Dagblaðið - 01.03.1976, Qupperneq 18
Diabolici Musica. Tónlislarskrattarnir. hcitir þessi hópur sem kemur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, og „átti”
staðinn sl. fimmtudagskvöld. Menn hvisluðu sin á ntilli um „nýtt Spilverk” og ef til vill ekki að ástæðulausu, en
skrallarnir virðast þó öllu tslen/kara fyrirbæri en Spilvcrkið.
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
Cabaret kom fram með órafmagnaða dagskrá, gömul lög og ný, flest eftir þá
félaga sjálfa. Þeir æfa stíft undir væntanlega LP-plötu sem þeir virðast þegar
lita á sem orðinn hlut. Á myndinni að ofan er Tryggvi Hiibner, gítarleikari
hljómsveitarinnar, en á neðri myndinni eru nokkri gestanna þetta kvöld. Sá
hetjulegi á miðri myndinni er Ágúst Harðarson, yfirrótari Paradísar.
ÓMAR
VALDIMARSSON
NýenHurreistur Klúbbur 32 hélt
skemmtikvöld á Loftleiðahótelinu
finimtudaginn 19.feb.og var húsfyllir,
þrátt fyrir að aðgangseyrir var
óheyrilega hár, eða 1000 krónur.
Fyrir það fé urðu menn jafnframt
félagar í ,,klúbbnum.”
Klúbbur 32 er undarlegt fyrirbæri,
sem rýkur af stað af og til með nýjum
stjórnum og hástemmdum loforðum
um suðræna sæluvist fyrir lítið fé, en
til þessa hefur oft orðið minna úr
framkvæmdum en um hefur verið
talað.
í nýju stjórninni eru heljarmenni á
borð við Kristin T. Haraldsson, fyrr-
um ferðastjóra Júdasar, en ekki fór á
milli mála á fimmtudagskvöldið að
reynsluleysi stjórnenda sam-
komunnar bitnaði talsvert á þúsund
króna gestunum. Þetta er að vísu
atriði sem ekki er hægt að gera við og
lagast með góðum vilja.
Loftleiðahótelið er annars kjörinn
staður til að halda litlar samkomur
af þessu tagi, enda hafa oft verið
haldin þar músík- og skemmtikvöld
með ágætum árangri.
Verði af aukinni starfsemi Klúbbs
32, eins og stjórnin lofaði á
fimmtudagskvöldið, og SAM-komur
verði teknar upp á ný, eins og einnig
hefur verið lofað, megum við vel við
una. Ef boðið er upp á eitthvað
forvitnilegt, það er að segja. -ÓV.
Þessir tveir náungar komu hressilega á óvart. Þeir voru í skemmtiferð í
höfuðborginni frá Sauðárkróki, þar sem þeir hafa verið driffjaðrir í félags- og
skemmtanalífi bæjarbúa. Hægra megin er Hilmir Jóhannesson mjólkur-
fræðingur, sem er þúsund þjala smiður og einstakur húmoristi, nafn hins höfum
við ekki, en framlag þeirra var kærkomið. Myndirnar tók Ragnar Th.
Sigurðsson. ljósmyndari DB.
Söngsveitin Randvcr tróð upp og fékk alla menningarpoppara bæjarins til að syngja og klappa með sér. Randver,er
greinilega árshátíðarskemmtiatriði ársins, ekki sízt fyrir fjörlega framkomu Ellerts Borgar Þorleifssonar, sem er lengst til
hægri.
Finnur M. Jóhannsson söngvari Cabaret hefur tekið töluverðum framförum að
undanförnu. Hann lék á als oddi þetta kvöld,dansaði m.a. við unga stúlku sem
ekki þótti nóg að sitja og hlusta.
ER AÐ KOMA BETRI
TÍÐ MED BLÓM í HAGA?
J