mín. sænsk, gerð 1975. Litir og breiðtjald. Leikstjóri: Bo Widerberg. Ungur strákur, Jóhann að nafni, slær í gegn í knattspyrnu og er að lokum valinn í sænska landsliðið. Hann kemur í veg fyrir hvert tapið á fætur öðru og verður þjóðhetja. Að lokum leggur hann þó skóna á hill- una þar sem þetta er of erfitt jafn- hliða náminu fyrir 6 ára strák. Eftir Widerberg hafa verið sýndar hér á landi myndirnar Elvira Madi- gan og Joe Hill. Mér er ekki kunnugt um að fleiri myndir eftir hann haFi verið sýndar hér á landi og er það miður. Fimpen er athyglisverð mynd og ágætlega skemmtileg á köflum. Það má svo deila um hvort hún sé ekki örlítið of löng fyrir þetta efni. Hún er greinilega gerð að nokkru leyti með yngstu áhorfendurna í huga og til marks um það má nefna titla sem eru gerðir aðgengilegir fyrir þá sem eru ekki enn búnir að læra að lesa en titlar í endann eru talaðir. Það er ástæða til að benda fólki á að þetta er fjölskyldumynd og einnig er það athugandi fyrir kvikmynda- húsaeigendur að fá fleiri myndir af þessum gæðaflokki fyrir yngstu bíó- gestina. Þessi mynd er miklu skemmtilegri heldur en nokkur Disneymynd sem ég hef séð ef Fanta- sía er undanskilin. Sjð myndir á sœnsku vikunni Fyrir utan þessar tvær myndir verða sýndar fimm aðrar myndir á sænsku kvikmyndavikunni. Á laugar- daginn opnar vikan á kvikmyndinni „En handfull kárleg” eftir Vilgot Sjöman. Hún mun fjalla um mann- leg samskipti í Stokkhólmi árið 1909 og hefur sem bakgrunn verkfall eitt mikið. Ung stúlka, sem býr með einum verkamanninum er átti þátt í að koma verkfallinu af stað, fer í vist til ríks kaupmanns. Þegar hún svo á von á barni kaupmannsins gifta kaupmannshjónin hana apótekara- syni. í myndinni kemur fram sterk pólitísk afstaða Sjömans líkt og í fyrri myndum hans. Þá verður sýnd myndin „Klara Lust” en hún er eftir Kjell Grede. Þetta er gamansöm ástarsaga um ungan mann sem fer að leita að elskunni sinni og lendir í ýmsum ævintýrum. „Den vita veggan” er eftir Stig Björkman og fjallar um vandamál einstæðrar móður. Aðalhlutverkið er í höndum Harriet Andersson. „Sju flickor” er gerð af Seth og Dahlberg og ^r gerð eftir samnefndu leikriti sem hefur verið sýnt hér á landi við góðar undirtektir. Þess má geta að eitt af hlutverkunum í myndinni er leikið aí íslenskri stúlku, . Bergljótu Árna- dóttur, og hlaut hún lofsamlega dóma í sænskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína. 1 Tœknilegar upplýsingar Magnari 6 — IC, 33 transistorar 22 dióður, 60 wött. Úvarp: örbylgja: (FM) 88-108 megarið Langbylgja: 150-300 kílórið Miðbylgja: 520-1605 kílórið Stuttbyglja: 6-18 mcgarið Segulband Hraði: 4,75 cm/s Tíðnisvörun venjulegrar kasettu (snældu) er 40 — 8000 rið. Tíðnisvörun Cr02 kasettu er40 — 12.000 rið. Tónflökt og - blakt (wow & flutter) betra en 0.3% RMS Tími hraðspólurnar á 60 mín. spólu er 105 sek. Upptökukerfi: AC bias, 4 rása stereo Afþurrkunarkerfi: AC afþurrkun Plötuspilari: Full stærð , allir hraðar, sjálfvirkur eða hand- sKrður. Nákvæm þvngdarstilling á þunga nálar á plötu. Mótskautun miðflóttans sem tryggir lítið slit á nál og plötum ásamt fullkominni upptöku. Magnetískur tónhaus. Hátalarar: Bassahátalari 20 cm af konískri gerð. Mið- og hátíðnishátalari 7,7 cm af kónískri gerð Tíðnisvið: 40 — 20.000 rið Aukahlutir: Tveir hátalarar I'veir hljóðnemar Ein Cr02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju loftnctsvír Tæki til hrcinsunará tónhausum segulbands. - BUÐIRNAR H.F. Nóatúni Klapparstíg 26 Sími 23800 Sími 19800 0LL SAMSTÆÐAN VERD; 129.980,- FETI FRAMAR 60 wött 4 vídda stereó

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.