Dagblaðið - 24.02.1976, Side 9

Dagblaðið - 24.02.1976, Side 9
Dagblaðió. Þriðjudagur 24. febrúar 1976. 9 MIKILL VOXTUR I LEGINUM FYRIR HELGINA MISSTU FIMM HLERA ÚR STÍFLUGARÐINUM HJÁ LAGARFOSSI Aðfaranótt föstudags gerði mikla úrkomu á Austurlandi og safnaðist þá mikiil ís að stíflugörðum Lagar- fossvirkjunar. Er vatnsborð Lagarins hafði náð 22 metrum var brugðið á það ráð að hleypa um stíflugarðinn hluta af vatnsmagninu. ,,Þarna voru tréhlerar til bráða- birgða og við misstum fimm þeirra þegar við opnuðum flóðgáttirnar,” sagði Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri í viðtali við Dagblaðið. ,,Þeir eru tuttugu hlerarnir og við viðurkennum að erfitt getur verið að ná þessum fimm aftur upp úr gilinu þar sem þeir liggja núna. Þó held ég að við getum séð orkusvæðinu fyrir nægilegu rafmagni enda þótt allar bræðslur fari í gang,” sagði Erling ennfremur. Mesta flóð sem mælzt hefur í Leginum er 22.4 metrar, svo við lá að illa færi. Mun vatn hafa flætt yfir Egilsstaðanesið en ekki upp á flug- völlinn eins og gerði í vatnavöxtun- um miklu árið 1968. —HP. LEGGUR BRÉFASKÓLI ASÍ OG SÍS UPP LAUPANA? Bréfaskóli SÍS og ASÍ á í veruleg- um fjárhagsörðugleikum um þessar mundir og er nú í athugun að fjölga aðildarsamböndum um rekstur skólans. SÍS og ASÍ eiga hvort um sig 30% í skólanum en fjögur minni samtök skipta á milli sín afgangi hlutafjár. ASÍ hóf þátttöku í starf- seminni fyrir tíu árum en hefur aldrei látið fé af hendi rakna til skólans að sögn samvinnumanna. Valda því deilur innan stjórnar ASÍ um þátttöku í starfseminni yfirleitt, en sem kunnugt er rekur Alþýðusam- bandið sína eigin fræðslustarfsemi. ,,f skólanum eru um 2000 manns og hefur farið fjölgandi,” sagði Sig- urður A. Magnússon skólastjóri Bréfaskólans í viðtali við Dagblaðið. ,,Um það hvort skólinn sé að leggja upp laupana vil ég alls ekki taka undir, það hefur aðeins verið rætt um það að fjölga aðstandendum að starfseminni og verið rætt við Ung- mennafélag Islands og Iðnnemasam- bandið í því sambandi. Á fundi ný- lega var rætt um að setja mig í hálft starf til þess að minnka útgjöld, en fyrir er einn afgreiðslumaður í fullu starfi og hann megum við alls ekki missa,” sagði Sigurður ennfremur. —HP. Á LENDUM mynd tekin. Með þeim á myndinni eru bæjarfulltrúarnir Njáll Þorsteinsson og Karl B. Guðmundsson og borgarfulltrúarnir Magnús L. Sveinsson, Ólafur B. Thors, Albert Guðmundsson og Kristján Benediktsson og Jón G. Tómasson skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar. Leiklistin blómstrar í Grindavík Önnur frumsýningin á vetrinum ÞEIR SKIPTA Seltjarnarneskaupstaður og Reykjavíkurborg hafa gert samning um brevtingu á lögsögumörkum. Hinn 20. febrúar var samningur þessi undirritaður af bæjarstjóranum í Seltjarnarneskaupstað, Sigurgeiri Sigurðssyni, og borgarstjóranum í Reykjavík, Birgi ísleifi Gunnarssyni. Við það tækifæri var meðfylgjandi í félagsheimilinu. Leikstjóri er Kristján Jónsson og leikmvnd gerði Evelin Adolfsdóttir. ' Leikendur eru níu talsins: Haukur Guðjónsson, Guðveig Sigurðardóttir, Þorgeir Reynisson, Lúðvík P. Jóeslson, Erna Jóhannesdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Jóna Ingvadóttir, Jóhann Ólafsson og Tómas Tómasson. Leikritið er í þrem þáttum og gcrist að sumarlagi á sveitasetri í Englandi á okkar tíma. Karólína snýr sér að leiklistinni var fvrsta verkið sem Leikfélag Grindavíkur sýndi fyrr í vetur. Það vakti slíka hrifningu áhorfenda að hvorki meira né minna en 800 manns sóttu sýningar og er það um helmingur Grindvíkinga. Þá þurfti að notast við hljómsveitapall sem leiksvið en nú héfur verið tjaldað af upphækkað leiksvið í salnum gegnt hljómsveitapallinum. Er það bæði rúmgott og þægilegt. Er nú einnig notast við venjuleg leiktjöld en það vai ekki hægt áður Einnig er nú möguleiki að hafa leiksýningar í nágrannabyggðunum, én ekkert hefur verið afráðið um það ennþá. Formaður leikfélags Grindavíkur er Tómas A. Tómasson. -A. Bj. Þeir tóku aldeilis fjörkipp Grindvíkingar í leiklistinni, þegar þeir fóru af stað en stofnað var leikfélag í Grindavík í haust —Önnur frumsýning félagsins er á fimmtudagskvöld. Þá verður gamanleikurinn Afbrýðisöm eiginkona eftir Gay Paxton frumsýndur XI Erna Jóhannsdóttir, Haukur Guðjónsson. Þorgeir Revnisson, Guðveig Sigurðardóttir, Lúðvík Jóélsson og Jóna Ingv'adóttir í hlutverkum sínum í gamanleiknum Afbrýðisöm eiginkona. Tröllobingó Tröllabingó KR-inga verður fimmtudaginn 26. feb. í Sigtúni. Húsið opnað kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða í KR-húsinu við Frostaskjól. Heildarverðmœti vinninga hólf milljón, þ.ó m. þrjór utanlandsferðir. KR-Tröllin.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.