Dagblaðið

Date
  • previous monthMarch 1976next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið - 12.03.1976, Page 13

Dagblaðið - 12.03.1976, Page 13
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. f drrns^ Iþróttir Iþróttir þróttir Sþróttir Þegor vHakast var ckemt vor loksins fknitað of! — Æsispennandi viðureign Austur- og ó Olympiuleikunum í Montreol. Leikið Vestur-Þjóðverja um réttinn til að leika fimm minútur yfir venjulegan leiktíma. Dankersen 7. marz. Vestur-þýzka landsliðið í handknatt- leik hefur nú tryggt sér farseðilinn til Montreal. Liðið tapaði fyrir A- Þýzkalandi með ellefu mörkum gegn átta í síðari leik liðanna, sem háður var í Karl-Marx-Stadt í A-Þýzkalandi. Þetta nægði V-Þjóðverjum — en tæp- ara mátti það ekki standa, því þeir sigruðu í fyrri leiknum með 17-14. Náðu því betri heildarmarkatölu úr leikjun- um — sigruðu Belga með meiri mun en Austur-Þjóðverjar. Þessi árangur vestur-þýzka liðsins er stórsigur fyrir vestur-þýzkan hand- knattleik í heild. Leikmenn liðsins hafa lagt gífurlega mikið á sig til að ná þessu takmarki. Hafa til að mynda verið saman í 11 vikur samtals á þessu keppnistímabili við undirbúning fyrir leikina við A-Þjóðverja. Starf það, sem hinn júgóslavneski þjálfari liðsins, Vlado Stenzel, hefur unnið, er ólýsan- legt. Hann gerði Júgóslava að Olympíumeisturum 1972. Leikurinn í Karl-Marx-Siadt var æsispennandi frá byrjun til enda. Taugaspenna, harka og æsingur í fyrir- rúmi og hinir 4500 áhorfendur létu vel til sín heyra — púuðu á Vestur- Þjóðverja, en studdu vel við bakið á sínum mönnum. Deckarm skoraði fyrsta mark leiksins, en Ganschow svar- aði fljótlega fyrir A-Þjóðverja. Síðan komu tvö mörk í viðbót hjá A- Þjóðverjum, sem Rost og Ganschow skoruðu, áður en Deckarm tókst að skora annað mark liðs síns á 11. mín- útu. En eftir það fylgdi mjög slæmur kafli hjá vestur-þýzka liðinu, sem skoraði ekki mark í 15 mínútur. Ásama tíma skoruðu A-Þjóðverjar fjögur og staðan var þá orðin 7-2 eftir 26 mín. leik. Úrslit leiksins virtust ráðin, því allt sem V- Þjóðverjar reyndu fór í handaskolum. Deckarm var þó ekki á því að gefast upp — skoraði tvö mörk í röð og það síðara beint úr aukakasti á síðustu sek- úndum hálfleiksins. Deckarm skoraði því öll mörk V-Þjóðverja í hálfleiknum, sem lauk með þriggja marka forustu A-Þjóðverja 7-4. Síðari hálfleikur bauð upp á enn meiri spennu. Austur-Þjóðverjar reyndu allt sem þeir gátu til að auka forskotið, en fjögurra marka munur nægði þeim til að tryggja sér keppnis- rétt í Montreal. V-Þjóðverjar skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleiknum og minnkuðu muninn í 7-5. Stuttu síðar varði markvörður V-Þjóðverja, Hoff-1 mann, vítakast frá Axel Kahlert. En hann kom engum vörnum við í næsta vítakasti, sem A-Þjóðverjar fengu og Þjálfari Vestur-Þjóðverja — Júgóslavinn Vladi Stenzel. Hann gerði Júgóslava að Olympíumeisturum 1972 og kemur til með að sitja á bekk Vestur-Þjóðverja á næstu leikum. Engel tók. Staðan var þá 8-5 og nú fylgdu margar misheppnaðar sóknartil- raunir á báða bóga, þar til Brand smeygði sér mjúklega í gegnum þéttan varnarmúr A-Þjóðverja og minnkaði muninn í tvö mörk, 8-6. Níunda mark A-Þjóðverja skoraði Engel, en Kluhspies svaraði — skoraði sjöunda mark síns liðs eftir að hafa átt margar misheppnaðar skottilraunir. Nú var komið að lokakafla leiksins og spennan í algleymingi. Deckarm var vísað af leikvelli fyrir brot á Ganschow og Böhme notfærði sér stöðuna með því að brjótast inn úr horninu og skora tíunda mark A-Þjóðverja. . Stuttu síðar var brotið illa á Spengler og Deckarm minnkaði muninn í 10-8 úr vítakasti. Sama staða kom upp hinum megin á vellinum. Brótið var á Engel — dæmt vítakast, sem Engel tók sjálfur og skoraði. Staðan 11-8 og tæpar tvær mínútur til leiksloka. Austur-Þjóðverjar spiluðu maður á mann — náðu boltan- um, en sóknin varð árangurslaus. Sek- úndurnar tifuðu og urðu að mínútum og alltaf hélt leikurinn áfram. Þrjár mínútur voru liðnar framyfir venjuleg- an leiktíma og spennan í höllinni og panikin á leikvellinum var ólýsanleg. Það var engu líkara en austur-þýzku tímaverðirnir ætluðu sér ekki að flauta af fyrr en Austur-Þjóðverjum tækist að bæta við einu marki. Sænsku dómar- arnir, Nilsson og Olsson, stöðvuðu leik- inn til að huga að tímanum. Komu síðan aftur og leikurinn hélt áfram. Þegar fimm mínútur höfðu verið leiknar framyfir venjulegan leiktíma brauzt Rost í gegn. Vítakast var dæmt á Vestur-Þjóðverja og nú fyrst flautuðu austur-þýzku tímaverðirnir hátt og snjallt í flautur sínar. Sem sagt — Austur-Þjóðverjar áttu nú alla möguleika á að auka forskotið í fjögur mörk, sem þýddi um leið þátt- töku á Olympíuleikunum í Montreal. Hinn leikreyndi Hans Engel stillti sér upp, en á móti homum stóð Hoffmanp í marki Vestur-Þjóðverja. Loftið var þrungið spænnu og áhorfendur staðnir upp — sumir héldu höndum fyrir and-i lit sín, aðrir snéru sér undan. Engel skaut, en með eldsnöggri fótahreyfingu tókst Hoffmann að verja skot hans. Hans Engel féll lamður í gólfið — en Vestur-Þjóðverjar dönsuðu stríðsdans um alla höllina. Þeim hafði tekizt það, sem fyrirfram var talið ómögulegt. Sérstaklega ber að lofa varnarleik V-Þjóðverja í þessum leik. Hann var1 frábært i leikinn út í gegn og austur- þýzku skyttumar fengu aldrei frið. Óhætt er að líta björtum augum á framtíð þessa unga liðs (meðalaldur 22r7 ár) og það mun örugglega standa fyrir sínu, þegar til Montreal kemur. Á hinn bóginn er það auðvitað sorgleg staðreynd, að A-Þjóðverjar skulu ekki vera meðal þátttakenda á næstu Olympíuleikum, því lið þeirra er án alls vafa í allrafremstu röð í heiminum í dag. • Mörkin. V-Þjóðverjar: Deckarm 5/1, Kluhspies 2, Brand 1. — A-Þjóðverjar: Ganschow 4, Engel 3/2, Kahlert 2/2, Böhme 1 og Rost 1. Auf Wiedersehen, AXEL AXELSSON. Mikil ólga h jó Standard Yfir 20 þúsund áhorfendur voru samankomnir á leikvellinum í Charleroi, þegar Sporting Charleroi fékk Anderlecht í heimsókn í 1. deildinni. Það var skemmtilegur og sögulegur leikur. í fyrri hálfleiknum, náði Charleroi að sýna sínar beztu hliðar — leikmenn liðsins léku skínandi bæði í vörn og sókn. Á 22. mín. léku þeir Guðgeir Leifsson og Austurríkismaðurinn Böhmer laglega í gegnum vörn Anderlecht og átti sá austurríski skot á markið. Ruiter markmanni tókst naumleg að bjarga, en ekki betur en svo, að boltinn hrökk fyrir fætur Guðgeirs, sem sendi hann algjörlega óverjandi efst í markhornið. Aðeins nokkrum mín. síðar misnotaði Jakobs upplagt tækifæri til að auka forustuna, en skot hans hafnaði í hliðarnetinu utanverðu. Henrotay, fyrrum leikmaður Standard, átti heiðurinn af síðara marki Charleroi, þegar hann lék skemmtilega á Jan Dokex, vinstri bakvörð Anderlecht, og sendi síðan fastan bolta fyrir markið. Ruiter hafði hendur á boltanum, en missti hann frá sér til þýzkarans Gebauer, sem ekki var seinn að senda hann í netið. Gebauer hefur nú skorað 13 mörk og er langmarkhæstur hjá Charleroi. í hálfleik var staðan 2-0 fyrir Sebrana, en Adam var ekki lengi í Paradís, því strax aæ 9. mín. síðari hálfleiks minnkaði Hollendingurinn Rensenbrink muninn í 2-1. Tveimur mín. síðar jafnaði Van Binst með rangstöðumarki, en dómarinn dæmdi markið gilt. Eftir þetta skiptust liðina á að sækja, án þess að skoruð væru fleiri mörk. Guðgeir átti prýðisleik með Charleroi — einn albezti maður liðsins og hann virðist nú orðinn góður af meiðslunum, sem hafa háð honum. Guðgeir gerir það gott í Charleroi og alveg næstu daga er hann að flytja í nýtt einbýlishús með fjölskyldu sína. Félagið hefur tekið þetta nýbyggða hús á leigu fyrir Guð- geir — og með því fylgir hinn fegursti garður. Standard Liege átti góðan leik við O- stende og úrslitin 4-2 gefa ekki rétta hugmynd um gang leiksins. Miklar sviptingar hafa verið í herbúðum Standard síðustu vikur. Eftir 3-0 tapið fyrir Anderlecht var franska þjálfaran- um Lucein Leduc sagt upp störfum eftir aðeins þriggja mán. starf. Þá bjugg ust allir við, að Van der Hart tæki aftur við þjálfun aðalliðsins, en stjórn Stand- ard tilkynnti að svo yrði ekki, heldur myndi Maurice Lampreur, þjálfari unglingaliðsins, halda áfram með liðið í óákveðinn tíma. Þetta gat Van der Hart ekki fallizt á og sagði upp störfum samdægurs. Tveir þjálfarar hætta í sömu vikunni og er Lampreur sá sjötti, sem tekur við þjálfun Standard á þeim þremur árum, sem ég hef leikið með félaginu. Leikurinn við Ostende var hraður og mikið um markatækifæri. Undirritaður skoraði fyrsta mark Standard á 22. mín. Ostende jafnaði á 24. mín. eftir herfileg mistök Teo Poel, sem lék nú hægri bákvörð. Eric Gerets tók stöðu miðherja 'bg Gorez var settur út. Gerets átti mjög góðan leik og skoraði tvö mörk á 43. mín. og 72.mín. Fjórðá mark Standard skoraði Carot á 76.mín. Simoen átti svo lokaorðið í þessum leik og minnkaði muninn í 4-2 með góðum skalla. í byrjun síðari hálfleiks var einum leik- manni Ostende vikið af leikvelli fyrir að slá til línuvarðar. Ásgeir Sigurvinsson. USA-stúlkurnar unnu Víking Bandaríska landsliðið lék i gær æfingaleik við meistaraflokksstúlkur Víkings í íþróttasal Réttarholtsskóla. Bandarísku stúlkurnar sigruðu með 15- 14 í skemmtilegum leik. Ástralíumet Viða um heim stefna iþróttamenn mark- visst að ná Olympiulágmörkum fyrir leikana í Montreal í sumar. Ástralski hlauparinn Peter Larkins setti nýtt ástraliskt met i gær i 3000 metra hindrunarhlaupi — hljóp vegalengdina á 8.27 minútum og bætti met fyrrum heims- methafa Kerry O’brien um 2 sekúndur. Guðgeir Leifsson hefur átt skinandi iei^; með Charlcroi - og er nú að flytja með fjölskyldu sina i nýtt einbýlishús i Charleroi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue: 57. tölublað (12.03.1976)
https://timarit.is/issue/226958

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

57. tölublað (12.03.1976)

Actions: