Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 10
10 mmiAÐiÐ frjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallson, Helgi’ Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, RagnarTh. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. , Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Vor þar — vetur hér Nú er vor í lolii í efnahagsmálum flestra Vesturlanda nema Islands. Menn sja greinileg merki þess, að samdráttar- tímabili orkukreppunnar er að ljúka. Búizt er við, að fyrir lok þessa árs verði árlegur hagvöxtur kominn upp í 4—7% í iðnaðarríkjum Vesturlanda og að framleiðniaukning ríkjanna verði jafn- vel heldur meiri en þetta. En fsland situr eftir á botninum. Við fylgdum öðrum niður á við í kreppunni og sukkum dýpra en aðrir, enda höfum við haft tvær aíleitar ríkisstjórnir í röð. Við sitjum áfram í vetrarkulda efnahagsvandræða, þótt farið sé að vora alls staðar í kringum okkur. Við getum ekki búizt við neinum hagvexti á þessu ári. Og engin teikn eru um bata í fyrirsjáanlegri framtíð. Aðrar ríkisstjórnir í kringum okkur hafa hagað varnarstríði sínu skynsamlega. Þær hafa getað haft hemil á ríkisútgjöldunum og hagað málum þannig, að atvinnuvegirnir eru nú færir um að fjárfesta til út- þenslu, þegar efnahagsvorið er komið. Forsætisráðherra okkar er að forminu til einnig efnahagsráðherra. En svo virðist sem hann hafi hvorki haft vilja né getu til að sinna efnahagsmálum af neinni festu. Átakanlegast var þó, þegar hann nennti ekki að sinna vel rökstuddum kröfum samtaka launþega og vinnuveitenda í janúar um ákveðnar læknisaðgerðir. Kjarninn í hugmyndum samtaka vinnumarkaðsins var sá, að útþensla ríkisbáknsins hefði valdið því, að minna væri til skiptanna hjá almenningi og atvinnu- vegum. Þessa augljósu staðreynd mátti líka lesa í áætlunum og spám Þjóðhagsstofnunar um þjóðarhag og skiptingu hans. Forsætisráðherra átti raunar fyrir löngu að vera búinn að átta sig á þessari staðreynd. Forsætisráðherrar eru sjaldan í þeirri öfundsverðu aðstöðu að fá upp í hendurnar kröfur tveggja af voldugustu þrýstihóppm landsins um skynsamlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Venjulega hafa slíkar kröfur gengið í hina áttina. Forsætisráðherra átti semsagt í janúar aldrei þessu vant vísan stuðning aðila vinnu- markaðsins til niðurskurðar á ríkisgeira þjóðarútgjald- anna, en glataði því tækifæri. Ekki bætir úr skák, að forsætisráðherra hefur frá upphafi vantað þá hægri hönd, sem fjármálaráðherra á að vera. Langt er síðan harðir fjárgæzlumenn héldu þar um völinn. Upp á síðkastið hefur nánast aðeins að forminu til verið fjármálaráðherra hér á landi. Óstjórn- in á fjármálum ríkisins er svo yfirgengileg. Óþarfi er að rekja enn einu sinni hinar hrikalegu tölur um halla ríkisbúskaparins, skuldasöfnun ríkissjóðs hjá Seðlabanka og í útlöndum. Óþarfi er að minna enn einu sinni á, hvernig hlutur ríkisins til fjárfestingar og rekstrar hefur aukizt, meðan hlutur almennings og atvinnuvega hefur dregizt saman. Meðan ríkisfjármálin eru í slíkum ólestri, er engin leið að ná vinnufriði, hagvexti og lífskjarabótum í atvinnulífinu. Þessi heimatilbúnu vandræði valda því, að við höfum misst af lestinni í samfélagi Vesturlanda. Við sitjum eftir í vetrarkuldanum, þótt farið sé að vora alls staðar umhverfis okkur. Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. CHE DEYR ALDREI — segir systir hans, Anna María Guevara, níu órum eftir dauðo byltingarhetjunnar Hugsunarháttur Evrópubúa er öðruvísi en okkar og því skilja þeir ekki Che. Ef til vill er mikilvægi hans í Evrópu minna en áður, en í Suður- Ameríku er hann enn sem fyrr mið- depill starfsins. Það var lítil, grannvaxin kona sem sagði þessi orð. Fljótt á litið er hún ekki lík þjóðsagnapersónunni og bylt- ingarhetjunni Che Guevara en hún Anna Maria Guevara: „Mikilvægi bróður míns í Evrópu kann að vera minna nú en áður, en í Suður- Ameríku er hann enn miðdepillinn.’, FRÍDAGAHALD Löngum hefur verið sagt að kirkj- an sé og hafi verið íhaldssöm, siðir hennar og venjurííkar eða óbreyttar öld eftir öld og jafnvel það sem telja mátti vísindalega sannað var stund- um dæmt reginvitleysa af kirkjunn- ar hálfu. Oft hefur kirkjunni verið legið á hálsi fyrir ótímabæra íhalds- semi og ekki að ósekju. En hér eins og í mörgum atriðum mannlegs lífs hefur orðið mikil breyting á. Á þeim tímum sem við lifum nú, þar sem skipulag og kerfi hlaðast upp í leit mannsins að léttara lífi, hefur mörgum orðið ljóst að hið „flöktandi tímatal” hefur valdið óþægindum í starfi manna og stofn- ana. Með „flöktandi tímatali” á ég m.a. við hinar. breytilegu kirkju- hátíðir á árinu. Tímatalið í hcild, og þeir ókostir sem skipulagi þess fylgja í nútímaþjóðfélagi, verður ekki rætt hér en aðeins bent á það að kirkjan er ekki svo íhaldssöm eins og sumir trúa, því að nú virðist hún vilja hafa forgöngu um1 það að aðhæfa „twna- talið” nútímamanninum, ef svo má kalla það, með því að fastsetja páskana í árinu. Þannig gengur kirkjan á undan og ætti þetta að vera hvatning okkur öðrum að líta í eigin barm, hvort ekki þurfi að endurskoða hina almennu frídaga sem verða undir handarjaðri ríkisins. Nú má öllum Ijóst vera að geysi- mikil breyting hefur verið á frídaga- haldi á síðustu árum þar sem hinum almennu vinnudögum hefur fækkað á ári en frídögum fjölgað að sama skapi. Við þessu þarf að bregðast’á skynsamlegan hátt en ckki að láta frídaga hlaðast ofan á hið gamla svo að af því verður ringulrcið. Hér hafa alþingismcnn brugðist því að þcir ciga að hafa forystu í þcssu máli, annaðhvort um setningu laga eða reglugerðar. í sumum tilvikum hafa verið sett lög um frídaga og hef ég þá í huga grunnskólalögin. Hér með er þá sannað að löggjafinn veit hvað til síns friðar heyrir en sýnir þó þá hálfvelgju að stíga ekki skreFið til fulls. Venjur í frídagahaldi, sem standa á gömlum merg, hafa skapast en þær verða að sumu leyti broslegar í nútíniánum þar sem að- stæður eða viðhorf er gjörbreytt. Nú 'skulum við líta á okkar frí- dagahald (bæði til gamans og rök- hyggju) frá 14. apríl — 2. maí 1976. Samtals er um 19 daga að ræða og af þeim verða vinnudagar hjá hinum almenna launþega 10 og þá frídagar 9 en hjá skólafólki verða frídagar 12, en vinnudagar 7. Sú þjóð sem hefur efni á svo mörg- um frídögum sem þessum er varla illa á vegi stödd eða hvað? Og meðal annarra orða — hvaða vit er í því að veita skólafólki á hinu eldra aldursstigi miklu lengra frí en öðru fólki því eiga ekki skólanemar ein- mitt að skilja gildi vinnunnar? Lítum á nokkur atriði nánar. Sumardagurinn fyrsti er nú frídagur í skólum, leifar gamals tíma, en dagurinn hefur ekkert slíkt gildi í þjóðlíft okkar sem fyrr, þegar hann var tákn sigurs ög vonar hjá örþreyttri þjóð eftir myrkan og kaldan vctur. — Þá er það líka mikil spurning hvort ekki beri að stunda vinnu annaðhvort á skírdag eða 2. páskadag eða jafnvel á báð- um dögum eins og tíðkast hjá fjöl- mörgum kristnum þjóðum og eru þær síst verr kristnar en við. Það er ekki að furða þótt verk gangi lítt ef vélin er rétt komin í gang þegar þarf að stöðva hana á nýjan leik. Skoðum eitt cnn. Kjallarinn Gunnar Finnbogason 1. mai hefur lengi veriö trídagur og baráttudagur verkamanna. Gott og vel. En hvað hefur gerst? Ekki aðeins verkamenn taka sér frí á þessum baráttudegi heldur allir launþegar. Fyrsti mánudagurinn í ágúst hefur um árabil verið frídagur verslunar- og skrifstofumanna. En hvað gerist? Verkamenn telja sjálf- sagt að taka sér einnig frí þennan mánudag. Er þetta ekki að fara í hring í frekjunni? Ég er viss um það að sumir þessara frídaga hefðu aldrei orðið til sem slíkir ef ekki hefði verið unnið á laugardögum. Þess vegna er ekki óeðlilegt þótt skipa þurfi þessum málum á annan og nýjan hátt skv. breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Eftir að 40 stunda vinnuvikan komst á (og margvísleg vélvæðing hefur átt sér stað) hlýtur það að vera atriði fyrir okkur að halda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 57. tölublað (12.03.1976)
https://timarit.is/issue/226958

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

57. tölublað (12.03.1976)

Aðgerðir: