Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 15
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. 15 Vignir Bergmann: „BROTTFÖR MÍNÚRJÚDAS ER ÓSKÖP EÐLILEG ÞRÓUN" Viðskilnaður Vignis Bergmann og fyrrverandi félaga hans í hljómsveitinni Júdas hefur vakið nokkra athygli almennings, — og þá að sjálfsögðu einnig umtal. Hver var ástæðan? Tónlistarlegur ágreiningur? Var Vignir orðinn leiður á hinum eftir tæplega áratugs samstarf, eða nennti hann ekki með til Banda- ríkjanna? DB rætti stuttlega við Vigni til að fá á hreint, hvers vegna hann hætti. „Það er margt sem spilar inn í þessa uppsögn mína,” sagði Vignir, „og ég get ekki talið upp neitt eitt, tvennt eða þrennt, sem orsakar hana. Fólk skiptir um leiðir af því að það er orðið þreytt á að þræða gömlu leiðina. öðruvísi get ég í raun og veru ekki svarað þessu, nema með því að þetta er ósköp eðlileg þróun.” — Og hvað tekur nú við á tónlist- arsviðinu? „Ég reikna ekki með að spila neitt opinberlega á næstunni alla vega ekki næsta árið, og í danshljómsveit fer ég ekki. Ég held að það sé bezt að draga sig algjörlega í hlé, þegar maður hefur ekkert fram að færa, sem stórvægilegt getur talizt. Ég læt hins vegar örugglega fra mér heyra, um leið og ég hef eitthvað nýtt á takteinunum.” -ÁT- Eftir að George Harrison gaf samþykki sitt til hljómleikahalds Bítlanna er þeim ekkert að vanbúnaði. Horfurnar bjartar ó því að Bítlarnir komi saman ó ný * Allt frá því að þeir John, Paul, Ringo og George slitu samstarfi hefur verið orðrómur á kreiki um að þeir hygðust koma saman aftur. Ef ekki til langframa, þá til að lcika saman í eitt eða tvö skipti. Ávallt hafa þessar sögusagnir verið borna> til baka af umboðsmönnum Bítlanna — þangað til á síðasta ári. Nú hafa þrír af þeim lýst sig fúsa til samstarfs og sá fjórði George Harrison virðist loksins vera orðinn heitur. I Daily Mirrór var sagt frá því fyrir skömmu að nú benti allt til þess að efnt ýrði til éinna tónleika í Bandaríkjunum bráðlega. Daily Mirror fullyrðir - þetta á þeirri forsendu að blaðið ræddi við föður Georges, Harold Harrison, sem hafði það eftir syni sínum, að hann hefðl ekki lengur neitt á móti því að leika á hljómleikum með sínum gömlu félögum. Hroðalegar pyntingar ó hindrunarhlaupahestum lótnar viðgangost Viðurstyggilegar pyntingaraðferðir eru notaðar víða þar sem veðhlaupahestar eru þjálfaðir, til þess að fá þá til að stökkva hærra og vinna til fleiri verðlauna. „Hestarnir sem fljúga yfir hindranir og vekja hrifningu viðstaddra og sjónvarpsáhorfenda eru oft á tíðum óskaplega kvaldir og vita að ef þeir koma við grindurnar í stökkinu geta þeir fundið enn meira til,” segir talsmaður dýraverndunar- félags í Bandaríkjunum. Meðal pyntingaraðferða sem notaðar eru má nefna eftirfarandi: Borin eru smyrsl á fætur hestanna rétt fyrir ofan hófinn þannig að fóturinn bólgnar, og er mjög sárs- aukafullt ef hann rekst í grindurnar. Illþyrmislegur gaddavírsspotti er settur upp í hestinn með mélunum, þannig að knapinn getur látið vírinn skerast inn í viðkvæmt holdið í munninum, ef hesturinn hikar hið minnsta við að stökkva. Lítilli rafhlöðu er komið fyrir á reiðstígvélinu þannig að hægt sé að gefa hestinum straum í kviðinn ef hann þarf á sérstakri hvatningu að halda. Svipan er búin með hvössum göddum sem skerast inn í holdið þegar hún er notuð. Efstu grindurnar í hindrunum eru þakktar með hvössum nöglum eða öfugum gosdrykkjaflöskutöppum. Þá fara hestarnir annaðhvort hátt yfir hindrunina eða rífa á sér fæturna ella. Joan Blue, forseti bandaríska hestavinasambandsins segir: „Þessar grimmilegu aðferðir eru notaðar þegar verið er að æfa hindrunar- hlaupshesta bæði í Bandaríkjunum og um gjörvallan heim. Litlum rafhlöðum er komið fyrir á reiðstígvéíinu. öfugir gosdrykkjaflöskutappar eru negldir á efstu grindina í hindruninni. Litlum, hvössum nöglum er raðað á efstu grindina í hindruninni. Beittur vír er látinn upp í hestinn ásamt méiunum. Það tekur langan tíma að þjálfa hest þannig að hann verði „meistari” Sumir þjálfarar halda að þeir ílýti- fyrir því með að pynta hestana. Ekki eru til tölur um hve margir þjálfarar nota þessar og aðrar ámóta pyntingar, en gera má ráð fyrir að um 10% sé að ræða.” Ritari í bandaríska sýningarhesta- félaginu hefur viðurkennt blákaldur að þessar aðferðir séu notaðar. „Ég hef heyrt um þessar aðferðir,” segir ritarinn. „Það er til bæði gott og vont fólk í öllum greinum.” Það er hroðalegt til þess að vita að þetta skuli vera látið viðgangast. Reyndar skulum við fara hægt í að hneykslast yfir útlendingum, sem illa fara með skepnur. í Dagblaðinu í fyrradag var birtur hæstaréttar- dómur í máli bónda sem fór illa með búpening sinn. Dæmdur var af honum rétturinn til búpeningshalds í fimm ár. Þá hefur einnig oft í fréttum verið getið um hroðalega meðferð á köttum. Nú er búið að stofna katta- vinafélag svo málefnum katta ætti að vera borgið í bili a.m.k. Aburður sem framkallar bólgu er borinn á fótinn rétt fyrir ofan hófinn. Oddhvassir naglariMu lálnirá svipuna. Það væri óskandi að dýraverndunarfélög um allan heim sæju sér fært að sporna með einhverju móti við álíka pyntingum á hestum, eins og lýst var hér að framan. -A. Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.