Dagblaðið - 01.03.1976, Side 10
10
MWBIAÐIÐ
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Evjólfsson
Ritstjófi: Jónás Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Rit?»tjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir, Ciissur SigtmVsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Ojaldkeri: Þráinn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
r
Dagblaðið. Mánudagur 1. márz 1976.
Blómleg starfsemi
CIA og KGB
í Mexíco
- NJÓSNA ÞAR HVER UM ANNAN 0G
HVER í KAPP VIÐ ANNAN
Hún er illskárrí
Mexico City, höfuðborg Mexico,
er og hefur um nokkurt skeið verið
þýðingarmikil miðstöð fjölda
erlendra leyniþjónusta. Þannig er
þar t.d. rekin umfangsmesta
starfssemi bandarísku ley ni-
þjónustunnar CIA, utan Banda-
ríkjanna og þar hefur rússneska
leyniþjónustan KGB einnig eitthvert
Ríkisstjórninni tókst nokkuð að rétta
hlut sinn í vantraustsumræðunum í
fyrri viku. Það sat eftir í mörgum
áheyrendum, að líklega væri ástandið
enn verra, ef stjórnarandst'aðan væri við
völd. Þótt ríkisstjórnin væri vantrausts
verð, væri stjórnarandstaðan þess ekki
umkomin að amast við henni.
Fyrir vantraustsumræðurnar hafði ríkisstjórnin lagað
verulega stöðu sína í landhelgismálinu með því að slíta
stjórnmálasambandi við brezku stjórnina. Að vísu geta
stjórnarandstæðingar og mikill fjöldi stuðningsmanna
stjórnarinnar minnzt þess, hversu tímafrekt og erfitt
var að aka stjórninni út í slitin á stjórnmálasam-
bandinu.
Menn hafa auðvitað enn sínar grunsemdir um
ódugnað ríkisstjórnarinnar í þessu máli. En tíminn
verður að leiða í ljós, hvort þær grunsemdir eiga rétt á
sér. Og vantrauststillagan kom einmitt fram á þeim
tíma, er ríkisstjórnin hafi þó slitið stjórnmálasamband-
inu og hætt tilraunum til samkomulags við brezku
stjórnina. Á þessu stigi málsins er því staðan í þorska-
stríðinu ekki tilefni vantrausts á ríkisstjórnina.
Talsmönnum ríkisstjórnarinnar tókst í umræðunum
um vantraustið að benda á, að stjórnarandstaðan hefur
harðlega gagnrýnt, að ekki skuli hafa verið ráðizt í
margvíslegar opinberar framkvæmdir og aukinn ríkis-
rekstur á mörgum sviðum. Það er nefnilega staðreynd,
að stjórnarandstaðan er ekki rétti aðilinn til að kvartá
um meðferð ríkisstjórnarinnar á efnahagsmálum
þjóðarinnar og fjármálum ríkisins.
Eigi að síður er frammistaða ríkisstjórnarinnar á
þessum sviðum algerlega forkastanleg. Skýr rök hafa
verið leidd að því, að ein helzta forsenda hins ömurlega
ástands í efnahagsmálum er óstjórnin á fjármálum
ríkisins. Hlutur opinberrar fjárfestingar og sam-
neyzlunnar eða ríkisrekstrarins í þjóðartekjunum hefur
aukizt, þrátt fyrir mikinn samdrátt þjóðartekna. Sá
samdráttur hefur því komið með meira en fullum
þunga niður á lífskjörum almennings og greiðslugetu
atvinnuveganna.
Loks hefur talsmönnum ríkisstjórnarinnar tekizt að
benda á, að stjórnarandstaðan hefur reynt að nota
andrúmsioft allsherjarverkfallsins til að fá heppilega
umgjörð um vantrauststillöguna. í því sambandi er þó
nauðsynlegt að benda á, að flokkspólitískt andrúmsloft
hefur ekki ríkt í sjálfum viðræðunum um kjarasamn-
inga. Þar hafa fulltrúar launþega staðið á faglegum
grunni en ekki pólitískum.
I umræðunum um vantraustið tókst ríkisstjórninni
ekki að þvo af sér ábyrgðina á erfiðleikunum í
kjarasamningunum. Sú staðreynd blífur, að ríkisstjórn-
in notfærði sér ekki tillögur launþega og vinnuveitenda
um lækkun ríkisútgjalda og skatta. Þar missti hún af
gullvægu tækifæri til að bjarga efnahagsöngþveitinu
með víðtækri samstöðu í þjóðfélaginu.
I heild má segja, að hvorki ríkisstjórn né stjórnarand-
staða hafi riðið feitum hesti frá vantraustsumræðunum.
En hlutur ríkisstjórnarinnar var þó illskárri að því leyti,
að talsmönnum hennar tókst að vekja rökstuddan grun
um, að stjórnarandstaðan mundi hafa staðið sig enn
verr.
SNARAN
Ég læt greinina heita þessu nafni
þótt hún fjalli um verkföll í víðtækri
merkingu. Líklega getur lesandinn
fundið einhver tengsl sem eru á milli
greinar og nafns.
Ég vil að grein þessi flytji þér ný
sjónarmið, nýjan sannleika um v.erk-
föll, grundvöll þeirra, skipulag og
framkvæmd. — Ég er ekki kominn til
þess að betla atkvæði hjá launþeg-
um, eins og svo margir forystumenn
verkalýðsins gera, og þess vegna er
þér óhætt að trúa að það er samviska
mín sem talar, studd reynslu og
þekkingu.
Þessi fáu orð læt ég nægja til
kynningar eftirfarandi orðum, en
minnnstu þess að orðin sjálf segja
okkur ekki ævinlega allt heldur líka
af hvaða hvötum þau eru mælt eða
rituð.
Fyrst skulum við líta á nokkrar
staðreyndir.
Verkfall er ranglæti.
Verkföll hafa vcrið gerð alllengi í
íslensku þjóðfélagi og þau njóta á-
kveðinnar verndar.
í dag er þjóðfélagið gjörbreytt frá
fyrstu tímum verkfalla, efnahagur
fólks meiri og betri, kynstur af mat
til á heimilum, verðmæti til, sem fólk
eignast með afborgunum o.s.frv. Og
einnig þetta: nú er á fullum launum
fjöldi fólks, sem hækkar sjálfkrafa í
kaupi og nýtur þannig erfiðis þeirra
sem í verkfalli eru.
Ég legg áherslu á breytta tíma og
minni á það sem gerðist á síðasta
þingi Kommúnistaflokks Frakklands
þar sem fellt er niður snakkið um
alræði öreiganna. Þessu hefði enginn
trúað fyrir nokkrum árum, en er ekki
gagnslaust að predika um alræði ör-
eiganna þar sem engir öreigar eru til?
Þetta skilja frakkarnir en skilja ís-
lenskir verklýðsforingjar gjörðir sínar
gagnvart hinum lægst launuðu? Þeir
etja þeim út í verkföll og kaup þeirra
hækkar smánarlega. Þeim sem hærra
eru lagðir í launastiganum er sama
um verkfallið, a.m.k. fyrst í stað—og
ekki má gleyma þeim sem ekki vinna
vegna verkfallsins en fá óskert laun
og hækka síðan.
Er nokkurt vit í þessu?
Verkfall er
heimska
Og þá nefni ég ykkur dæmi sem
sýnir í hverjar ógöngur verkföll eru
komin. Félagsbundnar konur, sem
ræsta skóla í borginni, mega ekki
vinna. Hverju þjónar þetta? Nem-
endur allir fá frí, þeir ganga um og
aðhafast lítt svo hollt sem það er
ungu fólki en prófkröfur verða hinar
sömu næsta vor. Láglaunakonurnar
við ræstingu fá ekki kaup lengur en
kennarar fá sitt kaup.
Og nú skal skoðað aðalatriðið í
máli þessu. Flýtir það fyrir lausn
verkfallsins að loka skólum? Hér vil
ég gera skýran greinarmurw á þeirri
þjónustu sem byggir á viðskiptum,
ÚKán Alþýðubankans
Ég hef áður lítillega rætt hér í
blaðinu um lánamál Alþýðubankans
sem forsvarsmenn hans kalla slys.
Verði mistök í útlánum bankans
ber bankaráðið fulla ábyrgð á því, —
stór útlán geta vart farið fram hjá
formanni eða varaformanni banka-
ráðs, sé svo hafa bankaráðsmenn
brugðizt stjórnskyldu sinni og eru
jafnábyrgir bankastjórunum sem
óhappinu valda, — eða slysinu sem
nú heitir.
Þó segir í tilkynningu bankaráðs
Alþýðubanans frá 8. des. sL:
,,Fyrst um sinn mun bakninn vcra
undir beinni stjórn bankaráðsins.”
Það sýnist helzt svo að bankaráðinu
hafi nokkuð seint skilizt hver skylda
þess var eða cr.
Þann 7. des. sl. er boðað til fundar
í miðstjórn ASf að tilhlutan banka-
ráðsins, málin skýrð og slysið kynnt
og leitað stuðnings stjórnar ASÍ.
Tilkynnt var jafnframt að bankaráð-
ið hcfði leitað til stjórnar Seðlabanka
íslands um láns-fyrirgreiðslu til að
tryggja greiðslustöðu bankans og
gera honum mögulegt að starfa á
eðlilegan hátt.
Miðstjórn ASÍ lýsti þegar yfir ein-
dregnum stuðningi við þessa fyrir-
greiðslubeiðni bankaráðsins, — auk
þess lofaði miðstjórnin að hún myndi
gera allt sem í hennar valdi stæði til
stuðnings bankanum, þannig að
hann kæmist yfir þessa erfiðleika og
gæti áfram gegnt því hlutverki scm
honum erætlað í lögum.
Lán fékkst hjá Seðlabanka íslands
fyrir tilstuðlan bankaráðsins og mið-
stjórnar ASÍ, — cn frá þessum mál-
um er gcngið 8. des. sl.
Formaður bankaráðsins, Hermann
Ciuðmundsson, segir í viðtali við
Dagblaðið 9. desi sl., degi eftir lán-
tökuna: „Áhyggjur okkar af hugsan-
legum fjárflótta úr bankanum vegna
þeirra sviptinga, sem öllum eru nú
kunnar, hafa sem betur fer reynzt
með öllu ástæðulausar.” Áfram segir
hann. „Engar óvenjulegar hreyfingar
hafa órðið í útteknum peningum og
innlegg á allan hátt eðlilegt, sem
betur fer hafa sparifjáreigendur sýnt
stillingu og tryggð við bankann og öll
starfsemi gengur vel og eðlilega.”
Þessi skjótu viðbrögð bankaráðsins
sýna glöggt hvers það er megnugt
þegar það vinnur skyldu sína, — en
ljóst er nú að bankaráðið hefði getað
afstýrt þessu „slysi” ef bankaráðið
hefði gert skyldu sína á liönum ár-
,um.
Forseti ASÍ, Björn Jónsson, segir í
viðtali við Þjóðviljann 10. des. sl. um
mál Alþýðubankans: „Nú hefur með
aðgerðum bankaráðs Alþýðubankans
og miðstjórnar Alþýðusambandsins
verið tr)'ggt að bankinn getur starfað
mcð eðlilegum hætti áfram þrátt
fyrir þau mistök sem orðið hafa í
rekstri hans á þessu ári. Erfiðleikar