Dagblaðið - 12.03.1976, Page 6

Dagblaðið - 12.03.1976, Page 6
fi Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. Bretland: Wilson stóð af sér vantrauststillöguna — áfall Verkamannaflokksins í tvennum aukakosningum hjálpar ekki upp á sakirnar Brezka stjórnin hlaut mikilvæga stuðningsyfirlýsingu á þingi í gær- kvöld, en um leið hefur komið í ljós, að bitur ágreiningur er á milli ráð- herra ríkisstjórnarinnar og vinstri- sinna í Verkamannaflokknum. Meirihluti með stjórninni í at- kvæðagreiðslunni í gærkvöld varð meiri en búizt hafði verið við — 297:280 — eða sautján atkvæði. Aður hafði ýmislegt verið sagt í þing- salnum og gamalreyndir og gleiðir þingmenn íhaldsflokksins stóðu á öndinni yflr hvössum orðsendingum á milli þingmanna Verkamanna- flokksins. Skömmu síðar bárust Wilson for- sætisráðherra heldur dapurlegar fréttir. Flokkur hans hafði tapað í tvennum aukakosningum. Þegar skýrt var frá úrslitum í morgun var ljóst að íhaldsflokkurinn var með öruggan meirihluta atkvæða eins og áður í þessum kjördæmum, sem eru Carshalton út frá Lóndon og Wirral,. dreifbýlissvæði í norðvesturhluta Englands. Árangur Frjálslynda flokksins í þessum kosningum var lítill en ekki er talið að það muni hafa veruleg áhrif á stöðu flokksleið- togans Thorpes, sem sætt hefur vaxandi gagnrýni að undanförnu., Patty fíggur í fíensu — réttarhöldunum vfir Harris-hiónunum frestað Réttarhöldunum í máli milljóna- og blaðaerfingjans Patty Hearst hefur verið frestað fram á mánudag vegna veikinda sakborningsins. Patricia, sem er 22 ára, var í gær flutt til rannsóknar á sjúkrahúsi 40 km suður af San Francisco. Þar var sjúkdóms- greiningin inflúensa, að sögn lögmanns hennar. Patty var síðan flutt aftur í fangelsið. Þegar rétturinn kemur saman á ný verður fyrstur kallaður fyrir, af hálfu saksóknara, sálfræðinginn Harry Kozol. Honum er ætlað að vitna um hvort Patty hafi tekið þátt í bankaráni vegna morðhótana í sinn garð, eins og lögfræðingar hennar segja. Réttarhöldin hafa nú staðið í nærri tvo mánuði og er enn óséð hver útkoman úr þeim verður. Telja má líklegt, að Patty verði dæmd sek, en fái væga refsingu vegna þeirra undarlegu aðstæðna, er voru í lífi hennar. í Los Angeles hefur réttarhöldunum yfir SLA-félögunum William og Emily Harris,samferðamönnumPatty á flóttan- um undan réttvísinni og fyrri lífshátt- um, verið frestað um óákveðinn tíma. Lögmaður þeirra hjóna fór fram á að réttarhöldunum yrði frestað í eitt ár vegna þeirrar miklu athygli sem mál hjónanna hefur vakið. Þau eru sökuð um mannrán, vopnað rán og líkams- Líbanon: SULEIMAN STÓDST ÞVINGANIR HERSINS lætisaðgerð. Eftir að hann tók sér tignina, kcppt- ust hann og forsetinn við. að útvarpa andstæðum yfirlýsingum hvor um annan og það á sömu bylgjulengdinni. Fljótt á litið virtist Ahdab mjög sterkur með herinn að baki sér, en brátt kom í ljós að hann studdi hann ekki einhuga og fór sundrung innan hersins vaxandi í kjölfar þessara aðgerða hershöfðingjans. Assad, forscti Sýrlands, mun hafa átt únn þátt í að styrkja Suleiman í deilun- um við Ahdab , en sem kunnugt er, voru það Sýrlendingar, eða Assad, sem tókst fyrir nokkru að koma á v'opnahléi í Líbanon eftir níu mánaða borgarastyrjöld. Borgarastyrjöld í Líbanon: faðir flytur særðan son sinn á brott en kona hans fylgir hrópandi og grátandi á eftir. Suleiman, forseti Líbanon, hefur nú I sem æðsta yFirmann hersins og krafðist staðizt tilraunir hersins til að þvinga þess að forsetinn segði af sér innan viku. hann til að segja af sér, en Ahdab Hershöfðinginn kallaði þessa aðgerð hershöfðingi hafði sjálfur útnefnt sig | sína ekki uppreisn, heldur fremur rétt- Nixon vissi allt um leyniþjónusturnar: „Allt var í þágu þjóðaröryggis" — segir í eiðsvörnum vitnisburði Nixons í eiðsvörnum vitnisburði Richards Nixons, fyrrum Bandaríkjaforscta, sem gerður var opinber í gær, segir að hann haFi samþykkt ólöglegar að- ferðir við upplýsingaöflun banda- rískra leyniþjónusta, þar sem slíkar aðferðir hefðu gefið fyrri stjórnum góða raun. Vitnisburður Nixons er 37 vél- ritaðar síður og svar við spurningum, sein rannsóknarnefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings beindi til Nixons. Nixon heldur því nú fram, að þessar starfsaðferðir haFi verið löglegar, þar sem þær haFi verið notaðar í þágu þjóðaröryggis. Það voru iögfræðingar Nixons, sem gerðu plagg þetta opinbert. En formaður rannsóknarnefndarinnar, þingmaðurinn Frank Church, var ekki seinn á sér að snúast gegn hug- myndum Nixons. Á blaðamanna- fundi í gærkvöld sagði Church, að rök forsetans fyrrverandi til réttlæt- ingar vafasömum áætlunum væru byggð á hættulegum og staðlausum hugmyndum um stjórnarfar. í vitnisburði Nixons kemur m.a. fram, að hann vissi á einn eða annan hátt um flestar ólöglegar aðgerðir CIA innanlands og utan. Hann viðurkennir jafnframt að hafa látið hlera símtöl og samtöl Donalds bróður síns til að ganga úr skugga um að „hann eða mig sjálfan” ?æri ekki verið að plata á einhvern hátt. Þessi mynd af munaðarlausu stúlkubarni í Guatemala segir meira en mörg orö um ástandið þar eftir náttúruhamfarirnar í fyrra mánuði. En heimamenn hafa tekið að sér nær alla þd 4000 munaðarleysingja, sem hamfarirnar skildu eftir sig.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.