Dagblaðið - 12.03.1976, Síða 8

Dagblaðið - 12.03.1976, Síða 8
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. „Stöndum samon sem eínn moður" — segja verkfallskonur á Akranesi Fiskmóttaka vestur í Bakkaskála — togarakaup hjá Bœjarútgerðinni Hafnarstjórn Reykjavíkur vill vilja vesturhöfnina. Er það mál nú til athugunar og umræðu, sem og kaup Bæjarútgerðar Reykjavíkur á nýjum togara. líklcgt er að í Bakkaskemmu á Grandanum verði komið upp þeirri löndunaraðstöðu fyrir BÚR sem full- nægir þeim kröfum sem gerðar eru til fiskilöndunar, að mati aðila eins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Albert Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson fluttu í ársbyrjun 1974 tillögur um kaup á nýjum togara og athugun á lönd- unaraðstöðu fyrir Bæjarútgerðina. Eftir 2 ár í salti er nú kominn skriður á bæði þessi mál. Helgi G. Þórðarson verkfræðingur hcfur vegna reynslu sinnar og þekkingar í hagræðingu í frystihúsarekstri unnið að úttekt á Bæjarútgerð Réykjavíkur varðandi m.a. frystihúsarekstur og fisk- móttöku. í framhaldi af athugunum hans um þessi atriði bendir allt til þess að lausnin verði Bakkaskáli þar sem frystiaðstaða hefur raunar áður verið rædd. Bakkaskáli er í eigu Reykjavíkur- hafnar. Hefur hann verið í leigu hjá Hafskip hf., en leigusamningurinn er nú útrunninn og því hægt um vik fyrir þessi tvö- borgarfyrirtæki, Bæjarútgerðina og Reykjavíkurhöfn, að leysa þarna aðkallandi vandamál. -BS. Stœrðir: 35-41 Verð kr. 3.900.- Póstsendum Skóbúðin, Snorrabraut 38, simi 14190 Fermingarskór á drengi Verkfall kvennadeildar verkalýðs- félagsins á Akranesi er búið að standa í tæpar fjórar vikur, frá því að allsherjarverkfallið hófst þann 17. febrúar. Enn bólar ekki á lausn þess, eftir því sem konurnar segja sjálfar. Kröfur verkfallskvennanna eru hvorki flóknar né í mörgum liðum. Þær fara einungis fram á að samn- ingur sá, sem gerður var í kjaradeil- unni 1974, verði virtur. Þar segir að konur, sem vinna í frystihúsum, skuli fá þrjá kauptryggða daga í viku hverri, án tillits til þess um hvaða daga er að ræða. Enn fremur fara þær fram á að frá og með marz reiknist dagarnir fjórir með upp- sagnarfresti miðað við vikulok. Konurnar telja að atvinnurek- endur hafi rangtúlkað samninginn frá ’74 og segi að vikan byrji á þeim degi sem vinna hefst. Séu þær til dæmis kallaðar til vinnu á fimmtu- degi fá þær ekkert kaup fyrir dagana þrjá á undan. Dagblaðið brá sér upp á Akranes í gær til að ræða við deiluaðila. Atvinnurekendur voru hins vegar á samningafundi svo að ekki tókst að ná tali af þeim. Konurnar, sem fyrir voru á skrifstofu verkalýðsfélagsins, höfðu hins vegar nóg að segja. Búast ekki við árangri á næstunni „Þessi samningafundur í Reykja- vík er bara formsatriði,” sagði Gréta Gunnarsdóttir ritari kvennadeildar verkalýðsfélagsins. „Sáttasemjari er skyldugur að boða sáttafund að minnsta kosti einu sinni í viku, en eins og málin standa núna teljum við ekki að nokkur árangur náist.” — Hvers vegna eru konur ekki í verkfalli annars staðar á landinu? „Ef til vill erum við beittar meiri órétti en konur annars staðar. Þó höfum við heyrt að í Keflavík ríki nokkur óánægja með samningana nýju. Ég tel að höfuðorsökin sé samt sú að fólki gafst ekki nægur tími til að kynna sér innihald samninganna. Þeir eru lagðir fyrir félagsfundi í hasti og síðan annaðhvort samþykkt- ir eða felldir án þess að fólk viti í raun og veru nokkuð hvað er verið að lesa upp fyrir það. Það er Ijóst mál að samningarnir frá ’74 eru stórgallaðir og það er baráttumál okkar að fá þá bætta þannig að ekki sé hægt að rangtúlka þá á alla vegu.” Á annað hundrað í verkfalli Verkfallskonurnar eru milli 150 og 160. Þær vinna í frystihúsunum fjórum á Akranesi og niðúrlagningar- verksmiðjunni Artic. Félagar í kvennadeildinni eru þó nokkuð fleiri og vinna þær við sjúkrahúsið, á dag- heimili, við ræstingu á skólum og þess háttar. „Við höfum ekki farið fram á samúðarverkfall hinna kvennanna í félaginu,” sagði Gréta. „Ef ræsting á Nú standa engar konur við ljósborðin í frystihúsunum á Akranesi. Hvenær þær koma til starfa á ný, segja þær undir atvinnurekendum einum komið. Verkfallsverðirnir söfnuðust allir saman úti fyrir skrifstofu verkalýðsfélagsins. „Ef þú vilt taka mynd,” sagði ein þeirra við Björgvin ljósmyndara, „verður þú að taka mynd af okkur öllum því að við stöndum saman sem einn maður.” skólunum legðist niður myndi það bara bitna á börnunum okkar. Sama er um sjúkrahúsið og dagheimilið að segja.” — Nú hefur verkfallið staðið í hartnær mánuð. Er ekki farið að bera á peningaskorti? „Að sjálfsögðu. Við höfum hins vegar verkfallssjóð sem í eru um 1600 þúsund. Af þeim ættum við að eiga um það bil fjórðung. Einnig hafa okkur borizt 100.000 krónur frá Hellissandi. 200.000 þúsund frá Sel- fossi og 30.000 frá Stokkseyri, enda þótt verkfall sé þar. Þessum pening- um reynum við að dreifa til þeirra kvenna sem eru einstæðar eða fyrir- vinnur á heimilum sínum. Fyrir utan þennan fjárhagsstuðn- ing hafa okkur borizt stuðningskveðj- ur frá Akureyri, SigluFirði og Nes- kaupstað. Frá Reykjavík höfum við ekki heyrt múkk, utan að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir talaði við okkur og lýsti yfir stuðningi við okkur.” Tillaga um samúðar- verkfall felld Á miðvikudagskvöld var haldinn fundur þar sem r^ett var um hvort karlmenn á Akranesi ættu að fara í samúðarverkfall konunum til stuðn- ings. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 13. „Þetta var það sem við bjuggumst við,” sagði Sigrún Glausen með- stjórnandi í Verkalýðsfélagi Akra- ness. „Það kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart því að hljóðið í körlunum hefur verið þannig að við vissum fyrirfram hvernig atkvæðagreiðslan myndi fara.” — Hafið þið hugsað fyrir einhverj- um mótaðgerðum fyrst karlmenn- irnir fóru svona með ykkur? „Það hefur lítillega verið rætt en bezt er að minnast ekkert á slíkt.” — HaFið þið þá kannski hugsað ykkur að fara að dæmi grískra kvenna sem rændu buxunum frá mönnum sínum? „Nei, tæplega. Hins vegar benti Hannibal Valdimarsson okkur á þetta atriði er hann var hér um daginn.” Tvö verkfallsbrot „Það hefur tvisvar verið reynt að brjóta á okkur,” sagði Gréta Gunnarsdóttir. „í annað skiptið var reynt að hefja vinnslu í niður- lagningarverksmiðjunni Artic. Við stöðvuðum það þegar. í hitt skiptið var reynt að hefja vinnslu á loðnuhrognum hjá Haraldi Böðvarssyni. Við leyfðum mönnun-- um. að skilja hrognin en er átti að fara að pakka stöðvuðum við fram- kvæmdirnar. Síðan skeði það eitt óveðurskvöldið, þegar við áttum allar að sitja heima og horfa á McCloud, að reynt var að flytja tæki til hrogna- pökkunarinnar upp í Borgarnes undir því yFirskini að Kaupfélagið í Borgarnesi hefði' keypt vélarnar. Það stöðvuðum við einnig.” Kauptryggingar- og atvinnuleysisbætur Á meðan kauptryggingarsamning- ur verkákvenna í frystihúsum er í gildi greiða atvinnurekendur 40% af kauptryggingunni og atvinnuleysis- tryggingasjóður 60%. Eftir að samn- ingurinn er úr gildi fallinn fá kon- urnar greiddar atvinnuleysisbætur. Ekki eru það þó nærri því allar konurnar sem fá slíkar bætur því að skilyrði er að fyrirvinna á heimilinu hafi ekki haft meira í tekjur á árinu en eina milljón og sjötíu þúsund krónur. Það eru því ekki nema ein- stæðar konur og örfáar í viðbót sem njóta atvinnuleysisbóta. Þetta telja konurnar allsendis óvið- unandi þar sem rúmlega milljón króna árstekjur eru nú orðið hreint smáræði. Á síðasta ári greiddu atvinnurek- endur Akraneskonunum 3.167.577 krónur. Atvinnuleysisbæturnar námu hins vegar ekki nema 4.912.487 krónum. Samstaðan góð Að lokum spurðum við konurnar á skrifstofu verkalýðsfélagsins hvort samstaða meðal þeirra væri góð. „Hún er eins og hezt verður á kosið,” svaraði Sigrún Clausen. „Við stöndum saman eins og einn, maður, eða ættum við kannski heldur að segja kona. Það virðist svo sem hætt sé að lítft á okkur sem menn og ýmsir eru farnir að kalla okkur svertingjakerlingarnar. Það eru sennilega áhrif frá sjónvarps- myndinni um þrælastríðið. Þar sjá nefnilega allir hvernig farið var með, þrælana áður fyrrr og Fmnst aðfar- irnar með okkur minna einna helzt á þrældóm.” —ÁT,— Þórhallur „Laddi" Sigurðsson segir frá — Einar Olgeirsson á Húsavik — Tennessee Williams — Yikan prófar nýja gerð snjódekkja — Vikan prófar

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.