Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.03.1976, Qupperneq 9

Dagblaðið - 01.03.1976, Qupperneq 9
PARADIS ÞREYTTRA rnTA Konan flaug yfir stigvélið hentist Hálffimmtug kona varð fyrir bíl á Laugavegimóts viðMjólkursamsöluna á fimmtudaginn. Var konan að stíga út úr annarri bifreið og ætlaði vfir götuna er bíl var ekið vgstur Laugaveginn. Skall konan á bílnum og hentist yfir hann. Höggið var allmikið og sveiflan, sem konan fór yfir bílinn, svo snögg og bílinn — upp ó húsþak mikil að stígvél þeyttist af henni og hafnaði uppi á þaki hússins við Lauga- veg 160. Konan var flutt í slysadeild. Hún missti aldrei meðvitund og hlaut ekki lífshættuleg sár af þessum harða skelli. ASt. Verð kr. 169.000.- sófasettið Aflífa varð hestinn ó staðnum Á fimmtudagskvöld varð maður á hesti fyrir bifreið á Vatnsveituvegi við Elliðaár. Á dimmum veginum mættust tvær bifreiðir. ökumaður þeirrar, er á hestinn ók, sá ekki til hins ríðandi manns fyrr en í þann mund er hann skall á hestinum. Hesturinn særðist mjög illa og varð að aflífa hann á staðnum. Maðurinn er á hestinum sat slapp hins vegar ómeiddur. Vatnsveitu- vegurinn er bæði mjór og illa upplýstur og varasamur fótgangandi og ríðandi mönnum í myrkri af þeim sökum. ASt. Afborgunarkjör eða stoðgreiðsluafslóttur QU o/a> ARMÚLA 4 - SlMI 82275 - REYKJAVÍK >Ar' . . . í rr- rS -r:'1 ' j-'/ 1 r r Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976. Langþreyttir farþegar loksins heima: FLUGLEKNR OGRUDU OKKUR BRUTU RÚÐUR f ALÞINGISHÚSINU Á laugardagskvöldið gerðu unglingar rúður á bakhlið Alþingishússins með aðsúg að Alþingishúsinu. Bárust grjótkasti. húsverðinum brothljóð til eyrna um Lögreglan kom á vettvang en ekki miðnæturskeið. Er unglingarnir urðu tókst þá um nóltina að hafa uppi á varir rnannaferða í húsinu hlupust þeir skémmdarvörgunum. á brott.Hafðiþeim tekizt að brjóta þrjár -ASt. — vill formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ólíta — því beittu þeir farþega hinum harðneskjulegustu aðgerðum Þota frá Flugleiðum lenti á föstudagskvöldið á Keflavíkurflug- velli. Að öllu jöfnu væri það ekki í frásögur færandi ef þetta hefði ekki átt ser stað í miðju verkfalli og far- þegahópurinn er sté út verið dagana áður á hrakhólum víðsvegar um Evrópu. Loftleiðanþotan stöðvaðist í upphafi verkfalls í Lúxembúrg og beið þar unz fljúga átti heima á leið sl. miðvikudag. Ekkert varð úr flugi heim þann daginn þrátt fyrir að búið væri að skra* flugið i farseðla far- þeganna og neyddust þeir til að dvelja í útlöndum lengur. Bjóst enginn við að komast heim fyrr, en verkfalli lyki. Á fimmtudagsmorgun var síðan ljóst að flogið yrði og var það ánægður hópur farþega er loks stigu upp í þotuna og héldu þeir yrðu heima þá síðdegis. En því var ekki að heilsa. Millilent var í Glasgow og biðu farþegarnir á meðan úti í vél og nokkrir nýir bættust í hópinn. Kom síðan í ljós, þegar komið var út á flugbraut að bilun hafði orðið í einum hreyfli vélarinnar. Var þá beðið nokkra tíma inni í flugstöðvarbyggingunni meðan flugvirkjar reyndu að komast að hvað á bjátaði. Meðan beðið var þar buðu Flugleiðir farþegum upp á gjörsam- lega óætt sælgæti og ódrekkandi kaffi. En er ekkert gekk var loks ákveðið að sjá öllum farþegunum fyrir gistingu á flugvallarhótelinu. Var þar dvalið um nóttina og langt fram á næsta dag er þotan var loksins orðin tilbúin til áframhaldandi flugs til íslands. • Gekk ferðin þá snurðulaust fyrir sig og var lent heima á föstudagskvöld svo sem fyrr sagði. Blaðið hafði samband við Karl Steinar Guðnason, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, og spurði hann hvaða ástæður hefðu legið að baki þ^im hringlandahætti er varð með leyfi fyrir þotuna að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli. Kvað hann þá hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu ekki líta svo á að flugvélar gætu komið heim í verkfalli og stöðvazt þar þó svo að það væri reglan um skip. Ráðlagði því stjórn verkalýðsfélagsins Flugleiðum að hætta við hið fyrsta ráðgerða flug á miðvikudeginum, þar sem þá leit svo út að ekki væri langt í samninga. Fóru Flugleiðir ekki að ráðleggingum þessum og hugðust senda vélina heim. Leit verkalýðsfélágið á það sem hina mestu ögrun og neitaði að afgreiða flugvélina. Að sögn Karls Steinars kom svo skömmu seinna upp önnur staða í samningavið- ræðunum og var fyrirsjáanlegt að verkfallinu yrði ekki aflýst í bráð. Veittu þeir þá loks Flugleiðum undanþágu svo þotan gæti haldið heimleiðis með hina langþráðu hópa íslendinga sem komu víðsvegar að. -BH. kaup? Tafsöm vopna- leit í Keflavík Mugmálayfirvöld tveggja landa, Bandaríkjanna og Danmerkur, gera kröfu um að vopnaleit fari fram á öllum farþegum og í handfarangri allra farþega er til þessara landa koma frá íslandi. Á Keflavíkurflugvelli er sérstakt tæki, sem farþegar ganga í gegnum, og segir það til um hvort farþegar hafi málmhluti innan klæða. Virðist það tæki þó ekki eins nákvæmt og tæki annarra flugvalla í þessum efn- um, einkum vegna þröngrar aðstöðu. Á Keflavíkurvelli er hins vegar ekk- ert gegnumlýsingartæki fyrir hand- farangur. Slík tæki eru í flestum eða öllum flugstöðvum heims. Verða toll- gæzlumenn og lögregluþjónar í Keflavík að kanna allan handfarang- ur sjálfir. Er þetta tafsamt. Horfa þeir með kvíða til þess tíma er vor- .áætlun hefst og annir aukast í flug- inu. Kann það að leiða til tafa flug- véla, t.d. þegar afgreiða þarf allt að 600 manns á stuttum tíma. Er ótti þeirra ekki sízt tengdur því að ís- lendingar virðast hrifnari af handfar- angri en annarra þjóða fólk. Vonast þessir starfsmenn eftir skjótum úr- bótum, eins og loforð hafði verið gefið um. —ASt. Eins og rollum vœri hleypt ó garða — þegar barinn opnaði í Eyjum Lífið kviknaði á ný í Vestmanna- eyjum á laugardagskvöld er barinn þar opnaði eftir áfengisbannið. Menn virtust allþyrstir orðnir. „Það var eins og rollum væri hleypt á garða,” sagði einn lögreglumanna við Db. Menn reyndu að ná sér í stæði og svala þorsta sínum. Allt fór hið bezta fram og sömu- leiðis á dansleik sem stóð fram á nótt. Þurfti lögreglan þar ekki afskipti af að hafa. Verkfallsdagarnir voru mjög róleg- ir í Eyjum. Nánast álgér afslöppun, að sögn lögreglunnar. Vertíðarfólk fór margt heim. Hjá lögreglu var allt í lágmarki og með lágmarkstilkostn- aði fyrir ríkissjóð. —ASt. Nýkomið frá — -.1- — — -- i Nýkomið í karlmannastærðum í brúnum lit. Verð frá kr. 4.525.- Nýkomið í öllum stærðum í hvítum lit. Verð frá kr. 3.850.- Dömus Medica Egilsgötu 3 Sími: 18519. Sverrir Kristjónsson: Bróðkvaddur við frœðistörf sín Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur lézt í Reykjavík sl. föstudag, 27. febrúar, 68 ára að aldri. Sverrir var landskunnur maður fyrir fræðistörf sín, svo og útvarps- og sjónvarpsþætti sem þeim voru tengdir. Banamein Sverris var hjartabilun. Var hann við fræðistörf í Landsbóka- safninu er kallið bar að. Neyðarbíll kom á vettvang svo fljótt sem verða mátti en það var um seinan. —ASt. Umferðaröngþveiti í Bláfjöllum Gífurlegur fjöldi fólks sótti í skíðaland Reykvíkinga í Bláfjöllum um helgina, bæði á laugardag og í gær. Var stöðugur straumur bíla með skíðafólk úr bænum og til hans síðdegis. Umferðin var slík að til umferðaröng- þveitis kom og varð fólk að bíða lausnar á umferðarhnútum. Fólk sem leitaði útiveru og skíðaiðkunar var og víðar í nágrenni bæjarins, þó Bláfjöllin heilluðu mest. Munu þúsundir Reykvíkinga hafa notið hins fagra veðurs í gær víðsvegar í brekkum í nálægð höfuðborgarinnar. -ASt. Getið þér gert betri

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.