Dagblaðið - 01.03.1976, Side 17
Dágblaðrð. Mánudagur 1. 'márz 1976'
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Sjötti stórsigurinn hjó Man. City
Manchester City —
sigursælasta lið síðasta
áratugsins á Bretlandseyj-
um sigraði Newcastle
United í úrslitaleik
deildabikarsins á laugar-
daginn 2-1. Leikurinn,
sem fór fram á Wembley
að viðstöddum 100 þús-
und áhorfendum, þótti vel
leikinn og skemmtilegur
fyrir áhorfendur — mikið
um marktækifæri.
Já, City hefur gengið vel síðan liðið
vann 2. deildina 1966. Aðeins tveimur
árum síðar — 1968 — varð liðið Eng-
landsmeistari eftir harða baráttu við
granna sína Manchester United, sem
þá reyndar varð Evrópumeistari meist-
araliða — stórt ár fyrir vefnaðarborgina
Manchester.
Ári síðar, 1969, var City í úrslitum
bikarkeppninnar — lék þá gegn
Leicester og sigraði 1-0. En City lét ekki
staðar numið — 1970 var einnig stórt ár
í sögu félagsins — þá sigraði liðið WBA
í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley
2-1. Þá lék Asa Hartford með WBA og
var þá í tapliði — nú hins vegar bætti
City honum það upp — Hartford lék
með City á laugardaginn. En City vann
ekki aðeins deildabikarinn árið 1970 —
liðið vann einnig Evrópukeppni bikar-
meistara, sigraði pólska liðið Gornik
Zarbze í úrslitaleik í Vín 2-1.
Enn heimsótti Manchester City
Wembley — þá 1974 í úrslitaleik
deildabikarsins. City lék þá gegn Úlfun-
um og þrátt fyrir að liðið hefði átt mun
meira í leiknum og opnari tækifæri
tapaði City 1-2.
Francis Lee — enski landsliðsmaður-
inn fyrrverandi, sem nú leikur með
Englandsmeisturum Derby hefur sagt,
að þetta ,,gullaldarlið” City hefði verið
það bezta, sem hann hefði leikið með —
betra en Derby er nú með allar sínar
stórstjörur.
Framkvæmdastjóri City, Tony Book
varð sigurvegari með City öll þessi ár og
þótti leika stórt hlutverk, sem bak-
vörður og fyrirliði. Leikmaðurinn sem
kom til City frá utandeildaliðinu Bath
City 32 ára og vann til allra helztu
verðlauna, sem hægt er að vinna til í
enskri knattspyrnu. Book var valinn
leikmaður ársins árið 1969 ásamt Dave
Mackay, þetta var því stór stund fyrir
hann á laugardaginn, leiddi City til
sigurs eftir mögur ár undanfarið.
Leikurinn á laugardaginn þótti góður
— boltinn gekk frá marki til marks og
marktækifæri á báða bóga. Bæði lið
léku sóknarknattspyrnu en á ólíka vísu.
Newcastle með sína sterku miðherja,
McDonald og Gowling kraftur og bar-
átta, City hugmyndaríkari og leiknari
með Tueart og Barnes í broddi fylking-
ar.
Newcastle byrjaði sterkar — fékk
nokkrar hornspyrnur í upphafi en þrátt
fyrir það skoraði City fyrsta mark leiks-
ins. Hartford tók hornspyrnu — gaf vel
fyrir markið. Joe Royle stökk hærra en
aðrir og skallaði boltann fyrir fæturna á
Peter Barnes, sem í þröngri aðstöðu
sendi knöttinn rakleiðis í netið með
þrumuskoti. Frábært mark hjá hinum
19 ára Peter Barnes, sögðu fréttamenn
BBC.
En áfram hélt leikurinn — mikill
hraði og spenna. Tækifæri á báða bóga.
Newcastle jafnaði metin á 33. mínútu.
Boltinn gekk á milli leikmanna New-
castle — Kennedy til Craig til Nattrass
til McDonald og hann sendi boltann
beint á kollinn á Gowling og í netinu lá
knötturinn.
Staðan í hálfleik var 1-1 en hefði allt
eins getað verið 4-4 sögðu fréttamenn
BBC. Það var því allt að vinna í síðari
hálfleik og þegar aðeins mínúta var
liðin af síðari hálfleik hafði City aftur
náð forystu. Donachie sendi boltann
fyrir markið — og Denis Tueart sendi
boltann í netið með hjólhestaspyrnu—
framhjá Mike Mahoney í marki New-
castle. Frábært mark og enn þurfti
Newcastle að sækja á brattann. Tueart
fékk skömmu síðar ágætt tækifæri en
tókst ekki að nýta, Newcastle sótti meir
en vörn City var föst fyrir. Þó fékk Mick
Burns gott tækifæri 10 mínútum fyrir
leikslok en brást illa bogalistin — hitti
ekki markið.
City stóð uppi sem sigurvegari — 6.
stórsigur liðsins á áratug var staðreynd
og annar ósigur Newcastle á Wembley
á tveimur árum. Mike Doyle, sem hefur
verið í öllum sigurliðum City og nú í
fyrsta skipti fyrirliði, tók við hinum
eftirsótta bikar. Mike Doyle átti þetta
svo sannarlega skilið, bezti maðurinn á
vellinuin, sögðu fréttamenn BBC.
Lið City var skipað: Joe Corrigan —
Jeff Keegan, Dave Watson, Mike
Doyle, Willie Donachie — Tommy
Booth, Al'an Oakes, Asa Hartford —
Dennis Tueart, Joe Royle, Peter
Barnes. Varamaður var Ken Clement.
Lið Newcastle var skipað: Mike Ma-
honey, — Irviríg Nattrass, Pat Howard,
Glen Keeley, Alan Kennedy — Tommy
Craig, Stuart Barrowclough, Tom
Cassidy — Malcolm McDonald, Alan
Gowling, Mikey Burns. Varamíaður var
Paul Cannell.
Bæði lið voru án sterkra leikmanna
— Newcastle án David Craig og Geoff
Nulty. City án enska landsliðsmannsins
Colin Bell. Alla vikuna fyrir leikinn átti
Newcastle í erfiðleikum, margir af leik-
mönnum liðsins lögðust í inflúensu sem
nú gengur yfir Bretlandseyjar. Þannig
var lengi vafasamt hvort þeir
McDonald og Mahoney gætu leikið
með, en úr rættist þó sigur fengist ekki.
h.halls.
durjaca
cJywaktt
STÓRK0STLEG
KAUP
Fœst ósamsettur. Yerð kr. 55.720
Meðol samsetningartími 91/2 klst.
Samsetning auðveld og tryggir verksmiðjugœði
Verð samsett 77.686
Skipholti 19 við Nóatún
Sími 23800
BÚÐIRNAR Klapparstíg 26
Sími 19800
ÚTGANGSORKA: 2X40 sin W með möguleikum á fjórum hátölurum og fjórvíddar-
kerfi.
SVEIFLUBJÖGUN: minni en 0,5% á fullri orku, allt að 40 sin W á hvaða tíðnibili
milli 20—20.000 rið með báðar rásir keyrðar samtímis. Bjögun minnkar við lægri styrk.
TÓNBRENGLUN: Myndun nýrra tóna vegna blöndunar tveggja eða fleiri frumtóna.
Minni en 0,5% á fullum styrk, á hvaða tíðnibili milli 20—20.000 riða. Þessi óæskilega
blöndun minnkar við lægri styrk.
ORKUTÍÐNISVIÐ: 8 rið upp í 50.000 rið með minni en 0,5% tónblöndun á ful&m
styrk (2 X 40 sínus vött).
TÍÐNISVÖRUN: Eiginleikarnir til að skila ákv. tíðnisviði. Plötuspilara + 0,5 dB
RIAA jöfnun.
HÁSVIÐ: ■+■ 12 dB á 5 rið og 10.000 rið.
TÓNSTILLAR: + 12 dB á 50 rið og 10.000 rið.
ÓHLJÓÐ: Við lága tíðni frá orkulínu. Plötuspilari betra en 60 dB. Hástaða betra en;
80 dB.
AÐSKILNAÐUR Á STEREO: 65 dB; (með IHF standards) 50 dB eða meira frá
20—10.000-rið.
HÁLFLEIÐARA-INNIHALD
20 transistorar
10 diodur.
STÆRÐ: b.h.d. 13,/2”X4,/2,,X 11 Vi dýpt.
Samsetning auðveld og tryggir
verksmiðjugæði.
vovt-*'*4*
( > V '*
V /t
% .miac0
rJUífoíu
\ ' w......
AM^'1
Tœknilegar upplýsingar
4-vídda stereo
magnt,ri 120 vðtt
musík