Dagblaðið - 01.03.1976, Side 1
iríálst,
úháð
dagblað
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
í
0
í
\
2. árg. — Mánudagur 1. marz 1976 — 47. tbl.
rfisbreyting ó kauptryggingu sjómanna
Sjómcnn fengu verulegar kjara-
bætur í síðustu lotu sjómarina-
samninganna. Kauptrygging hefur
hækkað, þannig að háseti getur verið
kominn með um 100 þúsund krónur,
þegar hann er nálægt þeim mörkum,
að hlutur og trygging mætast.
Að sögn Geirs Gunnarssonar al-
þingismanns, eins sáttanefndar-
manna í sjómannadeilunni, í morgun
var nú gerð kerfisbreyting á
kauptryggingunni. Þegar hlutur nær
því að verða hálf tryggingin, kemur á
hann bónus, sem verður því hærri
því nær sem kemst, að hlutur og
trygging mætist. Bónusinn er 25
prósent af mismuni af hlut og halfri
tryggingu, sagði Geir. Háseti, sem er
undir hálfri tryggingu, fær nú að vísti
aðeins þær hækkanir, sem um
samdist í almennu í kjara-
samningunum, að meðtöldum 1500
króna láglaunabótum á mánuði. En
þeir, sem komast yfir hálfa tryggingu
með hlutinn, fá meira eins og að
framan greinir.
Sjómannasamningarnir voru
undirritaðir upp úr miðnætti í nótt.
Hafði þá lengi verið beðið með
undirskrift, eftir því að gengið yrði
frá fiskverði. Sjómannaverkfallinu,
sem hefur staðið frá 14. febrúar,
lýkur væntanlega í dag. Þar sem
fiskverð hafði ekki komið, var ekki
unnt að halda fundi í sjómanna-
félögunum í gærkvöldi til að fjalla
um samþykkt á nýju samningunum.
Fundir voru boðaðir fyrir hádegi í
dag. -HH.
Sjó frétt
um fiskverð
ó baksíðu
Kauptrygging verður um 100
í sumum tilvikum
STRIÐINU
LOKIÐ
í dag á að komast á eðlilegt ástand í mjólkursölu. í þeim efnum kreppti
skórinn hvað mest hja mörgum meðan vcrkfallið stóð. Hér sjáum við
sjálfsbjargarviðleitni fólksins. Jóhannes Revkdal tók þessa mynd að Setbergi
við Hafnarfjörð. Daglega mátti sjá fólk í straumum sækja sér mjólk þangað.
Verkfallsfréttir bls. 8.
Herför Dana ó
hendur Bretum:
„Skoðum óframhaldið í Ijósi
yfirlýsingar Norðurlandaróðsins"
— segir Hans Clausen
„Þessar aðgerðir hafa vakið mikla
athygli hér í Danmörku, sagði Hans
Clausen, ráðgjafi danska verka-
mannasambandsins í viðtali við Dag-
blaðið í morgun. Clausen er forsvars-
maður hóps Dana, er vilja leggja
fslendingum lið í landhelgisdeilunni
á all sérstæðan hátt, eins og fram
hefur komið. Áforma þeir að leigja
strandferðaskip og halda á íslands-
„V-ið ætlum að taka ákvörðun um
hcrförina í dag,” sagði Hans Clausen
í viðtali við Dagblaðið í morgun.
Símamynd frá Polfoto.
mið, þar sem ætlunin er að áreita
Breta sem mest.
„Við ætlum ekki að beita vopna-
valdi,” sagði Clausen ennfremur.
„Aðgerðirnar mega kallast friðsam-
legar ef af verður, og hefur fjöldi
manna haft samband við mig og vill
fá að komast með í ferðina. Auk þess
hafa margir lagt fram fé til styrktar
fyrirtækinu.”
Sagði Clausen að haldinn yrði
blaðamannafundur í dag til þess að
skýra fjölmiðlum frá gangi mála, en í
gærkvöldi voru forsvarsmenn her-
fararinnar á fundi, þar sem rætt var,
hvort heldur átti að stefna til
Englands og gera Bretum einhverja
skráveifu heima fyrir, eða halda
beint á íslandsmið. „Við erum ekki
sammála um það og auk þess viljum
við skoða áformin í ljós samþykktar
þings Norðurlandaráðs, sem loksins
hefur tekið ábyrga stjórnmálalega af-
stöðu í máli, sem varðar öll Norður-
lönd,” sagði Clausen. Kvaðst hann
fagna því, að ráðið hefði látið sig
málið varða og sagðist vona, að
þessar hugmyndir þeirra félaga hefðu
haft einhver áhrif í þá átt.
„Hugur er þrátt fyrir yfirlýsingu
ráðsins mikill í mönnum og við
reiknum með að leggja upp í herför-
ina þrátt fyrir alli, ” sagði Hans
Clausen. —HP
— sjó baksíðu
9,9% verð-
bólga fram
til 1. júní
Sjá bls. 8
Olympíusigur í
Luxemburg
— en „aðeins
18-12!
Sjá íþróttir bls.
13-14-15-16 og 17
Harðnandi
átok í
ástrðlskum
stjórnmála-
heimi
Erlendar fréttir
bls. 6-7
Flugleiðir
ögruðu
okkur
- bls. 9