Dagblaðið - 12.03.1976, Síða 14
14
r
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976.
Maggi Kjartans,
Jóhann Helgasoh,
Pálmi Gunnars ag
fleiri á skemmtun
Klúbbs 32 á
sunnudagskvoldto
• önnur skemmtun Klúbbs 32, eftir
að nýja stjórnin tók við, er
fyrirhuguð í Tjarnarbúð
næstkomandi sunnudag, 14. marz.
Allmargt verður að ske á
skemmtun þessari. Magnús
Kjartansson mætir ásamt nokkrum
félögum sínum, svo sem Hrólfi,
Finnboga og fleiri góðum mönnum.
Pálmi Gunnarsson kemur fram
ásamt nokkrum öðrum, væntanlega
meðlimum Blues company og
fleirum. Þá mun Jóhann Helga-
son kynna lög af væntanlegri LP
plötu sinni. Honum til aðstoðar
verða blásarar úr Pónik og fleiri sem
leika á plötunni. Fleiri menn koma
við sögu á þessu skemmtikvöldi
Klúbbsins, en hverjir það eru kemur
í ljós á sunnudaginn.
Verðlag aðgöngumiða a fyrstu
skemmtun Klúbbs 32 vakti töluverða
reiði. Á sunnudaginn mun miðaverð
verða 300 krónur fyrir klúbbmeðlimi
og 600 fyrir þá, sem ekki hafa verið
nógu forsjálir að fá sér félagsskírteini.
Eftir sem áður verður hægt að ganga
í klúbbinn og verður þá að borga
1.100 krónur ef fólk hyggst ganga í
klúbbinn á sunnudagskvöldið.
-ÁT-
Meðal skemmtikrafta á Þjóðlagahátíð '76 verður
væntanlega þjóðlagatríóið Þremill.
Meðal annarra kemur Jóhann
Helgason fram og kynnir nokkur lög
af nýrri LP plötu sinni. Myndin ei
eftir Pjetur Stefánsson.
Er nýtt Irf oð fœrast
í þjóðlagatónlistar-
f lutning hér á landi?
— Þjóðlagahátið '76 lofar öllu fögru um það
Lítið hefur verið að gerast hjá
flytjendum þjóðlagatónlistar hér á
landi undanfarin ár Einna helzt
eru haldin þjóðlagakvöld i
framhaldsskólunum, — og þar með
upp talið. Nú kann hins vegar að
vera að renna upp ^etri tíð, því að á
morgun, laugardaginn 13. marz,
gangast nokkrir aðiiar fyrir þjóðlaga-
tónleikum í Austurbæjarbíói. Fólkið
virðist vera nokkuð stórhuga, því að
skemmtunin á aö nefnítst Þjóðlaga-
hátíð ’76.
Á þessari þjóðlagahátið koma fram
allmargir skemmtikraftar, svo sem
Helga Möller, Sigrún Magnúsdóttir,
Ciuðjón Þór Guðjónsson, Þremill og
tríóið Við þrjú. Einnig vinna for-
ráðamenn skemmtunarinnar að því
að fá Spilverk þjóðanna, Diabolic In
Musica og jafnvel fleiri til að koma
fram.
Hátíðin á að hefjast í
Austurbæjarbíói klukkan tvö á
laugardaginn. Hagnaður af
aðgöngumiðasölunni rennur allur til
Fórnarviku kirkjunnar. Miðaverðinu
verður mjög stillt í hóf, svo að sem
flestir sjái sér fært að koma á
skemmtunina. Dagblaðinu var sagt
að aðgangseyi ir yrði í mesta lagi
500 krónur, og þó sennilega ckki
meiri en kr. 400. Því ætti uppsprengt
aðgöngumiðaverð ekki að standa í
veginum fyrir því, að sem flestir
komi á Þjóðlagahátíð ’76. -ÁT-
Leiðrétting
Sú meinlega villa slæddist á
poppsíðuna á miðvikudaginn að
Ingvi Þór Kormáksson
píanóleikari Experiment var
nefndur Ingvar ögmundsson.
Við biðjum Ingva og Ingvar
ögmundsson innilega afsökunar
á þessum mistökum.
V
Þess ma geta svona meðfram,
að öll tónlistin, sem þeir
Sumarliði, Veturliði og Yfirliði
flutlu, var eftir Ingvn.
D0GG
W
A
UPP-
LEIÐ
— einbeitir sér að
flutningi frum-
saminna laga
Ef litið er á feril hljómsveitarinnar
Daggar frá upphafi vaknar sá grunur
að hún hafi ávallt fylgt þeim
hljómsveitum sem hæst bar hverju
sinni, hvað tónlistarstefnu varðar.
í byrjun var Dögg skipuð sex
mönnum og Iek countrytónlist —
sams konar og Brimkló gerði hvað
vinsælasta. Brimkló var á þeim tíma
með hæst skrifuðu hljómsveitunum í
íslenzku poppi og naut meðal annars
gífurlegra vinsælda á Keflavíkur-
flugvelli.
Síðan, í kjölfar hljómsveitarinnar
Júdasar, flutti Dögg sig yfir á funky-
línuna svonefndu. Þá tegund tón-
listar flutti hljómsveitin, þar til hún
lognaðist út af á síðastliðnu hausti.
Síðar, er Döggin tilkynnti um
mannabreytingar og hljóðfæraskip-
•an, varð manni hugsað til þess hvort
nú ætti að taka mið af tónlist
Change. En strax í byrjun, er hljóm-
sveitin kom fram eftir margra mán-
aða þögn kom í ljós að Changetón-
listin hafði algjörlega verið látin í
friði.
Meðlimir Daggar einbeita sér að
flutningi frumsaminnar tónlistar. Fei
það vel, þar sem lögin eru mjög
áheyrileg allflest og eiga eflaust eftir
að njóta mikilla vinsælda, er fram
líða stundir og áheyrendur hafa
vanizt þeim. Hlutfallið milli
frumsaminnar tónlistar og
eftirlíkinga er að sögn söngvarans,
Páls Pálssonar, um það bil þrjú
kópíeruð lög á móti hverjum tíu
frumsömdum.
Eftir frammistöðu Daggar á SAM-
komunni á þriðjudaginn ma telja, að
hljómsveitin verði meðal þeirra sem
eiga eftir að gera það gott á sveita-
dansleikjavertíðinni næsta sumar —
það er, ef bætt verður á laga-
prógrammið nokkrum léttum,
dægurlögum, sem eru efst á baugi
hverju sinni óg koma misdrukknum
danshúsgestum í stuð.
Annars er erfitt að spá um,
hvaða hljómsveitir eigi eftir að verða
stærstar næsta sumar. í raun og veru
er engin hljómsveit starfandi nú er á
þersónufylgi að fagna nema Paradís.
En vafalaust eiga Dögg, Cabaret, Eik
og jafnvel Dínaniit eftir að gera góða
hluti, sem gæti skapað þeim nafn úti
á landi, ekki síður en í Reykjavík.
-ÁT.-
DÖCCj. Meira en tveir þriðju af prógramminu eru frumsamdir.
DB-mvnd: Björgvún.