Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 9

Dagblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 9
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. Fangelsið í Síðumúla. Geirfinnsmálíð á nýtt stig: Minnbleysi alvar- legt og úlbreitt í fangelsinu í Síðumúla Þegar örn Höskuldsson sakadóm- ari kvað upp þann úrskurð kl. 10.15 í gærmorgun að þrír þeirra fjögurra manna, sem sitja í gæzluvarðhaldi vegna meintrar aðildar að hvarfi Geirfínns Einarssonar skyldu hafðir í haldi í 30 daga í viðbót urðu kaflaskil í þessu hrollvekjumáli. Það sem gerist næst er að ríkissak- sóknari skipar dómara í málið og síðan hefst hin eiginlega dómsrann- sókn. Hún er frábrugðin lögreglu- rannsókninni að því leyti að nú fá réttargæzlumenn varðhaldsfanganna að spyrja vitni og fylgjast með fram- gangi málsins. En svo getur farið að dráttur verði á því að dómsrannsóknin geti hafízt, ef varðhaldsfangarnir áfrýja úrskurði Arnar Höskuldssonar. Dagblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að sá fanganna, sem ekki áfrýjaði um leið og hinir fljótlega eftir handtöku, hafi í hyggju að áfrýja framhaldsúr- skurðinum. Þá tekur töluverðan tíma að matreiða skýrslur og gögn í Hæstarétt. Um gang rannsóknarinnar er lítið vitað, enda mun minnisleysi vera alvarlegt og nokkuð útbreitt vanda- mál í fangelsinu í Síðumúla þessa dagana. Þá liggur ljóst fyrir að ein- hverjir þessara manna — ef til vill allir ásamt fleirum — hafa viður- kennt að hafa farið í sjóferð með Geirfinni Einarssyni. Þetta má m.a. skilja af úrskurði Hæstaréttar þegar varðhaldsúrskurð- ur Sakadóms var staðfestur á dögun- um, en þar var vísaðti) framburðar þeirra Sævars Marinós Ciesielskis og Kristjáns Viðars Viðárssonar um ákveðna ferð til Keflavíkur. Þeir Sævar og Kristján eru því flæktir í bæði hvarf Geirfinns og Guðmundar Einarssonar, sem þeir hafa raunar viðurkennt að hafa orðið að bana. Kristján og Guðmundur heitinn voru skólabræður áður. Gæzluvarðhald þeirra og hinna tveggja piltanna, sem viðurkennt hafa aðild að sama máli, hefur verið framlengt meira og minna eftir þörf- um og mun verða svo unz dómur er kveðinn upp. Rannsókn þessara mála hefur til þessa eingöngu beinzt að því að upplýsa sjálf mannshvörfin, en ekki „aukamálin”, sem komið hafa upp, m.a. fjármálaumsvif Klúbbsins og möguleg tengsl veitingahússins við Framsóknarflokkinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið nú að með breyttri aðstöðu rannsóknarmannanna (vegna dómsrannsóknarinnar) gefíst þeim tími og tilefni til að fara nánar í saumana á ýmsu sem kann að koma til á einn eða annan hátt. örn Hösk- uldsson hefur lagt áherzlu á það að lögreglurannsóknin hafí beinzt að því að upplýsa glæpi, ekki annað. Þannig virðist hafa breiðzt út sá misskilningur að ákæra ríkissaksókn- ara á hendur tveimur starfsmönnum Klúbbsins, sem eru meðal gæzlu- varðhaldsfanganna, fyrir margvísleg brot á skattalöggjöfinni, sé í tengsl- um við Geirfínnsmálið. Svo er ekki og það var vegna Geirfinnsmálsins sem „fjórði maðurinn” var hnepptur í varðhald, eigandi Klúbbsins. Varð- haldsvist hans á að ljúka 28. þessa mánaðar. —ÓV. Fisléttir og fallegir samkvœmisskór Sérlega heppilegir til að dansa ú Fjölmargar gerðir Yerð kr. 7450.- Skór í sérstökum gœðaflokki Ætlar þú líka á árshátíð um helgina? Littu þá inn hjá Sólveigu Vélskólinn 60 ára: NEMENDUR JAFNMARGIR NÚ OG BRAUTSKRÁÐUST FYRSTU 30 ÁRIN Skrúfudagurinn er á morgun Hinn árlegi Skrúfudagur Vélskóla ís- lands er á morgun, laugardag. Þessi kynningar- og nemendamótsdagur skól- ans er nú haldinn í 15. sinn. Þennan dag eru nemendur við störf í öllum verklegum deildum skólans, í vélasaln- um, raftækjasal, smíðastofum, rafeinda- tæknistofu, stýritæknistofu, kælitækni- stofu og efnarannsóknastofu. Nemend- ur veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Að venju er margmenni á Skrúfudegi Vélskólans. Væntanlegum nemendum og foreldrum þeirra, svo og forráða- mönnum yngri nemenda og ýmsum Qðrum sem áhuga hafa, er þá sýnd öll starfsemi skólans og unnt er að fá upplýsingar um hvað eina er forvitni vekur. Ótrúleg þróun hefur orðið hjá Vél- skólanum, ekki sízt síðustu 10—15 árin. Skólinn er nú 60 ára, var stofnaður 1915. 1925 hafði hann brautskráð 69 vélstjóra, 1935 höfðu 205 lokið prófí, 1945 höfðu 350 lokið prófi, 1955 voru 515 með skírteini, 1965 voru þeir 787 og 1975 hafa 2045 hlotið vélskólapróf. Nú eru nemendur á öllum stigum í Reykjavík 350 talsins, en auk þess eru vélskóladeildir í Vestmannaeyjum, fsa- firði, Siglufírði og Akureyri með rúm- lega 60 nemendur í fyrri hluta námsins, en allir verða að ljúka síðari hluta í Reykjavík. 52 nemendur útskrifast í vor, þafínig að á 60 árum hefur skólinn útskrifað 2097 vélstjóra. Nú er skólarými orðið svo þröngt að ef .fram fer sem horfir verður að neita nemendum um skólavist í haust, komi ekki til aukið húsrými, sagði Andrés Guðjónsson skólastjóri í viðtali við blaðamenn. Auk húsrýmis er og tilfinn- anlegur skortur á tækjum til kennslu í ýmsum greinum. Dagskrá Skrúfudagsins hefst með há- tíðafundi kl. 13.30. Þar munu m.a koma fram fulltrúar ýmissa afmælis- árganga, en þeir hafa oft fært skólan- um gafír og gert sér dagamun á Skrúfudaginn. Kaffíveitingar verða á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar í veitinga- sal Sjómannaskólans frá kl. 2. Auk Keðjunnar standa að Skrúfudegin- um skólafélagið og Vélstjórafélagið, að ógleymdum skólanum sjálfum. ASt. Dalheiður Bjarnfreðsdóttir i sjálfsmynd — Leikritaskáldið ‘tic Cat — Náttbólið í Þjóðleikhúsinu — Ljómandi tertur —

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.