Dagblaðið - 01.03.1976, Page 7

Dagblaðið - 01.03.1976, Page 7
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976. 7 íftirhreytur áströlsku þingkosninganna: „Lögregluríki" segir Whitlam um aðferðir eftirmanns síns hefur jafnframt harðneitað því að hafa rætt við þá um framlög í kosningasjóð- inn. Gough Whitlam á nú í vök að verjast sem formaður Verkamannaflokksins og er talið, að hann eigi ekki eftir að gegna þeirri stöðu mikið lengur. Whitlam: Þáði hann 85 milljónir króna frá skuggalegum írökum í Svdney? Erlendar fréttir Janctte Charles hefur haft drjúgar tekjur af því hversu lík hún er drottning- unni. Hérsést hún í leikhlutverki með Mickey Rooney. Tvífarí drottningar fœr ekki aðild að samtökum leikara Konu einni, sem er sláandi lík Elísabetu Englandsdrottningu hefur verið neitað um aðild að samtökum brezkra atvinnuleikara. Þrátt fyrir það að konan, sem heitir Janette Charles og er gift auð- ugum kaupsýslumanni, hafi um ára- bil unnið fyrir sór við auglýsingar og önnur leikræn störf og notið þar þess hversu h'k hún er drottningunni hefur leikarasambandið haldið fast við sína skoðun. Frú Charles, sem er 47 ára, á sér að vísu enga aðra ósk heitari en að verða starfandi leikkona. Samtökin segja að hún sé ekki „atvinnumann- eskja” í faginu og því kemur aðild hennarekki til greina. „Ég get ekki skilið að það eitt að ég lít út eins og drottningin eigi að koma í veg fyrir að ég geti gerzt aðili að leikarasamtökunum,” hefur Janette sagt við fréttamenn. Og frú Janette Charles hefur lent í mörgum atvikum vegna þess, hversu lík hún er Elísabetu drottningu. Er hún var á unglingsárum var klappað fyrir henni er hún steig af skipinu til Hollands en sjálf segir hún að stærsta atvik í lífi sínu hafi verið það er bifreið drottningarinnar ók framhjá henni. Konurnar tvær tóku að sjálfsögðu hver eftir annarri, „og það var eins og augu okkar festust og við störðum hvor á aðra,” segir frú Charles. „Drottningin sneri sér við í sætinu til þess að horfa á cftir mér.”. Leiðtogi áströlsku stjórnarandstöð- unnar, Gough Whitlam, hefur ásakað Malcolm Fraser forsætisráðherra um að nota aðferðir á borð við þær er tíðkast í lögregluríkjum til að rannsaka ásakanir um fjáröflun Verkamannaflokks Whit- lams erlendis. Skýrt var frá því af hálfu stjórnarinn- ar í Canberra í síðustu viku, að rann- sókn væri hafin á því hvort stjórnin í írak hefði boðið Verkamannaflokknum sem svarar 85 milljónum króna í kosn- ingasjóð flokksins. Tveir menn í Syd- ney áttu að hafa milligöngu þar um. Yfirlýsing Whitlams kemur í kjölfar þess, að á föstudaginn voru gerðar upp- tækar dagbækur fimm lífvarða hans. Dagbækurnar eiga að færa sönnur á ferðir Whitlams fyrir kosningarnar í Ástralíu í desember. Whitlam og flokkur hans töpuðu illa í kosningunum. Hann hefur viður- kennt að hafa hitt tvo írakska sendi- menn á einkaheimili í Sydney, en Bandarískur verkfrœðingur njósnarí Róssa í 30 ár! Sextíu og níu ára gamall verkfræð- ingur í olíuiðnaðinum, sem notið hefur mikils álits í starfi sínu, fannst látinn á heimili sínu í Connecticut nú um helg- ina. Segir nú í einu víðlesnasta dagblaði í Texas að verkfræðingurinn, John Rees að nafni, hafi verið njósnari í þjónustu Rússa um langt árabil. Rees, sem unnið hefur hjá Mobil-olíufyrirtækinu í um tuttugu ár, virðist hafa framið sjálfs- morð. Þá segir blaðið, The Dallas Times- Herald, að Rees hafi viðurkennt í við- tali núna fyrir skömmu, að hafa þegið þúsundir dollara af Rússum undanfarin ár gegn því að láta þeim í té upplýs- ingar um amerískan olíuiðnað og þróun innan hans. Sagt er að vissir aðilar innan leyni- þjónustunnar bandarísku hafi vitað um feril Rees, m.a. að hann hafi fengið orðu hjá Rússum og eftirlaun allt að fimm þúsund dollurum, þar til hann samþykkti að gerast gagnnjósnari árið 1971. FBI hefur sagt að leyniþjónustan hafi „vitað um kynni Rees af erlendum sendiráðsmönnum” og segir ennfremur að Rees hafi verið kallaður til þess að bera vitni í nokkurskipti gegnum árin. í viðtalinu við dagblaðið segir Rees að hann hafi verið á bandi kommúnista í síðari heimsstyrjöld og þess vegna hafi hann haldið áfram að hjálpa þeim, þó að kalda stríðið skylli á. Segir hann ennfremur að sú aðstoð hans hafi komið Rússum mest að notum er hann lét þeim í té upplýsingar um nýtt hreinsi- kerfi sem auðveldaði vinnslu á hráolíu. Einnig segir Rees í viðtalinu, að hann hafi fyrst haft samband við Rússana árið 1942 og haldið því síðan. Nixon kominn frá Kína Richard Nixon, fyrrum Bandaríkja- forseti, hefur aftur farið í „felur” á heimili sínu í San Clemente í Kali- forníu eftir hina umdeildu heimsókn sína til Kína, þar sem tekið var á móti honum sem stórmenni — í fyrsta skipti eftir að hann hrökklaðist frá völdum með skömm fvrir tveimur árum. Nixon, sem átti langan fund með Mao formanni — og slíkt gera yfirleitt aðeins þjóðhöfðingjar — kom heim til Bandaríkjanna í gærkvöld ásamt konu sinni með sérstakri flugvél kínversku stjórnarinnar. Aðeins örfáir fjölskylduvinir tóku á móti Nixon-hjónunum við komuna til Los Angeles. Þau héldu rakleiðis út í bíl sinn og óku heim til San Clemente, sem cr í 105 km fjarlægð. Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var í leyfi þar skammt frá á heimili leikarans Kirks Douglas, hefur lagt á það mikla áherzlu, að hann muni ekki sjálfur ræða við Nixon um för hans til Kína. Atta daga ferð Nixons til Kína var fyrsta meiriháttar framkoma hans opin- berlega síðan hann yfirgaf Hvíta húsið vcgna Watergate-hneykslisins.Kínaförin var nákvæmlega fjórum árum eftir hina frægu fcir hans 1972, scm varð til að gjörbrcyta sambúð Bandaríkjanna og Kína til hins betra eftir aldarfjórðungs langa óvináttu. I vrn fcrðin vakti mikla athygli og aðdáim hcima og crlcndis. cn þcssi hcfur vcrið gagnrýnd harðlcga. Þahnig hcfur t.d. Ford forseti sagt. að Kínaför- in hafi vcrið líklcg til að skemma fyrir scr í forkosningunum í New Hampshirc fyrir viku síðan og Barry Coldwatcr, fyrrum frambjc'jðandi Repúblikana- flokksins til forsctakjörs, stakk einfald- lcga upp á því að Nixon kæmi ckki aftur frá Kína. Spánn: verkföllum Dregur ór Verkfallaaldan, sem gengið hefur yfir Spán undanfarnar vikur, virtist í morg- un vera á undanhaldi í fyrsta skipti síðan í janúar. Byggingaverkamenn og vörubílstjórar í Barcelona ætluðu í morgun að mæta til vinnu á ný. Engin lausn var hins vegar sjáanleg á verkfalli vörubílstjóra annars staðar í landinu. Verkfallið hefur haft alvarleg vandræði í för með sér í stærri borgun- um, þar sem yfirvofandi er skortur á matvælum, lyfjum og. öðrum nauð- synjavörum. Stjórnin í Madrid hefur til þessa reynt að láta verkfallið afskiptalaust, en í gær voru hermenn þó látnir flytja klór til borgarinnar Badajoz, í SV-hluta landsins, til að hreinsa drykkjarvatn borgarbúa. Verkfallið er nú á sjöunda degi. Vörubílstjórarnir gera kröfur um lægri vegatolla og ódýrara bensín. Fréttir eru óljósar um hvort vörubíl- stjórarnir í Barcelona hafa fengið sínar kjarabætur, en þeir ætla samt að mæta til vinnu í dag, eins og áður segir. Byggingaverkamenn í borginni, sem eru um 80 þúsund talsins, hafa fengið launahækkun og skemmri vinnutíma, og telja sig þar með geta mætt til vinnu á nýjan Ieik.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.