Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. 23 Utvarp Sjónvarp Útvarp kl. 13,15 á sunnudag: „Sjálfstœð og skapandi hugsun, er hún hornreka í skólakerfinu? ## „Ég mun fjalla um skólakerfið og að hve miklu leyti það örvar skapandi hugsun,” sagði Guðný Guðbjörnsdóttir lektor. Erindi hennar er á dagskrá út- varpsins kl. 13.15 á sunnudaginn. Þetta er fjórða erindið í erindaflokknum um uppeldis- og sálarfræði. Guðný sagði að það yrði vart farið dult með það að skólinn eflir vissa hæfileika sem mest ríður á að nemendur tileinki sér. Guðný mun víkja að ýmsu varðandi þessi mál og þá m.a. sálfræðilegum rannsóknum. RAnnsóknir þessar sýna í mörgum tilfellum að skólinn leggur ekki nógu mikla rækt við sköpunargafu nemendanna. Þetta getur komið sér mjög illa, síðar á lífsleiðinni, vegna þess hve örar breytingarnar eru í sam- félaginu. Þessir erindaflokkar á sunnudags- eftirmiðdögum eru mjög áheyrilegir og fróðlegir. Þessi mál eru mörgum skyld t.d. þeim sem eiga börn sín á skólaaldri. Fólk er því hvatt til að fylgjast með þessum erindum til að öðlast fróðleik, sem það getur örugglega fært sér í nyt. KP ' í erindinu á sunnudaginn verður fjallað um skólakerfið og þá þætti sem betur mega fara þar. ama-Miaw ^ Sjónvarp LAUGARDAGUR 21. febrúar 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Pollyanna. Brezkur mynda- flokkur, gerður eftir hinni al- kunnu skáldsögu Eleanor H. Porter. 2. þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Krossgáta III Spurningaþátt- ur með þátttöku þeirra sem heima sitja. Kynnir Edda Þór- arinsdóttir. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. 21.05 Nei, ég er hérna. Brezkur gamanmyndaflokkur. Aðalhlut- verk Ronnie Corbert. Skál.! Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.30 James Paul McCartney, eiginkona hans, Linda, og hljóm- sveitin Wings syngja og leika ný og gömul lög, þar á meðal syrpu af bítlalögum. Þýðandi Jón Skaptason. 22.20 Otley. Brezk gamanmynd frá árinu 1969. Aðalhlutverk Tom Courtenay og Romy Schneider. Hrakfallabálkurinn Otley er í húsnæðisleit. Hann fær inni hjá kunningja sínum, sem er myrtur sama kvöld, og því lendir Otley í alls kyns raunum. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 23.45 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 22. febrúar 18.00 Stundin okkar. Fyrst er mynd um Largo, en síðan sýnir stúlka úr Fimleikafélaginu Gerplu fim- leika. Sagt verður frá Rósu og bræðrum hennar, sem búa á Spáni. Tveir strákar leika saman á gítar og munnhörpu, og loks verður sýndur síðasti þátturinn um Bangsa, sterkasta björn í heimi. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Það eru komnir gestir. Magnús Bjarnfreðsson ræðir við tvo fyrrverandi stjórnmálamenn, Eystein Jónsson og Hannibal Valdimarsson, sem m.a. rifja upp minningar frá misvindasömum ferli. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 Borg á leiðarenda, Lúpó fær vinnu, en Klöru líkar ekki vistin á vinnustaðnum og vill fara til Rómar, og leggja þau af stað þangað. Faðir Klöru hefur lýst eftir þeim, og lögreglan finnur þau á förnum vegi. Á síðustu stundu tekst Klöru að strjúka frá föður sínum og enn halda þau áfram ferð sinni. 3. þáttur. Þýð- andi Jónatan Þórmundsson. 22.30 Leyfileg manndráp^ Brezk fræðslumynd um skaðsemi reyk- inga. Þýðandi Gréta Hallgríms. Þulur Ólafur Guðmundsson. 22.55 Að kvöldi dags. Séra Páll Þórðarson sóknarprestur í Njarð- vík flytur hughugvekju. 23.05 Dagskrárlok Dag- Pétur 'Q Utvarp LAUGARDAGUR 21. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. dag- bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá” (6). Tilkyningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óska- lög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir. Umsjón: Jón Ás- gcirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan. Björn Baldursson kynnir dagskrá út- varps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. íslenzkt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 í skipalest yfir Atlantshaf. Valgeir Sigurðsson ræðir við Baldvin Sigurðsson frá Garði í Aðaldal um siglingar á stríðsárun- 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.45 Minningartónleikar og erindi um Inga T. Lárusson tónskáld. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. skrárlok. SUNNUDAGUR 22. febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurgeirsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Guðsþjónusta í Hallgríms- kirkju á vegum Hins ísl. biblíu- félags. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Erindaflokkur um uppeldis- og sálarfræði. Sjálfstæð og skapandi hugsun; er hún hornreka í skólakerfinu? 15.00 Þorskur á þurru landi. Drög að skýrslu um sölu á hraðfrystum físki í Bandaríkjunum Norður- Ameríku. 2., þáttur: 15.00 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Árni í Hraunkoti” eftir Ármann Kr. Einarsson. VIII. og síðasti þáttur: 17.10 Létt-klassísk tónlist. 17.40 Útvarpssaga barnanna: 18.00 Stundarkorn með hollenzku söngkonunni Elly Ameling, 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 ”Hjónakornin Steini og Stína,” gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Annar þáttur. 19.45 Sinfónía nr. 2 eftir Aram Katsjatúrjan. 20.30 íþróttir og fjölmiðlar. 21.15 íslenzk tónlist. á. Ingvar Jónasson leikur á víólu lög eftir íslenzka höfunda; Guðrún Kristinsdóttir leikur með á píanó. b. Gunnar Egilson og Rögnvald- ur Sigurjónsson leika Sónötu fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Þórarinsson. 21.45 „Geymd stef en gleymd” 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Utvarpið annað kvðld kl. 19,25: „Hjónakornin Steini og Stína" Blaðamaður: „Nú ert þú orðinn leikritaskáld?” Svavar Gests: ,Já, ég var að frétta það.” Blaðamaður: „Þú hefur kannski skrifað mikið af slíkum bókmenntum áður?” Svavar Gests: ,Ja, ætli þetta séu ekki orðin ein þrjátíu eða fjörutíu verk.” Blaðamaður: „Maður hefur samt lítið séð nafnið þitt í þessu sambandi. Hvað kemur til?” Svavar Gests: „Það er bara af því að aðrir hafa sett stafína sína undir verkin.” Blaðamaður: „Hefur þetta leikrit verið í bígerð lengi?” Svavar Gests: ,Já, mikil ósköp, ég er búinn að ganga með í langan tíma. Mörg ár.” Blaðamaður: „Og hvað varð til þess að þetta fór af stað?” Svavar Gests: „Það varð að sam- komulagi við forráðamenn útvarps- ins að taka leikþætti eftir mig núna eftir áramótin. Eins og þið vitið vantaði eitthvað strax á eftir leik- þáttunum „Bein lína”, þar var jú raunar bara einn aðalleikari. Hjá mér eru þeir oftast tveir. Þau Steini og*Stína. Stundum eru fleiri.” Blaðamaður: „Er þetta framhalds- leikrit?” Svavar Gests: „Nei, nei, ég bý þetta bara til jafnóðum. Þetta á að vera alveg nýtt af nálinni þegar það kemur fyrir áheyrendur. Sem sagt atburðir líðandi stundar.” Blaðamaður: „Hvers konar fólk eru þau Steini og Stína?” Svavar Gests: „Þetta eru bara svona venjuleg hjón. Þessi þáttur núna fjallar um það þegar Steini kemur til vinnu sinnar og það stendur til að ráða sendiferðabíl- stjóra fyrir fyrirtækið. Nú, svo hringir Stína til hans. Þú veizt, eiginkonurn- ar þurfa stundum að hringja í menn sína í vinnuna. Þegar Stína heyrir að það eigi að ráða bílstjóra kemur í ljós að hún á ættingja, sem hún telur að passi alveg í starfið. Ef ég segi meira frá þessu verður leikritið allt í Dag- blaðinu svo ég segi ekki meira.” Blaðamaður: „Við eigum enga mynd af þér, megum við ekki senda ljósmyndara til þín. Þú mátt samt ekki vera uppstilltur. Svavar Gests: „Nei, góða bezta. Ég skal standa á haus.” EVI Sjónvarpið ó sunnudagskvöld kl. 20,35: ,Það em komnir gesttV Eysteinn og Honnibol r'rfja upp minningar fró misvindasömum ferfi „Það er rætt um allt mögulegt og vaðið úr fortíð í nútíð. Báðir þessir menn eru náttúrlega heill hafsjór af fróðleik. Auðvitað berst talið að stjórn- irrá^um og stjórnmálamönnum en vafa- laust hefðu umræður snúizt á annan veg ef þátturinn hefði verið tekinn upp nýlega, en hann var tekinn upp um áramót.” Þetta sagði Magnús Bjamfreðsson sem ræðir við tvo fyrrverandi þingmenn og flokksforingja, þá Eystein Jónsson og Hannibal Valdimarsson í þættinum „Það eru komnir gestir.” Þeir Eysteinn og Hannibal eiga ótal áhugamál og eru ekki af baki dottnir með að sinna þeim, þótt aldur færist yfir. Hannibal býr á vaxandi fjárbúi í Selárdal en Eysteinn er formaður Náttúruverndarráðs og mikill áhuga- maður um þau efni. Hann stundar ferðalög og skíðaferðir af miklu kappi. Það verður áreiðanlega fróðlegt að opna fyrir skjáinn í kvöld. -EVI Magnús Bjarnfreðsson ræðir við tvo fyrrverandi stjómmálamenn, þá Eystein Jónsson og Hannibal Valdimarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.