Dagblaðið - 01.03.1976, Síða 8
8
/*
Samning-
arnir
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
ÓBÆTT 9,9% VERÐ-
BÓLGATIL 1. JÚNÍ
— 15,6% verðbólga til 1. október og 20,7% til 1. febrúar nœsta órs
Kjarasamningarnir gera ráð fyrir
verulegum verðhækkunum á næst-
unni. Þannig miða þeir við að verð-
bólgan verði 9,9 prósent fram til 1.
júní, án þess að það verði bætt með
kauphækkunum. Óhætt yrði, sam-
kvæmt samningunum, 15,6 prósenta
verðbólga fram til 1. október og 20,7
prósent verðbólga fram til 1. febrúar
á næsta ári.
Verkfalli var í gær smám saman að
ljúka alls staðar og nýju samningarn-
ir höfðu þá alls staðar verið sam-
þykktir. í samningunum segir að nú-
gildandi laun skuli hækka frá 1.
marz. Mánaðarlaun, sem eru lægri
en 54 þúsund, hækka um 1500 til
viðbótar annarri hækkun. Mánaðar-
laun á bilinu 54 þúsund til 57 þús-
und hækka um helming þess sem
vantar á að þau verði 57 þúsund
krónur. Þessi mörk miðast við síðast
gildandi heildarlaun án þeirra breyt-
inga á kauptöxtum, sem leiða af
ákvæðum sérsamninga einstakra fé-
laga eða landssambanda, sem nú
voru gerðar.
Eftir að láglaunafólki hafa verið
gefnar þessar bætur hækka öll laun
nú um sex prósent, frá 1. marz.
Sumir komust
lengra en 1%
Síðan hækka öll laun um 6 prósent
1. júlí og um sex prósent 1. október
og loks um fimm prósent 1. febrúar.
Kauphækkunin er því í áföngum á
tímabilinu minnst 23 prósent en lág-
launafólk fær um eða yfir þrem pró-
sentum meiri kauphækkun en þetta.
Svo ber þess að gæta að félögin fengu
minnst sem svarar eitt prósent kaup-
hækkun til að dreifa á milli sérkrafna
sinna. Sumir komust nokkru lengra
en það, til dæmis gengur fjöllunum
hærra að Verkamannasambandið
hafi fengið sem svarar 1,8 prósenta
kauphækkun upp í sérkröfur. Við
dreifingu þessa milli sérkrafna
notuðu sum félög og landssambönd
tækifærið og hækkuðu suma hópa
taljjiert. Því eru dæmi þess að á-
kveðnir hópar innart félaga fái nú
talsvert yfir 30 prósenta kauphækkun
að öllu samanlögðu.
Til viðbótar áfangahækkunum
þessum eiga að koma vísitöluhækk-
anir, ef vísitala framfærslukostnaðar
fer, með því þó að nokkrir liðir eru
undanskildir, fram úr ákveðnu
marki, ,,rauðum strikum”, á ákveðn-
um tíma.
Verði vísitalan hærri en 557 stig 1.
júní, sem samsvarar 9,9 prósent
verðbólgu, skulu laun hækka frá 1.
júlí í hlutfalli við hækkun vísitölunn-
ar umfram þetta mark.
Verði vísitalan hærri en 586 stig 1.
október og minnst 5,2 prósentum
hærri en vísitalan 1. júní, skulu laun
hækka frá 1. nóvember í hlutfalli við
hækkun vísitölunnar umfram 586
stig eða umfram þá vísitölu sem
reiknuð var út 1. júní, að viðbættri
5,2% hækkun, hvort sem hærra er.
Ef vísitalan verður hærri en 612
stig 1. febrúar næsta árs og minnst
4,4% hærri en vísitalan 1. október
skulu laun hækka frá 1. marz 1977 í
hlutfalli við hækkun vísitölunnar
umfram 612 stig eða umfram þá
vísitölu, er reiknuð var út 1. október,
að viðbættri 4,4% hækkun, hvort sem
hærra er.
Vísitalan 586 stig samsvarar 15,6%
verðbólgu og vísitalan 612 stig 20.7%
verðbólgu.
Við reikning vísitölunnar skal, eins
og verið hefur að undanförnu,
reiknað við framfærsluvísitölu að frá-
dreginni þeirri hækkun hennar sem
leitt hefur af hækkun á „vinnulið í
verðlagsgrundvelli búvöru” eftir 1.
febrúar 1976 vegna launahækkana á
almennum vinnumarkaði. Þetta eru
,,laun bóndans.” Gildi þetta eins
þótt slík verðhækkun komi ekki fram
í útsöluverði sökum þess að hún hafi
verið jöfnuð með niðurgreiðslu úr
ríkissjóði að einhverju eða öllu leyti.
Frá framfærsluvísitölu skal einnig
draga þá hækkun hennar sem kann
að hafa orðið eftir 1. febrúar síðast-
liðinn vegna hækkunar á útsöluverði
áfengis og tóbaks. -HH.
Snorri Jónsson og Björn Jónsson tilbúnir að setja nöfn sín undir hina
langþráðu samninga. Að baki þeim stendur Torfi Hjartarson, satta-
semjari ríkisins. .DB-mynd Bjarnleifur).
ALLT VITLAUST,
ÚT AF „VINNUNNI"
Minnstu munaði að prentara-
samningarnir strönduðu á útgáfu
blaðs ASÍ, Vinnunnar.
Prentsmiðjueigendur neituðu að
ræða við prcntara þar sem prentarar
höfðu veitt undanþágu til prentunar
blaðsins, sem kom út daglega í verk-
fallinu. Sáttasemjarar héldu aðilum
þó á fundum. Á föstudag bárust
fréttir um að vegna bilunar í prent-
smiðju mundi útkoma blaðsins tefj-
ast. Þótti mönnum þá betur horfa
um samningana og gárungar héldu
því fram, að prentarar hefðu vísvit-
andi „séð til þess” að bilun varð.
Samningamenn ASÍ höfðu lýst því
yfir að þeir mundu ekki undirrita
heildarsamninga fyrr en samizt hefði
við prentara. Þessi afstaða ASÍ var
þó farin að bila þegar á leið aðfara-
nótt laugardags og sýnilegt var að
samningar höfðu tekizt. Þá gerðist
það um miðja nótt að Vinnan kom
út. Prcntsmiðjueigendur brugðust
hinir verstu við og vildu fara heim af
samningafundum en sáttasemjarar
vildu halda þeim. Aðilar í prent-
smiðjudeilunni höfðu þá ekki ræðzt
við heldur setið hvorir í sínu herbergi
og skipzt á boðum skriflega. Var því
haldið áfram.
Svo fór að aðilar létu sig hafa það
að semja, og var samningum lokið
um hádcgi á laugardag. Prentarar og
bókagerðarmenn fengu sömu hækk-
anir og aðrar stéttir yfirleitt.
—HH
I
VINNAN, málgagn Alþýðusam-
bandsins, setti strik í reikninginn í
verkfallinu. Fremst á myndinni, sem
tckin var á Dagsbrúnarfundinum í
Austurbæjarbíói á laugardaginn,
hampar ungur fundarmaður þessu
umdeilda dagblaði verkfallsdaganna.
(DB-mynd Bjiirgvin).
30% verðbólga?
Verðbólgan í ár kann að verða 30
prósent, að sögn Davíðs Schevings
Thorsteinssonar, formanns Félags
íslenzkra iðnrekenda.
Fyrir samningana var gert ráð fyrir
að verðbólgan í ár yrði ekki nema
sautján af hundraði.
Það hefði verið mikil minnkun
verðbólgu frá fyrri árum.
Kjarasamningarnir hafa tvímæla-
laust í för með sér talsverðar
verðhækkanir. Atvinnurekendur munu
knýja á um þær, en enn er í gildi hin
„sérstaklega stranga” verðstöðvun.
-HH.
Búvörurnar:
ENGIN HÆKKUN
NÆSTU 3 VIKUR
Nokkuð víst er að búvörur hækka í gær. hækkuðu 1. marz, það er í dag, en nú
ekki fyrr en eftir þrjar vikur, að sögn Sveinn sagði að verðstöðvun til væri varla um það að ræða.
Sveins Tryggvasonar framkvæmda- bráðabirgða stæði til 20. marz. Hið
stjóra Frapileiðsluráðs landbúnaðarins. venjulega hefði verið að búvörur -HH
UPPBÓTARORLOF
- EF MINN VEIKJAST í FRÍI
Nokkrar kjarabætur náðust undir
þeim lið sem í samningum nefndist
„sameiginlegar sérkröfur”. Sem dæmi
ma nefna eftirfarandi um veikindi:
Veikist launþegi innanlands í orlofi það
alvarlega, að hann geti ekki notið
orlofsins, skal hann á fyrsta degi, til
dæmis með símskeyti, tilkynna vinnu-
veitanda um veikindin og hjá hvaða
lækni hann hyggst fá læknisvottorð.
Fullnægi hann tilkynningunni og standi
veikindin samfellt lengur en þrjá sólar-
hringa á launþegi rétt á uppbótarorlofi
jafnlangan tíma og veikindin sannan-
lega stóðu. Uodir framangreindum
kringumstæðum skal launþegi ávallt
færa sönnur á veikindi sín með læknis-
vottorði. Vinnuveitandi á réttáað láta
lækni vitja launþegans. Uppbótarorlof
skal eftir því sem kosfur er veitt á þeim
tíma sem launþegi óskar og skal veitt á
tímabilinu 1. maí til 15. september
„nema sérstaklega standi á”.
-HH.
Vélhjólasendill
óskast strax.
Vinnutími frá kl. 1—6. Upplýsingar í
Þverholti 2.
BIAÐIÐ