Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976.
MMBIABW
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,. Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: MárE. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Sendum reikning
Erlend ríki hafa áratugum og öldum
saman hagnýtt sér íslandsmið án sam-
þykkis okkar og án þess að greiða okkur
auðlindaskatt. Eins og staðan er nú
orðin í landhelgismálinu er orðið tíma-
bært að fara að útbúa reikninga og
senda að minnsta kosti brezku ríkis-
stjórninni einn slíkan upp á nokkur hundruð milljarða
króna.
Það gæti reynzt erfitt að innheimta slíkan reikning.
En hann hefði eigi að síður töluvert áróðursgildi, því að
hann auglýsti skaðann, sem brezkir togarar hafa valdið
okkur og valda enn. Jón Sigurðsson forseti notaði
hliðstætt vopn gagnvart Dönum á sínum tíma og fékk
raunar íslendingum til handa nokkrar skaðabætur fyrir
nýlendukúgun þeirra.
Jafnsjálfsagt er fyrir-okkur að tilkynna Bretum, að
við munum senda þeim skaðabótakröfur fyrir veiðar
þeirra innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar og einkum
þó fyrir veiðar þeirra á ókynþroska smáfiski á alfriðuðu
svæði.
í öllum þeim samningum, sem við kunnum að eiga
eftir að gera við erlend ríki um veiðar innan 200 mílna
fiskveiðilögsögunnar, eigum við að gera kröfu til auð-
lindaskatts, leigugjalds fyrir afnot þeirra af íslenzku
efnahagssvæði. Þetta kynni að gera samninga torsóttari,
en alténd auðveldaði það viðsemjendum okkar að slá af
kröfum sínum gegn afslætti okkar af kröfum okkar um
auðlindaskatt.
Einar Ágústsson utanríkisráðherra vék lítillega að
þessu í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í haust. Hann sagði þar: „I stað þess að berjast
gegn hugtakinu um efnahagslögsögu, ættu þessi ríki að
láta sér nægja, ef þau þurfa ekki að greiða skaðabætur
fyrir þau geysilegu auðæfi, sem þau hafa tekið úr
þessum auðlindum hingað til.
Hins vegar var framsetning Einars ekki nógu ákveð-
in. Og ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að halda
vakandi kröfunni eða hótuninni um auðlindaskatt og
skaðabætur. Þetta eru mistök, því að gild rök er unnt að
færa fram fyrir slíkri kröfu. Hún er innlegg í málið, þótt
hún leiði ekki til fjárhagslegs ávinnings.
Ríkisstjórnin verður alltaf að hafa vakandi augu á
taflstöðu sinni í deilum sínum um landhelgina við
erlendar ríkisstjórnir. Ef hún getur með góðum leik
ógnað á einum stað taflborðsins, hefur það áhrif á
stöðuna í heild og getur veikt varnir andstæðinganna á
öðrum stað.
Ríkisstjórnin leikur ekki nógu sterkjum leikum á
taflborði landhelgisdeilunnar. Hún sagðist á sínum
tíma ætla að slíta stjórnmálasambandi við Breta, en
heyktist lengi á framkvæmdinni. Og hún hefur ekki
þrýst nægilega mikið á málið á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins. Loks hefur hún, eins og hér er til
umræðu, ekkert gert í því að vekja athygli á hinum
mikla skaða, sem erlendir aðilar hafa valdið íslands-
miðum.
Úr öllu þessu er unnt að bæta enn. Ríkisstjórnin þarf
bara að herða upp hugann, láta af feimni sinni við
erlenda ráðamenn og fara að tefla af hörku skák okkar
um efnahagslega framtíð þjóðarinnar.
Jórdanir
horfaá
ísraelskt
sjónvarp
r
Mörg sjónvarpsloftnetanna sem
standa á húsþökum í Amman,
höfuðborg Jórdaníu, eru óvenjulega
há. Ástæðan er sú‘ að Jórdanir vilja
m.a. geta séð sendingar ísraelsku
sjónvarpsstöðvarinnar í Jerúsalem í
aðeins 80 km fjarlægð.
Það gæti virzt óþjóðholl afstaða
fyrir Jórdani, sem telja sig gegna
sérstöku hlutverki í deilum landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs, að horfa á
bandaríska sjónvarpsþætti á borð við
„Kojak” (Leynilögregluþáttur á borð
við McCloud og Colombo) og
„Hawaii 5-0”, sem fjallar um
ævintýri fimm ungmenmna á
Hawaii.
Ekki ótryggð við
málstað Araba
Jórdanir neita því að sjónvarpsfíkn
þeirra sé merki um ótryggð þeirra við
málstað Araba. Jafnframt
viðurkenna þeir að hlutverk þjóðar
þeirra í dei lunn.i þar suður frá verði
æ þýðingarminna.
Það kom berlega í ljós nýlega
þegar upp kom stjórnarskrárleg deila
í landinu. Hussein konungur, sem
aðeins er fertugur að aldri, og stjórn
hans gátu fundið lausn á vandanum.
E.f ekki hefði tekizt eins vel til og raun
varð a hefði vandamálið getað haft
stórskaðleg áhrif á ástand mála í
Miðausturlöndum.
Deilan snerist um landræmu á
vesturbakka Jórdanár, sem
ísraelsmenn tóku af Jórdönum fyrir
níu árum, í sex daga stríðinú.
Bitbein ísraels,PLO
og Jórdaníu
Á vesturbakka árinnar búa
aðallega Palestínumenn. Togað er í
land þeirra frá þremur hliðum:
ísraelsmenn stjórna landinu,
Jórdanir gera kröfu til þess og
Frelsishreyfing Palestinu (PLO)
sömuleiðis.
Á leiðtogafundi Arabaríkja í
Rabat 1974 fellust Jórdanir á
samkomulag sem þar var gert um að
PLO væri eini löglegi fulltrúi allra
Palestínuaraba,- þar á meðal þeirrar
hálfu milljónar, sem býr á vestur-
bakka Jórtianár.
Þrátt fyrir ákvæði samkomulagsins
leysti jórdanska stjórnin upp neðri
deild þingsins, en helmingur sextíu
þingmanna deildarinnar er frá
vesturbakkanum. Samt sem áður
heldur jórdanska stjórnin ná'nu
sambandi við íbúana þar, greiðir til
dæmis öll laun embættismanna og að
hluta kostnað við stjórnarreksturinn.
Klókindi konungs
Nýjar kosningar til neðri
deildarinnar átti að halda í marz
næstkomandi. Hussein konungur
horfðist í augu við viðkvæmt vanda-
mál: með því að halda kosningarnar
hefðu Palestínumennirnir fyrst við.
Með því að halda kosningarnar
einungis á austurbakka Jórdanár,
sem tilheyrir Jórdaníu, væri opin leið
fyrir ísraelsmenn að halda því fram
að stjórnin í Amman hefði afsalað
sér tilkalli til vesturbakkans.
Leiðin, sem konungur valdi, var
úthugsuð og gat ekki valdið minna
fjaðrafoki.
Hann kvaddi þing saman — en
aðeins til eins fundar. Á þeim fundi
HEITT í K0LUM
ÞÝZKRA HÁSKÓLA
í Miinchen og öðrum
háskólaborgum í Vestur-Þýzkalandi
er síður en svo að stúdentaóeirðir og
mótmæli séu úr sögunni þó ekki séu í
sama mæli og vorið ’68, þegar
óánægðir stúdentar um Evrópu alla
risu upp og kröfðust betrumbóta í
hinum steinrunnu stofnunum. Enn
er langt í frá að kennarar og
stúdentar séu samlyndur hópur, því í
alls kyns útistöðum eiga stúdentar,
aðallega í formi lögbanna og mál-
sókna af hálfu þeirra kennaranna.
Ekki alls fyrir löngu var undir-
ritaður staddur í undirrétti
Múnchenborgar þar sem taka átti
fyrir málið nr. 1739, stjórn háskólans
í Múnchen geng fjórum stúdentum
fyrir meint brot á friðhelgi húsa og
stofnana (Hausfriedensbruch). Var
ég ekki fyrr mættur á staðinn en
réttarverðir gengu að mér og spurðu
hvort ég væri ekki áreiðanlega einn
hinna ákærðu, því þeir ættu að
ganga annars staðar inn í réttar-
salinn. Sá misskilningur var leið-
réttur fljótlega og brátt hófust réttar-
höldin. Dómarinn var fyrir enda
salarins með Krist á krossinum sér til
vinstri handar og réttarskrifarann til
r
Afdráttarlaus ofstoða
Það hefur glögglega komið fram,
nú um nokkurt skeið, að þeim fjöl-
mörgu sem fylgja Sjálfstæðisflokkn-
um að málum, finnst sem hin styrka
stjórn á flokknum, sem áður var afi
hans og aðalsmerki, og forsenda þess
trausts og fylgis, sem hann hafði, —
hafi nú að einhverju leyti bognað,
látið undan, meir en góðu hófi
gegnir.
Það er því ekki að ástæðulausu, að
sá er þetta ritar lætur til leiðast fyrir
beiðni fjölmargra aðila, — sem sann-
anlega fylgja Sjálfstæðisfiokknum að
málum, en ekki eiga aðgang að
mönnum eða málgögnum sem til
þyrfti, —að koma á framfæri nokkr-
um athugasemdum fyrir hönd
þeirra, sem finnst að nokkuð skorti á
styrka forystu í röðum hægri manna.
Þar sem undirritaður fyllir þann
hóp fólks, er styður Sjálfstæðisfiokk-
inn, en finnst tímabært, að nú sé
snúið við blaði til harðari andstöðu
víð vinstri öfiin í landinu, varð hann
fúslega við þeim tilmælum að hafa
forystu um að koma sjónarmiðum
þess á framfæri, ef það mætti verða
til þess að styrkja þá forystu, sem svo
sjálfsögð er í röðum hægri manna.
Svo mjög hefur sterka forystu skort
um árabil, að sá flokkur, sem staðið
hefur næst hugmyndafræði hægri
sinnaðra kjósenda er næsta veikur
fyrir í mörgu tilliti, og hefur ekki
virkjað krafta þeirra einstaklinga,
sem umfram aðra hafa sýnt afburða
framtak og forystuhæfileika.
Margt ber til, en helzt eru orsak-
irnar þær, að annars mikilhæfum
fyrrverandi forystumönnum fiokksins
yfirsást að byggja hann upp á þann
veg, að innan hans væri jafnan til-
tækur samhæfður hópur einbeittra
óg fylginna starfskrafta, sem tefia
mætti fram, jafnskjótt og kringum-
stæður krefðust.
Sjálfstæðisfiokkurinn hefur eins og
kunnugt er goldið mikið afhroð og
tilfinnanlegt. Mætir menn og mikil-
hæfir hafa ýmist fallið frá eða orðið
að hverfa úr forystu, án fyrirvara.
Með sviplegu fráfalli eins mikilhæf-
asta foringja fiokksins og íslenzkra
stjórnmála á síðari árum, var höggv-
ið það skarð í flokkinn, sem ekki tókst
að fylla, nema til skamms tíma. Mis-
tök í að hafa ekki byggt upp fleiri
samhæfða starfskrafta sögðu til sín.
Undansláttur og frávik frá stefnu
fiokksins var í eina tíð ekki aðals-
merki hans, heldur var festa og ein-
beitni látin sitja í fyrirrúmi þess
fiokks, enda stjórnvölur mannaður
einbeittum fiokksmönnum.
Styrkur eins stjórnmálaflokks felst
ekki einvörðungu í ráðstefnuhaldi
eða í fjölda klúbbfunda, einkum ef
viðfangsefni slíkra ráðstefna eða
klúbbfunda er að meirihluta mál,
sem ekki samrýmast þeirri stefnu-
mótun, sem viðkomandi flokkur
hefur lýst ýfir. Það er t.d. fráleitt að
hugsa sér, að Sjálfstasðisfiokkurinn
eigi að vera í forsvari fyrir óraunhæf-
um félagsmálastefnum eða félags-
hyggju sem tröllríður hverju sveitar-
og bæjarfélagi í þessu landi, að
undirlagi kommúnista og vinstri afl-
anna, einhvers konar misskildum
„samhjálparaðgerðum”, sem verða
til þess að letja einstaklingsframtak
fólks, sem ávallt er reiðubúið að
kreljast samhjálpar og aðstoðar, að
því tilskildu, að „aðrir borgi
brúsann”
Þannig finnst mörgum, að Sjálf-
stæðisfiokkurinn sé ekki um þessar
mundir það hreyfiafl einstaklings-
/