Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 4
4 NÝJA BÍÓ 99 44/100 DAUÐUR . ÍSLENZKUR TEXTI Hörkuspennandi og viðburðahröð ný, sakamálamynd í gamansömum stíl. Tónlist HENRY MANCINI. Leikstjóri JOHN FRANKENHEIMER. Aðal- hlutverk: Richard Harris, Edmund 0’Haraf Ann Turkel^Chuck Connors. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 8 BÆJARBÍÓ Halnarf'irði. Sími áOlH L Óbyggðirnar kalla Spennandi og fögur litmynd, byggð á sígildri sögu eftir Jack London. Aðalhlutverk: Charlton Heston ÍSLENZKUR 1 EXTl Sýnd kl. 5, 8 og 10. *-----------------> HAFNARBÍÓ Spyrjum að leikslokum Afar spennandi og viðburðarík banda- rísk Panavision litmynd eftir sögu Alistair McLcan, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. ANTHONY HOPKINS NATHALIE DELON. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og lj.15. 8 LAUGARASBIO 8 frumsýnir Janis Mynd um feril og frcegð hinnar frægu poppstjörnu Janis Joplin. Sýnd kl. 5, 7 og 11. Ókindin Sýnd kl. 9. Síðasta sýningarvika. Dagblaðið er smó- auglýsinga- blað l GAMLA BIO Shaft enn á ferðinni Æsispennandi og vel gerð ný, bandarísk sakamálamynd. Músík: Isaac Hayes Aðalhlutverk: Richard Roundtree ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 14 ára. Hrói höttur sýnd kl. 3. Aðeins sýnd um helgina Óskarsverðlaunamyndin Guðfaðirinn 2. hluti Ejöldi gagnrýnenda lelnr þessa mvnd belri en fyrri hlulann. Uezt að hver dæmi fyrir sig. Lcikstjóri: FRANCIS FORD CORPOLA. Aðalhlutverk: AL PACINO, ROBERT DE NIRO, DIANE KEATON, ROBERT DUVALL ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum. Flækkað verð. Sýnd kl. 5 og 8.30. Síðasta sinn. ATH. breyttan sýningartima. 8 STJÖRNUBÍÓ 8 Bræður á glapstigum ÍSLENZKUR TEXTI Afarspennandi ný, amerísk sakamála- kvikmynd í litum. Leikstjóri. Jack Starrett. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Frederich Forrest, Margot Kidder. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Að kála konu sinni (How to murder your wife) Nú höfum við fengið nýtt eintak af þessari hressilegu gam^nmynd, með Jack Lemmon í essinu sínu. Aðalhlutverk: Jack þemmon, Virna Lisi, Terry-Thomas. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. 8 AUSTURBÆJARBÍÓ Sænsk kvikmyndavika Sjö stelpur Sýnd kl. 9 8 Hvítur veggur Sýnd kl. 7 Hnefafylli af ást Sýnd kl. 4. Bönnuð innan 16 ára. Miðasala frá kl. 2 STIGAHLlÐ 45 SÍMI 38890 Seljum út köld veizluborð, einnig hrósalat, franskar kartöflur, sósur o. fl. v Byggðaþróun í Hveragerði ó JC-fundi í dag: NÚ FÁ BÖRNIN LEIKVELLI, - EKKI BARA EINN HELDUR TVO Börnin í Hveragerði eiga von á góðu, þau fá ekki bara einn leikvöll, heldur tvo. Verða þeir sinn í hvorum hluta þorpsins. Junior Chamber- menn munu í dag afhenda hrepps- nefnd Hveragerðis líkön að leikvöll- unum og með þeim framkvæmda- og fjárhagsáætlanir. Einnig mun JC gefa eitt leiktæki á hvorn völl. Munu leikvellir þessir verða nýstárlegir mjög og með öðrum hætti en áður hefur gerzt hér á landi. Hönnun hefur Gestur Ólafsson arkitekt séð um. JC er félagsskapur ungra manna: sem vilja bæta og breyta í sínum heimabæ. Boða þeir JC-menn í dag til almenns borgarafundar kl. 14, en þar verður tekið fyrir efnið „Maðurinn og umhverfi hans”. Verða fluttar 6 framsöguræður; um leikvallamál, skrúðgarðamál, um- hverfísmál, atvinnumál, menningar- og siðferðilegt umhverfi barna og unglinga og heilbrigðismál. —JBP— Stolið úr peningaskóp í Mýrarhúsaskóla ~ ^ Allmikið innbrot var framið í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi að- faranótt miðvikudagsins. Farið var í bókasafn Seltjarnarness og stolið þaðan skiptimynt. Að svo búnu hefur þjófurinn eða þjófarnir lagt leið sína í peningaskáp skólans. Þaðan náðu þeir 80—100 þúsund krónum sem höfðu komið inn fyrir miðasölu að leikritinu Inúk. Happ- drættisskuldabréf að verðmæti 27.000 krónur voru skilin eftir. Það furðulegasta við þetta mál er að peningaskápurin hefur að öllum líkindum verið opnaður með lykli. Fyrir tveimur árum var einnig brot- izt inn í Mýrarhúsaskólann og stolið þaðan lyklum, þar á meðal að pen- ingaskápnum. Þjófurinn hefur því< beðið með að nota þann feng þangað til hann vissi að verðmæti væru geymd í peningaskápnum. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur málið til meðferðar. Þar vildu menn ekkert segja um málið í gær. —ÁT— Skipaður prófessor Bragi Árnason hefur verið skipaður prófessor við verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands. Forseti íslands skipaði hann í stöðuna að tiilögu menntamálaráðherra. STJÓRN LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS: ÞORSTEINISVARAÐ Dagblaðið birtir þann 13. febr. sl. grein eftjr Þorstein Thoraren- sen rithöfund. Grein þessi er rætinn- óhróður í garð íslenzkra lækna og í henni eru fjarstæðukenndar fullvrðingar urn Iaun og starfskjör héraðslækna Vill stjórn Lækhafélags íslands af þcs.su tilefni taka fram eftirfarandi: L Föst mánaðarlaun héraðslækna frá ríkissjóði eru í dag kr. 110.723.- EKKI kr. 200.000. 2. Grcinarhöfundur segitc ómögulegt að geta sér til um, hvar felist greiðslur fyrir alls kyns Ýaktir og næturstörf. Hið rétta er i\ö fyrir hvern vaktmánuð eru greiddar kr. 48.095.- í hvert hcilsugæzluumdæmi, sem skiptist milli þcirra lækna, sem vaktir taka. 3. Greinarhöfundur talai um 400' þús. kr. í lckjur á mánuði frá sýslusamlagi og aðrar 400 þús. fyrir „einkapraksís”. Hér gætir þess grundvallarmisskilnings að tekjur héraðslækna, af því sem greinar- höfundur kailar cinkapraksís, fari ckki í gegnum sýslusamlag. Hið rétta er að sjúklingur greiðir nú kr. 100.- fyrir hverja komu til héraðslæknis, en samlag eftirstöðvar samkvæmt gjald- skrá sem um er samið við Tr>gginga- stofnun ríkisins. Mun láta nærri að hluti samlags sé á bilinu 70-80% af heildarfjárhæðinni. Fjárhæðir þessar eru mjög mismunandi og eru aðal- lega háðar fólksfjölda í hcraði og vinnuálagi læknisins. Getgátur um 800 þúsund króna AL^KATEKJUR á mánuði eru fjarstæðukenndar. 4. Greinarhöfundur talar um fría íbúð og 300 þús. krónur í bif- reiðastyrk á ári. Það er rétt að sumir héraðslæknar búa í húsnæði sem ríkissjóður á, en gegn greiðslu á húsaleigu, samkvæmt reglugerð um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins nr. 104/1970 sem gildir einnig fyrir ýmsa aðra embættismcnn, svo sem presta og sýslumenn.Bifrciðastyrkir til lækna eru óþekkt fyrirbrigði. 5. Fari læknir í orlof falla allar greiðslur til hans niður nema föstu Iaunin, kr. 110.723.- á mánuði. 6. Upplýsingar um tekjur lækna eru aðgengilegar hjá opinberum aðilum eins og ríkissjóði, sjúkrasamlögum, Tryggingastofnun ríkisins og sjúkra- stofnunum. Hluta sjúklings, sem greinarhöfundur nefnir einkapraksís, er mjög auðvelt að áætla út frá fyrrnefndum greiðslum. Tölur um tekjur hinna ýmsu stétta fyrir sl. ár liggja ekki fyrir cn samkvæmt októberhefti Hagtíðinda 1974 voru meðallaun lækna á árinu 1974, þ.m.t. laun maka, kr. 2.759.000. Sætir því furðu að greinarhöfundur skuli ekki kynna sér tiltæk gögn um tekjur lækna áður en hann lætur slík skrif frá sér fara, vilji hann á annað borð láta taka mark á skrifum sínum. Gagnrýni á heilbrigðiskerfið á vissulega rétt á sér en gera verður þá kröfu til þeirra sem um þau mál skrifa að það sé gert á málefnalegum grundvelli og að þeir hirði um að kynna sér fyrirliggjandi staðreyndir. 7. Öðrum rangfærslum og dylgjum í garð íslenzkra lækna sér stjórn Læknafélags fslands ekki ástæðu til að svara að sinni, enda vandséð hvaða hvatir liggja að baki greininni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.