Dagblaðið - 24.02.1976, Síða 3
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976.
Fylgjumst
með
þýzku
togurunum
„Sjómaður” skrifar:
„Hverjir hafa eftirlit með afla þýzku
togaranna hér við land? Er kannski sá
möguleiki fyrir hendi, að þeir geti
stundað mokfiskirí hér við land og
haldið síðan á Færeyjamið, verið þar í
tvo til þrjá daga, og síðan sagt, að
aflinn sé allur fenginn þar?
Ef svo er, þá finnst mér, að láta ætti
þýzku togarana tilkynna sig til
Landhelgisgæzlunnar eða staða í landi.
Ef skip lætur vita af sér, þá á að skrá
allan þann afla, sem fenginn er á
íslandsmiðum. Og ef Landhelgisgæzlan
verður vör við skip, sem ekki hefur
tilkynnt sig, þá skal það tekið fyrir
landhelgisbrot, fært til hafnar og strikað
út af skrá yfir þau skip, sem veiðileyfi
hafa.
Ég vona, aö vel verði (eða sé) fylgzt
með þessu, því að það er þjóðarhagur.”
l.atum þý/.ku logarana tilkynna sig
og aflann.
Tannlœknirínn á Hornafirði:
HANN ER LIPURMENNI
OG NÝTUR TRAUSTS
— segir sýslusamlag A-Skaftafellssýslu
Þann 5. þ.m. birtist lesandabréf í
Dagblaðinu og varðaði viðskipti 10
barna móður á Hornafirði við
tannlækni staðarins. Með því að
grein þessi er rætin og villandi fyrir
ókunnuga, samþykkti stjórn
sýslusamlags Austur-Skaft. á fundi
sínum í dag eftirfarandi:
Sigurður Eymundsson tannlæknir
hefur um árabil starfað hér í sýslu
með aðsetri á Höfn. Sigurður hefur
að sjálfsögðu átt mikil viðskipti við
sýslusamlagið og hafa þau ávallt
verið hin ánægjulegustu.
Tannlæknirinn er lipurmenni og
nýtur trausts viðskiptamanna sinna.
Aldrei hefur heyrzt að hann sé
ósanngjarn í peningamálum, hvorki
varðandi upphæðir, reikninga né
hörkulegar innheimtuaðgerðir, þvert
á móti. Því lýsum vér furðu okkar og
andúð á þessum skrifum, enda eru
þau mjög einhliða og málum
blandin.
Innheimtuaðferðir tann
lœknisins ó Hornafirði
TÍU BARNA MOÐIR á Hornarirði
skrifar eflirfarandi:
„Hér á Höfn er starfandi tann-
krknir sem hamast i tönnunum á
fóUti með misjöfnum árangri. En það
er nú ekki máiið sem ég aetlaði að
fjalla um heldur aðferðir hans við
innheimtu á reikningum sinum.
I fyrsta lagi sendir hann reikning-
ana á útborgunarstað þar sem við-
komandi vinnur og fær þá borgaða
þar. Atvinnurekendur eiga þvi að
draga reikningsupphzðina af kaupi
viðkomandi. £g g*ti skilið þessa inn-
heimtuaðferð ef reikningar vatru
komnir i eindaga.
Sjúkrasamlagið hér borgar ekki
þann hluta tannviðgerða scm því
ber, nema eftir sérstökum reikningi
sem þessi ágaeti tannlaeknir útfyllir
ekki fyrr en eftir visst margar við-
gerðir heldur sendir venjulegar nótur
eftir** hverja viðgerð til kaup-
greiðanda. Sá tannskemmdi íær ekki
endurgreiðslu á þessum viðgerðum
fyrr en fyrrnefndi reikningurinn er
kominn. Því spyr ég hvorr maður eigi
ekki hcimtingu á að fá þcnnan sér-
staka reikning um leið og grciðsla fer
fram til að endurgreiðslan geti
komið sem fyrst. Liggur tannlseknin-
um meira á sinu en þeim sem er svo
óhamingjusamur að þurfa að vera
með krumlurnar á tannlzkninum
uppi i sér alltaf öðru hvoru?"
Höfn í Hornafirði,
14. feb. 1976
í stjórn sýslusamlags Austur-Skaft.
Friðjón Guðröðarson, Höfn.
Unnsteinn Guðmundsson, Höfn
Aðalheiður Geirsdóttir, Höfn
Arnór Sigurjónsson,
Brunnhól, Mýrum.
Sigurlaug Árnad., Hraunkoti,
Lóni
RAI 1 DDI ÍESl IR ENDA
SÍMATÍMI ER MILU KLUKKAN 13 0G 15
AUGNVERKUR
- TILBÚIÐ VIÐTAL VIÐ
FORSÆTISRÁÐHERRA
ERLINGUR skrifar:
„Ég hef ekki farið varhluta af
málflutningi ráðamanna í
landhelgismálinu undanfarnar vikur,
og þykir mér hann allur hinn
undaríegasti. Frá mínu sjónarhorni
gætu þau fréttaviðtöl, sem birzt hafa
í málinu, litið út eitthvað á þessa
leið:
— Hr. forsætisráðherra. Hvaða
augum lítið þér síðustu
morðtilraunir Breta á miðunum?
„Ég lít þær vissulega
grafalvarlegum augum, þar sem líf
varðskipsmanna voru í hættu.
Ríkisstjórnin mun bregðast mjög
hart við, með hörðustu mótmælum
hingað til.”
— En hvað með margumtöluð
stjórnmálaslit, og hvaða afleiðingar
myndu fylgja slíkri aðgerð?
,Já, stjórnmálaslit eru aðgerð, sem
hleypur ekki frá okkur ef þú skilur
hvað ég meina. Auk þess finnst mér
slíkt allt of harkaleg aðgerð gagnvart
vinaþjóð, sem við höfum átt „góð”
(vöru)skipti við. Annars á alveg eftir
að fjalla um þetta mál hjá
kaupmannasamtökunum.”
— Hvað um úrsögn úr NATO,
eða að beita þeim styrk, sem við
höfum innan þess bandalags?
„NATO hefur þegar veitt okkur
sinn stuðning. Það hefur lýst yfir
samúð með málstað okkar, og það
hefur hvatt okkur til samninga. Ég
hef sagt það áður, meðal. annars í
sjónvarpinu, að við vinnum þetta
stríð aðeins sjálfir. Málstaðurinn er
okkar megin á alþjóðavettvangi, en
vegna herskipanna tel ég
óumflýjanlegt að semja við Bretana,
því aÖ þeir veiða meira án samninga
en með.”
— Hvað með sterka málstaðinn og
þá geysilegu þýðingu, sem við
höfum fyrir NATO?
„Við getum alls ekki beitt NATO.
Ég hef lýst því yfir áður, og get því
ómögulega gengið þannig bak orða
minna gagnvart Wilson og brezku
stjórninni, sem er farin að treysta því
að. það verði ekki gert. En
málstaðurinn er okkar megin á
alþjóðavettvangi, þótt Bretar haFi
GEIR: „Mælirinn hefur verið fullur
frá því að herskipin komu inn.”
ekki skilið það enn, sem eðlilegt er.
Við erum nefnilega smáþjóð!!”
— Forsætisráðherra, nú hafa
streymt inn fundarsamþykktir og
áskoranir til ríkisstjórnarinnar frá
flestum félögum, samtökum og
bæjarstjórnum á landinu og efni
þeirra oftast verið á einn veg. Svo
hafa útgerðarmenn á Suðurnesjum
og á Höfn í Hornafirði lokað
herstöðvarhliðunum. Hvaða augum
lítið þér þessi mál?
„Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu, þá álítum við að
almenningur sé haldinn einhvers
konar fundarsamþykktabrjálæði um
þessar mundir og ekkert mark á
þessu takandi. Við teljum að
tilfinningahiti ráði öllu á þessum
fundum, en skynsemi og
raunverulegur vilji engu.
Varðandi aðgerðir við herstöðina
vil ég segja þetta: Ég fordæmi slíkar
aðgerðir harðlega vegna þess að
dæmi eru um að slíkar aðgerðir hafi
verið gripnar á lofti af öfgamönnum
og þeim beitt gegn upphafsmönnum
sínum.”
— Geturðu útskýrt þetta eitthvað
nánar?
„Nei.”
— En má þá segja að ríkisstjórnin
taki ekkert mark á skoðunum
almennings, sýndum í orði og í verki?
„Það fer eftir því, hvaða skoðanir
almenningur hefur hvort mark er á
því takandi, og svo má MEÐ GÓÐU
ÁTAKI BREYTA SKOÐUNUM.”
— Að lokum. Hvað þarf að gerast
á miðunum til að mælirinn sé fullur?
„Mælirinn hefur verið fullur allt
frá því herskipin komu inn.” (Lengi
tekur sjórinn við).
— Hvað GERA ríkisstjórnir, þegar
mælirinn er fullur?
„Þá mótmælum við harðlega.””
3
Spurning
dagsins
Hvernig lízt þér á þá
ráðstöfun
dómsmálaráðherra að
loka áfengisútsölum og
banna vínsölu á börum?
JÚLfUS ARNÓRSSON
tæknifræðingur: Þessi lokun er hlutur
sem mátti búast við. Ég er henni
meðmæltur að öðru leyti en því að mér
finnst að hafa hefði mátt veitingahúsin
opin, að minnsta kosti fyrir matarges'ti.
ÞORLEIFUR ÓSKARSSON nemandi
í M. T.: Ég tel þessa aðgerð
dómsmálaráðherra óþarfa. Ég held að
hver maður eigi að gera það upp við
sjálfan sig, hvort hann eyðir
peningunum í vín, hvort sem það er á
verkfallstímum eða öðrum tímum.
HRAFNHILDUR BERNHARÐS
kennari: Ég veit það svei mér ekki. Og
þó, ég skil ekki í því, að það hafi verið
nein ástæða til að loka ríkinu. Nei, nei,
þessi ráðstöfun kom sér ekkert illa fyrir
mig.
HELGI PÁLSSON leigubifreiðarstjóri:
Mér fannst þetta nokkuð snjöll
ráðstöfun hjá dómsmálaráðherra. Þessi
lokun, ásamt mörgum fleiri, hlýtur að
flýta fyrir lausn verkfallsins. Að
minnsta kosti fær hún fólk til að hugsa
um ástandið.
KÁRL GUÐMUNDSSON
verkfræðingur: Lokun fyrir vínið er
mjög góð ráðstöfun og mætti vera
lengur við lýði.
GUNNUR GUNNARSDÓTTIR
teiknari: Þetta var ágætis ráðstöfun, því
að hún orsakar hvíld á buddunni.
Þjónarnir? Ég hef enga samúð með
þjónum.