Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 9
New York — höfuðborg heimsins eins og hún hefur stundum að und- anförnu verið nefnd. Þar er hið iðandi líf nýja heimsins, miðstöð lista og hvers kyns menningar. Þangað sækja milljónir manna árlega hvaðanæva að úr heiminum. Þangað stefna risaþotur tuga flugfélaga og flugfélagasamsteypa. Og slík er um- ferð þeirra að þoturnar eru oft í biðröðum yfir Kennedy-flugvelli á Long Island og bíða færist ýmist eftir lendingu eða flugtaki. Á árinu 1975 ferðuðust 262.203 farþegar milli Evrópu og Ameríku með vélum Flugleiða. Annaðist félag- ið fiutning 3,5% allra farþega sem yfir hafið fóru. Sætanýting í íslenzku fiugvélunum á þessari leið var með því bezta sem gerðist í þeim efnum hjá öllum fé- lögunum er yfir hafið fljúga eða 77,5% yfir allt árið 1975. Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. Já, Kennedy-fiugvöllur er ævintýri út af fyrir sig í ævintýralandinu. Þar eru fyrstu kynni margra af banda- rískri grund. Þar er upphaf ævintýr- anna fyrir þá, sem í heimsókn koma til Bandaríkjanna og þar er upphaf og endir ferða Bandaríkjamanna hvert sem þeirra leiðir kunna að •'ggja- Á þessu höfuðbóli flugsamgangna kennir margra grasa. Þar eiga fiug- liðar og starfsfólk ótal fiugfélaga bækistöðvar. Þar á ísland líka sitt andlit í veglegri og fjölfarinni bæki- stöð Loftleiða. Loftleiðir — eða kannski réttara -sagt Flugleiðir —: eru í 10. sæti á lista yfir þau fiugfélög sem farþega flytja yfir Norður-Atlantshaf milli Evrópu og Ameríku. Tuttugu fiugfélög bítast 297 leggja upp í fiugferð frá vellin- um. En farþegafjöldinn skiptist engan veginn jafnt milli allra daga ársins. Þegar mest hefur á gengið í afgreiðsl- um Loftleiða á Kennedy-velli komu sama daginn fjórar fiugvelar full- skipaðar farþegum. Hver þeirra tekur 249 farþega. Komu því mestu annadagana 996 farþegar til vallar- ins. Jafnmargir fóru sömu daga. Starfsfólk afgreiðslunnar á Kennedy-velli afgreiddi því og lið- sinnti 1992 farþegum þessa anna- mestu sólarhringa. En auk farþegafjöldans, sem sinna þarf, er mikið starf og sívaxandi unnið í sambandi við flutningadeild. ‘Á tímabilinu frá janúar til nóvember 1975 fluttu vélar félagsins 946 tonn af varningi til Kennedy-vallar en þaðan fiuttu þær vítt um heim 1317 tonn alls kyns flutnings. Góð aðstaða Loftleiðir hafa komið sér upp ágætri aðs.töðu til farþegaafgreiðslu á Kennedy-velli. Oft er þar þó þröng á þingi, og mikið gengur á um háannatímann og þegar annir eru mestar eins og áðurnefnda „topp- daga” þegar tæplega 2000 manns þurfa afgreiðslu sama sólarhringinn. Á götuhæð í austurálmu farþega- afgreiðslu þessa risastóra flugvallar hafa Loftleiðir rúmgott afgreiðslu- herbergi með fjölda afgreiðsluborða. Þar þurfa 250—500 farþegar að fá afgreiðslu sinna mála á skömmum tíma. Vigta þarf mörg hundruð tösk- ur og pinkla og sjá um að farþegar hafi tilskilin ferðaskilríki. Þetta getur gengið misjafnlega gagnvart misjöfn- um farþegum sem gera mismiklar kröfun og eru misjafnlega stirðir í umgengni. En hjá Loftleiðum virðist valið afgreiðslufólk í hverju sæti og vinnuhraðinn er geysilegur þó vinnu- álagið sé á stundum gífurlegt. Ur þessum afgreiðslu- eða mót- tökusal fara farþegar í rúmgóðan biðsal á annarri hæð. Þar eru farþeg- ar í raun komnir allt að því út úr landinu. En biðin þar getur orðið nokkur og úr þessum sal er innan- gengt til veitingasala og annarra hvíldarsala fiugstöðvarbyggingarinn- ar. Afgreiðslufólkið er vart búið að anna þeirri törn að taka á móti öllum þeim farþegum sem eru á leið frá Bandaríkjunum þegar fiugvélin eða flugvélarnar koma að heiman frá ís- landi fullskipaðar farþegum. Fyrir þeim verður einnig að greiða og aðstoða á ýmsan hátt. Það starf getur orðið fiókið og vandasamt — en allt er það leyst af hendi með bros á vör. Mig grunar þó að stundum sé erfitt að brosa, þó gert sé, því vandamálin geta oft verið ærið fiókin og erfið. Endalaus fólksstraumur Baldvin Berndsen sagði að aðal- annatíminn á flugafgreiðslunni væri frá kl. 6—9.30 síðdegis, ef allt er með felldu. Á þeim tíma eru farþegar afgreiddir bæði út og inn og sem fyrr segir í mörgu að snúast. Á þessum tíma er aðalannatíminn í flug- stöðvarbyggingunni og straumui farþega út og inn virðist endalaus. Allar deildir Loftleiða vinna sam- stilltu átaki að því að farþegaaf- greiðslan gangi sem greiðlegast og ljúfast fyrir sig. Þetta er oft erfitt hlutverk. Völlurinn hefur oft þótt erfiður viðfangs óvönum farþegum. En yfirvöld vallarins hafa tekið höndum saman við öll flugfélög sem á honum starfa um að reyna að leysa og korha í veg fyrir allt það amstur farþega sem er samfara far- þegaflugi nú á dögum. Að slappa af En eins og starfsfólkið á sína anna- tíma, þegar það vinnúr með tvöföld- um eða þreföldum hraða, þá á það einnig sínar hvíldarstundir. Stund- um geta það líka verið leiðinlegar biðstundir eftir vél sem seinkað hefur vegna óveðurs yfir hafinu eða af öðrum ástæðum. Þessar stundir notar Loftleiða- fólkið sér til skemmtunar og lætur sér ekki leiðast . með því að horfa í gaupnir, sér. Þá er gripið til tafl- mennsku eða jatzy-teninganna. Þetta tvennt hefur stytt margan biðtím- ann og breytt honum í ánægjustund. Kynntist ég þessu lítillega og í bak- sölum móttökusalar lenti ég í hörðu skákeinvígi við einn starfsmannanna. Á meðan heyrði ég jatzy-teningana skoppa á borði, hlátrasköll og skemmtilegheit. Það var ekkert verk- efni að leysa þá stundina, nema eitt og eitt símtal sem afgreitt var ljúf- manrilega. En þetta fólk, sem kann að „spretta úr spori” þegar á þarf að halda og leysa ólík vandamál, kann líka þá list að slappa af og fara ekki á taugum þó eitthvað út af beri. Með elskulegheitum og ljúfmannlegri framkomu hefur starfsfólkið á þess- um stað vakið athygli og fengið lof. Það á vissulega sinn sterka þátt í andliti íslands í höfuðborg heimsins. AST. Sjð deildir Stöðvarstjóri Loftleiða á Kennedy fiugvelli er Baldvin Berndsen. Á ferð um flugvöllinn fyrir skömmu átti ég þess kost að ræða stuttlega við Bald- vin um umfangsmikinn rekstur Loft- leiða í New York. Deildir Loftleiða á Kennedy- fiugvelli eru sjö talsins: fiutninga- deild, umboðsdeild, viðhaldsdeild fiugvéla, viðhaldsdeild bifreiða, vara- hlutainnkaup, farþegaþjónusta og af- greiðsla. Sjötíu og fjórir fastráðnir starfsmenn vinna þar fyrir félagið, en að sumarlagi þegar farþegafjöldinn er mestur bætast allt að ellefu manns í hóp starfsfólksins. Það er rólegt þessa stundina í móttökusalnum á jarðhæð. Þarna verða oft biðraðir við hvert afgreiðsluborð. Milli hæða skreytir listaverk Nínu Tryggvadóttur einn vegginn. um farþega á pessari leið og sam- keppnin er mikil og hörð. Loftleiðir skipuðu einnig 10. sæti þessa lista árið 1974, en hlutfall fé-‘ lagsins í farþegafjöldanum á þessari leið batnaði aðeins á sl. ári. Miklar annir Þegar ég ræddi við Baldvin um miðjan desember lágu fyrir tölur um annirnar hjá flugafgreiðslu Loftleiða á Kennedy-velli á þessu ári til nóvemberloka. Pa noiou 97.548 far- þegar komið með vélum félagsins til vallarins, en 99.443 farþegar farið með vélunum frá Kennedy-veíli. Ef fundið er meðaltal fyrir hvern dag ársins kemur í ljós að 292 farþegar koma á hverjum einasta degi og aðrir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.