Dagblaðið - 01.03.1976, Síða 6
6
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
Nýkomið fró
Berkemann:
Kvennastærðir, hvítt
kr. 5950.-
Karlmannastærðir,
brúnt, kr. 5840.-
Leðurskór með
korkinnleggi.
Kvennastærðir, hvítt
kr. 3380.-
Trétöflur, nijög
vinsælar úr léttu tré.
Domus Medica
Egilsgötu 3
Sími: 18519.
Fyrirliggjandi:
Glerullar-
einangrun
Glerullar-
hólkar
Plast-
einangrun
Steinullar-
einangrun
Spóna-
plötur
Milliveggja-
plötur
Kynnið ykkur verðið
- það er hvergi lœgra
JÓN LOFTSSON HR
Hringbraut 121*8“ 10 600
Scotland
Yard
hefur
þegið
mótur
í 15 ár
Vaxandi stuðningur
Afríkuríkja við
lýðveldi V-Sahara
— Polisario lýsti yfir stofnun lýðveldis á föstudaginn
Fyrrum yfirmaður flug-
deildar brezku leynilög-
reglunnar, Scotland
Yard, var meðal tólf hátt-
settra manna innan lög-
reglunnar, sem hafa verið
ákærðir fyrir mútuþægni.
Eru það menn innan
klámiðnaðarins sem borið
hafa fé á lögreglumenn-
ina.
Meðal þeirra, sem
þegið hafa mútur, eru
yfirmaður siðgæðisdeildar
lögreglunnar sem barizt
hefur við klámið í London
í fjöldamörg ár, og yfir-
maður morðdeildar lög-
reglunnar.
Handtökur þessara lögreglu-
manna koma í kjölfar umfangs-
mestu rannsóknar á spillingu innan
lögregluliðsins sem Robert Mark
lögregluforingi hefur gengizt fyrir.
Ákærurnar um mútur eru byggð-
ar á vitnaleiðslumjames Humphrev
eiganda klámklúbbs sem handtek-
inn var fyrir tilraun til þess að
myrða ástmann konu sinnar.
Dagbækur hans hafa leitt í ljós
ýmislegt skuggalegt innan lögregl-
unnar. Segir þar að yfirmaður ,,flug-
deildarinnar” svonefndu hafi þegið
mútur af Humphrey. Aðrir lög-
reglumenn eru nefndir í þessu sam-
bandi, — eru þeir sagðir hafa grætt
á „fólki innan klámiðnaðarins”.
Samkvæmt dagsetningum í dag-
bókum Humphreys kemur í Ijós að
mútuþægni þessi hefur verið í gangi
síðan 1960, þegar sala á klámbók-
menntun jókst t gífurlega í Eng-
landi, en aðalmiðstöð kláj^isins hef-
ur verið og er í Soho-hverfinu í
London.
Um fjörutíu lögreglumenn hafa
verið yfirheyrðir vegna máls þessa
og um tuttugu hafa hætt störfum
við löggæzlu.
Hin opinbera fréttastofa Alsír,
APS, skýrði frá því í gærmorgun, að
21 af 47 aðildarríkjum Einingar-
Samkvæmt heimildum frá Tokyo
hefur Carl Kotichian, fyrrum forstjóri
Carl Kotchian, fyrrverandi stjórnar-
formaður Lockheed.
samtaka Afríku (OAU) hefðu lýst
stuðningi sínum við viðurkenningu á
Polisario, sjálfstæðishreyfingu
Lockheed-flugvélaverksmiðjanna amer-
ísku, neitað að koma þangað til þess að
bera vitni fyrir rannsóknarnefnd jap-
anska þingsins.
Forstjórinn hefur játað fyrir nefnd
bandaríska þingsins að hafa greitt
stórar upphæðir í mútur til japanskra
ráðamanna til þess að greiða fyrir kaup-
um á flugvélum verksmiðjanna. Hafa
játningar þessar að vonum vakið mikla
athygli í Japan og víða um heim, enda
fléttast margir af helztu ráðamönnum
Japans inn í málið.
Fjárlaganefnd neðri deildar japanska
þingsins hefur kallað sex landsmenn
sína til yfirheyrslu auk bandarísks við-
skiptamanns sem sagður er hafa haft
milligöngu um greiðslurnar frá flug-
Vestur-Sahara.
Fréttastofan sagði að níu
aðildarríkjanna hefðu lagzt gegn
hugmyndum um viðurkenningu á
Polisario þegar stjórnmálanefnd
ráðherranefndar OAU ræddi málið á
fundi í Addis Ababa um helgina.
Polisario lýsti yfir einhliða sjálf-
stæði Vestur-Sahara á föstudags-
kvöldið.
Stjórn Marokkó hefi^r lýst stofnun
lýðveldisins sem „fáránlegri,” enda
gera Marokkómenn kröfu til landsins
sem er auðugt að fosfötum.
Spánverjar hafa ráðið Vestur-
Sahara til þessa en eftii
„gönguna miklu” sl. haust
ákvað spænska stjórnin að láta aí
stjórn landsins og skipta því á milli
Marokkó og Máritaníu. Alsírstjórn
styður hugmyndir Polisario um sjálf-
stæði landsins og hefur veitt sjálf-
stæðishreyfingunni stúðning, bæði
með vopnasendingum og fjárhags-
stuðningi.
vélaverksmiðjunum. Meðal Japananna
er Yoshio Kodama, þingmaður úr
hægri röðum, sem talinn er hafa þegið
mikið fé af verksmiðjunum.
Forstjóri japanska flugfélagsins
Nippon Airways á að koma til yfir-
heyrslu núna einhvern næstu daga, en
hann hefur sagt að fé hafi verið borið á
hann til þess að reyna að fá hann til að
samþykkja kaup á Lockheed Tristar
flugvélunum í stað DC-10 vélum
Douglas-verksmiðjanna.
Paul Simon fékk
tvœr „Grammys"
Einn Polisario-manna heldur á fána hins nýja ríkis í eyðimerkurskóla sjálf-
stæðishreylingarmnar.
LOCKHEED-FORST,JÓRINN
NEITAR AD BERA VITNI
— fyrir japanskrí þingnefnd
FERMINGARKÁPUR
Víðar flauelskápur
á fermingartelpur
Verð kr. 14.790.-
Póstsendum um allt land
Laugavegi 66 - Simi 12815
Söngvarinn og lagasmiðurinn
Paul Simon hlaut tvö af æðstu verð-
launum bandaríska hljómplötuiðn-
aðarins, Grammy-verðlaunin, sl.
laugardag.
Paul, sem einnig er þekktur fyrir
samstarf sitt við Art Garfunkel, fékk
verðlaun fyrir bezta söng í laginu
„Still crazy after all these years” og
fyrir beztu hljómplötuna á þessu
ári. Bezta söngkonan var valin Janis
Ian fyrir lagið „At seventeen”, sem
hún samdi, og hjónin Captain and
Tenille hlutu verðlaun fyrir mestu
sölu á laginu „Love will keepr us
together” sem er eftir Neil Sedaka.
Bezti listamaður ársins var valin
Natali^ Cole, dóttir Nat „King”
Cole sáluga, fyrir lag sitt „This will
be”.
Þá fékk Richard Burton verðlaun
fyrir upplestur sinn á barnaplötunni
„The little prince”. Leikarinn
Anthony Newley tók við verðlaun-
unum fyrir Burton og sagði að hann
hefði lofað sér hlutverki í næsta
hjónabandi sínu. Burton er sem
kunnugt er skilinn við konu sína
Elisabetu, eftir að hafa kvænzt
henni í annað sinn.
Söngvararnir Joan Baez og Stevie
Wonder lásu upp nöfn verðlauna-
hafa og voru nöfn þeirra rituð með
blindraletri þar eð Wonder cr
blindur.