Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 22
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. Sjónvarp D Utvarp Sjónvarp kl. 22,20 Brezk gaman- myndó dagskrá Bíómyndin í sjónvarpinu í kvöld nefnist ,,Otley” og er brezk gaman- mynd frá árinu 1969. Með aðalhlut- verkin fara Tom Courtenay og Romy Schneider. í kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd þrjár stjörnur og segir þar, að skemmtilegt sé að sjá Tom Courtenay einu sinni í gamanhlut- verki (hann lék alvarleg hlutverk í „Dr. Zhivago” og „Dagur í lífi Ivans Denisovich”). Leikur hann hlutverk hrakfallabálks og auðnuleysingja sem er í húsnæðishallæri. Kunningi hans skýtur yfir hann skjólshúsi, en kunn- inginn er myrtur sama kvöldið og Otley flytur inn. Lendir hann því í óteljandi vandamálum þar að lútandi. —A.Bj. Aðalkvenhlutverkið í myndinni í kvöld er í höndum Romy Schneider. Hún gekk í það heilaga rétt fyrir síðustu jól og var þá komin sex mánuði á leið. Nú hefur Romy misst barnið sitt, veiktist af blóðeitrun vegna skemmda í vísdómstönn. Þarna er hún með eiginmanninum sem heitir Daniel Biasini, og er hann einkaritari hennar. Útvarpið í kvöld kl. 19,35: í skipalest yfir Atlantshafið 40 skip lögðu af stað, 16 náðu landi „Baldvin er ákaflega hógvær maður og lætur lítið yfir sér. Hann komst í gegnum þá raun, án þess að finná nokkurn tímann til hræðslu, að sigla öll stríðsárin á gamlal rigarfossi í skipalcst á milli Ameríku og Evrópu”, sagði Valgeir Sigurðsson sem er með viðtalsþátt við Baldvin Sigurðsson frá Garði í Aðaldal. Þetta var á þeim tíma er kafbáta- hernaður Þjóðverja stóð sem hæst. Sem dæmi um ástandið má nefna að einu sinni lögðu rúm 40 skip af stað frá Halifax, aðeins 16 komust til Bretlands, eitt þeirra var Lagarfoss. Má nærri geta að mikið hefur gengið á í þeirri ferð. Þetta' og fleira ber á Valgeir Sigurðsson ræðir við Baldvin um lífsreynslu hans á stríðsárunum. DB-mynd Bjarnleifur. góma í viótalinu við Baldvin, en hann segir þó ekki frá þessari ofboðs- legu lífsreynslu með neinum fyrir- gangi. Einn af hroðalegustu atburðum, sem Baldvin var vitni að, var að eitt sinn var stórt erlent skipsbákn skotið niður í skipalestinni. Þar voru innanborðs fleiri hundruð sjúkraliðar og hjúkrunarfólk fyrir utan skips- höfn, á leið til Englands. Enginn veit hversu margir fórust. Allir fóru i sjóinn og olían streymdi logandi úr skipinu. Fólkið brenndist til dauða þar sem það lá í björgunarvestum sínum hálffljótandi í sjónum. í skipa- lestunum voru alltaf viss skip sem voru með lágan borðstokk, sem t índi Baldvin Sigurðsson sigldi á gamla Lagarfossi í skipalestum öll stríðs- árin. þá sem lifandi kunnu að vera upp. Baldvin segir frá því að daginn eftir þetta slys hafi verið gefið falskt loftvarnarmerki í Reykjavík, en skipið sökk skammt frá landi. Loft- varnarmerkið var gefið til þess að sópa fólki burt af götunum, en að bryggju ösluðu þrír tundurspillar og röðin af sjúkrabílum náði langt upp í bæ. Fleiri hundruð manns var ekið á hersjúkrahús, sumum hálfdauðum. —EVI. Sjónvarp kl. 21,05: Gamanmál laugardags- ins nefnist „Skál!" Þarna er Ronnie Corbett að gera hosur sínar grænar fyrir forstjóran- um. Þeir eru óneitanlega spaugilegir félagarnir Ronnie og Cyril, þótt segja megi að stundum sé leikur þeirra dálítið ýktur. — Þýðandi er Stefán Jökulsson. A.Bj. Sjónvarp kl. 20,35: ÞRIÐJA KROSSGÁTAN Á DAGSKRÁNNI í KVÖLD KROSSGÁTA SJÓNVARPSINS Sendandi Nú cr krossgátan á dagskránni aftur í kvöld. Kynnir er Edda Þórarinsdóttir og umsjónármaður er Andrcs Indriðason. Dágóður skammtur af McCartney og Wings Sjónvarp í kvöld kl. 21,30: Þegar sjónvarpið tekur loksins við sér með sýningar poppþátta þá gerir það það með glæsibrag. Fyrir nokkru var sýndur stuttur þáttur með hljóm- sveitunum Jethro Tull og Procol Harum. Á síðasta sunnudag komu fram listamennirnir Simon og Gar- funkel, David Essex, Stylistics og Sailor með spánný lög sem Öll eru mjög vinsæl þessa dagana. Og loks verður sýndur í kvöld 50 mínútna langur þáttur með hljómsveitinni Wings. „Þessi Wingsþáttur er frá brezku sjónvarpsstöðinni ITC,” sagði Björn Baldursson dagskrárfulltrúi er DB spurði hann um þáttinn. „Hann er tekinn upp í Liverpool, heimaborg Paul McCartney, og var frumsýndur ytra í árslok 1973.” í stuttu máli er söguþráður þáttar- ins sá að Paul McCártney, Linda kona hans og hljómsveitin Wings halda frá sveitasetri Pauls í Skotlandi til Liverpool til að heimsækja vini og ættingja. Meðal annars eiga þau kvöldstund á krá einni þar sem þau laka lagið ásamt kráargestum. Meðal annars leika Wings þekktustu lögin sín frá þeim tíma cr myndin var tekin upp og cinnig eru tekin fyrir nokkur lög bítlanna góðkunnu. Hljómsvcitin Wings cr eflaust öll- um af yngri kynslóðinni góðkunn. Hún var stofnuð árið 1971 af Paul og Á kránni. Paul og Linda McCartney Lindu, ásamt Jimmy og Henry McGulIoch og Dennyunum Lane og Sciwell. Fjórar stórar plötur hafa komið út með hljómsveitinni, — Wild Life, Red Rose Speedwav, Band On The Run og nú síðast Wenus and Mars. Tvær síðasttöldu plöturnar komu út eftirað fyrrnefnd- ur þáttur var tekinn upp, Enda þótt tónlist Wings teljist ekki mcð því þróaðasta sem heyrist þá er umkringd af vinum og kunningjum. hljómsveitin virt af tónlistarmönnum sem og öðrum fyrir þann frábæra árangur sem hún hefur náð á „commercial” sviðinu. Lögin eru yfirleitt auðmelt og ljúf áheyrnar ög fvrir þá sem skilja ensku eru textarn- ir oft ' hreinasta ráðgáta. Paul McCartnev gerir oft að yrkisefni smáatriði sem koma fyrir í daglegu lífi hans og gerir það á mjög frutnleg- an hátt. — A'l

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.