Dagblaðið - 01.03.1976, Síða 19
Dagblaðið. Mánudagur 1. niarz 1976.
19
Hvar er
kassinn þinn?
Kvikinyndaleikarinn gamalkunni
Charlcs Boyer er alveg rasandi illur
út í Ingrid Bcrgman eftir að þau
hittust í vetur í Rómaborg í
kvikmyndatöku. Síðasta myndin
sem þau léku saman í var hin
rómantíska mvnd Gasljós. Charles
Boyer þurfti þá að standa uppi á
kassa þegar hann kyssti Ingrid, því
hún er svo miklu hærri en hann.
Það fyrsta sem hún sagði þegar
hún hitti hann var : Hvarer kassinn
þinn?
Að haldast í hendur
Sophia Loren hefur komið
manni sínum Carlo Ponti algjörlega
úr jafnvægi. Hann komst að því
að hún hafði haldið of lengi í
höndina á ítalska leikaranum
Umberto Orsini.
Dýrar tennur
Fólk spyr hvers vegna ég sé alltaf
hlæjandi, segir Sammy Davis jr. —
En ef tennur þínar hefðu kostað þig
átta þúsund dollara (tæpl. 1,4 millj.
ísl. kr.) vildir þú einnig reyna að
sýna þær öðru fólki.
Stóri bróðir keypti
sér glymskratta
Eddie Dorsev, fertugur brezkur
byggingaverkamaður, sem hefur um
ellefu þúsund kr. í vikukaup festi
nýlega kaup á glymskratta á útsölu.
Hann Iangaði til þess að leika plötur
með Engilbert Humperdinck.
Sá hefur aftur um það bil 720
milllj. kr. í árslaun og er ,,litli
bróðir” Eddies. Eina samband
þeirra bræðra er að þeir' senda
hvorir öðrum jólakort.
Fyrsti aðdáandinn
Prins Faisal frá Saudiarabíu,
flaug nýlega, ásamt ellefu vinum
sínum níu þúsund km leið til New
York til þcss að vera viðstaddur
frumsýningu Petulu Clark a
Waldorf Astoria.
— Ég var cinn af fyrstu aðdáendum
hennar,segir prinsinn.Ég vil gjarnan
kaupa hana fvrir tíu þúsund
kameldýr!
Nú er það
ekki
lengur Jane
,,Ég Tarzan — þú Jane” er
einhver frægasta ástarjátning frum-
skógarins sem um getur. Þessi
setning var gerð ódauðleg af Johnny
Weismuller sem nú er oðinn 71 árs
og var einhver allra frægasti
,,Tarzaninn”.
Nú er það ekki lengur Jane sem er
aðalstúlkan í lífi hans heldur heitir
hún Lisa og er 35 ára. Hún er dóttir
Tarzans apabróður.
...smátt
Leitar
sér að
vinnu.
Henry Wynberg fyrrverandi
vinur Elizabetar Taylor er atvinnu-
laus um þessar mundir. Hann ku
vera að leita sér að atvinnu í
London.
Seinn fréttaflutningur
Frelsisstríð Bandaríkjanna hófst
4. júli 1776. Ekki var minnzt á það í
brezkum blöðum fyrr en 17. ágúst
sama ár. Brezku ritstjórunum fannst
það ekki fréttaefni þótt uppreisn
væri gerð í nýlendu þeirra -fyrir
vestan haf.
betri bensínnýtingu
vörn gegn pjnfnabi
HciðraÖi viöskiptavinur:
Það cr okkar ánægja að tilkynna yður að eitt af frcmstu fyrirtækjum 1 heimi á sviöi
rannsókna i bifreiöaiönaöinum hcfur kosið að gera ítarlcgar rannsóknir á A. R. CDI
kveikjukerfi. smára kerfi og venjulegri kvcikju. Niöurstööur þcirra ranniókna cru svo-
Tvö viöurkcnndustu og .virtustu fyrirtæki í Bandaríkjunum á sviöi rannsókna og
tilrauna i bifrciöaiðnaöi cru:
„Chaffec Collegc“ scm cr hluti af Háskólanum í Californiu, og rannsóknarstofa Gcncral
Motors i Detroit. Báöar þcssar stofnanir hafa á aö skipa fullkomnum tækjum i rannsókn-
arstofum sinum til rannsókna fyrir bifreiöaiðnaðinn almcnnt.
•Niðurstaða þcssara itarlcgurrannsókna frá Chaffe Collegc á A. R. CDI kcrfinu sýna án
cfa þá kosti scm A. R. CDI kcrfið hcfur fram yfir vcnjulcg kvcikju- og smára kcrfi scm
cru tH á markaðnum í dag.
Automatic Radio CDI kerfiö gefur 35000 — 50000 volta neista inn á kertin, sem þar
að auki er mikið nákvæmari en meö venjulegri kveikju. Árangurinn verður margfalt full-
komnari brennsla á bensínblöndu, sem þýðir mýkri og betri gang vélar, aukinn kraft og
10—20% bensínsparnað. Straumur í gegnum platínur minnkar um 95%, sem þýðir að þær
cndast allt að 10 sinnum lengur án stillingar, kcrti cndast allt að 8 sinnum lengur þar
scm tímalcngd neista verður aðeins 1/10 af neista venjulegrar kveikju. Að auki gerir hinn
mikli neistakraftur gangsetningu vélar öruggari við allar aðstæður, jafnvel með lélegum
eða spennulitlum rafgeymi í miklum kuldum.
8 strokk vél er snýst 4000 snúninga á mínútu, kveikir 16000 sinnum á mínútu, — það
er einn neisti hverja 4 1000 úr sek. Þar sem vcnjulcg kveikja þarf 15/1000 úr sckúndu til
að spana upp fullan ncista, fá kertin ekki fullan neista og jafnvel engan, sem hcfur í för
með sér að mikið cldsneyti fer út í loftið óbrennt.
A. R. CDI kerfið getur skilað fullum og mikið sterkari neista á hverjum 2A 000 úr
sekúndu svo aö brennslan verður eins fullkomin og hægt er við hverja kveikingu.
Árangurinn: Meiri kraftur fyrir minna bensin!
STAÐREYNDIR UM AUTOMATIC RADIO CDI KERFIÐ:
A. R. CDI kcrfið er cina elektroniska kvcikjan með raflykli, sem hefur eftirfarandi
kosti:
Sé lykillinn tekinn úr bílnum, er ekki hægt að gangsctja vélina, og þar af leiðandi er
ekki hægt að stela bílnum.
Enginn hlutur cr það fullkominn að hann geti ckki bilað (sama hvað löng ábyrgð cr
gcfin). Fari svo ólíklega að A. R. CDI kerfi bili (t.d. á óheppilegum stað eins og upp
á miðri hciði, cða hvar sem er) þá er með einu handtaki hægt að snúa raflyklinum og er
þá upprunalcga kveikjan komin í samband aftur, -og þarf þá ekki að skilja bílinn eftir
eða draga á vcrkstæði.
Raflykillinn gefur ciganda einnig mögulcika á' að gera samanburð á A. R. CDI kveikj-
unni og upprunalcgu kveikjunni. Einnig til-að finna hvort gangtruflun er í kveikjunni
eða af öðrum orsökum, með því einu að snúa lyklinum.
Hafi nú A. R. CDI kerfið bilað, þá er engum crfiðleikum háð að gera við það. fyrir
brot af vcrði nýrrar kveikju. Ólíkt allflestum elektroniskum kveikjum, er hægt að opna
A. R. CDI kveikjuna, sjá hvað cr í henni og gera við e'f með þarf. Við höfum ávallt alla
varahluti fyrirlyggjandi á lager.
A. R. CDI kveikjan er framleidd í Bandarikjunum úr fyrsta flokks bandarískum hrácfn-
um, og það eitt út af fyrir sig tryggir gæði hennar.
A. R. CDI kvcikjan er auðveld ísetningar fyrir hvern sem er á 10—15 mínútum og
þarf enga hluti að fjarlægja eða skipta um.
A. R. CDI kerfið er einnig hægt að flytja á milli bíla, t.d. ef skipt er um bíl eða hann
er seldur.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík:
Bílasmiðjubúðin, Laugavegi 176
Rafeindatæki, Glæsibæ
Bílastillingar BJÖRN B STEFFENSEN
Hamarshöföa 3 - Sími 84955
Selfoss:
Radio
Hella:
Mosfell
.Húsavík:
Karl
Akureyri:
Esso,
Vestmannaeyjar
Kjami s.f.