Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 14
14
r
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976.
■
Hraðskreiðasta herskip heims er
300 tonn og
gengur 40
Skuthreyfil'inn
má setja í lóðrctta
hvíldarstöðu
Sjávarinnsog
Hraðaskynjari
Smurolíudæh
Sjávardæla
Vatnshverfihreyfill
Það er svifskip knúið flugvélomótorum
f "
Það gerðist í
London
Núna kasta
karlarnir
klœðunum
A þessari síðu sögðum við fyrir
skömmu frá framhaldsmyndasögu í
dagblaðinu Daily Mirror, sem sýndi
unga dömu kasta af sér einni spjör á
dag þar til ekkert var eftir.
Þeir þarna á Daily Mirror vilja
greinilega gera báðum kynjunum
jafn hátt undir höfði og hafa því
hrint af stað annarri slíkri framhalds-
sögu, nú með karlmann í aðalhlut-
verki.
Varíð ykkur á
varðgœsunum!
Nú er svo komið í Englandi að
menn þurfa ekki lengur að vara sig á
varðhundunum heldur varðgæsun-
um. Gæsir virðast óðum ætla að taka
við hlutverki hundanna við varð-
gæzlu.
Fyrir stuttu lézt tíu ára piltur í
Englandi af sárum sem hann hafði
hlotið í viðureign við grimman varð-
hund, og á síðasta ári jókst tala
þeirra barna mjög sem urðu fyrir
alvarlegum sárum vegna árása varð-
hunda.
Ujn síðustu mánaðamót komu því
til framkvæmda þar í landi lög sem
banna lausa varðhunda í fyrirtækj-
um og á stórum lóðum nema með
þeim sé maður til eftirlits öllum
stundum.
Mörg stórfyrirtæki hafa af
kostnaðarsökum orðið að lóga
hundum sínum við gildistöku þess-
ara nýju laga og smáfyrirtæki, sem
spruttu upp fyrir nokkrum árum og
buðu ódýra nætúrvörzlu með hund-
um einum, hafa lagt upp laupana.
Framtíðarhorfurnar voru því ekki
bjartar þegar forstjóra eins þessara
fyrirtækja datt snjallræði í hug.
Hann mundi allt í einu eftir sögu-
sögnum um að Rómverjar hefðu til
forna notað gæsir til að vekja sig á
næturnar ef ráðizt var á borgir
þeirra.
Fyrirtækið safnaði saman hópi
gæsa og við tilraunir sýndi sig að
þeim var það leikur einn að fæla burt
óvelkomna gesti. Þegar menn gerast
óþarflega nærgöngulir skrækja gæs-
irnar óþyrmilega, berja vængjunum,
gogga af afli í fótleggi gestanna og
bíta í buxnaskálmarnar.
Fyrstu gæsirnar hafa nú verið
teknar í þjónustu nokkurra stórfyrir-
tækja. Beðið er eftir því í ofvæni að
fyrstu stigamennirnir láti sjá sig og
að gæsirnar sýni getu sína í raun.
Skilnaðar-
hringur
Nýjasta hugmyndin vestan frá
Bandaríkjunum heitir „Skilnaðar-
hringur.” Úr því að hægt var að
venja fólk á giftingarhringi hlýtur að
Cera hægt að venja það á skilnaðar-
hringi líka, núna þegar sá þáttur
hjónabandsins er orðinn síalgengari,
segja þeir hugmyndaríku.
Það er ungur hönnuður, Peter
Lindeman að nafni, sem teiknað
hefur skilnaðarhringinn. Hringurinn,
sem er úr gulli, er þannig frábrugð-
inn giftingarhring að á honum er
breið rifa fyllt mcð demöntum.
Ætlun hugvitsmannanna er sú að
hjónin fyrrverandi skiptist á hringj-
unum við hátíðlega athöfn í réttin-
um um leið og þeim er formlega
veittur lögskilnaður.
Skuggalegir
skattheimtu-
seðlar
Bretar hrukku óþyrmilega við er
þeir fengu skattseðilinn sinn sendan
núna skömmu eftir áramótin.
Á umslögunum stóð — í
örvæntingu? Sjálfsmorð? Hringdu í
þjóna kirkjunnar. Þeir geta hjálpað.
í ljós kom að af algjörri slysni hafði
þessi póststimpill kirkjunnar verið í
gangi á póstinum þegar skattseðl-
arnir fóru þar í gegn.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu
margir urðu til að leita á naðir
kirkjunnar eftir að hafa litið á inn-
heimtuseðilinn.
Dónalegur
fótbolti
Bæjarstjóri nokkur í Brasilíu
bannaði fyrir stuttu fótboltaiðkun í
bænum þar sem honum þóttu berir
og loðnir fætur knattspyrnumann-
anna siðspillandi sjón fyrir bæjar-
búana.
íbúar bæjarins Campo Grande í
norðaustur Brasilíu, sem þótti hart
að þurfa að segja skilið við þjóðar-
íþrótt sína, kvörtuðu sáran yfir þessu
furðulega uppátæki. Bæjarstjórinn
hefur nú séð sig um hönd og leyft
fótboltann á ný..með því
skilyrði þó að leikmennirnir séu í
síðbuxum.
Rándýr
yfírsjón
Fjárhagslega séð hefur síðasta ár
ekki verið gott fyrir bandaríska sjón-
varpskerfið NBC. Til að kóróna allt
saman hefur sjónvarpsstöðin nú
komizt að því að nýtt stöðvarme/-ki,
sem hún varði lygilegum 100 milljón-
um króna í að kanna, teikna og
auglýsa, er nær því nákvæmlega eins
og stöðvarmerki lítillar og afskekktr-
ar skólasjónvarpsstöðvar í einu
vesturríkjanna.
Skólasjónvarpið hafði á sínum
tíma varið 15 þúsund krónum í að
teikna merkið.
Hópferðir fyrír
sköllótta
Brezkir skallaskurðlæknar hafa
tekið eftir því að undanförnu að
sköllóttir Ameríkanar flykkjast í æ
ríkara mæli til Bretlands til að fá bót
meina sinna.
Ástæðan er sú að Bretar eru
komnir þjóða lengst í tækni sem
nefnist hárflutningur og felst í því að
flytja heilbrigð hár yfir á þann hluta
z