Dagblaðið - 01.03.1976, Side 4

Dagblaðið - 01.03.1976, Side 4
4 Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976. FERÐAAFGLÖP - FERÐAGINNING — ferðalangur segir farir sinar ekki sléttar „Alla síöustu viku auglýsti Ferða- félag íslands í öllum dagblöðunum fcrð inn á Þórsmörk. Þarskyldi mikið þorrablót haldið í Skagfjörðsskálan- um. Fyrir utan blótið átti svo að verða flugeldasýning, brenna, kvöld- vaka og fleira. Allt þetta — skemmtunin og ferðin, ásamt farar- stjórn Sturlu Jónssonar — kostaði 3000 krónur. Þegar einstaklingur, sem mér er viðkomandi, fór að tala við mig um að sig Iangaði til þess að fara þessa ferð og „blóta” þorra í Þórsmörk, sagði ég honum að þetta væri sennilega einhver misskilningur því í ferðaáætlun Ferðafélagsins stæði að fyrsta Þórsmerkurferðin vrði farin sjöunda maí. Núna væri senni- lega ófært mn eftir. Þá var komiö með auglvsinguna og mér sýnd hún. Jú, jú, þarna stóð það svart i hvítu: Blót- brenna- llug- eldasýning - kvöldvaka- o.fl. — o.fl. — hvað sein það nú hefur verið, og Sturlaður Jónsson fararstjóri. Ég sagði þá að ég þekkti ekki þennan fararstjóra, en oft væri vandi á hönd- um í vetrarferðum. Hann væri ekki einn af þessum góðu gömlu sem ég þekkti. Nú var hringt á skrifstofu Ferða- félagsins til að fá nánari upplýsingar, og ekki stóð á þeim: Ágætt færi inneftir, fararstjórnin örugg, góð skemmtiatriði og um fjörutíu manns í ferðinni. Lagt yrði af stað klukkan sjö á laugardagsmorgun. Svo kemur ferðasagan í stuttu máli: Lagt af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgni. Bíllinn fastur í ánni á Markarfljótsaurum í ellefu klukkutíma. Kallað á hjálparleið- angur. Búið að draga fólkið út um glugga á bílnum og losa hann klukkan níu á laugardagskvöldið. Komið í Þórs- mörk klukkan hálfsjö á sunnudags- morgun, og hafði ferðin þá tekið tuttugu og þrjá klukkutíma inn eftir. Fólkið var dauðþreytt eftir svefn- lausa hrakninganótt en reyndi þó að þurrka föt sín og sofa svolítið. Lagt af stað til Reykjavíkur aftur klukkan 13.30 á sunnudag og komið þangað aðfaranótt mánudags. Nú vil ég spyrja stjórn og ferða- nefnd Ferðafélags íslands hvað svonalagað flan á að þýða um há- vetur? Er ekki bannað að safna fólki ^vona saman með skrumauglýsingum sem ekki fá staðizt? Er hægt að fá farmiðana endurgreidda þegar ekki er staðið við það sem lofað er? Er ekki hægt að fá reynda og kunnuga menn sem fararstjóra? Hver ber ábyrgð vegna veikinda og vinnutaps af svona flani? Svar óskast strax. Reykjavík 16.2 1976. Guðmundur Jónsson.” Ferðafélags- ferðir Laugardagur 14. febrúar. kl. 07 Þórsmörk, Þorra blótað m.a. með brennu, flugeld- um, kvöldvöku o.fl. Fararstjóri: Sturla Jónsson. Farseðlar á skrifstofuimi. Kl. 13.00. Kynnisferð til Grindavíkur. Hvernig var þar umhorfs áður fyrr? Hvað er að sjá þar nú? Þessum spurningum svam leiðsögu- mennirnir Gísli Brynjólfsson og Einar Kr. Einarsson. Fargjald kr. 1000 gr. við bílinn. Brottfararstaður: Umfcrðarmiðstöðin (að austanverðu) Ferðafélag íslands. Öldugötu 3. Sími 19533 og 11798. BRENNUVARGAR EDA BRUNALIÐ? Jóhann Hjaltason skrifar: „Gamli föstudagshlúnkurinn” Þorstcinn Thorarensen, svo notuð sé hans eigin nafngift í föstudagspistli DB 6. þ.m., hefur sem vænta mátti mál sitt á hástemmdum upphróp- unarkenndum gífurvrðum í tilefni af framgöngu og ræðu dómsmálaráð- herra í sjónvarpsútsendingu frá Alþingi md. 2. þ.m. Ósennilegt þykir mér þó að Þ. Th. og fleiri dugnaðar- forkar á borö við hann hefðu ekki bitið hressilega frá sér í sporum ráð- hcrra í alþingispontunni daginn þann, þó að eigi sé hægt að geta sér til um þau viðbrögð því að svo er margt sinnið sem skinnið. Círeinarhöfundur Þ. Th. setur fram þá tilgátu og kennir í skopi við vísindi, að ráðherra hafi með hótun- um fyrst og frcmst ætlað að fá því framgengt bak við tjöldin að þagga niður í Vilmundi svo að hann fengi ekki að skrifa fleiri greinar í Vísi. Flestir munu sjá að slík kenning fær ekki staðizt og að allar aðrar leiðir í þá átt voru líklegri til áhrifa en skútvrði í sölum alþingis, þótt málið slvsaðist þangað inn að ófyrirsynju. Það slvs er trúlega að einhverju eða kannski verulegu leyti rótfest í skap- lyndi ungra manna sem iðulega sjást ekki fyrir í ákafa sínum við að frelsa heiminn. Flcira virðist þó koma í bland, sbr. t.d. kröfu dbl. Vísis um frávikningu Ó.J. úr ráðhcrrastóli, sunnudagsleiðara Alþbl. 8. þ.m. þar sem m.a. segir: „Hlýtur raunverulegu stjórnarsamstarfi ekki að vera lokið þegar málum er komið cins og lýst hefur verið að framan?” í leiðaranum er og endursagður allur málflutningur þeirra Vilmundar og Sighvats og nýju ávirðingaratriði bætt við, þ.e. hlutdrægni dómsmála- ráðherra í embættaveitingum, en það er nú eins og alþjóð veit gömul lumma á borðum allra íslenzkra ráð- herra, bæði fvrr og síðar. Hvað er á sevði? Uppreisn gegn Kerfinu? Póli- tík? Hvað? Þá víkur gr.höf. Þ/I'h. frá megin- efni sínu að framsóknarmönnum, flokki þeirra og kaupfélögum lands- manna. Sumt cr það í gamansömum skop- og háðstón sem íslcnzkir blaða- menn beita alltof sjaldan og eiga ef til vill næsta lítið af margir hverjir, enda hefur Iandanum löngum verið um það brugðið að kímni hans sé þunglamaleg og illkvittin. Því miður virðist greinarhöf. bregða sér um of í þær buxur, þegar hann ræðir um kaupfélögin, sem hann veit og viður- kennir að nokkru að risu á legg víðs vegar á landi hér fyrir eyri ekkjunnar þegar Bogesenarnir brugðust hlut- verki sínu. Hann telur þau hafa til að bera sterka einokunartilhneigingu. Þau vilji ekki þola neina samkeppni við sig í plássunum og geri sig að hringum sem ryðjist inn í allar at- vinnugreinar. Kaupfélagsstjórar verði alræðiskóngar sem ríki yfir lífi manna í vöku og svefni og haldi sig til jafns við sjálfan lækninn, og sé þá langt til jafnað. Vitaskuld eru, hafa verið og verða sjálfsagt alltaf til einhverjir ólukkufuglar innan allra fiokka og félaga, en að tileinka ein- stök dæmi einhverjum einum flokki manna eða félagsskapar er auðvitað alveg fráleitt og ætti ekki að geta villt um fyrir neinum. Samt sem áður mun það vera svo að ýkjur og öfugmæli í hálfkæringi, rituð eða sögð um mennog málefni, alloftast mciri eður minni hljóm- grunn hjá einhverjum, þrátt fyrir alkunnar staðreyndir eins og til dæmis um kaupfélögin og önnur samvinnufélög, að þau eru öllum opin og allir félagsmenn hafa þar sama atkvæðisrétt, jöfn tækifæri til gagnrýni og til fylgisöflunar sinna sérskoðana innan félagsskaparins um allt er honum viðkemur. Ýkt, öfga- kennd og illa rökstudd gagnrýni hlynnir jafnan að eldum úlfúðar og sundurlyndis með mönnum en sam- einar ekki þótt einingar sé þörf. Um svonefnd frjáls og óháð blöð og blaðamennsku er náttúrlega gott eitt að segja, svo fremi að hófs sé gætt í skrifum, án megináherzlu á æsi- fregnum og ósönnuðum sökum. Skiljanlega á þetta ekki síður við um blöð í eigu stjórnmálaflokka eða þau sem fylgja þeim fast að málum. í mótsetningu við óháðu og frjálsu blöðin mætti kalla þau háð og ófrjáls, þó að vitanlega séu þau það ekki að öðru en því að vinna á móti stefnu- málum og hagsmunum síns flokks. Hin síðarnefndu hafa yfirleitt tryggan fylgismanna- og lesendahóp sem hin hafa ekki og verða því að byggja afkomu sína á lesmálinu einu burtséð frá stjórnmálaskoðunum og pólitísku fylgi að mestu, nema kannski einhverrar smáklíku á völtu völubeini. Þess vegna er það gefið mál að þau seilast gjarnan eftir rit- færum og orðskáum hæfileikamönn- um sem dálkahöfundum og lesenda- beitu. Þá er iðulega tvennt til, annaðhvort ofgerir höfundur sér svo með ýkjum og stóryrðum að sárafáir eða ef til vill enginn tekur mark á málflutningi hans, þótt lesendur hins vegar margir hverjir geti notið list- rænnar framsetningar og mátulega ósvífins orðafars. Og svo á hinu leit- inu höfundar sem rita kaimski nokkuð slétt og fellt og án umtals- verðra tilþrifa í stíl en bera á borð í skjóli sannleiksástar og heilagrar vandlætingar meira og minna senni- legar aðdróttanir og dylgjur um meint misferli einhverra einstaklinga eða opinberra stofnana, sem hvorki verður sannað né heldur afsannað meðan hæst hóar. Almennt er lesefni af því tagi fjarskalega vinsælt. „Fýsir eyru illt að heyra” var einu sinni sagt og hefur það víst ekki breytzt í seinni tíð. Þeir, sem ljá þess háttar skrifum auga eða eyra, gera sér trúlega ekki ljóst að þau þjóna einungis hags- munum BRENNUVARGA þjóð- félagsbyggingarinnar en ekki BRUNALIÐS hennar.” ÞRÆLAEYJAN ÍSLAND íslendingar þurfa að vinna 70 - 80 stunda vinnuviku til að komast af Osborne Peterson skrifar: „Þrælaeyjan fsland býður upp á marga möguleika og það nokkuð mikla fyrir menn sem vilja koma sér vel áfram. Þar er lögskipuð 40 stunda vinnu- vika og virðast allflcstir vera mjög ánægðir mcð það, en það cr aðcins smágalli á þcirri löggjöf að það var aldrei farið fram á að það væri hægt að lifa á þcim stundum. Þó nokkur félög voru búin að na þessu takmarki eða við það að ná því, og til þcss að jafna bilið milli launþega var ckki annað að gcra fyrir eina litla ríkisstjórn cn að láta alla hafa jafnt og þótti miklu til fórnað þegar 40 stunda vinnuvika var ákvcðin. Fögnuður.var mikill um allt land hversu rausnarleg rík’isstjórn væri nú við völd. En hvað skyldu nú fslendingar almennt vinna? Það eru jú nokkrir scm kunna á kcrfið og fara létt út úr því. En sá sem ætlar sér að vinna sér inn svona sæmilega til þess að geta gefið fjöl- skvldu sinni að borða vinnur alls ekki minna 'en 70-80 tíma á viku og kona hans verður að vinna hálfan daginn mcð til þess að cndar nái saman svona rétt til þcss að geta kcypt tóbak og kannski, ja, skulum við segja svona 5-6 flöskur af sterku víni yfir árið. Nú er ekki öll sagan sögð — þessi aumingja fjölskylda situr svo uppi ineð skattana því þeir eru tekn- ir af henni árið á eftir. Og til þess að bjarga heiðri sínum verður íjöl- skyldan að taka stóran víxil í árslokin til þess að bjarga málunum Þetta endurtekur sig svo ár eftir ár og má heita að sú stóra víxilupphæð, sem vesalings fjölskyldan skuldbatt sig fyrir, sé nú í árslok næstum einskis virði. Þetta er náttúrlega heilsteypt líf og allir komast vel áfram og þurfa alls ekki að sóa tíma sínum til einskis. Svo eru náttúrlega margar aðrar leiðir og sumar alveg eða svona að mestu óþekktar og nú er að verða hjá hinni þunglyndu þjóð töluvert um morð til þess að komast hjá ýmsum svikum. Eitt lítið dæmi um ósjálfstæði þjóðarinnar er að loka ríkinu og lofa hcnni að finna vel til þess að hún er ósjálfstæð þjóð sem hefur ckki getað haldið sjálfstæði sínu síðan það var hrifsað af Dönum er þeir gátu ekki hreyft mótmælum. Nú allar þjóðir elskum við þó að stórmerinska og drungi hvíli yfir þjóðarheildinni. Kaninn hefur verndað okkur, það er alveg rétt, og er það fjárhagslega og hann er sjálfsagt reiðubúinn að bæta við þá summu sem þessi litla þjóð vill og þorir að fara fram á —- það mun ekki standa á því. Enn það er þá allt í lagi, við munum kannski líkjast Indíánum svona pínulítið og smátt og smátt veizt þú ekki hvort þú átt landið eða vinir þínir sem hafa fætt þig og klætt síðan þú varst barn og svo koll af kolli afa og langafa o.s.frv. Þetta eru náttúrlega góðir vinir sem taka svona angalitla og vesala þjóð upp á sína arma. Þrátt fyrir að ausið sé í íslendinga miklum fjármunum verða þeir að vinna 70-80 tíma á viku. Hvernig fer fyrir þessari vesælu þjóð þegar fjárhagsbjargvættur okkar verður látin fara úr landi? Það mun nefnilega líða að því mjög bráðlega eftir þessa misheppnuðu góðu sambúð sem við vildum sýna Bretum og NATO-samvinnu sem nú fer ört kólnandi meðal þjóðarinnar og það er Ijóst að þjóðin velur sér þann harmleik eins og barn sem þýðist lítt annað fólk og er að þroskast.” RADDIR LESENDA SÍMATÍMI ER MILLI KLUKKAN 13 0G 15

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.