Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.02.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 24.02.1976, Qupperneq 15
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976. Sjúkdómsgreining Meðhöndlun Hve lengi? Systkini Hvað á að gera strax í upphafi? Getur verið einföld þegar öll einkenni koma í Ijós, en getur einnig verið mjög erfið og alls ekki framkvæmanleg nema með vísindalegum aðferðum. Penicillin hefur verið notað með góðum árangri og getur losað sjúklinginn við sjúkdómseinkenni á fáum dögum. Sjúklingurinn þarf aðeins að liggja í rúminu í fáeina daga þegar hægt er að nota nútímalyf. í gamla daga lágu sjúkl. lengi í rúminu. Reynið að halda systkinum sjúklings frá honum eftir föngum. Rétt að láta þau vera heima um vikutíma eftir að sjúkdómsins verður vart á heimilinu til að koma í veg fyrir smitun. Sjúklingurinn á að fara beint í rúmið með trefil um hálsinn. Bólgan er miklu ofar en við venjulega hálsbólgu. Vanalega þarf ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir vegna hettusóttar, en sjúklingurinn verður að liggja í rúminu á meðan hiti er. Sjúkl. ætti að ná sér fullkomlega á 10 dögum. Verjið ekki litla drengi fyrir sjúkdómnum. Hcitir bakstrar geta linað bólguna. Bólurnar geta líkzt annars konar bólum, sem ung börn fá oft, en hlaupabóla er þó miklu grynnri í húðinni. Púðra má yfir bólurnar með talkúmi eða barnapúðri. Ef það er ekki við hendinamá notast við kartöflumjöl. Reynið að láta börnin sofa með hanzka, til þess að þau klóri síður ofan af bólunum í svefni. Ekki þarf að liggja nema fyrstu daga sjúkdómsins í rúminu, en sjúklingurinn verður að vera heima við þangað til allar bólur eru grónar. Hafið auga með þeim í um það bil 21 dag. Láta sjúkl. fara beint í rúmið. Hiti er oftast lágur, útbrotin koma strax í upphafi og eru í upphleyptum, smáum, aðskildum flekkjum. Engin sérstök meðhöndlun, — og engin hætta á ferðum. Venjulega gengur sjúkdómurinn yfir á einni viku. Reynið eftir megni að láta litlar telpur fá sjúkdóminn, þar sem hann getur orðið þeim hættulegur seinna meir. Lífstíðarónæmi. Látið sjúkl. liggja svo lengi sem útbrotin eru, sérstaklega ef um hita er að ræða. Mislingum er oft ruglað saman viö aðra barnasjúkdóma, en auðvelt er að greina hann því útbrotin koma ekki fyrr en sjúkl. hefur verið veikur í nokkra daga af kvefi og hálsbólgu. Útbrotin byrja í andlitinu. Rúmlega á meðan sjúkl. er með hita. Ef hóstinn er mjög slæmur skal ráðlagt að gefa sjúkl. hóstameðal. Ef öndunarörðugleikar eru, getur verið gott að hafa ketil með sjóðandi vatni í sjúkrastofunni. 7—10 dagar í rúminu, eða þar til sjúkl. hefur verið hitalaus í 2—3 sólarhringa. Ef um er að ræða veikbyggð börn, má milda sjúkdóminn með því að gefa gammaglobulin. Ráðfærið ykkur við heimilislækni hvort ástæða er til að verja systkini gegn smitun eða gefa þeim gammaglobulin. Sjúklingurinn á að fara beint í rúmið og verjið hann gegn kulda og trekk. 1 einstaka tilfellum er aðeins hægt að staðfesta sjúkdómsgreiningu með vísindalegum aðferðum á rannsóknarstofu. Þar sem kíghósti getur verið lífshættulegur fyrir smábörn er rétt að láta bólusetja þau fyrir honum. Komið getur til greina að gefa fúkkalyf við kíghósta. Rétt þykir að halda börnum heima a.m.k. 4 vikur eftir að sjúkdómurinn byrjaði. Getur tekið allt upp í nokkra mánuði. Ráðfærið ykkur strax við lækni um bólusetningu á systkinum. Sjúklingurinn á að fara í rúmið undireins. «/ BOÐIÐ UPPÍ DANS Engu líkara en þessar tvær eðlur séu að stíga dans, þarna sem þær eru að faðmast. En þetta eru ekki ,,elskendur” heldur tvær karleðlur sem eru að berjast um hylli kveneðlu. Þegar éðlur þessar cru að veiða sér til matar, beita þær kjafti og klóm, en þegar þær berjast innbyrðis eru einungis kraftarnir notaðir. Um leið og annar þeirra hefur komið bragði á andstæðinginn og hann fcllur, er glímunni lokið og táðir aðilar óslasaðir. Þessar eðlur fyrirfinnast í Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu og Ástralíu og geta orðið rúmir 274 cm á Iengd. Stóð ó fœtur fimm mínútna Eftir átta klukkustunda fæðingarhríðir fæddist 90 kg cða 36Q marka fílabarn í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Sjálf fæðingin tók ckki nema tvær mínútur og „beibýið” stóð í lappirnar aðeins fimm mínútna gamalt! Það var heilmikið um að vera í dýragarðinum og hin haníingjusama m<)ðir scm heitir Buag Han var hin hressasta cftir buröinn og lét engan bilbug á sér finna.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.